Morgunblaðið - 21.01.1976, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976
fylgja rekstrarreikningi sundurliðun á
rekstrarkostnaði bifreiðanna að
meðtöldum fyrningum, ásamt
upplýsingum um heildarakstur hverrar
bifreiðar á árinu og umrædd afnot í
eknum km og draga gjöld vegna
þessara afnota frá rekstrargjöldum
með áritun á rekstrarreikninginn eða
gögn með honum
Vinm einstaklingur eða hjón, annað
hvort eða bæði eða ófjárráða börn
þessara aðila, við eiginn atvinnurekstur
eða sjálfstæða starfsemi ber að geta
þess með athugasemd á
rekstrarreikninginn eða gögn með
honum og tilgreina vinnuframlag
framteljanda sjálfs, maka hans og
ófjárráða barna hans
Laun reiknuð framteljanda sjálfum
eða maka hans, sem hafa verið færð til
gjalda á rekstrarreikningnum. ber að
tilgreina sérstaklega á honum, aðskilið
frá launagreiðslum til annarra
launþega, og gera viðeigandi úrbætur,
sbr 4 mgr þessa töluliðar
Hreinar tekjur skal siðan færa i 1.
tölulið III kafla eða rekstrartap i 12
tölulið V kafla framtals
2. Hreinar tekjur af eignaleigu,
þ.m.t. útleiga fbúðarhúsnæðis
samkv. meðfylgjandi rekstraryfirliti.
Hafi framteljandi tekjur af eignaleigu
án þess að talið verði að um
atvinnurekstur sé að ræða I þvl
sambandi ber honum að gera
rekstraryfirlit þar sem fram koma
leigutekjur og bein útgjöfd vegna
þeirra, þ m t vaxtagjöid sem eru tengd
þessari teknaöflun Sé slikra tekna
aflað í atvinnurekstrarskyni ber að gera
rekstrarreikning skv tölulið 1
Hafi framteljandi tekjur af útleigu
ibúðarhúsnæðis, hvort heldur hann
telur það vera i atvinnurekstrarskyni
eða ekki, ber honum að gera
rekstraryfirlit þar sem fram koma
leigutekjur frá hverjum einstökum
leigutaka, svo og leigutímabil og
fasteignamat útleigðs ibúðarhúsnæðis
og hlutdeildar í lóð Til gjalda ber að
telja kostnað vegna hins útleigða, svo
sem fasteignagjöld. viðhaldskostnað
og vaxtagjöld sem beint eru tengd
þessari teknaöflun Enn fremur skal
telja fyrningu húsnæðisins sem nemur
eftirfarandi hundraðshlutum af
fasteignamati hins útleigða húnæðis
íbúðarhúsnæði úr steinsteypu
1,0%
íbúðarhúsnæði hlaðið úr steinum
1,3%
íbúðarhúsnæði úrtimbri 2.0%
Til frádráttarbærs viðhaldskostnaðar
teljast þau gjöld sem á árinu gengu til
viðhalds (ekki endurbóta eða
breytinga) hins útleigða húsnæðis, sbr
reglugerð nr 257/1974 sem gekk í
gildi 1 jan 1975
Til greina skal hvaða viðhald var um
að ræða og sundurliða
viðhaldskostnaðinn með sama hætti
og sagt er i tölulið 1 c i v kafla
framtalsins
í þessum tölulið má ekki telja tekjur
af útleigðu íbúðarhúsnæði sem
framteljandi lætur öðrum i té án
eðlilegs endurgjalds, þ e ef ársleiga
nemur lægri fjárhæð en 5% af
fasteignamati ibúðarhúsnæðis og
lóðar Slíkar tekjur ber að telja i 3
tölulið III kafla framtals.
3. Reiknuð leiga af íbúðarhúsnæði:
a. sem eigandi notar sjálfur.
Af ibúðarhúsnæði, sem framteljandi
notar sjálfur, skal húsaleiga reiknuð til
tekna 5% af fasteignamati
ibúðarhúsnæðis (þ.mt bilskúr) og
lóðar, eins þótt um leigulóð sé að
ræða Á bújörð skal þó aðeins miða við
fasteignamat ibúðarhúsnæðis.
Sé ibúðarhúsnæði i eigu sama aðila
notað að hluta á þann hátt sem hér um
ræðir og að hluta til útleigu skal
fasteignamati húss og lóðar skipt
hlutfallslega miðað við rúmmál nema
sérmat i fasteignamati sé fyrir hendi Á
sama hátt skal skipta fasteignamati
húss og lóðar þar sem um er að ræða
annars vegar ibúðarhúsnæði og hins
vegar atvinnurekstrarhúsnæði i sömu
fasteign
í ófullgerðum og ómetnum ibúðum,
sem teknar hafa verið i notkun, skal
reiknuð leiga nema 1% á ári af
kostnaðarverði i árslok eða vera
hlutfallslega lægri eftir þvi hvenær
húsið var tekið i notkun og að hve
miklu leyti
b. sem eigandi lætur öðrum 1 té án
eðlilegs endurgjalds
Af ibúðarhúsnæði, sem framteljandi
lætur launþegum sinum (og
fjölskyldum þeirra) eða öðrum i té án
endurgjalds eða lætur þeim i té án
eðlilegs endurgjalds (þ.e. gegn
endurgjaldi sem lægra er en 5% af
fasteignamati ibúðarhúsnæðis og
lóðar), skal húsaleiga reiknuð til tekna
5% af fasteignamati þessa
ibúðarhúsnæðis i heild, svo og af
fasteignamati lóðar, eins þótt um
leigulóð sé að ræða Á bújörð skal þó
aðeins miða við fasteignamat
ibúðarhúsnæðis í ófullgerðum og
ómetnum ibúðum gildir sama
viðmiðun og i a-lið
4. Vaxtatekjar
Hér skal færa i kr dálk samtölu
skattskyldra vaxtatekna i A- og
B-liðum, bls 3, í samræmi við
leiðbeiningar um útfyllingu þeirra
5. ArSur af hlutabréfum
Hér skal færa arð sem framteljandi
fékk úthlutaðan á árinu af hlutabréfum
sinum
6. Laun greidd i peningum.
í lesmálsdálk skal rita nöfn
launagreiðenda og launaupphæð i kr
dálk
Ef vinnutímabil framteljanda er
aðeins hluti úr ári eða árslaun óeðlilega
lág skal hann gefa skýringar i G-lið,
bls 4, ef ástæður, svo sem nám,
aldur, veikmdi o fI koma ekki fram á
annan hátt i framtali
7. Laun greidd I hlunnindum
a Fæði: Skattskyld fæðishlunnindi:
(1) Fullt fæði innan
heimilissveitar:
Launþegi, sem vann innan
heimilissveitar sinnar, skal telja til
tekna fullt fæði sem vinnuveitandi lét
honum i té endurgjaldslaust (frítt). Rita
skal dagafjölda i lesmálsdálk og
margfalda hann með 500 kr fyrir
fullorðna og 400 kr fyrir barn, yngra
en 16 ára, og færa upphæðina til
tekna Fjárhæð fæðisstyrks
(fæðispeninga) skal hins vegar teljast
að fullu til tekna Sama gildir um hver
önnur full fæðishlunnindi, látin
endurgjaldslaust I té. þau skal telja til
tekna á kostnaðarverði
(2) Fæðisstyrkur (fæðispeningar) ð
orlofstíma.
Fjárhæð fæðisstyrks (fæðispeninga),
sem launþega er greidd meðan hann
er i orlofi, skal teljast að fullu til tekna
(3) Önnur skattskyld
fæðishlunnindi:
a Launþegi, sem vann utan
heimilissveitar sinnar og fékk
fæðisstyrk (fæðtspeninga) I stað fulls
fæðis, skal telja til tekna þann hluta
fæðisstyrksins sem var umfram 700
kr á dag Sama gildir um fæðisstyrk
greiddan sjómanni á skipi meðan það
var i höfn
b Launþegi, sem vann hvort heldur
innan eða utan heimilissveitar sinnar
og fékk fæðisstyrk (fæðispeninga) i
stað hluta fæðis, skal telja til tekna
þann hluta fæðisstyrksins sem var
umfram 280 kr á dag
c Allt fæði, sem fjölskylda
framteljanda fékk endurgjaldslaust
(fritt) hjá vinnuveitanda hans, fjárhæð
fæðisstyrkja (fæðispeninga), svo og
hver önnur fæðishlunnindi. látin
endurgjaldslaust i té, skal telja til
tekna á sama hátt og greinir í lið (1).
Fritt fæði, sem eigi telst fullt fæði, látið
þessum aðilum I té, skal telja til tekna
eins og hlutfall þess af mati fyrir fullt
fæði segir til um í þessu sambandi
skiptir eigi máli hvort framteljandi
vann innan eða utan heimilissveitar
sinnar.
b Húsnæði: Hafi framteljandi (og
fjölskylda hans) afnot af
ibúðarhúsnæði, sem vinnuveitandi
hans lætur endurgjaldslaust I té, skal
framteljandi rita i lesmálsdálk fjárhæð
gildandi fasteignamats þessa
ibúðarhúsnæðis og lóðar og
mánaðafjölda afnota Telja skal til
tekna 5% af þeirri fjárhæð fyrir
ársafnot en annars eins og hlutfall
notkunartima segirtil um
Hafi framteljandi (og fjölskylda hans)
afnot af íbúðarhúsnæði, sem
vinnuveitandi hans lætur I té gegn
endurgjaldi sem er lægra heldur en
5% af gildandi fasteignamati
ibúðarhúsnæðis og lóðar, skal
framteljandi telja mismuninn til tekna
eftir þvi sem hlutfall notkunartima
segir til um
c. Fatnaður eða önnur hlunnindi:
Til tekna skal færa fatnað sem
vinnuveitandi lætur framteljanda 1 té
án endurgjalds og ekki er reiknaður til
tekna i öðrum launum Tilgreina skal
hver fatnaðurinn er og telja til tekna
sem hér segir:
Einkennisföt karla 13 800 kr
Einkennisföt kvenna 9 500 kr
Einkennisfrakka karla .... 10 700 kr.
Einkenniskápu kvenna 7 1 00 kr.
Einkennisfatnað flugáhafna skal þó
telja sem hér segir:
Einkennisföt karla 6 900 kr.
Einkennisföt kvenna 4.700 kr
Einkennisfrakka karla 5 400 kr
Einkenniskápu kvenna 3.600 kr
Fatnaður, sem ekki telst
einkennisfatnaður, skal talmn til tekna
á kostnaðarverði
Sé greidd ákveðin fjárhæð i stað
fatnaðar ber að telja hana til tekna
Önnur hlunnindi, sem látin eru í té
fyrir vinnu, ber að meta til
peningaverðs eftir gangverði á
hverjum stað og tima og telja t.l tekna í
tölulið 7. c., III, á framtali. M.a. teljast
hér sem hlunnindi afnot launþega af
bifreiðum, látin honum I té
endurgjaldslaust af vinnuveitanda eða
gegn óeðlilega lágu endurgjaldi í
lesmálsdálk skal rita afnot
bifreiðarinnar i eknum kilómetrum
(þ.m.t. akstur úr og i vinnu) og
margfalda þann kilómetrafjölda með
22 kr fyrir fyrstu 10 000
kílómetraafnot, með 19 kr fyrir næstu
10 000 kilómetraafnot og 1 6 kr fyrir
hver kilómetraafnot þar yfir Fjárhæð,
þannig fundna, ber að færa í kr dálk,
þó að frádregnu endurgjaldi ef um það
var að ræða
Fæði, húsnæði og annað framfæri
framteljanda, sem býr i foreldrahúsum.
telst ekki til tekna og færist þvi ekki i
þennan lið nema foreldri sé
atvinnurekandi og telji sér nefnda liði
til gjalda.
8 Elli- eða örorkulffeyrir frá
alm.trygg.
Hér skal telja til tekna ellillfeyri og
örorkulifeyri frá almannatryggingum
Lifeyrishækkun vegna lágra tekna
(svonefnd „tekjutrygging") og frekari
uppbót á elli- og örorkulífeyrí, ef
greidd var, skal talin til tekna með
lifeyrinum
Örorkustyrk skal hins vegar ekki telja
hér til tekna heldur í tölulið 13, III, á
framtali
Með bótagreiðslum frá
almannatryggingum á árinu 1975 ber
að telja 3% hækkun á bótagreiðslum I
des. 1974 þar eð hækkunin var
ákveðin svo seint að hún var ekki
greidd fyrr en á árinu 1 975
Tryggingastofnun rlkisins og
umboðsmenn hennar um land allt
munu nú i janúar senda bótaþegum
upplýsingar um bótagreiðslur til þeirra
frá almannatryggingum á árinu 1975
á þar til gerðum miðum. Á miðunum
verða uppbætur á elli- og örorkulífeyri.
þar með svonefnd „tekjutrygging" ef
greidd var, taldar með lífeyrinum og
enn fremur áðurnefnd 3% hækkun á
bótagreiðslum í des 1974
Það athugist að llfeyrisgreiðslur og
greiðslur með börnum úr
lífeyrissjóðum á vegum
Tryggingastofnunar rikisins skulu allar
taldar til tekna i tekjulið 1 3 enda þótt
upp séu gefnar á bótamiðum frá
Tryggingastofnuninni.
9 Sjúkra- eSa slysabætur
(dagpeningar).
Hér skal telja til tekna sjúkra- og
slysadagpeninga Ef þeir eru frá
almannatryggingum, sjúkrasamlögum
eða úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga
koma þeir einnig til frádráttar i tölulið
1 1, V, á framtali
10 50% af fengnu meSlagi eða
barnalffeyri, sbr. á bls. 1.
Hér skal færa helming fengins
meðlags eða barnalifeyris á árinu
1975 með börnum til 17 ára aldurs,
þó að hámarki 50% barnalífeyris skv
14 gr almannatryggingalaganna sem
áárinu 1975 var 46 1 76 kr
Þessar meðlagagreiðslur og
barnalifeyrir teljast þó ekki til tekna hjá
einstæðu foreldri
Ef foreldrar barns búa saman I
óvlgðri sambúð telst hvorugt þeirra
einstætt foreldri þótt þau framfæri á
heimilinu barn eða börn sem þau hafa
ekki átt saman og skal meðlag eða
barnalífeyrir með þvi eða þeim börnum
að hálfu talið til tekna hjá
sambýlismanninum, hvort sem hann er
faðir barnsins (barnanna) eða ekki.
1 1 Tekjur barna.
Hér skal færa i kr dálk samtölu
skattskyldra tekna barna, yngri en 16
ára, I E-lið, bls 4, i samræmi við
leiðbeiningar um útfyllingu hans
1 2 Laun eiginkonu.
Hér skal færa launatekjur eiginkonu.
í lesmálsdálk skal rita nafn
launagreiðanda og launaupphæð I kr
dálk. Athuga skal að þótt helmingur
eða hluti af launatekjum giftrar konu sé
frádráttarbær ber að telja allar
tekjurnar hér
1 3. Aðrar tekjur.
Hér skal færa til tekna hverjar þær
skattskyldar tekjur sem áður eru
ótaldar, svo sem:
(1) Eftirlauna- eða lifeyrisgreiðslur,
þ m.t. barnalífeyri, úr eftirlauna- eða
llfeyrissjóðum eða frá öðrum aðilum,
þ.m.t. lifeyrisgreiðslur og greiðslur
með börnum úr lifeyrissjóðum á
vegum Tryggingastofnunar rikisins,
gefnar upp á bótamiðum frá henni
(2) Skattskyldar bætur frá
almannatryggingum, aðrar en þær
sem taldar eru i töluliðum 8, 9 og 1 0,
III, og skulu þær nafngreindar, svo
sem ekkja- og ekklabætur, lifeyrir til
ekkju eða ekkils, lifeyrir vegna maka
og barna örorkulifeyrisþega,
makabætur og örorkustyrkur Einnig
skal færa hér barnalifeyri sem greiddur
er frá almannatryggingum vegna
II.
Teknamat.
A Skattmat tekna af landbúnaðí
skal ákveðið þannig:
1 Allt, sem selt er frá búi, skal talið
með því verði sem fyrir það fæst. Ef
það er greitt í vörum, vinnu eða
þjónustu, þer að færa greiðslurnar til
peningaverðs og telja til tekna með
sama verðí og fæst fyrir tilsvarandi
vörur, vinnu eða þjónustu sem seldar
eru á hverjum stað og tíma.
Verðuppbætur á búsafurðir teljast til
tekna þegar þær eru greiddar eða
færðar framleiðanda til tekna i reikning
hans.
2 Heimanotaðar búsafurðir
(búfjáraf urðir, garðávextir, gróður-
húsaafurðir, hlunnindaafrakstur),
svo og heimilisiðnað, skal telja
til tekna með sama verði og
fæst fyrir tilsvarandi afurðir sem
seldar eru á hverjum stað og
tima Verði ekki við markaðsverð
miðað, t.d í þeim hreppum þar sem
mjólkursala er lítil eða engin, skal
skattstjóri meta verðmæti þeirra til
tekna með hliðsjón af notagildi
Ef svo er ástatt að söluverð frá
framleiðanda er hærra en útsöluverð til
neytenda vegna • niðurgreiðslu á
afurðaverði þá skulu þó þær
heimanotaðar afurðir, sem svo er ástatt
um, taldar til tekna miðað við
útsöluverð til neytenda
Mjólk, sem notuð er til búfjárfóðurs,
skal þó telja til tekna með hliðsjón af
verði á fóðurbæti miðað við
fóðureiningar
Þar sem mjólkurskýrslur eru ekki
haldnar skal áætla heimanotað
mjólkurmagn
Með hliðsjón af ofangreindum
reglum og að fengnum tillögum
skattstjóra hefur matsverð verið
ákveðið á eftirtöldum búsafurðum til
heimanotkunar þar sem ekki er hægt
að styðjast við markaðsverð:
B Hlunnindamat:
1 Fæði:
Fullt fæði, sem vinnuveitandi lætur '
launþega (og fjölskyldu hans)
endurgjaldslaust i té, er metið sem hér
segir:
Fæði fullorðins 500 kr á dag.
Fæði barns
yngra en 1 6 ára 400 kr. á dag
Samsvarandi hæfilegur fæðisstyrkur
(fæðispeningar) er metinn sem hér
segir:
í stað fulls fæðis 700 kr á dag
í stað hluta fæðis 280 kr á dag
2 fbúðarhúsnæði:
Endurgjaldslaus afnot launþega (og
fjölskyldu hans) af ibúðarhúsnæði,
sem vinnuveitandi hans lætur í té,
skulu metin til tekna 5% af gildandi
fasteignamati hlutaðeigandi
íbúðarhúsnæðis og lóðar
Láti vinnuveitandi launþega (og
fjölskyldu hans) í té Ibúðarhúsnæði til
afnota gegn endurgjaldi, sem lægra er
en 5% af gildandi fasteignamati
hlutaðeigandi ibúðarhúsnæðis og
lóðar, skal mismunur teljast launþega
til tekna
3 Fatnaður: kr
Einkennisföt karla 13.800
Einkennisföt kvenna 9 500
Einkennisfrakki karla 10 700
Einkenniskápa kvenna 7.100
Hlunnindamat þetta miðast við það
að starfsmaður noti einkennisfatnaðinn
við fullt ársstarf.
Ef árlegur meðaltalsvinnutimi
starfsstéttar reynist sannanlega
verulega styttri en almennt gerist og
einkennisfatnaðurinn er eingöngu
notaður við starfið má víkja frá
framangreindu hlunnindamati til
lækkunar, eftir nánari ákvörðun
rlkisskattstjóra hverju sinni, enda hafi
komið fram rökstudd beiðni þar að
lútandi frá hlutaðeigandi aðila
Með hliðsjón af næstu málsgrein hér
á undan ákveðst hlunnindamat vegna
einkennisfatnaðar flugáhafna:
kr
Einkennisföt karla 6 900
Einkennisföt kvenna 4.700
Einkennisfrakki karla 5 400
Einkenniskápa kvenna 3.600
Fatnaður, sem ekki telst
einkennisfatnaður, skal talinn til tekna
á kostnaðarverði
Sé greidd ákveðin fjárhæð i stað
fatnaðar ber að telja hana til tekna
4 Afnot bifreiða:
Fyrir afnot launþega af bifreiðum,
Framtalsárið
Skattmat
Ríkisskattstjóri hefir ákveðið að skattmat framtalsárið
1 976 (skattárið 1 975) skuli vera sem hér segir:
Búfé tll eIrnar { árulok 1975.
/Cr ................................... t
Hrútar ............................. . . . 8
Sauöir ................................. 5
Cemlinj-ar ............................. s
Kýr
53
Kvígpr li árs og eldri ............. 56
Geldneytí og naut .................. 20
Kálfar yngrl en i árs ............... 5
Hestar á 4. vetrl og eldrl .......... 43
Hryssur á 4. vetri og eidrl ......... 24
Hross á 2. og >. vetri .............. 15
Hross á 1. vetri ..................... 9
Hænur ..............................
Endur ..............................
Gæs ir ..............................
Geitur ............................... 3
Kiðlingar ............................ 2
Gyltur ...........................'. . 14
Geltir .............................. 14
Gríslr yngri en 1 mán...............
" eldri en 1 mán.................. 5
Minkar: Karldýr ...................... 3
" Kvendýr ..................... 2
" Hvolpar ...................
.600 kr.
• 300 "
.600 "
• 300 "
.800 "
.000 "
.000 "
.600 "
• 700 "
.800 "
• 300 "
• 300 "
530 "
610 "
880 "
• 700 "
.600 "
■ 500 "
• 500 "
0 "
.200 "
.700 "
.000 "
0 "
AfurOlr og upp3kera:
MJÓlk, þar sem mjólkursala fer '
fram, sama oc verð tll neytenda .... 29,90 kr. pr.
MJólk. þar sem engln mjólkursala fer
fram. rnlðað við 500 1. neyslu á mann 29,90 " "
MJÓlk tll búfjárfóðurs ................ 15.7o " ''
Hasnuegg (Hnnur egg hlutfallslega) .... )20.oo " "
SauðfJárslátur .......................... 594.00 " "
Kartttflur til manneldis ................U.UOO.00 " "
Rófur tll manneldis ................... 4.900.00 " "
KartMflur og rófur til skepnufóðurs .. 945,00 " "
Búfé tll frálags (slátur með talið);
Dílkar ....................................... S->00 kr.
Veturgamalt .................................. 7-000 "
Oeldar œr .................................. 6.700 "
Mylkar mr og fullorðnir hrútar ............... 3-500 "
Sauðlr ....................................... 8.500 "
ctk.
100 kg.
Naut I. og II. flokkur ..................... 44.400 "
Kýr I. og II. " 30.000 "
Kýr III. og IV. " 20-500 "
Ungkálfar ................................... 2.200 "
Polöld ..................................... 14.400 "
Tryppl 1-4 vetra ........................... 20.400 "
Hross 4-12 " 23-700 "
Hrosa eldrl en 12 vetra .................... 14.400 "
Svín 4 - 6 mánaða .......................... 18.900 "
Velðl og hlunnlndl;
Da* ........................................... 500 kr. pr. kg.
SJóbirtingur .................................. 225 " " "
Vatnaallungur .. /............................. 200 " " "
ÆÖardúnn ................................... 20.000 " " "
Kindaf óður:
Meta8t 50Í af elgnarmatl sauðfjár.