Morgunblaðið - 21.01.1976, Page 17

Morgunblaðið - 21.01.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976 17 örorku eða elli foreldra (framfæranda) eða með barni manns sem sætir gæslu- eða refsívist Hér skal enn fremur færa mæðralaun úr almannatryggingum, greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum konum sem hafa börn, yngri en 1 6 ára, á framfæri sinu Sama gildir um sambærileg laun sem greidd hafa verið einstæðum feðrum eða einstæðu fósturforeldri. Á árinu 1975 voru mæðralaun sem hér segir: Fyrir 1 barn 15 865 kr., 2 börn 86.123 kr. og fyrir 3 börn eða fleiri 1 72.231 kr. Meðtaldar eru hækkanir I des 1 974 sem greiddar voru á árinu 1975 Hækkanirnar námu 34 kr fyrir 1 barn, 1 85 kr fyrir 2 börn og 370 kr fyrir 3 börn eða fleiri. Ef barn bætist við á árinu eða börnum á framfærslualdri fækkar verður að reikna sjálfstætt hvert tlmabil sem móðir nýtur bóta fyrir 1 barn, fyrir 2 börn o.s.frv. og leggja saman bætur hvers tlmabils og færa I einu lagi I kr. dálk Mánaðargreiðslur á árinu voru sem hér segir: Fyrir 1 barn: 1975 Jan — mars Aprll — júnl Júll — des. Fyrir 2 börn: Jan. — mars Apríl — júní Júlt — des 1 1 70 kr á mánuði 1.275 kr. á mánuði 1.41 6 kr á mánuði 6.352 kr á mánuði 6 924 kr. á mánuði 7.685 kr á mánuði Fyrir 3 börn og fleiri: Jan — mars 1 2.7Ö3 kr á mánuði Aprll — júnl 1 3 846 kr á mánuði Júll — des 1 5.369 kr. á mánúði (3) Styrktarfé, þ m.t námsstyrki frá öðrum aðilum en rikissjóði eða öðrum opinberum sjóðum, innlendum ellegar erlendum, gjafir (aðrar en tækifærisgjafir), happdrættisvinninga (sem ekki eru skattfrjálsir) og aðra vinninga svipaðs eðlis (4) Skattskyldan söluhagnað af eignum, afföll af keyptum verðbréfum og arð af hlutabréfum vegna félagsslita eða skattskyldrar útgáfu jöfnunarhlutabréfa (5) Eigin vinnu við eigið hús eða Ibúð að þvi leyti sem hún er skattskyld (6) Flutningskostnað milli heimilis og vinnustaðar sem launþegi fær greiddan frá atvinnuveitanda (7) Bifreiðastyrki fyrir afnot bifreiðar framteljanda. Skiptir þar eigi máli I hvaða formi bifreiðastyrkur er greiddur, hvort heldur t d sem föst árleg eða tlmaviðmiðuð greiðsla, sem kilómetragjald fyrir ekna km eða sem greiðsla á eða endurgreiðsla fyrir rekstrarkostnaði bifreiðarinnar að fullu eða hluta. Enn fremur risnufé og end.urgreiðslu ferðakostnaðar laun- þega, þar með talda dagpeninga þegar launþegi starfar utan venjulegs vinnustaðar á vegum atvinnuveitanda. Um rétt til breytinga til lækkunar vegna þessara framtöldu tekna visast til leiðbeininga um útfyllingu töluliða 3, 4 og 5 I IV kafla Breytingar til lækkunar á framtöldum tekjum skv. III 1. Skyldusparnaður skv. lögum um Húsnæðismálastofnun rikisins. Hér skal færa þá upphæð sem framteljanda á aldrinum 16—25 ára var skylt að spara og innfærð er I sparimerkjabók árið 1 975. Skyldusparnaður er 15% af launatekjum eða sambærilegum atvinnutekjum sem unnið er fyrir á árinu. Sparimerkjakaup umfram skyldu eru ekki frádráttarbær Skyldusparnað skv. lögum nr. 11/1975, sem innheimtur var með sköttum gjaldárið 1975, má ekki færa I þennan reit enda ekki leyfður til frádráttar tekjum. 2. Frádráttur frá tekjum barna skv. F-lið á bls. 4. Hér skal færa I kr dálk samtölu frádráttar I F-lið, bls 4. I samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu hans. 3. Rekstrarkostnaður bifreiðar, sbr. bifreiðastyrk. Hér skal færa sannanlegan kostnað vegna rekstrar bifreiðar I þágu vinnuveitenda enda hafi bifreiðastyrkur verið talinn til tekna i tölulið 1 3, III. Útfylla skal þar til gert eyðublað „Bifreiðastyrkur og bifreiðarekstur á árinu 1975" eins og form þess og skýringar segja til um Enn fremur skal fylgja greinargerð frá vinnuveitanda um ástæðu fyrir greiðslu bifreiðastyrksins Til frádráttar kemur sá hluti heildarrekstrarkostnaðar bifreiðarinnar er svarar til afnota hennar í þágu vinnuveitenda, þó eigi hærri upphæð en nemur bifreiðastyrk til tekna i tölulið 1 3, III. Frá kröfunni um útfyllingu og skil greinds eyðublaðs er þó fallið hafi framteljandi I takmörkuðum og tilfallandi tilvikum notað bifreið sína I þágu vinnuveitanda slns að beiðni hans og fengið endurgreiðslu (sem talin er til tekna eins og hver annar bifreiðastyrkur) fyrir hverja einstaka ferð í slíkum tilvikum skal framteljandi leggja fram akstursdagbókaryfirlit eða reikninga sem sýna tilgang aksturs, hvert ekið og vegalengd I km ásamt staðfestingu vinnuveitanda Sé þessum skilyrðum fullnægt og talið að hér sé um raunverulega endurgreiðslu afnota að ræða I þágu vinnuveitanda, enda fari þau ekki I heild sinni yfir 1.500 km á ári, má leyfa til frádráttar fjárhæð sem svarar til km notkunar margfaldaðrar með: 20,60 kr fyrir tlmabilið 1 / 1 til 1 /4 1975. 22,00 kr. fyrir tímabilið 1 /4 til 1 5/9 1975 26,00 kr fyrir tímabilið 15/9 til 31/12 1975 Þó aldrei hærri fjárhæð en talin var til tekna 4. Risnukostnaður, sbr. risnufé. Hér skal færa sannanlegan risnukostnað, þó eigi hærri upphæð en nemur risnufé sem talið hefur verið til tekna I tekjulið 1 3, III. Greinargerð um risnukostnað skal fylgja framtali ásamt skýringum vinnuveitanda á risnuþörf. 5. Kostnaður vegna ferða á vegum vinnuveitanda. Hér skal færa: a Sömu upphæð og talin hefur verið til tekna I tekjulið 13, III, sé um að raeða ferðakostnað og annan kostnað sem framteljandi hefur fengið endurgreiddan vegna fjarveru frá heimili sinu um stundarsakir vegna starfa I almenningsþarfir. b Beinan kostnað framteljanda vegna fjarveru frá heimili sinu um stundarsakir vegna ferða á vegum vinnuveitanda hans, annarra en um ræðir I a-lið, þó eigi hærri upphæð en endurgreidd hefur verið af vinnuveitandanum og talin til tekna i tekjulið 1 3, III. 6. Laun undanþegin skv. 6. gr. og H-lið 10. gr. skattalaganna. Hér skal færa sömu upphæð launa og talin hefur verið til tekna i tekjulið 6. III, falli launin undir ákvæði 6 gr skattalaganna um undanþágu frá tekjuskatti eða undir ákvæði H-liðar 10 gr skattalaganna. 7. 50% af greiddu meðlagi, sbr. á bls. 1. Hér skal færa helming þess greidda meðlags með börnum, yngri en 17 ára, sem upplýsingar eru gefnar um á bls 1, þó að hámarki sem svarar hálfum barnalifeyri úr almannatryggingum á árinu 1 975 eða mest 46 1 76 kr. fyrir hvert barn. Frádráttur 1. Kostnaður við ibúðarhúsnæði, sbr. tekjulið 3. a. Fasteignagjöld: Hér skal færa fasteignaskatt, brunabótaiðgjald, vatnsskatt o.fl gjöld sem einu nafni eru nefnd fasteignagjöld Enn fremur skal telja hér með 90% af iðgjöldum svonefndrar húseigendatryggingar, svo og iðgjöld einstakra vatns- tjóns-, gler-, fok-, sótfalls-, innbrots-, brottflutnings- og húsaleigutapstrygginga Hér skal þó eingöngu færa þann hluta heildarupphæðar þessara gjalda af fasteign sem svarar til þess hluta fasteignarinnar sem tekjur eru reiknaðar af skv. tölulið 3, III b. Fyrning. Hér skal færa sem fyrningu eftirtalda hundraðshluta af fasteignamati þess íbúðarhúsnæðis, að meðtöldum bílskúr, sem tekjur eru reiknaðar af skv tölulið 3, III: Af ibúðarhúsnæði úr steinsteypu 1,0% Af íbúðarhúsnæði hlöðnu úr steinum 1,3% Af íbúðarhúsnæði úr timbri 2,0% (Ath: Fyrning reiknast ekki af fasteignamati lóða ) c. ' Viðhald: Hér skal færa viðhaldskostnað þess íbúðarhúsnæðis, að meðtöldum bilskúr. sem tekjur eru reiknaðar af skv tölulið 3, III. Tilgreina skal hvaða viðhald hefur verið framkvæmt á árinu. í liðinn „Vinna skv Jaunamiðum" skal færa greidd laun, svo og greiðslur til verktaka og verkstæða fyrir efni og vinnu skv. launamiðum í liðinn „Efni" færist aðkeypt efni til viðhalds annað en það sem innifalið er I greiðslum skv launamiðum. Vinna húseiganda við viðhald fasteignar færist ekki á viðhaldskostnað nema hún sé þá jafnframt færð til tekna 2. Vaxtagjöld Hér skal færa í kr. dálk mismunartölu vaxtagjalda I C-lið, bls 3, í samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu hans. 3. a. og b. Greitt iðgjald af Iffeyris- tryggingu. Færa skal framlög framteljanda sjálfs í a-lið en i b-lið framlög eiginkonu hans til viðurkenndra lífeyrissjóða eða greidd iðgjöld af lífeyristryggingu til viðurkenndra vátryggingarfélaga eða stofnana. Framlög launþega i lifeyrissjóði eru öll lögboðin og því án hámarkstakmarkana. Nafn lífeyris- sjóðsins, vátryggingarfélagsins eða stofnunarinnar færist i lesmálsdálk Frádráttur vegna framlaga þeirra, sem hafa með höndum sjálfstæða starfsemi eða atvinnurekstur er háður hámarkstakmörkunum bæði skv D-lið 13 gr skattalaganna og undanþáguheimild fjármálaráðu- neytisins frá því hámarki sem fram kemur i fyrrnefndri lagagrein Reglur hinna ýmsu lífeyris- sjóða eða tryggingaraðila um hámarksfrádrátt þeirra, sem hafa með höndum sjálfstæða atvinnu eða atvinnurekstur, eru mismunandi og er þvi rétt fyrir þá framteljendur sem eru þátttakendur i þessum sjóðum eða hafa annars konar lifeyristryggingu, að leita upplýsinga hjá viðkomandi stofnun ef þeim er ekki Ijóst hvaða upphæð skuli færa til frádráttar. Þegar aðili að lifeyrissjóði greiðir bæði iðgjald sem launþegi og sjálfstæður atvinnurekandi er hann háður ákvörðun fjármálaráðherra um hámarksfrádrátt iðgjalda skv D-lið 13 gr skattalaganna sem sjálfstæður atvinnurekandi en lögboðið framlag hans sem launþegi er allt frádráttarbært 4. Iðgjald af lífsábyrgð. Hér skal færa greitt iðgjald af liftryggingu. Hámarksfrádráttur er 43.500 kr (Rétt er þó að rita i lesmálsdálk raunverulega greidda fjárhæð ef hún er hærri en hámarksfrádráttur.) 5. Stéttarfélagsgjald Hér skal færa iðgjöld sem launþegi greiðir sjalfur beint til stéttarfélags síns, sjúkrasjóðs eða styrktarsjóðs, þó ekki umfram 5% af launatekjum 6. Greitt fæði á sjó . . . dagar. Hér skal rita sama dagafjölda og Aflatryggingarsjóður greiddi hlutdeild i fæðiskostnaði framteljanda Síðan skal margfalda þann dagafjölda með tölunni 64 og færa útkomu í kr. dálk Greiðslur Aflatryggingarsjóðs til útvegsmanna upp í fæðiskostnað skipverja á bátaflotanum skal framteljandi hvorki telja til tekna né frádráttar Hafi Aflatryggingarsjóður ekki greitt framlag til fæðiskostnaðar framteljanda á þilfarsbát undir 12 rúmlestum, opnum bát eða bát á hrefnu- eða hrognkelsaveiðum skal margfalda fjölda róðrardaga með tölunni 340 og færa útkomu Í kr dálk 7. Sjómannafrádr. miðaður við slysatryggingu hjá útgerðinni . . . vikur. Sjómaður lögskráður á íslenskt skip, skal rita hér þann vikufjölda sem hann var háður greiðslu slysa- tryggingariðgjalda hjá útgerðinni enda ráðinn sem sjómaður Ef vikurnar voru 18 eða fleiri skal margfalda vikufjöldann með tölunni 4792 og færa útkomu í kr dálk Hafi vikurnar verið færri en 18 skal margfalda vikufjöldann með tölunni 654 og færa útkomu í kr dálk (Skýring: 654 kr. á viku hvort sem vikurnar voru fleiri eða færri, dragast frá vegna hlífðarfatakostnaðar en þeir sem voru lögskráðir á íslensk skip ekki skemur en 4 mánuði á árinu, fá auk þess sérstakan frádrátt 4 138 kr á viku eða samtals 4.792 kr fyrir hverja viku sem þeir voru lögskráðir.) Hlutaráðnir menn skulu og njóta sama frádráttar þótt þeir séu eigi lögskráðir enda geri útgerðarmaður fulla grein fyrir hvernig hlutaskiptum er farið og yfir hvaða timabil launþegi hefur tekið kaup eftir hlutaskiptum 8. 10% af beinum tekjum sjómanns eða hlutaráðins landmanns af fiskveiðum. Hér skal færa 10% af beinum tekjum sjómanns af fiskveiðum á íslenskum fiskiskipum þ.m.t hvalveiðiskipum. Sama gildir um beinar tekjur hlutráðins landmanns af fiskveiðum Sjómaður sem jafnframt er útgerðarmaður fiskiskipsins, skal njóta þessa 10% frádráttar af hreinum Framhald á bls. 29 látin honum f té endurgjaldslaust af vinnuveitanda: Fyrir fyrstu 10.000 km afnot 22 kr. pr km Fyrir næstu 1 0 000 km afnot 1 9 kr pr km. Yfir 20.000 kni afnot 1 6 kr. pr. km. Láti vinnuveitandi launþega í té afnot bifreiðar gegn endurgjaldi, sem lægra er en framangreint mat, skal mismunur teljast launþega til tekna C íbúðarhúsnæði sem eigandi notar sjálfur eða lætur öðrum í té án eðlilegs endurgjalds. Af íbúðarhúsnæði, sem eigandi notar sjálfur eða lætur öðrum í té án eðlilegs endurgjalds, skal húsaleiga metin til tekna 5% af gildandi fasteignamati húss (þ.m.t. bílskúr) og lóðar, eins þó að um leigulóð sé að ræða Á bújörð skal þó aðeins miða við fasteignamat Ibúðarhúsnæðisins. í ófullgerðum og ómetnum fbúðum, sem teknar hafa verið í notkun, skal eigin leiga reiknuð 1 % á ári af kostnaðarverði í árslok eða hlutfallslega lægri eftir því hvenær húsið var tekið í notkun og að hve miklu leyti. Fl»ðl fullorölns .................540 kr. á dng. Pæðl barns , yngra en 16 ára......370 " " " Faoðl ijómanna á lnler.3kum flsklskipum sem sjalflr greiða faBðlskostnað: a. Fyrir hvern dag sem Aflatrygginga sjóöur greiddi framlag til fæðis- kostnaðar framteljanda .......... 64 " b. Fyrir hvern róðrardag á þilfarsbátum undir 12 rúirlestum og opnum bátum, svo og Rðrum bátum á hrefnu- og hrogn- kelsavelðum, hafi AflatryggingasJóður ekkl greitt fraitilag tll fæðiskostnaðar framteljanda .................... 540 " B. Námsfrádráttur: Frádrátt frá tekjum námsmanna skal leyfa skv eftirfarandi flokkun, fyrir heilt skólaár, enda fylgi framtölum námsmanna vottorð skóla um námstíma, sbr þó nánari skýringar og sérákvæði f 10. tölulið: 1 117.000 kr: Bændaskólinn á Hvanneyri, framhaldsdeild Fiskvinnsluskólinn Gagnfræðaskólar, 4 bekkur og framhaldsdeildir Háskóli íslands Hússtjórnarkennaraskóli íslands íþróttakennaraskóli íslands Kennaraháskóli íslands Kennaraskólinn Leiklistarskóli íslands (undirbúningsdeildir ekki meðtaldar) Menntaskólar Myndlista- og Handíðaskóli íslands, dagdeildir Samvinnuskólinn, 3 og 4 bekkur Teiknaraskóli á vegum Iðnskólans í Reykjavík, dagdeild Tónlistarskólinn f Reykjavík, píanó- og söngkennaradeild Tækniskóli íslands (Meinatæknideild þó aðeins fyrir fyrsta námsár) Vélskóli íslands Verknámsskóli iðnaðarins Verslunarskóli íslands, 5. og 6 bekkur 2 99.000 kr: Fóstruskóli Sumargjafar Gagnfræðaskólar, 3. bekkur Héraðsskólar, 3. bekkur Húsmæðraskólar Hússtjórnarskólar Loftskeytaskólinn Lýðháskólinn í Skálholti Samvinnuskólinn 1. og 2. bekkur Stýrimannaskólinn, 2. og 3 bekkur, farmannadeild Stýrimannaskólinn, 2. bekkur, fiskimannadeild Verslunarskóli íslands, 1. — 4 bekkur 3 74.000 kr: Gagnfræðaskólar, 1. og 2. bekkur Héraðsskólar, 1. og 2 bekkur Stýrimannaskólinn, 1 bekkur farmanna og fiskimannadeilda 4 Samfelldir skólar: a. 74.000 kr. fyrir heilt ár: Bændaskólar Garðyikjuskólinn á Reykjum b 52.000 kr. fyrir heilt ár: Hjúkrunarskóli íslands Hjúkrunarskóli i tengslum við Borgarspítalann í Reykjavík Ljósmæðraskóli íslands Námsflokkar Reykjavíkur, til gagnfræðaprófs Stýrimannaskólinn, undirbúningsdeild c 43.000 kr. fyrir heilt ár: Meistaraskóli Iðnskólans i Reykjavík Teiknaraskóli á vegum Iðnskólans í Reykjavlk, síðdegisdeild d 37.000 kr. fyrir heilt ár: Lyfjatæknaskóli íslands Námsflokkar Reykjavfkur, til miðskólaprófs og verslunar- og skrifstofustarfa Póst- og simaskólinn, sfmvirkjadeild á fyrsta ári Röntgentæknaskóli Sjúkraliðaskóli Þroskaþjálfaskóli 5 4 mánaða skólar og styttri: Hámarksfrádráttur 43.000 kr. fyrir 4 mánuði. Að öðru leyti eftir mánaðafjölda. Til þessara skóla teljast: Hótel- og veitingaskóli íslands, sbr. 1. cg 2. tl. 3. gr. laga nr. 6/1971. Iðnskólar Stýrimannaskólinn, varðskipadeild Vogaskóli, miðskólanámskeið 6 Námskeið og annað nám utan hins almenna skólakerfis: a. Maður, sem stundar nám utan hins almenna skólakerfis og lýkur prófum við skóla þá er greinir í liðum 1 og 2, á rétt á námsfrádrætti skv þeim liðum I hlutfalli við námsárangur á skattárinu. Þó skal sá frádráttur aldrei vera hærri en sem nemur heilsársfrádrætti enda þótt námsárangur (í stigum) sé hærri en sá námsárangur sem talinn er vera tilsvarandi við heilsársnám í öldungadeildum Menntaskólans við Hamrahlið og Menntaskólans á Akureyri eru 33 stig talm samsvara heilsársnámi Auk þessa fái nemandi frádrátt sem nemur greiddum námskeiðsgjöldum. b Dagnámskeið sem stendur yfir eigi skemur en 1 6 vikur, enda sé ekki unnið með náminu, frádráttur 2.600 kr. fyrir hverja viku sem námskeiðið stendur yfir. c. Kvöldnámskeið, dagnámskeið og innlendir bréfaskólar, þegar unnið er með náminu, frádráttur nemi greiddum námskeiðsgjöldum d Sumarnámskeið erlendis leyfist ekki til frádráttar nema um framhaldsmenntun sé að ræða en frádráttur vegna hennar skal fara eftir mati hverju sinni. 7 Háskólanám erlendis: Vestur-Evrópa 220 000 kr. Austur-Evrópa Athugist sérstaklega hverju sinni vegna námslaunafyrirkomulags Norður-Amerika 3000 000 kr. 8 Annað nám erlendis: Frádráttur eftir mati hverju sinni með hliðsjón af skólum hérlendis 9 Atvinnuflugnám Frádráttur eftir mati hverju sinni 1 0 Nánari skýringar og sérákvæði: a Námsfrádrátt skv töluliðum 1—5 og 7 skal miða við þann skóla (og bekk) sem nám er hafið i að hausti og skiptir þvi eigi máli hvort um er að ræða upphaf eða framhald náms við hlutaðeigandi skóla Þegar um er að ræða nám sem stundað er samfellt í 2 vetur eða lengur við þá skóla, sem taldir eru undir töluliðum 1. 2, 3, 4 og 7, er auk þess heimilt að draga frá allt að helmingi frádráttar fyrir viðkomandi skóla það ár sem námi lauk enda hafi námstimi á því ári verið lengri en 3 mánuðir Ef námstlmi var skemmri má draga frá 1/8 af heilsársfrádrætti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem nám stóð yfir á því ári sem námi lauk Ef um er að ræða námskeið, sem standa yfir 6 mánuði eða lengur. er heimilt að skipta frádrætti þeirra vegna til helminga á þau ár sem nám stóð yfir enda sé námstími síðara árið a m k 3 mánuðir. b Skólagjald: Við námsfrádrátt skv töluliðum 1—5 bætist skólagjald eftir þvi sem við á c. Álag á námsfrádrátt: Búi námsmaður utan heimilissveitar sinnar meðan á námi stendur má hækka námsfrádrátt skv. töluliðum 1—5 og 6a og b (þó ekki skólagjald eða námskeiðsgjald) um: 1 20% hjá þeim nemendum sem veittur er dvalarstyrkur skv. lögum nr. 69/1972 um ráðstafnir til jöfnunar á námskostnaði eða hliðstæðar greiðslur á vegum sveitarfélaga Dvalar- og ferðastyrkir, veittir skv þessum ákvæðum, teljast ekki til tekna né til skerðingar á námsfrádrætti. 2. 50% hjá þeim nemendum sem ekki áttu rétt á og ekki nutu styrkja eða greiðslna þeirra sem um ræðir I 1. tl. þessa stafliðar d Skerðing námsfrádráttar: Hafi nemandi fengið námsstyrk úr rikissjóði eða öðrum innlendum ellegar erlendum opinberum sjóðum skal námsfrádráttur, þ.m.t. skólagjald, lækkaður sem styrknum nemur Dvalar- og ferðastyrkir, svo og hliðstæðar greiðslur sveitarfélaga, skv 1 tl. stafliðar c teljast ekki námsstyrkir í þessu sambandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.