Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 2
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
Það er að vísu vika eftir af þessum
makaíausa vetri, en höfundur vill
samt ólmur fá að segja strax ...
FRANS!
(f't'ir Gída J.
Adfxrrsson
Snjótitlingarnir hafa
verið hér eins og mý á
mykjuskán annað slagið í
vetur á flötinni undir
stofuglugganum, en þeir
eru svo styggir þessir vesl-
ingar að það þarf ekki ann-
að en skrönglast dálítið
brenglulegur bíll hér eftir
veginum (sem er þó fjarri
því að vera oní húsinu) og
þá eru þeir roknir útí veð-
ur og vind, það er að segja
hér upp á þakbrúnina hjá
okkur ellegar upp á þökin
nágrannanna eða jafnvel
alla leið upp á sjónvarps-
loftnetin þéirra, þeir sem
eru verst komnir á taug-
um. Þö líður sjaldnast á
löngu þar til þeir eru
komnir aftur og rignir þá
aftur eins og fljúgandi
bandhnyklum ofan á reit-
inn undir stofuglugganum
sem við höfum verið að
reyna að halda hreinum
fyrir þá í vetur: þeir reka
stélið í vindinn og taka enn
einu sinni til óspilltra mál-
anna að kroppa í sig lífs-
björgina sem við sáldrum
fyrir þá úr myndskreyttum
plastpokum sem Sól-
skrikjusjóður mælir m''-'
Einn háski vofir samt sí-
fellt yfir þeim sem er stór-
um háskalegri en brenglað-
ir bílar, nefnilega þeir
milljón kettir sem eru bú-
settir hér í hverfinu ásamt
svo sem fimm hundruð for
boðnum hundum. Kettirn
ir sækja i þessa lifand
fjaðrabolta (eða fljúgand
mýs) eins og varðskip
Bretager, og liklega hefur
einum þeirra tekist að
næla sér í einn kostgangar-
ann okkar núna um dag-
inn, því að við fundum hálf
tuskulegar stélfjaðrir og
ósköp einmanalegar ofan á
klakanum í tröppunum
þegar við komum út, hvað
veit varla á gott fyrir titl-
inginn þann er ég hræddur
um.
Það er aðallega næstum
drifhvitur skúrkur með
slóttugt fés sem er iðnastur
við kolann, og við höfum
séð hann næstum daglega í
vetur í eilífðarskaflinum
fyrir vestan hús þar sem
hann er að leika hroðalega
ógnvekjandi tígrisdýr á
antilópuveiðum suður í
Afríku eða hvitabjörn í Is-
hafinu að eltast við sérlega
fallegan sel, sem er enda
meira í takt við þetta end-
emis tiðarfar. Þá bölsót-
umst við fyrir innan glugg-
ann og böðum út öllum
öngum og gerum okkur
eins ófrýnileg í framan og
framast er unnt, eða við
ryðjumst jafnvel út úr hús-
inu með ópum og óhljóð-
um, eins og skruggufullir
indíánar á striðsbrókunum
í fádæma kjánalegri kúr-
ekamynd. Líklegast heldur
aumingja skepnan að við
séum öll orðin vitskert. Og
svo þegar sumrar þá byrj-
um við vitanlega með svip-
uðu offorsi að viðra okkur
upp við hana, og þá hugsar
hún með sjálfri sér sem er
líka von: Hvílík hræsni! Og
i vetur ætlaði bölvað hysk-
ið að drepa mig lifandi!
Hvílíkur vetur raunar!
Snjór og rok og snjótitling-
ar og blóðþyrstir kettir.
Aldrei hafa fleiri Reykvik-
ingar staðið gapandi yfir
fleiri strönduðum beyglum
en núna i vetur. Meir" ð
segja seint í mars ók ég
fram á kvenmann á leið-
inni i vinnuna sem hafði
einhvernveginn tekist að
tylla beyglunni sinni upp á
beinfrosinn skafl á Hring-
brautinni og sat þarna und-
ir stýrinu og starði útí blá-
inn og var ólánsamasta
manneskjan á Islandi þá í
svipinn. Ég bjóst til að
stöðva mína beyglu og að
drattast út og manna mig
uppí að láta riddaralega,
en í því bar að annan borg-
ara sem var líka riddara-
lega innréttaður, hvað var
lika líklega alveg eins gott
fyrir þá stjörfu og beygl-
una hennar. Ég veit eins
lítið um beyglur og hægt er
að komast upp með án þess
að hafna á fávitahæli. Ég
veit til hvers stýrið er og
ég veit að skottið er venju-
lega þar sem vélin er ekki
og vélin oftast þar sem
skottið er ekki, en jafn-
skjótt og menn fara að tala
um hásingar og svoleiðis
dót, þá sundlar mig bara.
Jú, ég veit raunar líka til
hvers baksýnisspegillinn
er, því að auk þess sem ég
hafði sterkan grun um það
áður en ég tók bílprófið þá
stóð það skírum stöfum í
kverinu sem mér var uppá-
lagt að lesa fyrir próf og
gat enda (að ég uppgötvaði
mér til nokkurrar furðu)
allt eins komið sem ein af
spurningunum á fyrr-
nefndu prófi.
Ég á kverið ennþá og þar
er þessi vísdómur á blað-
siðu tólf og hljóðar þannig:
Spurning — Til hvers er
baksýnisspegillinn?
Svar — Baksýnisspegill-
inn er til að fylgjast með
umferðinni sem á eftir fer.
Jafnvel mér, hinum al-
gjöra idjót um allt það sem
lýtur að beyglum (utan
hvar stýrið er) — jafnvel
mér fannst spurningin
langsótt og þóttist ekki
þurfa að láta segja mér það
af sérfróðum mönnum með
gyllta hnappa að baksýnis-
spegillinn væri ekki til
þess að ég gæti skælbrosað
við aksturinn eins og gal-
inn maður framan í farþeg-
ana í baksætinu heldur
ætti hann að gera mér
kleift að fylgjast með því
hvað dótið í bílunum fyrir
aftan mig væri að bardúsa
núna án þess að þurfa
hverju sinni að snúa mig
úr hálsliðnum.
Það flaug meira að segja
að mér að slá þessu upp í
góðlátlegt grín ef ég drægi
spurninguna á prófinu og
drepa titlinga kumpánlega
yfir borðið, eins og við
vissum það nú líklega báð-
ir, fullorðnir mennirnir, að
svona fávitalega spurningu
væri ekki hægt að taka al-
varlega.
Þegar hann spyrði með
niðurbældum hlátri (eins
og ég átti alveg eins von á):
„Til hvers er baksýnis-
spegillinn?“ þá var ég að
hugsa um að svara með yf-
irdrifnum sakleysissvip
(en þó með glettnisglampa
í augum): „Hann er til
þess að menn geti rakað sig
á leiðinni i bæinn.“
Svo reiknaði ég með að
við svarið mundum við
báðir velta af stólum okkar
yfirkomnir af kæti og
brölta þá á fætur og gefa
hvor öðrum olnbogaskot,
kímandi góðlátlega.
En þegar á hólminn var
komið þá gugnaði ég. Mér
leist ekki þannig á mann-
inn að hann kynni að meta
svona gantalæti.
Hann hvessti á mig aug-
um og þrumaði yfir borð-
plötuna: „Til hvers er bak-
sýnisspegillinn?"
Og ég lagði niður rófuna
og stamaði eins og rola:
„Baksýnisspegillinn er til
þess að fylgjast með um-
ferðinn sem á eftir fer.“
Hvílikur vetur! Öláns-
konur vegandi salt uppá
snjóhengjum í miðju um-
ferðarþvarginu, Bretinn
eins og naut i flagi á mið-
unum (hvað hann kemst
að fyrir Islenskum veiði-
þjófum) og einn góðan
veðurdag umhverfist sjón-
varpstækið okkar og verð-
nr eins og það sé búið að
taka rauðu hundana í hvítu
og svörtu og sjái tvöfalt að
auki. Asjónurnar á frétta-
mönnunum urðu eins og
ógreiðfært hraun og við
vorum næstum búin að
missa af sjónvarpsauglýs-
ingunni um bílaskattinn
sem var þó svo stórkostleg.
Fyrst voru sjónvarpsáhorf-
endur minntir á að skattur-
inn félli í gjalddaga þann
fyrsta apríl, og þá kom hót-
unin: „Þeir sem greiða
skattinn fyrir þann tíma
komast hjá ÖÞÆGILEG-
UM AÐGERÐUM yfir-
valda.“ Maður heyrði næst-
um brestina í andlitsbein-
um þularins þegar hann
var að setja upp ógnunar-
svipinn. Það var eins og
maður væri kominn til
Chile og maður sá næstum
pyndingatólin. Það er þessi
digurbarkalegi tónn í opin-
berum meldingum sem
manni húar ekki alltaf.
„Óþægilegar aðgerðir.“
Allt í einu er ríkisapparat-
ið orðið svo nákvæmt og
ósveigjanlegt: með lögum
skal land byggja og rétt
skal vera rétt og sá sem
dirfist að reyna að spila á
kerfið hann verður ekki
tekinn neinum vettlinga-
tökum#lagsi! Þó verður «ú
tilfinning sífellt ásækn-
ari hér uppá islandi
að þessi hvassa rödd
og þessi óskeikula stjórn-
semi sé nú einkum lát-
in gilda þegar smáfólk-
ið eigi hlut að máli.
Hvað sem veldur og hverj-
ir sem eiga sökina, þá hef-
ur sú skoðun magnast með
okkur Islendingum núna
ár eftir ár að ef menn séu
bara nógu stórtækir á
svindlið og nógu staðfastir
í svínaríinu — nú, þá bless-
ist þetta nú allt saman,
þannig séð.
Þessi trú er raunar ekki
einungis bundin við okkur
kotungana hér útá enda-
mörkum hins byggilega
heims, því að með stórþjóð-
unum finnst smáfólkinu
vissulega líka að það sé
allur munurinn að vera
með væna vömb i viðskipt-
um sínum við ríkisvaldið.
Menn gerast kaldhæðnir
og finnst réttlætið heldur
óburðugt, segir i banda-
risku timariti sem fjallaði
um þessi mál fyrir
skemmstu: þeir smáu eru
teknir í karphúsið með
brauki og bramli, en þeir
stóru forða sér á bakvið
hauga af lögfræðingum
með dollarasprautur að
vopni. Eitt af stærstu olíu-
félögum Bandaríkjanna
var á dögunum dæmt til að
greiða ríkissjóði 3.000 dala
sekt fyrir að þverbrjóta all-
ar reglur um fjármögnun
stjórnmálamanna og hafði
meðal annars Iaumað um-
talsverðri summu I kosn-
ingasjóð Nixons sem var.
Fyrrgreint tímarit upplýs-
ir að þessi fjárhæð sé að-
eins brot af þeim fúlgum
sem olíufélagið góflar í
fjárhirslur sínar — á
hverjum einasta klukku-
tíma! „Refsingin“ hefur
með öðrum orðum verið
eins sársaukafull eins og ef
handlama maður reyndi að
þjarma að fil með því að
gefa honum selbita. Til-
svarandi straff venjulegs
borgara hefði líklega átt að
nema svosem tíu sentum.
Sjónvarpstækið okkar
varð laust við rauðu hund-
ana jafn snögglega og það
hafði tekið þá. Hraunflyks-
urnar hurfu af ásjónum
fólksins á skerminum og
bullandi leirhverir hættu
að skvettast útum vitin á
því. Það byrjaði bara að
bulla sjálft. Okkur var til-
kynnt með talsveröum
bægslagangi að tiltekinn
sjónvarpsþáttur yrði „end-
urtekinn aftur“. Þá var
okkur sagt frá því með við-
eigandi andakt að hér sé
félagsskapur sem „starf-
rækir fjölbreytt tóm-
stundastarf". Eg hripaði
líka hjá mér snemma í vet-
ur eina ambögu sem mér
fannst alveg sérlega listi-