Morgunblaðið - 21.01.1976, Page 32
JUDO
BYRJENDANÁMSKEIÐ
JUDÓDEILD ÁRMANNS
MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1976
4ÁRSKERINN
SKÚLAGÖTUS4
OPIÐ LAUGAROAGA
GÓÐ BÍLASTÆOI
P. MELSTED
Botn Mývatns
hækkaði ekki
FRÉTTIR um að botn Mývatns,
ströndin frá Reykjahlíð að Geit-
eyjarströnd hafi lyfzt um 11 sm
þegar gaus I Leirhnjúk 20. des. sl.
hafa reynzt rangar. Sigurjón Rist,
vatnamælingamaður, hefur
athugað og borið saman sfritandi
mæla og aflestur af föstum mæl-
um o.fl. og ber þessa frétt til
baka.
Síritandi mælar eru í Álfta-
gerði og á Grímsstöðum og auk
þess fast vatnshæðarviðmiðunar-
merki hjá Vogum. Hæsta vatns-
staða á því merki á að sýna
57,5—58,3 sm hjá Grímsstöðum og
er stilJt með 8 mm nákvæmni.
Sigurjón sagði, að mistökin hefðu
orðið við það að ekki var tekið
tillit til þess merkis. En álestrar á
því dagana fyrir gosið og daglega
síðan gefa til kynna að um 1 — l‘A
sm mismun sé að ræða frá 1970 til
þessa dags og ströndin milli Voga
og Grímsstaða hafi á þessum
fimm árum getað risið um það.
Hæðarmerkið hjá Grímsstöðum
er i mælinganetinu síðan 1949, er
Rögnvaldur Þorláksson nú-
verandi yfirverkfræðingur
Landsvirkjunar gerði
nákvæmnismælingar við Mývatn.
Það hefur komið í ljós að Laxár-
virkjun notaði meira vatn og
opnaði þann 20. des. meira en
venjulega. Lækkunin kom greini-
lega fram í nyrðri hiuta Mývatns,
enda var suðvestanátt þegar gosið
hófst. Þegar allir mælarnir eru
Framhald á bls. 31.
Beztu viðbrögðin á ítaHu
— segir Pétur Thorsteinsson
— AF þeim löndum, sem ég hef
heimsótt enn, finnast mér heztu
viðbrögðin hafa verið á Italfu,
sagði Pétur Thorsteinsson, ráðu-
neytisstjóri, f samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi, en hann var þá
nýkominn til Lissabon, þar sem
hann mun eiga viðræður við
portúgalska ráðamenn f dag.
Pétur sagði að hann myndi
kynna málstað Islands i land-
helgisdeilunni við portúgalska
ráðamenn árdegis i dag. Ekki
væri enn ákveðið hverjír það
yrðu. Hann sagðist hafa farið
beint til Lissabon frá Aþenu, þar
sem hann hefði bæði rætt við
utanríkisráðherra og varnarmála-
ráðherra landsins. Grikkirnir
hefðu tekið málstað
vel eins og alls staðar
raunin á, þó svo að
hefðu verið bezt á Italí
Þá sagði hann, að i
hann til Parísar, og
eftir að heimsækja
löndin, þ.e. Holland,
Islendinga
hefði orðið
viðbrögðin
u.
dag héldi
ætti síðan
Benelux-
Belgiu og
Luxemborg. Ég veit ekki enn
hvort hin nýju viðhorf í land-
helgisdeilunni munu breyta
ferðaáætlun minni, sagði Pétur
Thorsteinsson.
1 gönguferð við Tjörnina.
Ljósm. Mbl.: RAX.
Vitlaust veður
hjátoguninuni
Ekki vitað um freigáturnar
— Það hefur verið vitlaust
veður á veiðisvæðum brezku
togaranna úti af Langanesi og á
Vopnaf jarðargrunni, þar sem
þeir halda sig nú, þannig að við
höfum Iftið getað fylgzt með
hvort freigáturnar eru farnar út
fyrir fiskveiðitakmörkin, sagði
talsmaður Landhelgisgæzlunnar
þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við hann f gær.
Hann sagði að þetta nýja veiði-
svæði togaranna næði allt út í
röskar 50 mílur frá landi og þeir
hefðu flutt sig á það eftir að fisk-
ur fór að verða mjög tregur á
svæðinu kringum Hvalbak.
Eitt varðskipanna var sett i að
reyna fylgjast með ferðum frei-
gátanna í gær, en varð lítið ágengt
vegna veðurs, eins og fyrr sagði.
Þá var ekkert hægt að fljúga yfir
veiðisvæðið af sömu ástæðum í
gær. -------------.—
Scott-Ice slitinn
Sæsfmastrengurinn Scott-Ice
slitnaði í gærmorgun milli Fær-'
eyja og Skotlands. Samband milli
Islands og Evrópu rofnaði þó ekki
við þetta, þar sem annar strengur
er milli Færeyja og Skotlands.
Álitsgerð 4ra sérfræðinga til iðnaðarráðherra:
Óráðlegt að halda
framkvæmdum við
FJÓRIR sérfræðingar f jarðvfs-
indum við Raunvfsindastofnun
Háskóla tslands segja f bréfi til
iðnaðarráðherra, Gunnars Thor-
oddsens, að verulegar Ifkur séu á
að eldgos taki sig upp aftur á
Mývatnssvæðinu, og sé Ifklegast
að slfkt framhald eldsumbrota
Verulegar líkur eru á því að eld-
gos taki sig upp á Mývatnssvæðinu
Álitsgerð um sjóða-
kerfi sjávarútvegs
liggur nú fyrir
NEFND sú, sem skipuð var tií að
endurskoða sjóðakerfi sjávarút-
vegsins á sfnum tíma, skilaði
álitsgerð til Matthfasar Bjarna-
sonar sjávarútvegsráðherra í gær-
morgun, en eins og kunnugt er,
þá var að þvf stefnt að niðurstöð-
ur nefndarinnar lægju fvrir f
þessum mánuði.
Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra sagði í gærkvöldi,
að hann gæti lítið sagt um þetta
mál. Álitsgerðin væri stór í
sniðum og hann ætti því eftir að
kynna sér málið ítarlega, auk þess
sem hann ætti eftir að leggja
hana fyrir ríkisstjórnina. En hinu
væri ekki að leyna, að ef tillögur
nefndarinnar ættu að taka gildi,
þyrftu margvislegar lagabreyt-
ingar að komá til.
verði á gossprungunni sem liggur
um Leirhnjúk suður f Bjarnar-
flag.
Telja þeir óráðlegt að halda
áfram framkvæmdum við Kröflu
öðrum en þeim, sem stuðla að
verndun þeirra mannvirkja sem
fyrir eru. Hins vegar telja þcir
litlar líkur á jarðeldum f Axar-
firði og Kelduhverfi. Gunnar
Thoroddsen iðnaðarráðherra, hef-
ur þegar gert öðrum ráðherrum
rfkisstjórnarinnar grein fyrir
álitsgerð sérfræðinganna og þvf
hættuástandi sem nú rfkir á Mý-
vatnssvæðinu, svo og öðrum aðil-
um, er málið skiptir, þ.á m. Al-
mannavarnaráði, Kröfluncfnd,
Orkustofnun, oddvita Skútustaða-
hrepps og forráðamönnum Kísil-
iðjunnar, þar eð mannvirki f
Bjarnarflagi og Kísiliðjan eru f
verulegri hættu samkvæmt álits-
gerð sérfræðinganna.
Sérfræðingarnir fjórir eru þeir
dr. Sigurður Þórarinsson prófess-
or, Þorleifur Einarsson prófessor,
Eysteinn Tryggvason , jarð-
skjálftafræðingur og Sigurður
Steinþórsson jarðfræðingur, og er
bréf þeirra til iðnaðarráðherra
svohljóðandi:
„Vona að athygK manna beinist meira
að íslenzkri tónlist en verið hefur”
segir Atli Heimir Sveinsson tönskáld sem
fékk tónlistarverðlaun Norðurlanda í gær
„Ég vona að þessi viðurkenn-
ing til mfn verði til þess, að hér
heima og erlendis beinist at-
hygli manna meira að fslenzkri
tónlist en verið hefur. tslend-
ingar hafa oft átt góð tónskáld
— kannski betri en við höfum
gert okkur grein fyrir,“ sagði
Atli Heimir Sveinsson tónskáld
f samtali við Morgunblaðið f
gærkvöldi, en honum var í gær
úthlutað tónlistarverðlaunum
Norðurlanda fyrir árið 1976 en
þau eru nú að upphæð 50 þús.
danskar krónur. Þessum verð-
launum er úthlutað annað
hvert ár og er þetta f sjötta sinn
sem það er gert. Atli Heimir
Sveinsson hlaut verðlaunin
fyrir verkið „Konsert fyrir
flautu og hljómsveit".
„Þessi verðlaunaúthlutun til
mín kom mér mjög á óvart. Ég
hafði í raun ekkert hugsað um,
hver myndi fá verðlaunin. Enn
síður hef ég hugsað um til
hvers ég nota verðlaunin.
Reyndar er ég.að byggja uppi í
Breiðholti og því geta allir séð
hvar peningarnir
bezt. Það er síðan
koma sér
hægt að ein-
beita sér betur að tónlistinni
siðar.“
Morgunblaðið spurði Atla
hvort hann væri ánægður með
flautukonsertinn og hvenær
hann hefði verið saminn. „Ég
var á ýmsan hátt ánægður með
flautukonsertinn, en eftir á
fannst mér að ég hefði getað
gert betur, en svo er víst um
flest mannanna verk. Upphaf-
lega samdi ég þetta verk fyrir
hinn fræga kanadíska flautu-
snilling Robert Aitken, sem oft
hefur komið til Islands. Óhætt
er að fullyrða, að þetta er
óvanalega erfitt verk, en
Aitken frumflutti verkið
Framhald á bls. 31.
áfram
Kröflu
Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð-
herra
Iðnaðarráðuneytinu
Arnarhvoli
Reykjavík
I tilefni af miklum almennum
umræðum um mannvirkjagerð
við Kröfluvirkjun og jarðskjálfta
og eldvirkni I Mývatnssvæðinu
vildum við undirritaðir sérfræð-
ingar í jarðvísindum við jarðvis-
indastofu Raunvísindastofnunar
Háskóla tslands beina athygli yð-
ar ,að því, sem vitað er um eldgos
og jarðskjálfta á þessu svæði:
Mývatnseldar 1724—1729: Að-
fararnótt 17. maí 1724 urðu miklir
jarðskjálftar i Mývatnssveit. Um-
morguninn varð allmikið sprengi-
gos vestan i Kröflu og myndaðist
þá gigurinn Viti. Næst varð smá-
gos í Leirhnjúk 11. jan. 1725.
Hinn 21. ágúst 1727 hófst mikið
hraungos á gossprungu, sem
gengur gegnum Leirhnjúk og
hélzt gos þar siðan, að visu með
hléum, fram I september 1729.
Hinn 18. apríl 1728 varð einnig
gos i Hrossadal og Bjarnarflagi.
AUan tímann meðan gosið stóð
Framhald á bls. 31.
Fituinnihald loðnu
minna en í fyrra
— ÞVt ER ekki að neita að þau
loðnusýni, sem við höfum nú
fengið, innihalda minni búkfitu
en loðna sem veidd var á sama
tíma I fyrra og munar um kring-
um l%,sagði dr. Björn Dagbjarts-
son forstjóri Rannsóknastofnun-
ar fiskiðnaðarins þegar Morgun-
blaðið hafði samband við hann I
gær.
Björn sagði að þeir væru búnir
að fá fjögur loðnusýni og fitan
hefði að meðaltali mælzt 11.3%
Framhald á bls. 14