Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 4

Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 4
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 „Ljöölistin er tœrasta tjóning hverrartungu" Viðtal við skozka Ijóðskáldið og rússneskufræðinginn David McDuff sem nemur islenzku við Háskólann Texti: Á.Þ. Myndir: Friðþjófur „HELLENISMI er það að um- lykja manninn meðvitað með áhöldum í stað afskiptalausra hluta, að gera veröldina um- hverfis manneskjulega, að hita hana upp með afar kæn- legri teleólógískri hlýju. Hell- enismi er sérhver sá ofn sem manneskja situr við og varð- veitir hlýjuna eins og sfna eig- in persónulegu hlýju.“ Hverjum skyldi nú geta dottið f hug Reykjavík við lestur þessara lína? Áreiðanlega ekki Reykvfk- ingi. Þótt höfuðborgin sé engan veginn jafn slæmur mannabú- staður og margir vilja vera láta þarf óneitanlega nokkuð sjald- gæfan, — og nánast skrýtinn —, sjónarhól til að finna samsvörun milli hennar og þessarar skil- greiningar rússneska Ijóðskálds- ins Osip Mandelstams á Hellen- isma. En á þennan hátt orkar Reykjavík á David McDuff. Er þetta ekki aðeins óvenju langsóttur fagurgali útlendings? kann einhver að spyrja með hlið- sjón af öllum þeim hefðbundnu skjallyrðum sem fslenskir blaða- menn pfna út úr erlendum ferða- löngum sem sækja þessa hégóma- fullu og ágætu þjóð heim. En ef unnt er að ráða eitthvað um per- sónuleika David McDuffs af stundar viðkynningu er það fyrst og fremst það, að maðurinn er laus við sýndarmennsku. Þessi hái, dökkhærði Skoti, með dálítið spennt andlit og hlédrægt fas, steig f pontuna kvöld eitt á Kjarvalsstöðum ekki alls fyrir löngu, og flutti Ijóð. Hann kom eins og skrattinn úr sauðaleggn- um innan um alþýðlegt skáld- sprell Tynesidestrákanna Arm- strongs og Mortimers. Maður hafði á tilfinningunni að hann hálfsæi eftir þvf að hafa látið hafa sig út í þetta og kysi miklu fremur að sitja á einhverju bóka- safni eða f herbergiskytru undir hanabjálka og kasta sér á bólakaf í akademíska könnun á undir- heimum Ijóðlistarinnar. Ljóst var engu að sfður að látlaus nfstandi og magnaður flutningur David McDuffs hélt viðstöddum ekki síður föngnum en ljóðashow landa hans. David McDuff er akademfskt skáld, og ljóðin eru persónuleg, — sum tillukt og kröfuhörð. Hann er rússneskufræðingur að mennt, og þýðingar hans á Ijóðum Mandelstams hafa hlotið lof bæði í Englandi og í Bandarfkjunum. Ljóðabók hans sjálfs, Words in Nature, kom út f Skotlandi árið 1972. Bókmennta- og tungumála- þekking hans er breið. Hann hef- ur auk rússneskunnar staðgóða kunnáttu f þýzku, ftölsku frönsku, og dönsku, og þá hefur hann t.d. þýtt úr sænsku ljóð Ed- ith Södergran. Og f vetur hefur hann verið við fslenzkunám við Háskóla tslands. Hann kveðst hafa hug á að vera annan vetur til og Ijúka náminu, auk þess sem hann stefnir að þvf að kynna sér íslenzkan skáldskap eftir föng- um. Hann er ekki einvörðungu áhorfandi f menningarlffinu hér. T.d. leikur hann á vfólu f Sinfón- fuhljómsveit Reykjavíkur. Og til þess að sjá sér farborða er hann nú að leita að kennslustarfi, en dýrtíðin og veðurfarið er það eina sem hann segir verka illa á sig hér. Hann er vfst ekki einn um það. En Reykjavfk minnir hann á Hellenisma Mandelstams. Um það er hann lfklega einn. Að breyta til: „Mér fannst kom- inn tími til að breyta til. Ég hef siðastlið- in átta til tíu ár einbeitt mér fyrst og fremst að athugunum á rússneskum bók- menntum, og ég fann hjá mér löngun til að gera eitthvað alvég gjörólík. Eg hafði kynnt mér nokkuð norrænar bókmennt- ir og tungu og vinur minn einn, danskt ljóðskáld, lagði til að ég færi til Islands, en einnig hafði ég kynnzt nokkrum Is- lendingum í Englandi. Mig langar til að ljúka þessu námi og vera einn vetur til, auk þess sem ég vil endilega reyna að skoða mig betur um úti á landsbyggðinni í sumar. Líkast til verð ég að fá mér einhverja sumarvinnu. Kannski fer mað- ur á togara.“ Sérvizka Islendinga: „Hvernig í ósköpunum getur maður svarað spurn- ingum um hvernig land og þjóð kemur manni fyrir sjónir? Ég á alltaf jafnerfitt með að slá fram alhæfingum af því tag- inu. En ég get alla vega sagt að mér líkar vel við Island, — sérstaklega Reykjavík. Hún er eini parturinn af landinu sem ég hef kynnzt að einhverju marki. Reykja- vík minnir mig á það sem Mandelstam segir um Hellenisma. Borgin hefur þessa þröngu manneskjulegu vidd, — heimilis- legt yfirbragð sem stórborgir eins og Moskva og New York hafa ekki. Og Is- lendingar? Mér virðist fólkið láta meir eftir sérvizku sinni. Það fer síður í felur með persónuleika sinn. Jú, — Islending- ar eru sérvitringar á skemmtilegan máta_. Dálítið samvizkulausir einstakl- ingsliyggjumenn og óhræddir við að vera sérstæðir. Ég hef alls ekki fundið að erfiTt sé að kynnast þeim almennt“ Islenzkan: „Islenzka er erfitt tungumál. Én hún er ekki erfiðari en rússneska, og ég held að ég sé núna að byrja að geta gert mig skiljanlegan á málinu. Enn á ég erfitt með að lesa því þar rekur maður sig sífellt á mörg ný orð. Engu að síður hef ég lesið mikið af íslenzkum bókmenntun undanfarið. Áður en ég kom hafði ég ekki einu sinni lesið Islendingasögurnar svo það er heil- mikið sem ég þarf að kynna mér. Ég hef verið að reyna að fá nasasjón af íslenzk- um nútímaljóðum. T.d. lesið Stein Stein- arr, Einar Braga, Jóhann Hjálmarsson og Nínu Björk Arnadóttur. Ég get nú lítið álit látið í ljós enn sem komið er, en get þó sagt að ljóð Steins Steinars höfðu mikil áhrif á mig. Mér sýnast fslenzk nútímaljóð mjög evrópsk og víða eru mjög greinileg áhrif frá þýzkum og Framhald á bls. 78 David McDuff: SUNDAY MORNING At dawn I dreamt the city still, the snow unbroken on the silent streets, lying where it had fallen in the night. Awake later and walking in the quiet of the morning I saw how people’s footprints had spread out into the neighbourhood — my own were there too — a language reaching where behind doorways, into corners, printed on unlined paper, the rows of characters following crazy, indefinite paths, bringing everyone in. A written ansvwer to all that whiteness and silence. Ljóðið er skrifað i Reykjavík 28/3/76

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.