Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.03.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MARZ 1976 5 Tónlistarskóli Garðabæjar heldur miðsvetrartónleika í Garðakirkju, sunnudaginn 14. mars kl. 16.00. Dagskráin er fjölbreytt og vænst er, að sem flestir gestir komi. Skólabíllinn fer frá Barnaskóla kl. 15.45 og aftur til baka að tónleikunum loknum. „Ekki ætlast til vinnu íslenzkra málmiðnaðarmanna við flugskýlið” — segir Ásgeir 1 Sindra ASGEIR Einarsson forstjóri Sindra haföi samband við Morgunblaðið í gær og kvartaði yfir þvi að í sambandi við útboð á byggingu flugskýlis á Reykja- víkurflugvelli væri ekki gert ráð fyrir því að íslenzkir aðilar gætu boðið í verkið og þó vantaði mjög verkefni fyrir málmiðnaðarmenn. Sagði hann að íslenzkir aðilar hefðu fengið útboðsgögn á sínum tíma s.l. ár, en i þeim væri gert ráð fyrir að þeir sem biðu í verkið létu sjálfir hanna tillögur að skýlisgerð, því aðeins væru gefn- ar upp tölur um stærð þess í út- boðinu. ,,Við hefðum talið eðli- legra“, sagði hann, „að flugmála- stjórn hefði látið hanna skýlið hjá verkfræðingum og síðan boðið verkið út. Með því að ætlast til þess að mögulegir verktakar láti hanna verkið getur það kostað kannski 1 millj. kr. fyrir hvern íslenzkan verktaka og þó sé ekk- ert víst að neitt komi út úr því. Skýli sem þessi eru til tilbúin erlendis, en um leið og íslenzka málmiðnaðarmenn vantar verk- efni og talað er um að styrkja íslenzkan iðnað eru þetta kynleg vinnubrögð“. Morgunblaðið hafði samband við Gunnar Sigurðsson flugvallar- stjóra Reykjavikurflugvallar og innti frétta af þessu máli. Sagði hann að Sindri hefði eins og fleiri aðilar fengið útboðsgögn á sínum tíma eins og aðrir, en ekkert ti 1- boð sent og ekki heldur rætt mál- in neitt sérstaklega við þá. Kvað Gunnar fjölda tilboða hafa borizt f verkið, en helzt virtust koma til greina norsk og brezk tilboð. Hefur verið mælt fremur með norska tilboðinu, en niðurstöðu er að vænta innan skamms „Við ætl- um að koma skýlinu upp fyrir næsta haust", sagði Gunnar að lokum: 12 klukku- stunda mismunur 1 FRÉTT um flóð í ám á Norðaust- urlandi í Mbl. í gær sagði að flóð- gáttir í Lagarfossvirkjun hefðu verið opnaðar klukkan 18.30 Hér er um mishermi að ræða gáttirnar voru opnaðar klukkan 06.30 um morguninn eða 12 klukkustund- um fyrr en sagði í fréttinni. Sýnir það, hve brýnt var að opna flóð- gáttir virkjunarinnar, að starfs- menn ruku til svo árla morguns til þess að hleypa vatninu i gegn, enda hækkaði enn í Leginum eft- ir að gáttirnar höfðu verið opn- aðar. Þetta mishermi leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar. Marteinn Hunger Friðriksson Orgeltónleik- ar 1 Dómkirkj- unniámorgun Á morgun, sunnudag, verða orgel- tónleikar á vegum Tónlistar- félagsins í Dómkirkjunni. Þar leikur Marteinn Hunger Friðriks- son verk eftir Pál Isólfsson, Mendelsohn Bartholdy, J.S. Bach, Þorkel Sigurðbjörnsson og Cesár Franck. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Afmælishátíð Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn efnir til af- mælishátiðar á sunnudag í tilefni af 60 ára afmæli flokksins. Verður hún að Hótel Sögu og hefst kl. 2 e.h. Þar flytja ræður Emilia Samúelsdóttir, Benedikt Gröndal, Emil Jónsson, Jóhanna Egils- dóttir og Finnur Torfi Stefánsson en veizlustjóri er Árni Gunnars- son. Blika-bingó Fram til þessa hafa birst 21 tala. Þær eru þessar: 1-29, B-6, 1-19, 1-24, G-59, 0-61, 0-69, 1-25, G-55, 1-18 , 0-66, 0-77, G-60, 1-28, 1-26, 1-21, 1-23, 0-74, G-48, 1-20, B-9. Næstu 3 tölur eru: 0-62, B-ll ogG-46. Bingó skal tilkynna i síma 40354 eða 42339. I Tr 1' 'D I \ ... íjotið þess öryggis sem góð heimilistrygging veitir. Heimilistrygging Samvinnutrjgginga er: Trygging á innbúi gegn tjóni af völdum eldsvoða og margra annarra skaðvalda. Ábyigðartrygging Bætur greiðast fyrir tjón, sem einhver úr fjölskyldunni veldur öðru fólki,sbr.nánari skilgreiningar í skilmálum tryggingarinnar. Örorku og/eða dánartrygging heimilisfólks við heimilisstörf. samvi > rs iritYi inííar gt ÁRMÚLA3- SlMl 38500 SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFÉLAG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.