Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 13 SÍLDVEIÐI Veldur byltingu í reknetaveiðum JAKOB Jakobsson, fiskifræðingur, sagði fyrir stuttu í samtali við Morgunblaðið, að hugsanlegt væri að leyfa aukna síldveiði við Suðaustur- og Suðurland á hausti komanda, en gera yrði ráð fyrir að sú aukna veiði yrði eingöngu bundin við reknet. Von væri á nýjum árgangi á miðin í haust, sem algjörlega yrði að forðast að veiða. Þessi afstaða Jakobs leiddi hug- ann að því, með hvaða hætti væri hægt að auka sildveiði i reknet í haust. Fram til þessa hefur ekki gengið of vel að fá menn til starfa á reknetabátum, þvi vinna við að hrista úr þeim þykir mjög erfið. Nú lítur hins vegar út fyrir að allt það erfiði, sem fylgt hefur rek- netaveiðunum verði úr sögunni innan skamms. Islenzk úrhristi- Þannig lítur Islenzka úrhristivélin út. vél var sett I tvo íslenzka báta á s.l. hausti og reyndist hún mjög vel. Er svo komið að nú eru 15 slíkar vélar i pöntun hjá fyrirtæk- inu, sem framleiðir úrhristi- vélarnar, og hefst ekki undan að framleiða þær. Er sífellt verið að fullkomna vélina og gera fram- leiðendur sér vonir um, að ekki þurfi nema þrjá menn á dekk á reknetabátum innan skamms, en ný tegund af vélinni verður reynd um borð í einhverjum reknetabát i haust. Guðbjartur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Véltaks h.f., sem er framleiðandi vélarinnar, sagði i samtali við Mbl. að fyrstu tvær vélarnar hefðu verið settar niður í Akurey frá Hornafirði og Sigur- von frá Stykkishólmi. Urhristi- vélin hefði strax reynzt mjög vel og til marks um það mætti nefna, að skipshöfnin á Akurey hefði verið um 5(4 tíma að draga 40 net með 100 tunnum af sild og 9V$ tima með sama netafjölda, sem i voru 300 tunnur. Eftir að úrhristi- vélin var tekin í notkun um borð i skipinu tók það skipshöfnina ekki nema 2 tíma að draga 40 net með 100 tunnum og í annarri veiðiferð tók það 4 tima að draga 42 net með 220 tunnum af síld. Þá sagði Guðbjartur að eins og kunnugt væri, þá væri mun auð- veldara að handhreins hampnet en nælonnet. Hins vegar væru nælonnetin mun sterkari og end- ingarbetri og með hristivél kæmi ekki fram timamunur á að hreinsa hampnet eða nælonnet. Þá hefði komið í ljós, að nú væri möguleiki á að leggja netin oftar í hverri veiðiferð, sem hefði allt að 40% aflaaukning í för með sér. Guðbjartur var spurður að því hvaðan hugmyndin um úrhristi- vélina hefði komið. „Starfsmenn Véltaks ásamt Guðmundi Guð- laugssyni, tæknifræðingi okkar, hafa algjörlega útfært smiði Guðbjartur Einarsson vélarinnar. Vélar sem þessi voru reyndar smíðaðar í Færeyjum kringum 1968 og voru fluttar hingað, en uppbygging þeirra var allt öðru vísi. Hver vél kostar 16 millj. kr. óniðursett, en kostnaður við að koma vélunum fyrir um borð í veiðiskipunum er hverf- andi. Það gerist ekki oft að okkur iðnaðarmönnum sé þakkað fyrir okkar störf, en áhöfnin á Akurey þakkaði okkur innilega er við fór- um með þeim 1 reynsluferð í fyrra“ Þá sagði Guðbjartur, að 7—8 menn ynnu nú eingöngu að fram- leiðslu úrhristivélanna og nú væri í athugun að senda eina vél á sjávarútvegssýninguna i Aber- deen i haust, en Skotar stunduðu enn reknetaveiðar af miklu kappi, en upp á gamla mátann. MATUR 0G DRYKKUR Rrenravínið á bragðið eins og grasaseyði með gulrótarbragði FORFEÐUR íslendinga, víkingarnir, átu hrátt kjöt, segir fréttaritari Reuters í Reykjavík, Uli .Schmetzer. Eitt þúsund árum siðar halda afkomendur þeirra enn i þennan sið, en nota hnífapör í staó fingranna. Maturinn er framreiddur á glæsilegum veitingahús- um, þar sem teppi eru út í hvert horn, ljúf tónlist er leikin og stimamjúkir þjónar ganga um beina. íslendingurinn er vís til að byrja á því að lýsa lundaböggum. Hann gæti líka gefið sérstök meðmæli með öðru íslenzku góógæti, sem eru hrútspungar. Þá átu víkingarnir til að fá kraft úr dýrunum, og er þetta allt borið fram í snyrtilegum sneiðum, vættum í sýru til að bæta bragðið. Síðan er matnum skolað niður með brenndu víni, „brenni-víni“, þjóðar- drykk, sem ér á bragðið eins og grasaseyði með gul- rótarbragði. Annar sérréttur er hákarl, sem er eins seigur og leður. Meðan ég rembist við að skera hann hvíslar gestgjafinn að mér, dular- fullur mjög: Hákarlinn, sem við veiðum, er 6 metra langur. Áður en hann er borðaður, er hann grafinn í flæðarmálið og geymdur í þrjá mánuði, svo að eitruð efni síist úr honum. Einnig er á boðstólum súrt hvalspik, sem er á bragðið eins og sleikipinni, sem búið er að dýfa i svart- olíu. Núna hefur gestgjaf- inn lagt frá sér sviðahaus- inn, þ.e. það sem eftir er af honum, og heldur nú á kjammanum berum, svo að skín í tennurnar. Áður en ég tek upp harðfisksneið, sem er þurr og stökk og viðkomu eins og vírbursti, bendir hann á að nú standi Harð- fiskurinn eins og vírbursti yfir þorri, „mánuóur hinna heiðnu“, þegar íslendingar keppist við að torga sem mestu af hrámeti. Þá er handagangur í öskjunni og meiri hluti manna borðar yfir sig. — Harðfiskurinn, segir gestgjafinn, er dýrastur, kílóió af honum kostar 10 sterlingspund. Hann er þurrkaður svo mikið að ekkert vatn er eftir í hon- um, fuliur af eggjahvítu- efnum og geymist enda- laust. Þá er röðin komin að kindalærum, eða hangi- kjöti, lifrarpylsu og öðrum þekktum réttum. Á meðan ég er að háma þetta í mig, er stöðugt verið að hvetja mig til að renna öllu þessu niður með brennivini. Á máli víkinganna heitir þetta þorramatur. Vilhjálmur og Jón Ingvarssynir á skrif- stofu isbjarnarins í Hafnarhvoli. Isbjörninn h.f. 1 Reykjavík er eitt af stærri fvrirtækjum 1 Is- lenzkum sjávarútvegi. Spannar rekstur fvrir- tækisins yfir flestar greina sjávarútvegs, en þær eru: hraðfrvsting, saltfisk- og skreióarverk- un, síldarsöltun, útgerð fjögurra bátasvo ogtog araútgerð í félagi með öðrum. Síðustu tvær loðnuvertíðir hefur Is- björnin h.f. haft á leigu norska bræðsluskipið Norglobal ásamt Hafsild h.f., Seyðisfirði, en það fyrirtæki er að miklu leyti eign lsbjarnarins. Stofnandi tsbjarnarins og eigandi er Ingvar Vil- hjálmsson. útgerðarmað- ur. Um nokkurra ára skeið hafa synir hans Jón og Vilhjálmur starfað með honum við rekstur- inn. „Það kom eiginlega af sjálfu sér að við fórum að starfa við fvrirtæki föður okkar. Alit frá blautu barnsbeini höfum við af eðlilegum ástæðum lifað og hrærst í flestu því, sem viðkemur sjávarút- vegi, enda fátt eins mikið Hafa tryggt sér forleigu á Norglobal næsta vetur rætt á heimili okkar í uppvextinum," sögðu þeir bræður þegar Morg- unblaðið ræddi við þá á skrifstofu þeirra í Hafn- arhvoli. Vilhjálmur hef- ur starfað í fyrirtækinu frá því um tvítugt en þá sá hann um byggingu og rekstur söltunarstöðvar- innar Sunnuver h.f. á Seyðisfirði og þremur ár- um siðar byggingu og rekstur síldarverksmiðju Hafsíldar á sama stað. Að lögfræðinámi loknu 1968 starfaði Jón sem fulltrúi bæjarfógetans í Hafnar- firði og síðan við almenn lögfræðistörf f Reykja- vik, en síðustu 6 árin hef- ur hann starfað við Is- björninn. „Þegar loðnuverk- smiðjurnar á Norðfirði og Seyðisfirði skemmd- ust vegna snjóflóða fvrir og um áramót 1974 og 1975 minnkuðu verk- smiðjuafköstin á landinu um 110 tonn á sólarhring. Þá var það að okkur bauðst þetta stóra bræðsluskip, Norglobal, til leigu. Okkur fannst vel þess virði að freista þess að reyna skipið hér við land og fá af þvi reynslu. Heppnin var með okkur og sannaði skipið ágæti sitt þrátt fvr- ir hrakspár margra. Tók Norglobal á móti 74.300 tonnum á vertiðinni, það sýndi sig ennfremur að þetta aflamagn var ein- ungis umframveiði." — Nú gekk rekstur skipsins mjög vel i fyrra, hvernig er útlitið núna? „Góðan árangur af rekstrinum f fyrra ber fyrst og fremst að þakka að veiðin var mjög góð, svo að varla féll úr nokk- ur vinnsludagur í skip- inu. Um útlitið að þessu sinni er það að segja að ef önnur loðnuganga kemur á miðin og veiði og vinnsla haldas* út þennan mánuð, þá erum við bjartsýnir.“ — Ætlið þið að taka skipið á leigu na-sta vetur? „Við erum þegar búnir að tryggja okkur for- leigurétt á því.“ Nú barst talið að hinu nýja og stóra frystihúsi í Örfirisey. Þeir bræður sögðust engu geta spáð um hvernig bvgging hússins mvndi ganga á næstunni, þar sem öll lánafvrirgreiðsla væri í lágmarki vegna hins erf- iða efnahagsástands. Bvrjað var á bvggingu hússins í ágúst 1973 og er það núna fokhelt og vel það. Þá líður senn að því að ísframleiðslukerfi hússins verði tekið f notkun." — Hvert var útflutn- ingsverðmæti Isbjarnar- ins á s.1. ári? „AIIs mun útflutnings- verðmæti Isbjarnarins h.f. auk útflutningsverð- mætis af rekstri Nor- global hafa numið um 1100 milljónum króna. (Heildarútflutningsverð- mæti landsmanna mun hafa verið um 48 milljarðar kr.). BRÆÐURNIR I ISBIRNINUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.