Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 29 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl- 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. ....... % Endurskins- merki á hesta Hestavinur skrifar: Mig langar til að koma með smá tillögu vegna frétta um tið slys á hestum og reiðmönnum á Vatns- endavegi. Reiðmenn leggja oft leið sína um vegi og stiga, sem eru ekki eða eru illa upplýstir og getur verið mjög erfitt fyrir akandi vegfarendur að gæta sín á þeim. Hvernig væri að skylda hesta- menn til að festa „blikkborða" (tel það betra heiti en endur- skinsmerki) um fætur hesta sinna eða á reiðtygin. Þá myndu þeir öruggiega sjást og slysum fækka. 0 Lokað listasafn Listunnandi skrifar: Ég er vön að sækja listsýningar í boi'ginni, þegar eitthvað er á boðstólum, sem mér finnst fengur að. Mér þótti aideiiis bera vel i veiði, þegar Listasafn Islands setti upp yfirlitssýningu á verk- um Gunnlaugs Sehevings og hugsaði ég mér að fara oft og reika um safnið mér til ánægju og andlegrar uppbyggingar. Nú hefi ég reynt hvað eftir annað að fara, að sjálfsögðu utan vinnutima, þvi ég fer ekki úr vinnunni til slíks, en kem alltaf að lokuðum dyrum. Ég hefi heyrt að þessa merku sýningu sé aðeins hægt að sjá í hálfan annan tima eftir hádegið og ekki nema fjórum sinnum i viku. Ég reyndi fyrst á kvöidin, en siðan siðdegis á laugardegi og sunnudegi, en það gekk ekki. Mér skilst að þá sé opnað kl. 1.30 og lokað kl. 4. Hvað ætli yrði sagt ef sýning Asgríms Jónssonar á Kjarvalsstöðum væri ekki opin nema nokkra klukkutíma á viku? Sú sýning er opnuð kl. 2 e.h. um helgar og fjögur aðra daga og opið til kl. 10 á kvöldin, svo maður getur dvalið þar og notið þess að skoða verkin i rólegheitum og fengið sér kaffi á milli. Sýningin er ókeypis og vönduð sýningar- skrá líka, og maður getur skroppið þarna inn þegar hentar og skoðað nokkur verk i einu. Þannig þykir mér bezt að skoða listaverk og geri það oft erlendis. Það er eins og maður meðtaki verkin betur, ef ekki er reynt að skoða of mikið f einu. Þetta er stórkostlega skemmtileg sýning, sem gaman er að sækja. Eg held að báðir þessir listamenn hafi ætlazt til þess, er þeir gáfu þjóð- inni verk sin að maður fengi að skoða þau. og frændi bvrjaði að vinna hjá honum á unga aldri. — Ég get vel imyndað mér að Paul tregðist við að læra þá grein. — Auðvitað er hann ekki að því núna Það fvrirtæki var auðvitað selt. Það eru einhver fjárfest- ingarmál sem ég veit ekkert um. Ég sagði þetta bara svo að þú mvndir spyrja nánar út í þetta af því að ég hef gaman af þessu og ég þoli ekki hræsni og vfirdreps- skap. Getur þú liðið slfkt? — Nei, ég játa fúslega að mér þykir skemmtilegra að vita hvar ég er. — En annars skal ég fullvissa þig unt að kjötið sem hér verður fram borið er alveg sallagott, bætti hún striðnislega við. Það voru eingöngu fjölskvldu- meðlimir sem sátu til borðs. Auk Nicole og Paul var nióðir þeirra einnig viðstödd, mæðuleg og lítt glaðleg kona og virtist hafa tamið sér alveg sérstaklega nöldursama framkomu. — I)avid, sagði hún þegar hún var kynnt fyrir honum. — Er það ekki hebreskt nafn?. — Æ, láttu ekki svona Monique, sagði Marcel — þetta er Það fer ekki fram hjfi neinum, þegar hann Kristjfin Friðriksson kemur á hestinum sfnum, hvort sem hann er með endurskinsmerki eða ekki. % Blessað rafmagnið Gamall Reykvikingur skrifar: Þegar rafmagnið fór um daginn, rann það upp fyrir mér hve sjaldan það kemur fyrir nú orðið. Og hve öruggt rafmagnið er miðað við það sem áður var eftir að Búrfellsvirkjun kom i gagnið og tvær linur að austan. Ég minnist þess að varla leið sá vetur áður að ekki brygðist rafmagnið einhvern tíma vegna bilana eða óveðurs, isingar og krapa. En svona er það, maður veitir þvi ekki athygli fyrr en það hverfur, eins og varð nú, hve rafmagnið er komió í gott horf á landsvirkj- unarsvæðinu. Þá kemur í ljós, að ekki eru einu sinni kerti til heima, til að bregða upp ljósi, eða batterí í útvörpin, hvað þá að til taks sé eitthvert eldunaráhald, til að gripa til. Þetta taldi maður sjálfsagt að hafa við höndina hér áður. Því vil ég nota tækifærið til að vekja athygli á þessu og þakka þeim sem þakkir ber, fyrir hve vel er áþessum málum haldið. Varla er hægt að gera ráð fyrir að báðar línurnar að austan fari í einu, eins og nú varð. Það er auðvitað einsdæmi. En ég er hræddur um að einhvern tima hefði annar eins veðravítavetur sett rafmagnið úr skorðum. Þá má i leiðinni minnast á hita- veituna, sem var sígilt umkvört- unarefni hér áður fyrr i skamm- deginu og aðalásökunarefnið fyrir hverjar kosningar. En siðan þau mál komust í eins gott horf og þau eru nú, þá heyrist ekki stuna eða hósti. Við erum því vön að finpast sjálfsagt að allt sé í lagi. Nú heyrist að fjárhagur þessa fyrirtækis sé orðinn slikur að ekki sé hægt að halda sama fram- kvæmdahraða og því má sjálfsagt búast við að eitthvað þurfi undan að láta. Það er mikil skammsýni að leyfa ekki hitaveitunni að selja heita vatnið á því verði að hún geti veitt þessa þjónustu og út- breitt hitaveituhitun. Það vitum við öll, sem annaðhvort munum frumbýlingsár hitaveitunnar, eða höfum þurft að kynda með öðru eldsneyti. HÖGNI HREKKVÍSI „Hann hlaut ekki fegurðarverðlaunin, en hlaut viðurkenningu fyrið alúðlega framkomu.“ Valsmenn Árshátíð félagsins verður haldin. laugardaginn 20. marz n.k. að Hófel Loftleið- um, Víkingasal og hefst hún með borðhaldi kl. 19.00. Miðasala i Valsheimilinu, frá og með 1 5. marz frá kl. 1 7.00 dag hvern. Borðapantanir föstudagskvöld 19. marz milli kl. 19.00—21.00 og laugardag 20. marz milli 13.00 — 16.00 á sama stað. Þessa helgi: Óvenju ódýrir blómvendir. Mikið úrval þurra skreytinga og pottaplantna. Komið og sjáið sérkennilegustu blómaverzlun landsins. Breiðholti við Breiðholtsbæinn. KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR. Tónleikar í Hamrahlíðarskóla laugardaginn 13. mars kl: 1 6.00. Stjórnendur: Páll P. Pálsson og Atli Heimir Sveinsson. Efnisskrá: Karlheinz Stockhausen: „Adieu" Atli Heimir Sveinsson: „I call it" Einsöngvari Ruth L. Magnússon. Niccolo Castiglioni: „Tropi" Luciano Berio: „Folk Songs" Einsöngvari Ruth L. Magnússon. Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals 1 Sjálf- stæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan 1 4:00 til 1 6:00 Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábend- ingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 13. marz verða til viðtals Albert Guðmundsson, alþingismaður Markús Örn Antonsson. borgarfulltrúi Valgarð Briem, varaborgarfulltrúi Valgarð Albert Markús VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU Al (íLYSINGA- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.