Morgunblaðið - 21.01.1976, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.01.1976, Qupperneq 18
18 MORG UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANOAR 1976 Um útfyllingu stafliða A — A-liður, bls. 3. - a. Eignfærsla í þessum staflið framtals ber þeim sem ekki eru bókhaldsskyldir að sundurliða eins og þar segir til um allar framtalsskyldar og skattskyldar innstæður i bönkum, sparisjóðum og löglegum innlánsdeildum félaga. sbr , ákvæði 21 gr. skattalaganna, svo og verðbréf sem hlita framtalsskyldu og skattskyldu á sama hátt skv sérstökum lögum. Þessar tegundir eigna eru framtalsskyldar og skattskyldar til jafns við skuldir framteljanda og ber að tilgreina upphæð hverrar eignar i dálknum „Upphæð kr með vöxtumTil skulda í þessu sambandi teljast þó ekki eftirstöðvar fasteignaveðlána að hámarki 1 700 000 kr ef þau voru tekin til 10 ára éða lengri tima og sannanlega notuð til að afla fasteigna eða endurbæta þær Hafi framteljandi einungis talið framtalsskylda og skattskylda eign i þessum staflið ber að færa samtölu slikra eigna i linuna „Skattskyldar innstæður, verðbréf og vextir.... alls kr " og færa upphæðina siðan i kr dálk töluliðar 7, I, (Inneignir) i framtali Hafi framteljandi hins vegar talið fram allar umræddar eignir sínar í þessum staflið ber að færa samtölu þeirra i þar greindan reit en draga þar frá upphæð skattfrjálsra eigna (þ e þær eignir sem eru umfram aðrar skuldir skv C-lið en áður umrædd fasteignaveðlán) og færa mismun (þ.e. upphæð jafna öðrum skuld- um en áður umræddum fasteignaveðlánum) I þar til gerðan reit fyrir skattskyldar eignir og færa upphæðina emnig i kr dálk, tölulið 7, I, (Inneignir) i framtali í A-lið á bls 3 skal auk nefndra innstæðna og verðbréfa færa skyldusparnaðarupphæð skv VII. kafla laga nr. 1 1/1975 Einnig má færa þar skyldusparnaðarinnstæður skv III kafla laga nr 30/1970 Ef nefndar skyldusparnaðareignir eru taldar í A-lið þá skulu þær drádregnar í þar til ætlaðri linu ásamt öðrum skattfrjálsum eign- um áður en fært er í tölulið 7, 1, á 1 bls. framtals Skyldu- sparnaðarupphæðin skv lög- um nr. 1 1/1975 er fram- talsskyld en ekki skattskyld, en skylduspárnaðarinnstæðurnar skv lögum nr. 30/1970 eru hvorki framtalsskyldar né skattskyldar þótt heimilt sé að telja þær fram Skuldir umfram hámark fasteignaveðlána skerða ekki skattfrelsi skyldusparnaðareigna. b. Vaxtafærsla. Þeim sem ekki eru bókhaldsskyldir ber að sundurliða reiknaðar, greiddar og gjaldfallnar vaxtatekjur af framtalsskyldum og skattskyldum eignum skv a-lið og tilgreina vaxtatekjurnar i dálknum „Vaxtatekjur kr.". (Um áfallnar vaxtatekjur. sjá sameiginlegar leiðbeiningar um útfyllingu A-, B- og C-liða) Enn fremur skal tilgreina skattskylda vexti af útteknum innstæðum og innleystum verðbréfum á árinu. Hafi framteljandi einungis talið skattskylda eign og skattskyldar vaxtatekjur þar af i þessum staflið ber að færa samtölu vaxta i kr dálk línunnar . Skattskyldar innstæður, verðbréf og vextir..... alls kr.”. Um innfærslu vaxta I tölulið 4, (II, vlsast til leiðbeininga um útfyllingu B-liðar framtals Hafi framteljandi hins vegar talið fram allar framangreindar eignir sinar ber einnig að færa i dálkinn „Vaxtatekjur kr." alla reiknaða, greidda og gjaldfallna vexti af þessum eignum en drage iðan frá skattfrjálsa vexti miðað viö l'iffall skattfrjálsra eigna og fæi.i niðurstöðu i kr dálk skattskyl. vaxta. Um innfærslu vaxta í i ilultð 4, III, visast til leiðben iim étfyllingu B-liðar. C Bókhaldsskyldir aðilar. Bókhaldsskyldum aðilum ber að færa allar áður umræddar eignir og vexti af þeim í bækur sínar og ársreikninga, sbr. 3. mgr 21 gr. skattalaganna. en um framtalsskyldu og skattskyldu þéssara eigna og vaxtatekna af þeim visast til siðustu málsgreinar 1. töluliðar I kafla og 4. og 5. málsgreinar 1. töluliðar III. kafla leiðbeininganna B-liður. bls. 3 í þessum staflið framtals ber að sundurliða eins og þar segir til um allar verðbréfaeignir sem ekki bar að telja fram skv A-lið (vixlar teljast verðbréfaeign) þótt geymdar séu í bönkum eða séu þar til innheimtu. Enn fremur allar útistandandi skuldir, stofnsjóðsinnstæður, inneignir I verslunarreikningum o fl að meðtöldum ógreiddum vöxtum og færa i dálkinn „Upphæð kr ". Samtölu þessara eigna skal siðan færa f tölulið 9, I, (Verðbréf o.s frv.) I framtali í dálknum „Vaxtatekjur kr." ber að tilgreina allar reiknaðar, greiddar og gjaldfallnar vaxtatekjur af þessum eignum og sams konar eignum sem innleystar hafa verið á árinu. (Um áfallnar vaxtatekjur, sjá sam- eiginlegar leiðbeiningar um út- fyllingu A-, B- og C-liða.) Samtölu þessara vaxtatekna, ásamt samtölu skattskyldra vaxtatekna skv A-lið en að frádregnum vaxtatekjum af stofnsjóðsinnstæðum, ber að færa i þar til gerðan reit I B-lið og færa síðan upphæðina í tölulið 4, III, (Vaxtatekjur) i framtali c-liður, bls. 3 I þessum staflið framtals ber að sundurliða eins og þar segir til um allar skuldir i árslok og færa upphæð þeirra í dálkinn „Upphæð kr " og merkja með X ef við á Enn fremur ber að færa hér skuldir umfram eígnir skv efnahags- reikningi, sbr. síðustu mgr. 1. tölu- liðar T. kafia leiðbeininganna. Samtölu skulda skal síðan færa i tölulið II á fyrstu siðu framtals. í dálknum „Vaxtagjöld kr." ber að tilgreina öll greidd og gjaldfallin vaxtagjöld af tilgreindum skuldum, svo og af skuldum sem greiddar hafa verið upp á árinu og færa niðurstöðu dálksins i línuna „Skuldir alls og vaxtagjöld alls kr." en frá þessari niðurstöðu ber að draga heildarupphæð þeirra vaxtagjalda sem hér hafa verið tilgreind en eru jafnframt færð á rekstraryfirlit skv. tekjuliðum 1 og 2. III, I framtali Mismun þessara upphæð ber að færa í linuna „Vaxtagjöld. mismunur kr." og sömu upphæð skal síðan færa i tölulið 2, V, (Vaxtagjöld) ( framtali (Um áfallin vaxtagjöld. sjá sameiginlegar leiðbeiningar um útfyllingu A-, B- cg C-liða ) A-, B- og C-liðir. bls. 3. — Sameiginlegar leiSbeiningar. Um áfallna vexti. í stað þess að telja vexti til tekna og frádráttar eins og þeir eru reiknaðir, greiddir og gjaldfallnir á árinu, sbr. leiðbeiningar um einstaka stafliði A, B og C, er heimilt að reikna til tekna og frádráttar áfallna vexti á árinu þótt eigi séu gjaldfallnir. Sé það gert ber að fylgja sömu reglu um ákvörðun allra vaxta tekna og vaxtagjalda, þ m.t forvextir af víxlum og öðrum skuldum. Það er því eigi heimilt að fylgja þessari reglu við ákvörðun vaxtagjalda en ekki vaxtatekna eða við ákvörðun vaxtagjalda af sumum skuldum en ekki öllum. Einnig ber að telja til eignar i viðeigandi stafliðum áfallnar en ekki gjaldfallnar vaxtatekjur i árslok en til skulda i staflið C, áfallin en ekki gjaldfallin vaxtagjöld. Frá vixilskuldum og öðrum skuldum ber að draga þann hluta forvaxta sem ekki telst áfallinn í árslok en til vaxtagjalda einungis þann hluta þeirra sem fallinn er á í árslok 1975 Hafi framteljandi í framtali sinu árið 1975 fylgt reglunni um reiknaða, greidda og gjaldfallna vexti getur hann nú i framtali ársins 1976 skipt yfir til reglunnar um áfallna vexti. Ber honum þá i fyrsta lagi að tilgreina til tekna og frádráttar alla reiknaða, greidda og gjaldfallna vexti á árinu 1975 og í öðru lagi að tilgreina til tekna og frádráttar. eigna og skulda áfallna en ekki gjaldfallna vexti til ársloka 1975 Á sama hátt ber þeim framteljendum, sem færðu áfallna en ekki gjaldfallna vexti af hluta eigna eða skulda i framtali sinu 1975, að leiðrétta framtalningu vaxta í framtali ársins 1 976 á þann hátt að fulls samræmis gæti í meðferð vaxta bæði til tekna og frádráttar. D-liður, bls. 4 í þessum staflið framtals ber að gera grein fyrir byggingu, viðbyggingu, breytingum og endurbótum fasteigna með tilvlsun til húsbyggingarskýrslu sem fylgja skal framtali. (Eyðublöð fást hjá skattyfirvöldum ) Enn fremur skal gera þar grein fyrir kaupum og sölum fasteigna, bifreiða, skipa, véla. verðbréfa og hvers konar annarra verðmætra réttinda Einnig ber að tilgreina þar greidd sölu- laun, stimpilgjöld og þing- lesningarkostnað, svo og afföll af seldum verðbréfum. Enn fremur ber að tilgreina söluhagnað af eignum og skattskyldan hluta hagnaðar af sölu eigna sem ber að færa sem tekjur i tölulið 13, III, framtali nema framteljandi haf heimild til og vilji nota heimildir 4 og 11 mgr. E-liðar 1. mgr. 7. gr laga nr 68/1971, sbr. 4. t1. 3. gr laga nr. 7/1972, um frestun á skattlagningu skattskylds hluta söluhagnaðar eigna. Kjósi hann það skal hann geta þess i þessum staflið framtals en ekki færa upphæðina í tölulið 13, III. I framtali (4. mgr., sbr. 4 t1. 3. gr. laga nr. 7/1972, varðar eingöngu frestun ákvörðunar um skattskyldu söluhagnaðar af ibúðarhúsnæði). E-liður, bls. 4. i þessum staflið framtals ber að gera grein fyrir eignum og tekjum barns (barna), yngri en 1 6 ára, eins og þar segir til um. Nafngreina ber eignir barnsins (barnanna hvers um sig) i viðeigandi linu og reit og tilgreina upphæð eignar með vöxtum i dálknum „eignir kr." og vaxtatekjur eða aðrar tekjur (t d. arð eða leigutekjur) af eigninni i dálknum „Tekjur kr " Nafngreina ber vinnuveitanda barnsins (barnanna hvers um sig) i viðeigandi linu og reit og tilgreina upphæð greiddra launa i peningum og hlunnindum (sbr. 6. og 7. tölulið III. kafla leiðbeininganna) i dálknum „Tekjur kr ". Siðan ber að færa niður samtölu allra eigna og tekna barnsins (barnanna), draga þar frá i þar til gerðri linu og reitum skattfrjálsar innstæður og verðbréf og vexti af þeim, en þar er um að ræða sams konar eignir og vexti og rætt var um I A-lið leiðbeininganna. og færa síðan skattskyldar eignir og tekjur barnsins (barnanna) f viðeigandi linu og reiti Heildarupphæð skattskyldra eigna ber slðan að færa í tölulið 10, I, (Eignir barna) í framtali. Óski framteljandi þess að eignir barna, eins eða fleiri, séu ekki taldar með slnum eignum skal sleppt að færa þann hluta eignanna i greindan tölulið en geta þess sérstaklega i G-lið framtals, bls. 4, að það sé ósk framteljanda að barnið verði sjálfstæður eignarskattsgreiðandi. Heildarupphæð skattskyldra tekna ber að færa í tölulið 11, III, (Tekjur barna) i framtali. F-liður, bls. 4. Stundi barn, sem hefur skattskyldar tekjur skv. E-lið framtals, nám sem veitir rétt tií námsfrádráttar skv. mati rikisskattstjóra ber að tilgreina nafn barnsins, skóla og bekk eða deild í F-lið í dálkinn „Námsfrádráttur eða hámarksfrádráttur kr." ber að færa upphæð námsfrádráttar skv. mati rlkisskattstjóra eða upphæð skattskyldra tekna barnsins, hvora sem lægri er. Sé upphæð skattskyldra tekna barnsins (hvers barns um sig) hærri en upphæð námsfrádráttar og mismunurinn hærri en 47.200 kr. (þ e 37 750 kr. hækkaðar skv. skattvisitölu 1976 sem er 125 stig) getur framteljandi óskað sérsköttunar á tekjum barnsins Skal hann þá færa I dálkinn „Viðbótarfrádráttur vegna óskar um sérsköttun barns kr." þá upphæð mismunarins sem er umfram 47.200 kr. Slðan ber að færa niður frádrátt samtals skv. báðum dálkum F-liðar, leggja upphæðir beggja dálkanna saman og færa heildarupphæð í tölulið 2, IV, i framtali. G-liður, bls. 4. Þessi stafliður framtalsins er sérstaklega ætlaður fyrir athugasemdir framteljanda Þar skal m.a. geta þess ef með framtali fylgir umsókn um lækkun skattgjaldstekna (ivilnun) á þar til gerðum eyðublöðum eða framsett skriflega á annan fullnægjandi hátt Ivilnun getur komið til greina vegna ellihrörleika, veikinda, slysa, mannsláts eða skuldatapa sem hafa skert gjaldþol framteljanda verulega, vegna verulegs eignatjóns, vegna framfærslu barna sem haldin eru langvinnum sjúkdómum eða eru fötluð eða vangefin, vegna framfærslu foreldra eða annarra vandamanna eða vegna þess að skattþegn hefur látið af störfum vegna aldurs og gjaldþol hans skerst verulega af þeim sökum Enn fremur getur komið til greina ívilnun vegna verulegra útgjalda af menntun barns (barna) framteljanda sem eldra er (eru) en 16 ára. Eyðublöð með nánari skýringum til notkunar í þessu sambandi fást hjá skattyfirvöldum. Þar er annars vegar um að ræða umsóknareyðublað vegna hinna ýmsu atvika sem getið er um hér að framan og hins vegar vegna menntunarkostnaðar barna. í 6. tölulið leiðbeininga á baksiðu eyðublaðs vegna menntunarkostnaðar barna er lýst hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að foreldrar barna, eldri en 20 ára, geti fengið lækkun á skattgjaldstekjum vegna menntunarkostnaðar barna sinna. Með reglugerð, dags. 12. jan. 1976, er nemendum gefinn kostur á að sleppa greinargerð þeirri sem um er fjallað í nefndri skýringargrein en sæta i þess stað ákvörðun skattyfirvalda á námskostnaði skv mati ríkisskattstjóra um námskostnað og námstimalengd Kjósi nemandi að senda ekki fyrrnefnda greinargerð yfir námskostnað þurfa foreldrar sliks nemanda að gera grein fyrir kostnaði sinum vegna hans með framtali sinu Enn fremur skal I G-lið tilgreina nöfn barna sem voru á 16, og 17. aldursári á árinu 1 975 (fædd 1 959 og 1958) ef framteljandi fékk greitt meðlag með þeim eða barnalifeyri úr almannatryggingum á árinu 1975, en upphæð meðlagsins eða barnalifeyrisins skal færa i þar til ætlaðan reit á bls. 1, ásamt fengnu meðlagi eða barnalífeyri úr almannatryggingum með yngri börnum ef um slikt var að ræða Hjón sem telja sér hagfelldara að launatekjur konunnar, sbr, tekjulið 12, séu sérskattaðar geta krafist þess og skulu þau þá færa tilmæli þar um í G-lið á bls 4 Heimild til 50% frádráttar. sbr, frádráttarlið 9, fellur þá niður. Annar frádráttur en persónuleg gjöld konunnar telst við útreikninginn h)á eiginmanninum. Karli og konu, sem búa saman i óvigðri sambúð og átt hafa barn saman, er heimilt að skriflegri beiðni beggja að fara þess á leit við skattstjóra að hann sameini skattgjaldstekjur þeirra og skattgjaldseign til skattgjalds á nafni karlmannsins. Beiðnina skal hvort um sig færa I G-lið á framtali slnu og tilgreina þar nafn hins Athygli skal vakin á þvi að framangreind samsköttun karls og konu, sem búa I óvígðri sambúð, veitir ekki rétt til 50% frádráttar af tekjum konunnar Að lokum skal framteljandi dagsetja framtalið og undirrita Ef um sameiginlegt framtal hjóna er að ræða skulu þau bæði undirrita það ATHYGLI skal vakin á þvi að sérhverjum framtalsskyldum aðila ber að gæta þess að fyrir hendi séu upplýsingar og gögn er leggja megi til grundvallar framtali hans og sannprófunar þess ef skattyfirvöld krefjast. Öll slik gögn, sem framtalið varða, skal geyma a.m.k. i 6 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.