Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 Orðaskipti Ragnhildar Helgadóttur og Berlingske Tidende um yfirlýsingu forsætisnefndar Norðulandaráðs FÖSTUDAGINN 5. mari. sl. birti f Berlingske Tidende grein eftir Ragnhildi Helga- dóttur alþm., þar sem hún fjall- ar um sjónarmið, sem fram höfðu komið í blaðinu um yfir- lýsingu forsætisnefndar Norð- urlandaráðs vegna landhelgis- deilunnar. 1 kjölfarið á grein Ragnhildar birtist svo forystu- grein í Berlingske Tidende. Þessi orðaskipti fara hér á eft- ir, fyrst grein Ragnhildar Helgadóttur síðan forystugrein Berlingske Tidende. Norrænir hagsmunir í Berlingske Tidende hinn fyrsta marz stóð svohljóðandi fyrirsögn á forsíðu: „Norður- landaráð styður Island í þorska- stríðinu" og í ramma var auka- fyrirsögn „Norðurlandaráð á villigötum". Ekki þarf ég að útskýra að fyrirsagnir þessar, fréttagrein- in sjálf svo og ritstjórnargrein- ar 1. og 2. marz vöktu í senn undrun og hryggð í huga ís- lenzks „íhaldsþingmanns", sem sæti á í forsætisnefnd Norður- landaráðs. Ég geng út frá því, að íhalds- menn í Danmörku átti sig á því ekki síður en aðrir, hverja þýð- ingu hið sérstæða atvinnulíf Is- lendinga hefur fyrir tilveru þeirra sem sjálfstæðrar þjóðar. Ef dönskum íhaldsmönnum er annt um, að þau fiskimið, sem nú eru nýtt af Dönum, verði áfram nýtanleg til frambúðar landi þeirra til gagns, þá skil ég ekki af hverju þeir sjá ekki, að verndun fiskstofna yfirleitt sem matvælaauðlinda í Norður- Atlantshafi, er í sameiginlega þágu Norður-Atlantshafs- þjóðanna. Aðeins eitt þessara rikja hef- ur fært út fiskveiðimörk sín f 200 mílur, sem allir telja að veröi niðurstaða hafréttarráð- stefnunnar, og þar með alþjóða- lög. En þetta þýðir ekki, að hér sé um að ræða mál, er unnt sé að einangra sem einka- utanríkismál umrædds rikis. Þvert á móti. Þetta er upphaf þeirrar verndunar fiskstofna, sem er Atlantshafsþjóðunum algjör nauðsyn. Það var mjög eðlilegt, að það riki, sem er gjörsamlega háð fiskstofnunum vegna atvinnu- lífs sins, Island, yrði fyrst til þess að framkvæma þessa að- gerð. Hin ríkin gera vafalaust slíkt hið sama áður en varir, hvert eftir sínum landfræði- legu aðstæðum. Það er vitanlega Ijóst, að til ýmissa viðræðna og samninga hlýtur að koma milli ríkja af þessum sökum, og það mun reyna á tillitssemi milli þjóða. En tillitssemin verður mark- laus undir ógn herskipa. Þær hugsanir, sem tjáðar eru með hervaldi gagnvart 240 sinnum minna riki, án herskipa, eru ekkí samboðnar Bretlandi, landinu sem ól John Stuart Mill, landinu sem var jarðvegur fyrir stjórnmálastefnu hinnar heilbrigðu einstaklingshyggju með gagnkvæmri virðingu milli manna Þessum aðferðum beit- ir nú hið gamla þingræðisland, Bretland, gagnvart móðurlandi mínu, Islandi. I hreinskilni sagt, þá fæ ég ekki skilið, hvernig nokkur þingmaður í Norðurlandaráði getur skammazt sin fyrir yfir- lýsingu forsætisnefndar ráðs- ins í þessu máli, sem er tví- mælalaust norrænt hagsmuna- mál. Menn hafa talið f Norður- landaráði, að vandamál t.d. Eystrasalts og strandríkja þess væri norrænt mál. Af hverju bregður þá svo við, að Ber- lingske Tidende telur ekki um jafnnorrænt mál að ræða, þegar fengizt er við vandamál annars hafsvæðis, sem snertir þó einn- ig mörg norræn lönd? Málið hefur einnig aðra hlið pólitíska, sem snertir beint þrjú Norðurlanda, þau sem eru í NATO. A Islandi er mönnum alveg ljóst, að mesti greiði sem andstæðingum NATO er gerð- ur, felst í nærveru brezku her- skipanna innan fiskveiðimark- anna. Það er því miður ekki nægi- legt. að minn flokkur setji á oddinn, að við séum kyrr í NATO. Aðild okkar að NATO og útfærsla fiskveiðilögsögunn- ar eru gerólík mál, en bæði lífsnauðsynleg. Við megum ekki láta annað í skiptum fyrir hitt. En við getum ekki lokað augunum fyrir því, að það eru of margir, sem telja einmitt það æskilegt, vegna pólitískra við- horfasinna Þessi síðastnefndi hópur inn- an stjórnmálanna, hópur sem vill okkur út úr NATO fær að mínu mati stuðning af þeim sjónarmiðum, sem Berlingske Tidende hefur sett fram um yfirlýsingu forsætisnefndar Norðurlandaráðs. Sjónarmið blaðsins kunna að byggjast á upplýsingaskorti eða þá á hreinum misskilningi. Ef sú er ekki raunin, eru von- brigði mín meiri en ég fæ tjáð hér. Leiðari Berlingske Tid- ende „Norðurlönd og þorskastríð- ið" nefnist eftirfarandi leiðari danska blaðsins Berlingske Tidende, sunnudaginn 7. marz s.l. „Þorskastríðið er þvi miður komið á það stig að báðir aðilar vænta frumkvæðis — frá and- stæðingnum. lslendingar vilja ekki hefja samningaviðræður á meðan brezk herskip eru fyrir innan 200 mílna mörkin, Is- lendingar krefjast þess að mörkin séu virt og í London er það skoðun manna að ríkis- stjórnin í Reykjavík hafi reynzt mótfallin raunverulegum samningaviðræðum, en krefjist þess í stað uppgjafarsamninga af hálfu Breta. Svona einfalt er þetta auðvit- að ekki. og samkvæmt lýsingum Breta er þorskastriðið „háð" af nokkurri sjálfsstjórn af beggja hálfu, þótt alltaf vofi yfir hætta á alvarlegum atburðum. Yfirlýsing forsætisnefndar Norðurlandaráðs hefur eins og búizt var við ekki leitt til lausn- ar deilunni, en hins vegar kall- að á ákafar deilur innan Norð- urlandanna. I þessu sambandi hafa komið fram vonbrigði Is- lendinga yfir þvi að ekki hafi náðst algjör samstaða á Norður- löndum um stuðning við Island í stríðinu. Það á ekki rætur að rekja til misskilnings, eins og Ragnhildur Helgadóttir gaf í skyn i málflutningi sínum á föstudag. En Norðurlandaráð hentar ekki sem utanríkispóli- tisk málpípa Norðurlandanna fimm. Norðurlöndin hafa enn- fremur ekki sömu sjónarmið varðandi fiskveiðar og þorska- striðið. Smáríki eiga alveg sérstakra hagsmuna að gæta við að virða þær alþjóðlegu réttarreglur sem til eru — og krefjast þess af öðrum að þær séu virtar. Af þeim er ekki of mikið, og regl- urnar sem ná til hafsins eru einmitt nú i endurskoðun. Ekki mun hér véfengt að íslendingar hafi haft sérstakar ástæður til að taka fram fyrir hendurnar á hafréttarráðstefnunni. En þrátt fyrir fullan skilning á þessum aðgerðum og þrátt fyrir fulla samúð með Islendingum má deila um hversu viturlegt og réttmætt þetta skref íslend- inga var. Norræn samstaða með Islend- ingum er vænlegust til árang- urs sem tilraun til að koma báð- um aðilum aftur að samninga- borðinu, sem þeir hafa nú yfir- gefið vegna lítils samningsvilja þeirrabeggja. Mikil aðsókn að Asgrímssýningu Sýningartími breyttur ASGRlMSSYNING á Kjarvals- stöðum hefur verið opin í viku- tíma. Var sýningin opnuð við hátíðlega athöfn laugardaginn 6. marz af borgarstjóranum í Reykjavík Birgi Isl. Gunnars- syni. Einnig flutti ræðu frú Bjarnveig Bjarnadóttir, for- stöðumaður Ásgrimssafns. Fjöldi gesta hefur skoðað sýn- inguna þessa fyrstu viku, meðal þeirra nemendur úr ýmsum skólum. Vegna aðsóknar hefur nú verið ákveðið að sýningartfmi verði lengri um helgar en aðra daga. Laugardaga og sunnu- daga verður opið frá kl. 14—22 meðan á sýningartima stendur. Aðra daga frá kl. 16—22, en á mánudögum eru Kjarvalsstaðir lokaðir. Aðgangur og skrá eru ókeypis. Önnur Asgrimssýning á Sel- fossi Þessi minningarsýning sem Reykjavíkurborg heldur á myndlistargjöf Asgríms Jóns- sonar á aldarafmæli hans er stærsta einkasýning sem haldin hefur verið hér á landi. Ekki komust allar myndirnar úr As- grimssafni fyrir á Kjarvalsstöð- um, en flytja varð um 100 verk aftur í safnið. Árnesingar ætla að heiðra Asgrím með sýningu á verkum. hans úr Asgrímssafni. Verður Framhald á bls. 18 Kvenskátar að undirbúa kökubasarinn og flóamarkaðinn f hinu nýja félagsheimili skátanna f fþróttahúsi Hagaskóla. Skátar með flóamarkað í ný j a f élagsheimilinu Aldraðir frá Hrafnistu skoðuðu Ásgrímssýninguna á Kjarvalsstöðum f gær. NYLEGA fengu skátar aðstöðu í nýju félagsheimili i Iþróttahúsi Hagaskóla, sem leysir úr ýmsum húsnæðisvandræðum þeirra Ætl- unin er að veita fé úr Minningar- sjóði Guðrúnar Bergsveinsdóttur til kaupa á húsbúnaði i þetta nýja hei.nili. Ætla eldri kvenskátar, sem að þessum sjóði starfa, að afla fjár í sjóðinn í dag með því að hafa kökubasar og almennan flóa- rnarkað í nýja félagsheimilinu við Hagaskóla. Hefst hann klukkan 2 e.h. A flóamarkaðinum er að venju notaður fatnaður og ýmsir gamlir munir, en kökurnar hafa kvenskátarnir bakað. 1170 metrar en ekki 70 metrar I FRETT í Morgunblaðinu í gær stóð að Búrfellslína 1 lægi niðri á 70 metra kafla kringum þann stað, sem mastrið brotnaði. Hið rétta er að linan liggur niðri á 1170 metra kafla. Eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á þessu. > \1 I.I.VSIM.ASIMINN KK: 2^22480 J JWarminMnbio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.