Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 1. HLAÐVARPANUM NEMENDAGAGNRYNII „Þetta er frábært leikrit, og ég meina það. Það er fyndið o.s.frv. Það er ýmislegt fundið i „stælingunni" á gömlu galdrauppskriftunum og „stælingin" á Búddha var frábært atriði. Ég er viss um að jafnvel 40 ára gamalt fólk og eldra hefur gaman að þessu, en nokkrir sögðu þó (þeir meina það auðvitað ekki) að þetta væri „smábarnalegt" en þetta er það bara ekki. Fullorðnir hefðu gott af þessu, þeir læra alveg örugglega eitthvað um gamla siði í öðrum löndum. Þeir vita nefnilega ekki 85% í þannig efnum, sem þeir þyrftu að vita." „Bezt að vera heima þó manni leiðist svolítið,> Þannig hljóðar gagnrýni eins 10 ára nemenda í Melaskólanum um barnaleikritið Kolrössu á kúst- skaftmu, sem nú er sýnt T Iðnó. Þegar leikritið var frumsýnt fékk það vægast sagt lélega dóma I blöðun um, en börn I 10 ára bekk Melaskól ans, sem sáu verkið daginn fyrir frumsýninguna, eru yfirleitt á öðru máli „Við fórum 29 saman daginn fyrir frumsýninguna og sáum leikinn," sagði Erla Kristjánsdóttir kennari i samtali við Morgunblaðið. „Þegar setzt var á skólabekkinn aftur voru börnin látin skrifa gagn- rýni um leikritið. Ég hef haft það fyrir vana að sýna engum hvað börn- in sýsla við í tlmum hjá mér, en eftir að ég las gagnrýni í blöðunum um þetta leikrit ákvað ég að einhver fjölmiðill skyldi eiga kost á því að sjá hvað bornunum þætti um Kolrössu." Að sögn Erlu er ástæðan fyrir því að fa.ið er með börnin í leikhús sú, að f fyrra hófst tilraunakennsla f samfélagsfræði. Kolrassa á kúst- skaftinu var samið með nokkurri hliðsjón af þvf verki og er þetta efni sem höfðar mjög til krakka og hafa krakkar almennt mjög gaman af samfélagsfræði „Og þegar verið er að kynna nýtt námsefni grfpur maður fegins hendi allt sem kemur að notum. í fyrra sáum við t.d. Inúk og höfðum gaman af, en þá vorum við að fjalla um Eskimóa og Tanzana. í sambandi við þá slæmu gagnrýni, sem Kolrassa fékk í blöðum, þá má það koma fram, að ég er á móti þvf, að fullorðið fólk dæmi um það af hverju börn hafi gaman og gefi þeim ekki tækifæri sjálfum." En hvað segja börnin um Kolrossu Og Anna Katrfn segir: „Mér fannst leikritið um Kolrössu ágætt. Mér fannst ég læra dálftið á þvf. Það var um stelpu sem leiddist heima hjá sér en hitti svo göldrótta konu sem ferðaðist á kústi og fór f ferðalag með henni. En var svo farin að langa heim. Það sýnir að það er bezt að vera heima þó manni leiðist svolftið." Einn 10 ára piltur, sem heitir Björn, segir þetta um leikritið: „Mér fannst leikritið Kolrassa á kústskaftinu mjög skemmtilegt leikrit. Við höfðum lært mikið á þvf t.d. þegar langa, langa, langa, langa, langamma Gunnu var að spýta allt f kringum sig af þvf að hún hélt að það væru illir andar f kringum sig. En það er svo lélegur sviðsbúnaður f Iðnó, að ég held að þetta væri skemmti- legra f Þjóðleikhúsinu. En ég hef ekkert Ijótt að segja um leikritið. " „Kolrassa á kústskaftinu er skemmtilegt leikrit. Vegna þess að það er um norn sem getur galdrað sig hvert sem er. Eitt fannst mér skrýtið, þegar 44630000 eða hvað sem hún hét auglýsingakonan og Kolrassa voru saman. Af þvf að Kol- rassa er gömul norn og 44630000 er ung og hugsaði ekki um annað en Lollóið sitt," segir Garðar Már. Vilma segir, að sér finnist hún ekki læra neitt," nema ég sá hvernig Eskimóar heilsuðust af þvf að ég var með það einu sinni í samfélagsfræði. Og Ifka þegar þær komu til Kfna, þvf að ég var Ifka með það í samfélags- fræði". Að öllu leyti var leikritið skemmtilegt. Ég held að þetta í Nýju-Guineu hafi átt að vera f sam- bandi við kvennaárið." SKOLAMAL Veldi presta, lögfræðinga og lækna fer síminnkandi Veldi guðfræðinga, lögfræðinga og lækna fer síminnkandi. A.m.k. var þetta niðurstaða Magnúsar Skúlasonar viðskiptafræðings, sem flutti erindi um tölfræði- legar athuganir Bandalags háskólamanna á fjölda háskólamenntaðra manna nú og spá fyrir 1980, á ráðstefnu um atvinnumál háskólamanna, sem haldin var s.I. haust. 1 erindi sínu sagði Magnús, að árið 1968 hefði í fyrsta skipti verið talinn fjöldi háskólamenntaðra Islendinga og niðurstöður hennar birtar 1 skýrslu svokallaðrar háskólanefndar. Samkvæmt þessari talningu voru háskólamenntaðir Islendingar 1. nóvember 1968 rúmlega 2.800. Jafnframt birtust í skýrslu háskólanefndar áætlanir um þróun fram til 1985. Aætlað var, að 1975 yrðu háskólamenntaðir menn 3.700—3.800 en 1985 7.800—8.000 manns. Gat Magnús þess, að skv. þeirri talningu, sem fór fram i sumar á vegum BHM, yrði fjöldi háskóla- menntaðra Isl. um áramótin 1975—1976 rúmlega 5.000, en um 7.400 um áramót 1980—1981. Háskóla- menntuðum mönnum hefði því fjölgað mun örar en háskólanefnd áætlaði á sinum tíma. Nefndin hafði gert ráð fyrir 6—7% fjölgun að meðaltali á ári á tímabilinu 1969—1985, en samkvæmt nýgerðri talningu og áætlun fram til 1980 kæmi hins vegar í ljós, að fjölgunin yrði að meðaltali urti 8.5% á ári á tímabilinu 1968—1980. 1 erindi Magnúsar kom fram, að athugun á skipt- ingu háskólamenntaðra Islendinga eftir náms- greinum 1968—1980 sýndi, að veldi námsgreina eins og guðfræði, lögfræðí og læknisfræði færi siminnkandi. Þannig hefðu t.d. lögfræðingar verið 17.4% af heildarfjölda háskólamenntaðra manna 1. nóvember 1968, en um áramótin 1980—1981 væri áætlað að þeiryrðu 11% af heildarfjöldanum. Mest hlutfallsleg fjölgun háskólamanna er hins vegar í þeim greinum raunvísinda, sem hafin var kennsla í til B.S. prófs við háskólann árið 1970. Þá kom fram, að tæplega 10% háskólamanna munu starfa við frumvinnslu og úrvinnslugreinar, þ.e. landbúnað, fiskveiðar og iðnað, en um 90% starfa við ýmsar þjónustugreinar. Að fengnum þessum upplýsingum sagði Magnús, að svo til allir háskólamenntaðir menn sinntu störfum þar sem menntun þeirra nýttist. Vart væri því unnt að tala um atvinnuleysi meðal háskólamanna. Hvað fram- Fjöldi haskólamenntaðra Islendinga við áramót 1975/1976 og 1980/1981 Mennlun herlendis •• al •o al og eriendis 75/76 heúdarliolda 80/81 h. ii') i'li<>w|,i Guðlræði 213 4.2 245 3.3 Lækmslræði 609 12.2 814 11.0 Tannlækmsfræði 173 3.4 209 2 8 Lyfjafræði 154 3.0 240 3.3 Lögfræði 645 12.8 810 11.0 Viðskipta-. hag- og þjóðfélagsfræði 591 11.7 835 11.3 Mag art. Cand mag. B A 655 13.0 975 13.2 Verkfræði 667 13.3 827 11.2 Sálarfræði 55 1.1 94 1.3 Stærðfræði 61 1.2 135 1.8 Eðlis- og efnafræði 104 2.1 186 2.5 Lifefna- og lifeðlisfræði 119 2.4 230 3.1 Jarð- og jarðeðlisfræði 83 1.6 141 1.9 Landafræði 23 0.5 66 0.9 Landbúnaðarfræði 105 2.1 150 2.0 Tæknifræði 373 7.4 523 7.1 B Ed 34 0.7 334 4.5 Hjúkrunarfræði 38 0.5 Menntun emgongu eriendis Arkitektúr 121 2.4 182 2.5 Fisfci- og haffræði 30 0.6 33 0.4 Veðurfræði 21 0.4 24 0.3 Alm náttúrufræði 21 04 31 0.4 Dýrafræði 10 0,2 11 0,1 Dýralækningar 31 0,6 41 0.6 Listfræði 26 0,5 39 0.5 Félagsráðgjöf 31 0.6 58 0.8 Iþróttafræði 6 0.1 8 0,1 Sjúkraþjálfun 58 1.1 83 1.1 Kvikmyndagerð 5 0.1 12 0.2 5024 7374 tíðin bæri í skauti sfnu í þessum efnum, réðist trúlega af því, hvaða stefnu yrði fylgt í atvinnu- og rannsóknarmálum. Ný störf fyrir lögfræðinga eru til dæmis innan ýmiss konar stjórnsýslu, bæði á vegum ríkisins og sveitarfélaga, einkum við samn- ingu lagafrumvarpa og almennra stjórnsýslufyrir- mæla, svo og við uppkvaðningu úrskurða. Erindi Magnúsar fylgdi tafla yfir háskólamennt- aða menn, sem lært hafa hér heima og erlendis, og ennfremur tafla yfir spána 1980—1981. Það sem vekur hvað mesta athygli við hana, er hvað fáir eru við nám, sem snertir sjávarútveginn eingöngu, en taflan fylgir hér á eftir. í leiðinni Sviknir sjússar ÞEGAR upp komst að ákveðin veitingahús í Reykjavík höfðu svikið viðskiptavini sína um fimmtung þess, sem þeir greiddu fyrir fóru menn að velta vöngum yfir arðsemi sliks ævintýris. Ef sjússinn er minnkaður um 10% gefur það eðlilega af sér 2.5 sjússa aukalega úr hverri flösku þar sem í flösku eru 25 sjússar. Kosti sjússinn að meðaltali 250 kr. þá er gróðinn af hverri flösku 625 kr. Sagt er að á venjulegum veitingastað selji einn þjónn allt að 16 flöskum af sterku vlni um helgar þ.e. á föstudags- og laugardagskvöldi. Ef tvö kvöld i viku næðist slik sala og segjum ekki nema 8 flöskur þriðja kvöldið þá græðir þjónninn og / eða veitingahúsið 25.000 á viku. En ef þetta á sér nú stað i margar vikur eða mánuði hve mikill ætli hagnaðurinn sé þá? Jú, ef tekið er t.d. hálft ár eða 26 vikur þá er hagnaðurinn hvorki meira né minna en 650 þúsund. Það er þvi von að margir séu sárir er þeir einn dag frétta að þeir hafi verið sviknir á þennan hátt. Kattavinafélag íslands KATTAVINAFÉLAG íslands var stofnað 28. febrúar s.l. Voru stofnfé- lagar 80 talsins en eru nú orðnir á annað hundrað. Var mikill áhugi á velferð katta rikjandi á stofnfundi félagsins og samstaða góð segir i frétt frá stjórn félagsins. Formaður félagsins var kosin frú Svanlaug Löve en aðrir í stjórn eru Guðrún Á Simonar meðstj , Hildegard Þórhallsson meðstj., Eyþór Erlendsson ritari, Gunnar Pétursson meðstj. og Hörður Pétursson gjaldkeri. í lögum félagsins segir m.a.: „Tilgangur félagsins er að vinna að betri meðferð katta, standa vörð um það, að kettir njóti þeirr- ar lögverndar sem gildandi dýra- verndunarlög mæla fyrir um og stuðla að þvi að allir kettir eigi sér húsaskjól, mat og gott atlæti." Svanlaug Löve sagði að hörmu- legur misbrestur væri á að með- ferð katta væri sem skyldi. Sagði Svanlaug að farið hefði verið hreint og beint glæpsamlega með ketti. Hann væri algengasta dýrið iþéttbýli og hægt væri að fá hann gefins. — Kettlingar hafa verið auglýstir og gefnir hverjum sem er, sagði Svanlaug ennfremur. — Það er þetta sem kemur vandræðunum af stað. Fólk getur bara fengið kettlingana sem leikfang fyrir börn sfn og hent þeim seinna meir út á götuna. — Það er hörmung til þess að vita þegar menn forheimska sig með þvi að ráðast gegn dýrum, sagði Svanlaug, og nota jafnvel þá afsökun að kettirnir veiði fugla. Kötturinn veiðir vissulega fugla enda er það náttúrulögmál. Það mætti halda að þessir menn hugsuðu sem svo: Hvers vegna ætli guð hafi ekki byrjað á að skapa mig svo ég gæti sagt honum til um allt hitt. „Talaðu við þá, sem bjuggu hverinn til”... EINS og kunnugt er af réttum. sprengdi borholan við Kröflu af sér öll bönd og breyttist um stðir i öflugan leirhver. Morgunblaðið heyrði þvl fleygt um daginn að þarna væri kannski um að ræða stærsta leirhver i heimi. Blaðamaður hringdi af þessu tilefni I Sigurð Þórarinsson jarðfræðing og spurði hann hvort þetta væri hugsanlega rétt. „Þetta gæti vel staðist en ég tel vissara fyrir þig að tala við mennina sem bjuggu hverinn til," sagði Sigurður og hló kankvislega. Sem betur fer — VIÐ vitum ekkert um Kröflu — sem betur fer. Nokkrir jarðfræðing ar við blaðamann Morgunblaðsins á förnum vegi. Helmingi færri brezkir togarar í VESTFIRZKA fréttablaðinu sem út kom 23. feb. s.l. er tafla um skipakomur til ísafjarðar árið 1975. Voru skipakomur alls 4270. Skip og bátar yfir 50 brtn. voru á áttunda hundrað. Var mest um íslenzk fiskiskip, 404, en voru 412 árið áður. íslenzk fraktskip voru nokkru fleiri 1 975 en 1974 eða 1 75 en 1 66 árið áður. Mestu munar um Tjallann, en til ísafjarðar komu á árinu aðeins 35 enskir togarar en voru 72 árið áður. Þessir togarar sem komu á árinu 1975 komu að sjálfsögðu fyrir útfærsluna í 200 mílur en hafa slðan haldið sig fjarri bænum. Mismæli mánaðarins — NÚ geta verndarskipin ekki varizt togurunum lengur. — Ómar Ragnarsson í fréttum sjónvarpsins fyrir nokkrum dögum. Högni slær um sig EINS og frá hefur verið skýrt hér I blaðinu héldu nemendur Mennta- skólans við HamrahlFð árshátíð sfna fyrir nokkru. Þótti það tlðindum sæta að heiðursgestur skemmtunarinnar var hinn landsfrægi Högni hrekkvísi sem jafnan prýðir Morgunblaðið fólki á öllum aldri til ánægju. Miklar myndir af kærleikskettinum Högna voru gerðar og skreyttu þær Austurbæjarbló þar som skemmtiatriði árshátlðarinnar fóru fram. Árshátlðin sjálf gekk stórslysa laust fyrir sig (að sjálfsögðu). Eftir- stöðvarnar urðu þó aðrar en menn höfðu búizt við. Þegar menn vöknuðu að morgni eftir árshátlð- ina (sprækir vel) datt mörgum I hug að reyna nú að eignast mynd af hetjunni Högna. Fylgir sögunni að margar hendur hafi verið á lofti við að ná myndunum, helzt til margar, hnefar voru látnir semja sátt og hnútur flugu um borð. Varð uppskera margra glóðar- auga. marblettir og sár. Áhrifa heiðurskattarins Högna gætir greinilega á fleiri vegu heldur en einungis sem svolltið kitl I morgunsárið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.