Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 Gjaldeyrisstaðan: Rýrnaði um 693 milljónir í janúar NETTÓ gjaldeyrisstaða landsins var í janúarlok nei- kvæð um 5.046 milljónir króna, og rýrnaði um 693 milljónir króna í þeim mánuði, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá Seðlabankanum í gær. Nýr bátur til Eyja NVR bátur bættist í Vestmannaeyjaflotann í gær, Bylgja VE 75, en eigendur eru tveir ungir Eyjamenn, Matthías Óskarsson skipstjóri og Björgvin Olafsson vélstjóri, báðir um þrítugt. Bylgjan er 150 tonn að stærð, smfðuð f Stálvík f Garðahreppi og er skipið skutsmfðað. Þeir félagar ætla að halda út í dag með net, en jafnframt verða þeir með flottroll um borð. Ljósmvndina tók Sigurgeir í Eyjum þegar Bylgjan kom til heimahafnar f gær fánum prýdd, en á litlu myndinni eru eigendurnir, Björgvin Olafsson vélstjóri t.v. og Matthfas Óskarsson skipstjóri. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Óskar viðræðna um skiptingu framleiðslugjalds álversins I janúar í fyrra var rýrnunin samtals 3.335 milljónir króna, og hefur sú tala þá verið umreiknuð miðað við gengi í byrjun þessa árs. Rýrnun gjaldeyrisstöðunnar er þannig minni nú en hún var á sama tíma í fyrra. 1 ræðu sem viðskiptaráðherra Ólafur .Jóhannesson hélt á aðal- fundi Kaupmannasamtaka Is- Spariskírteinin seldust upp á fyrsta söludegi ALI.T útboð ríkissjóða á verð- trvggðum rikisskuldabréfum er uppselt og seldist það upp á fvrsta degi, hinn 10. marz. Ut- boðið var samtals að fjárhæð 500 m illjónir króna. Samkvæmt upplýsingum Seðla- banka Islands eru ástæður fyrir hinni skjótu sölu þær, að Seðla- bankinn, sem annast sölu bréf- anna fyrir ríkissjóð, auglýsti í fjölmiðlum um helgina, að sala bréfanna stæði fyrir dyrum. A siðasta degi fyrir fyrsta söludag, geta síðan söluaðilar víða um land lagt inn pantanir fyrir þá aðila, sem pantað hefðu hjá þeim, Þegar síðan afgreiðsla Seðlabankans opnaði hinn 10. var obbi útboðs- ins þegar seldur og afgangurinn seldist allurþann dag. Því seldust öll bréfin upp á fyrsta söludegi. ttSWIftl = = = lands í fyrradag kom fram, að bráðabirgðayfirlit um gjaldeyris- stöðuna í þeim mánuði sýnir að í fyrsta sinn um langt skeið hefur ekki orðið um rýrnun að ræða í þeim mánuði, en þess bæri að gæta að allsherjarverkfallið hefði sett mark sitt á þróun gjaldeyris- viðskipta í þeim mánuði. Sagði ráðherrann ennfremur, að fyrstu dagar marzmánaðar bentu hins vegar aftur til óhagstæðrar þró- unar í þessu efni. r Islenzkur blaðamaður illa séður í Júgóslavíu JÓHANN Ingi Gunnarsson, handknattleiksmaður úr Val, sem dvalið hefur í Júgóslavíu að undanförnu við að kynna sér handkn att leiksþjálfe n, og starfað þar einnig sem hlaða- maður fyrir Morgunblaðið fékk heldur kaldar kveðjur frá júgóslavneska handknattleiks- samhandinu eftir landsleik Júgóslava og lslendinga um fyrri helgi. Aður en Jóhann Ingi fór utan hafði verið frá því gengið að hann fengi að fvlgjast með æfingum júgóslavneska lands- liðsins og fara með því í keppnisför til Kúmeniu, strax eftir landsleikinn við Islend- inga. Þegar Jóhann Ingi kom á skrifstofu júgóslavneska hand- knatt leikssamhandsins eftir þann leik var hins vegar búið að snúa við blaðinu, og vildu Jógóslavarnir ekkert fvrir hann gera og tilkvnntu að hann mvndi ekki fá að fara mcð þeim til Rúmeníu. Astæða þess að Júgó- slavarnir sneru blaðinu svo skyndilega við mun fyrst og fremst hafa verið sú að þeir töldu að Jóhann, sem fvlgdist með undirbúningi landsliðs þeirra, hefði gefið Islending- um alltof miklar upplýsingar um þá fvrir landsleikinn, en sem kunnugt er mörðu Júgóslavar sigur I leiknum með einu marki og er slíkt harla fátítt þcgar þeir leika á heimavelli. Sætti landsliðið mikilli gagnrýni í júgóslavnesku blöðunum fvrir að „bursta" ekki tslendinga, svo sem allir höfðu búizt við og er greinilegt að forystu- mennirnir telja að þær upplýs- ingar sem Jóhann Ingi gaf fslenzka landsliðinu fyrir leikinn hafi komið að of miklum notum. Sáttafundur með farmönnum og blaðamönnum FUNDUR var i gær hjá sáttasemj- ara í kjaradeilu farmanna á kaup- skipaflotanum og vinnuveitend- um þeirra. Farmenn hafa enn ekki boðað verkfall. Þá var einnig fundur með blaðamönnum og út- gefendum í gær, en samkomulag tókst ekki með aðilum. Mun stjórn Blaðamannafélags Islands koma saman í dag og taka afstöðu tii verkfallsboðunar en verkfalls- heimild félagsfundar liggur þegar fyrir. I framhaldi af frumvarpi til laga um viðbótarsamning um ál- verið I Straumsvík, sem verið hef- ur til meðferðar hjá Alþingi, hef- ur ba'jarstjórn Hafnarf jarðar óskað eftir viðræðum við iðnaðar- ráðuneytið, varðandi skiptingu f ramleiðslugjalds og tekjur kaup- staðarins af álverinu. Hér er um að ræða samnings- atriði, sem einvörðungu snert- ir heimaaðila, þ.e. ríkisvaldið og Hafnarfjarðarkaupstað, en er óháð samningum við að ræða samningsatriði, sem ein- vörðungu snertir heimaaðila, þ.e. ríkisvaldið-og Hafnarfjarðarkaup- stað, en er óháð samningum við álverið sjálft. Tillögur bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar í þessu efni eru tvíþættir. Annars vegar að hlutur Hafnarfjarðarkaupstað- ur af álverinu verði í engu skert- ur í framhaldi af endurskoðun Af karlmönnum á skrá nú voru 33 verkamenn en voru helmingi fleiri fyrir verkfall, en hins vegar er nú sami fjöldi af málurum, múrurum, trésmiðum og vörubif- reiðastjórum og þá var. Að því er Morgunblaðinu var tjáð I gær er nú meira hringt til Ráðningar- skrifstofunnar og spurt eftir vinnuafli en hingað til hefur verið. Aftur á móti bendir hin litla hreyfing sem verið hefur á iðn- aðarmönnum á atvinnuleysisskrá til þess að enn sé rlkjandi nokkur kyrrstaða I byggingariðnaðinum, álsamningsins. Hins vegar að gjaldstofni verði breytt á þá lund, að tekjur kaupstaðarins af álver- inu verði framvegis í formi fast- eignagjalda og aðstöðugjalds (í stað hluta af framleiðslugjaldi), eða með sama hætti og gildir um Launadeild f jármálaráðunevt- isins greiddi út í gær þær launa- bætur fvrir marzmánuð í kjölfar samninga sem ríkisvaldið hefur nú nýverið gengið frá við við- semjendur sína. Er það í fvrsta lagi endurskoðun á kjarasamn- ingi Bandalags háskólamanna. enda fékkst það staðfest er Morgunblaðið ræddi við einn af forsvarsmönnum steypu- stöðvanna. Hann sagði að sér virtist töluverður hugur vera I húsbyggjendum um að hefjast handa en uggur út af peningamál- um gerði það að verkum að enn væri ekki komið verulegt líf í byggingarframkvæmdir auk þes sem tíðarfar undanfarið hefði verið með eindæmum óhagstætt til allrar steypuvinnu. Treysti hann sér ekki til að spá um hve- nær vænta mætti þess að einhver skriður kæmist á byggingarfram- kvæmdir. annan almennan rekstur í land- inu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Kristinn Ö. Guðmundsson, tjáði Mbl. í gær, að viðræður milli bæj- arstjórnar og ráðuneytis um þetta efni myndu sennilega hefjast næstu daga. sem gilti til 1. júlí nk., og einnig á þeirri dómssátt sem gerð var fyrir nokkrum vikum og gildir frá 1. júli nk. og i tvö ár, einnig sam- svarandi endurskoðun ásamningi við Læknafélag Islands og loks hefur nýlega verið gengið frá samningi milli rikisins og BSRB, sem gildir til 30. júní nk. Að því er Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri i fjármálaráðu- neytinu, tjáði Morgunblaðinu hafa allir þessir samningar verið endurskoðaðir með hliðsjón af þeim breytingum, sem orðið hafa á kjörum á hinum almenna vinnu- markaði, og hnígur endurskoðun- in mjög í sömu átt. Höskuldur sagði ennfremur, að í gær hefði ráðuneytið greitt út þær launabætur sem kæmu til í marzmánuði vegna þessara samn- inga. Þannig hefðu i gær verið tilbúnar hjá launadeild ráðuneyt- isins aðeins tveimur dögum eftir að síðasti samningurinn hefði ver- Framhald á bls. 31. 2 sóttu um skóla- tannlæknisstöðu RUNNINN er út fyrir nokkru umsóknarfrestur um stöðu yfir- skólatannlæknis I Reykjavik. Tveir tannlæknar hafa sótt um þessa stöðu — Magnús R. Gísla- son og Stefán Finnbogason. Er nú verið að ganga frá veitingu stöð- unnar, að því er borgarlæknir tjáði Morgunblaðinu. Reykjavík: Atvinnuleysi hefur minnkað töluvert frá því fyrir verkfall ATVINNULAUSUM ð skrá hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavfkurborg- ar hefur fækkað töluvert frá þvf sem var fyrir verkfall. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Ráðningarskrifstofunni voru á fimmtudag samtals 252 á atvinnuleysisskrá f Reykjavfk þann dag, þar af 176 karlmenn og 76 konur. Daginn áður en allsherjarverkfallið skall á voru hins vegar 336 á skrá 238 karlmenn og 98 konur. Kerfið ekki ætíð seinvirkt: Ríkisstarfemain feigu marzupp- bótína 2 dt^im dtir samninffigöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.