Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 8

Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 8
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 Það sqnnar Maureen de Glanville, sem hér*er spjaUað við eftir Elínu Pálmadóttur Maureen de Glanville flytur með sér blæ af heitnkynnum sfnum I Burma, þð hún búi á tslandi. — £g reyni alltaf að koma f nýtt land með opinn huga. Allar þjóðir hafa eitthvað að bjóða. Og ég þakka guði fyrir að hafa alltaf getað lagað mig að öllum aðstæðum, segir hún. Ljósm. Friðþjófur. Austur og vestur getur mœtzt og úr orðið fröbœr kona í FJÖGUR ár hefur búið meðal okkar, á þessari köldu eyju norður í Atlantshafi, kona, sem komin er langt að, úr gerólíku umhverfi og framandi aðstæðum. Þetta er Maureen de Glanville, sem fædd er og uppalin í Burma, af burmísk-irskum ættum og auðugu mennta- fólki. Hér á fslandi hefur hún haldið hús og tekið á móti gestum fyrir gamlan vin sinn og fjölskyldu hennar, sem þurfti á aðstoð hennar að halda. Það liggur við að manni finnist það svolftið ótrúlegt, þegar hún segist hafa verið ákaflega ánægð á tslandi, eiginlega með allt, einkum það að enginn vafi leikur á þvf að þessi Ijúfa kona með hógláta framkomu Austurlandabúans raunverulega meinar það. — Þegar maður er alinn upp i auð- æfum og meðal „hærri stétta" eins og það er stundum orðað, og gegnir svo svona starfi, að halda hús, þá virðast margir halda að það sé eitthvað niður- lægjandi segir hún og brosir kimin. Sumir segja við mig: Ur því að þú fórst úr landi eignalaus, af hverju hélztu þá ekki áfram kennslu, sem þú varst mennt- uð til, og eins og þú gerðir í fyrstu? Þetta er alrangur hugsunarháttur. Við erum alin upp í því, að allt starf sem vel er gert, sé gott. Og mér þykir gaman að elda mat — þú hefur sjálf verið í boðum, sem ég hef útbúið, og hefur kannski séð að ég nýt þess og er annt um þetta verkefni. Ef maður leggur sig fram við það sem maður gerir, hvort sem það er vinna í fiskiðjuveri eða á heimili og gerir það eins vel og manni er unnt, þá hefur maður eitthvað til að vera hreykinn af. Þegar ég hitti i Evrópu gamlan vin minn og fjölskyldú minnar frá Burma, sem þurfti á slíkri aðstoð að halda á Islandi, þá var það mér ánægja að koma hingað. Og svo' líkaði mér svo vel, að ég varð kyrr. Þetta hefur verið hamingjurikur timi I lífi minu, sem nú er brátt að ljúka. Til að skýra þetta upphaf á grein og viðtali við þessa látlausu, hrifandi konu, sem situr á móti mér i síða hefðbundna batikkjólnum sínum og með rautt blóm við eyrað, eins og allar konur hafa í Burma, er rétt að gera grein fyrir Maureen de Glanville, ætt hennar og uppruna, eins og okkar er siður á Is- landi. Nafnið de Glanville vill jafnvel ekki falla almennilega inn í myndina af ættingjunum í Burma og á Irlandi. De Glanville er að uppruna franskt aðals- nafn, ekki rétt? — Jú, það er hárrétt, segir hún. For- feður minir I föðurætt komu frá Nor- mandí á timum Vilhjálms bastarðar. Þeir voru aðalsfólk frá bænum Glan- ville. Ég á ættartöluna, sem gengur aftur að þeim tima. Og það fyndna við hana er að allir karlmennirnir í þessum ættlegg virðast hafa verið lögmenn af einhverju tagi, allt frá því þeir bjuggu í Normandí. Og flestar konurnar hafa verið kenn- arar, allt fram að mér. Maureen sjálf er fædd og uppalin i Burma og bjó þar til 1969. Faðir hennar réðst þangað sem dómari á unga aldri. Þá var Burma brezk nýlenda. Hann varð siðar hæstaréttardómari í landinu og var vel metinn. Árið 1932 var hann sleginn til riddara af Georg V Bretakonungi í Buchinghamhöll. — En þar sem faðir minn var Iri, þá gat hann aldrei haldið sér frá stjórnmálunum, segir hún og hlær við. Hann tók mikinn þátt í stjórn- málabaráttunni í Burma og varð leiðtogi Sjálfstæðisflokksins (Independance Party). Því varð hann að hætta dómara- störfum og setti upp eigin lögfræðiskrif- stofu. Nafn hans er nefnt I mörgum sögubókum um sjálfstæðisbaráttu Burma. Hann lagði Burmabúum lið í frelsisbaráttunni. Móðir Maureenar var af auðugum landeigendaættum. Burma er akur- yrkjuland. Fólk lifir á hrísgrjónarækt í suðurhlutanum, en ræktar kartöflur, lauk og þessháttar uppi í fjöllunum. Móðurfjölskyldan bjó í höfuðborginni Rangoon, en átti fallegt sumarhús uppi í fjöllunum, þar sem dvalið var yfir heit- asta hluta ársins. En þar uppi er semí- hitabeltisloftslag. Maureen átti því ham- ingjurika æsku með bræðrum sinum tveimur og foreldrunum. — Annar bróðirinn býr nú i Ástralíu, hinn I Burma — þar til 1942 að Japanir réðust inn I Burma og tóku landið. Þá flúði Maureen og fjölskylda eldri bróður hennar til Indlands. Hún var aðeins 17 ára gömul. Vegna innrásarhersins var henni ekki óhætt og foreldrarnir töldu rétt að hún færi. Systkinin fóru eins og aðrir gangandi og voru tvo mánuði á leiðinni. Það var hræðileg ganga. Mörg þúsund manns dóu á leiðinni úr hungri og sjúkdómum, svo sem kóleru o.fl. A Indlandi dvaldi unga stúlkan svo frá 1942 til 1946 og vann sem aðstoðarhjúkr- unarkona á brezkum herspítala. Og 1946, þegar Japanir voru sigraðir, hélt hún sem liðþjálfi með 14. hernum brezka heim til Burma. — Ástandið var ekki eins slæmt og ég hafði óttazt, segir hún. Fjölskylda mín var þar enn. Pabbi hafði verið illa séður af Japönum, þar sem hann var hvítur maður. En hann dó fljótlega eftir að þeir komu. Japanir litu mömmu illu auga, en gerðu henni ekki mein. Þeir hertóku landið, en tóku jarðirnar ekki af okkur. Það var sósíalistastjórnin í Burma, sem Þorskur a la Burma Maureen de Glanville notar mikið fisk í matinn, eins og gert er heima hjá henni f Burma. Hér er uppskrift, af slfkum rétti, sem er auðveldur, góður og allt fáanlegt f hann, segir hún: 3 meðalstór þorskflök 2 stórir laukar 'A tsk. malað engifer 'á tsk. lauksalt (garliksalt) 2 matsk. soyjasósa 4 tsk. olfa. Skerið flökin f 5—6 sm stykki. Strá- ið salti yfir og steikið f olfu þar til fiskurinn er vel brúnn á báðum hlið- um. Þekjið með lauknum, skornum f hringi, stráið engiferduftinu og lauk- saltinu yfir. Hellið 2 matskeiðum af soyasósu yfir fiskinn og laukinn. Setjið lok þétt yfir og sjóðið við lágann hita f 15—20 mfnútur. Meðan maturinn er að sjóða á að hrista pönnuna nokkrum sinnum. Gott að bera með soðnar kartöflur eða hrfsgrjón.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.