Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 14

Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 14
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 „Get ég fengið að tala við Selsíus" Moryunblqðsmerin fylyjcist með i rólegri. nótt í Hverjissteini Eftir Sigtrygg Sigsteinsson — ÁFENGIÐ spilar meira og minna inn f mál alls þess fólks, sem hingað kemur. Ef ekkert áfengi væri tii væri hér ekkert að gera. Til marks um það er hægt að benda á lokun áfengisverzlunarinnar á dögunum. Þá daga, sem hún var lokuð, sást hér varla nokkur sála. Það er Loftur Kristjánsson fanga- vörður f fangageymslu lög- reglunnar við Hverfisgötu, sem þetta mælir við blaða- mann Morgunblaðsins, en blaðamaður fékk leyfi til að dvelja f fangageymsl- unni aðfararnótt s.l. sunnudags og fylgjast með þvf sem gerðist innan veggja þess staðar, sem f daglegu tali er nefndur Hverfissteinn. Þessi nótt var að mati fangavarða og lögregluvarðstjóra fá- dæma róleg, aðeins búið að stinga 12 manns inn þegar blaðamaður yfirgaf Hverfisstein klukkan langt gengin f fimm. En það stóðst sem Loftur sagði, áfengið var orsök þess að allir þessir 12 menn gistu fangageymslurnar þessa köldu aprflnótt. Það var líf og fjör á lögreglu- stöðinni þegar blaðamaður og ljósmyndari gengu á fund Greips Kristjánssonar aðalvarðstjóra og Rúnars Guðmundssonar varð- stjóra á D-vakt lögreglunnar klukkan 10 á laugardagskvöld. Stefán Jónsson úr Möðrudal, sá hinn sami og aflaði sér lands- frægðar f sjónvarpi á dögunum, var f heimsókn og hafði frá ýmsu að segja rétt eins og í sjón- varpinu. Tók hann jafnvel tvf- söng ásamt Gunnari nokkrum, Friðleifssyni sem ýmsir munu og kannast við. Ekki höfðu þeir félagar langan stanz, en lögreglu- menn höfðu gaman af komu þeirra. SEX SKÓPÖR A GANGINUM Rúnar varðstjóri fylgdi Morg- unblaðsmönnum upp í fanga- geymslurnar, sem eru p 2. hæð i norðurálmu lögreglustöðv- arinnar. Þar voru fýrir Frið- rik Hermannsson aðstoðarvarð- stjóri og fangaverðirnir Loftur Kristjánsson og Anna Ingvars- dóttir. Þegar litið var inn eftir grænmáluðum og kuldalegum klefaganginum mátti sjá skópör fyrir framan sex klefa. Þetta þýddi að sex karlmenn voru þar í geymslu. A kvennaganginum voru allir klefar opnir. Það þýddi aftur að enginn kvenmaður sat inni og enginn kvenmaður lét sjá sig þann tíma, sem blaðamaður var á staðnum. Ymsar ástæður Iágu að baki því að mennirnir sex sátu inni. Þrir voru drykkjumenn og höfðu ekki í annað hús að vernda. Sá fjórði var ölvaður og hálf lasinn. Leigubflstjóri hafði komið með þann fimmta á stöðina. Hann hafði ekki átt fyrir leigubflnum. Maður þessi leigði herbergi úti í bæ en vegna þess hve drukkinn hann var, þótti lög- reglunni vissara að láta hann sofa úr sér mestu vimuna áður en hann yrði keyrður heim. Og sá sjötti, ungur maður, hafði verið að drekka heima hjá sér og orðið illur með víninu. Eiginkonan hringdi þess vegna í lögregluna og bað hana að geyma eiginmann- inn þar til hann væri orðinn edrú. Þetta var gert og þess vegna stpin- svaf þessi ungi maður á Hverfis- götu 118 aðfararnótt sunnudags- ins 11. aprfl. Þessi hafði yfirgefið fangelsið fyrir aðeins fjórum tímum og nú var hann kominn aftur. Hér er verið að taka persónulega muni af manninum svo og belti og annað sem hann gæti skaðað sig á. 100 grðsleppur a moti einum fjörðungi af smjöri Viðtal við Jón úr Görðunum Eftir Ásgeir Haraldsson JÓN Sigurðsson skipstjóri úr Görðum varð sjötugur fyrir skömmu. Jón er sonur hjónanna Sigurðar Jóns- sonar frá Skildinganesi og Guðrúnar Pétursdóttur frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. Sigurður var kunnur skútukarl og síðar útgerðarmaður og bóndi í Görðum sem nú standa við Ægisíðu. Þá er Jón úr Görðunum og kunnur við sjávarsfðuna ekki hvað sfzt sem sfldarskip- stjóri. Nú á seinni árum hefur hann stundað grásleppu- útgerð frá Görðum f frfstundum sfnum af kappi. Kona Jóns er Ingibjörg Björnsdóttir og eiga þau f jögur börn. Fyrir skömmu ræddi Mbl. við Jón um útgerðina og búskapinn f Görðum eins og hann var á fyrri hluta aldarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.