Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 Á hættu- slóðum í ísraelSK!,,í' Sigurður Gunnarsson þýddi hann var nú horfinn frá. Alls staöar biðu óþrjótandi verkefni. SJÖUNDI KAFLI Daginn eftir voru unglingarnir fjórir, Míron, Jesemel, María og Óskar komnir norður til Galíleu og horfðu yfir Jórdan- ar-dalinn. Þau höfðu stöðvað jeppann í fjallshlíð nokkurri og voru nú stödd rétt hjá landamærum Sýrlands, sem því mið- ur var óvinveitt ísrael. Þau sáu nokkur lítil bændabýli ísraelsmegin, og sum þeirra voru svo nærri landamærunum, að skuggar þeirra teygóu sig yfir á sýr- lenzka grund. Ungir og glaðværir dreng- ir teymdu asna rétt hjá mörkum ríkjanna og virtust vissulega njóta lífsins að hætti heilbrigöra barna. En inni í Sýrlandi var hvergi líf á sjá aðeins skrælnaða þyrni- runna og kyrkingslega kaktusa. Þart verdur gaman art sjá hva<l Lilli hefur keypt fvrir fimmhundruð kallinn. sem ég gaf hunum í afmælisgjöf? COSPER Áin Jórdan lykkjaðist eftir dalbotnin- um, vatnslítil og lygn, og sindraði í sól- skininu. Niðri vió ána voru stórbýli með víðáttumiklum akurlendum. Þar óx maís, og þar mátti einnig finna margvíslega ávexti, svo sem vínber, appelsínur, epli, ferskjur, tómata og banana, auk alls kon- ar garðávaxta og káltegunda. En fyrir tveimur árum hafði hér í Galileu aðeins verið gnægö af tvennu: lítilli tóbaksjurt og stórri malaríuflugu. Unglingarnir fjórir höfóu ekið i jepp- anum um nóttina til Galíleu, og hingað voru þau komin, þegar sólin steig upp yfir fjöllin í austri og hellti unaðslegu geislaflóói sínu yfir dalinn og umhverfið. Héðan sáu Gyðingarnir þrir samyrkjubú- ið, þar sem þau bjuggu. Þau bentu Óskari á það og sögðu að það héti Naot Davíd. Naot þýóir vin, en það er gróið svæði eða trjálundur í eyðimörk, og nafnið Davíð kannast þú vel við. Það var Davíð, sem barðist vió risann Golíat og vann sigur. Þarna blasti Djúpavatn við eins og svart silkiteppi í hitamóðunni. Áður fyrr hafói vatnið náó töluvert lengra norður, og það voru víðáttumiklar malaríumýrar báðum megin vió Jórdan. Nú höfóu flest- ar mýrarnar verið þurrkaðar upp og malaríupestin að mestu úr sögunni. Þó var enn haldið áfram að þurrka upp mýrarnar enn þá betur, og samyrkjubúið sem við skulum kalla Daviðlund, átti landsvæði þarna nióur frá, sem þau gerðu ráð fyrir að yrði fullræktað á næstu tveimur til þremur árum. „Míron fékk malaríu," sagði María. „Hefur þú verið hér dálítið lengi?“ spurði Óskar og leit til Mírons. Og jafn- framt fór hann að hugsa um, hve gamall hann mundi vera. Hann gat verið sautjan ára, og hann gat líka verið kominn yfir tvitugt. „Segðu honum alla söguna,“ sagði María við Míron. Svo settust þau í skugga jeppans. María náði sér í ferskju, óvenju stóra og safamikla ferskju, sem hún fann í mal- poka þeirra. Sólskinið, þvingandi heitt, brá gullnu gliti á umhverfió, og þau sáu aftur drengina, sem undu glaðir hjá asn- anum við landamærin. En nú veittu þau einnig athygli ungum stúlkum og stórum drengjum, sem unnu á ökrunum. Míron hafði hallað sér út af á jörðina og var óvenju fölur. Hann hlaut að vera eitt- hvað lasinn. Óskar ætlaði að spyrja hann eftir því, en þá ýtti María við honum, og Þetta er Viggi.— Þad var hann sem revndi að likja eftir alls konar villidýrum. Tveir þingmenn rifust eitt sinn svo heiftarlega í þinginu að þeir töluðust ekki við lengi á eftir. Ef þeir mættust á götu létu þeir sem þeir sæju ekki hvor annan. K'itt sinn i mikilli ófærð mættust þeir i troðningi, þar sem annar hver þeirra hlaut að vfkja. Þeir stönzuðu og stóðu þögulir andspænis hvor öðrum nokkra stund Loks rauf annar þögninaog sagði: — Eg vík aldrei úr vegi fvr- ir erkiþrjótum. — En það geri ég alltaf, svar- aði hinn og steig til hliðar. X — Þú ert Gvðingur, eða er það ekki? spurði Ameríkani lít- inn, feitan náunga, sem sat við hliðina á honum í járnbrautar- klefa. — Jú, ég er Gvðingur, var svarið. — Þetta sýndist mér, en ég er ekki Gyðingur. Það var ekki laust við að nokkurs stolts gætti í röddinni, er hann bætti við: 1 litla þorpinu þar sem ég á heima er ekki einn einasti Gyð- ingur. -. — Það er líka aðeins þorp, varð Gvðingnum að orði. X Þegar Charles Dawes var sendiherra Kandaríkjanna í Englandi, keypti hann eitt sinn blað af blaðsöludreng i London. Drengurinn lét hann fá það sem honum bar til baka. — Fyrir þetta blað hefði ég orðið að borga helnringi meira í Bandarikjunum, sagði sendi- herrann. — Ja-ja, herra, sagði dreng- urinn, þér getið fengið að borga helmingi meira ef þér viljið, svo að þér séuð eins og heima hjá yður. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 17 — Þykir þér lítið vænt um frænda þinn? — Hvar meinarðu eiginlega? Hann sem bjargaði okkur frá fá- tækt og basli þegar hinn Ijúfi faðir minn yfirgaf okkur Hann sem við eigum allt að þakka. Hún glotti við. — Ilvað heldurðu sjálfur. — Ja, ég hef nú stundum rekizt á að því meira sem maður hjálpar fólki, því meira hatar það mann fvrir vikið. — Hurst. ég verð að segja eitt. Þú ert fjári huggulegur — Það eru tíu ár á milli okkar. Ohrúanlegt bil. Hún leit við og brosti til hans út að eyrum. sjálfsöruggu hrosi sem vitnaði fullkomlega um að hún var sér meðvitandí um fegurð sína. — Kannski ekki óbrúaniegl. sagði hún. — Við skulum athuga málið. Helen tók á móti þeim. Hún var i grænum kjól og David fann einhverja kynlega strauma fara um sig þegar hann leit á hana og furðaði sig á þeim sterku kennd- um, sem hún hafði vakið með honum Hann hlaut að viður- kenna að hún var ekki aðeins falleg, heldur sameinaði hún glæsileik franskra kvenna með sjálfstæðri framkomu sem einkennir þá sem eru af keltnesku bergi brotnir. — Gaman að þér gátuð komið, sagði hún kurteislega. — Þakka þér fvrir að ná f hann, Nieole. — Ekkert að þakka, sagði Nicole. — Mín var ánægjan. Hann haföi grunað rétt. Það var engin hlýja millum þeirra. En það var ekki fvrr en hann hitti Marcel Carrier að hann fór að brjóta heilann um hvort andúöin væri sprottin af afbrýðisemi og hræðslu við að þessi örvggisgjafi þeirra myndi giftast Helen Stewart. Mareel Carrier geislaði af persónutöfrum. Önnur orð voru fánýt til lýsingar á honum. Þessir töfrar voru augljósri frá þeirri stundu sem hann kom i herhergið og gleðisvipurinn á andliti hans var augljós, þegar hann greip um axlir Davids og þrýsti hann vina- lega og fagnaói komu hans á heimili sitt. Hann var maður hávaxinn, herðabreiður og vel hvggður, vel klæddur smekklega. Hárið var silfurhvitt og það lá við að persónuleiki hans væri á einhvern hátt dálitið vfirþvrm- andi, hugsaói David með sér. Hann hlaut að vera minnsta kosti sextugur, ef ekki meira en hrevf- ingar hans og fas voru sérstaklega unglegt. Helen var ástæðan fvrir því að honum hafði verið boðið hingað. hugsaði David skömmu síðar. Hún hafði lagt inn gott orð fvrir hann og Marcel Carrier leiddi ekki hjá sér það sem hún sagði. Það væri fráleitt að hver sem er fengi slíkar móttökur — bara fyrir kurteisissakir og i aðra röndina fannst honum jafnvel eilítið óþægilegt hversu Carrier lagði sig í Ifma að sýna honum gæzku og alúð. Aftur á móti var ekki hægt að segja að bróðir Nicole, Paul Derain, fagnaði komu hans, eða reyndi að láta líta út fyrir að hann gerðí það. Fýlan lýsti af honum langar leiðir. — Er bróðir þinn alltaf svona þunglv ndislegur, vogaði hann sér að spvrja Nieole. — Þú verður að skilja hann, sagði hún. — Hann er fátækur maóur og þarf á peningum að halda. — Eg er Ifka fátækur maður. sagði hann. — Og mér þykir gott að hafa peninga undir höndum, en ég geng ekki um og lít út eins og hryggðarmvnd vegna þess. — Að visu. en þú ert ekki i sömu aðstöðu og Paul. Hann sér ríkidæmiö alit i kringum sig, dag og nótt, og svo verður hann að sníkja sér vasapeninga til að geta boðið kvenmanni upp ádrvkk. — Ég bið nú forláts á afskipta- seminni, en gæti hann ekki fengið sér vinnu? — Hvers vegna ætti hann að gera það? Hann erfir þetta allt einn góðan veðurdag. David kinkaði kolli. — Rökrétt náttúrlega. — Hann er að læra að hafa eftirlit með eigninni,. sagði Nicole eftir nokkra umhugsun. — Og fra»ndi er að revna að setja hann inn í alls konar viðskipta- mál og svoleiðis sem ég skil hvorki haus né hala á. — Og hvaða viðskipti stundar frændi þinn? Honum fannst ekki óeðlilegt þótt hann bæri fram þessa spurn- ingu. Nicole skrikti. — Mamma verður vitlaus, þeg- ar ég minnist á það. Henni finnst fyrir neðan allar hellur að minn- ast á það. En hann var sem sé slátrari. — Raunverulegur slátrari? Þú átt við... — Nei, hann kallaði sig nú heildsölukaupmann eða eitthvað svoleiðis. En afi minn var slátrari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.