Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 16
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
1,1
; unni hverju sem það væri nú að
í þakka, minni spíra í umferð,
áfengishækkunum eða einhverju
öðru. Þá hefði það sitt að segja
um fækkun gistinótta i Hverfis-
steini, að aðbúnaður áfengissjúkl-
inga í höfuðborginni hefði batnað
til stórra muna á síðustu árum og
ætti Bjarki Elíasson yfirlögreglu-
þjónn ekki minnstan þátt í því.
— Ég hef nú verið í lögreglunni
i 20 ár, sagði Friðrik, og mér
finnst áberandi að það eru færri,
sem núna leggjast alveg i
drykkjuskap en var fyrr á árum.
Hins vegar hefur fíkniefnaneyzia
vafalaust vaxið mikið en við
verðum hennar nú ekki mikið
vör, sem vinnum hérna i fanga-
geymslunni.
VATNIÐ VINSÆLT 1 HVERFIS-
STEINI
Kvenfólk er í miklum minni-
hluta í spjaldskrám Hverfissteins
og það kemur sjaldan fyrir að
klefarnir 5, sem ætlaðir eru kven-
fólki, fyllist. Þessa nótt kom eng-
in kona í geymsluna og engin
kvöldið áður. Aftur á móti komu
þá tvær 15 ára stúlkur til Frið-
riks, en þær höfðu verið teknar
með 5 pela flösku af vodka. Þær
lugu fyrst til nafns, en þegar Frið-
ri, sýndi þeim fangaklefann
iosnaði um málbeinið og réttu
nöfnin komu í ljós. Það mun
síðast hafa gerzt nótt eina i marz
að klefarnir fylltust. Þá nótt var
óvenju mikió að gera, 34 settir inn
í það heila. Þegar svo margir eru
Þetta er utanbæjarmaður, sem átti að sofa úr sér áfengisvfmuna áður en honum var trevst til heimferðar.
inni er oft mikill hávaði á fang-
elsisganginum hrópað og öskrað
og barið fast á klefadyrnar. En
nóttina sem blaðamaður dvaldi
þarna var ósköp rólegt. Einstaka
sinnum blikkaði ljós, sem gaf til
kynna að „gesturinn“ vildi ná tali
af fangaverðinum. Var erindið þá
oftast að fá að skreppa á salernið
eða þá að beðið var um vatn. I
slíkum tilfellum er vatn látið
renna í plastílát inni í klefanum.
Er það að vonum æði oft, sem
skenkja þarf mönnum vatn I
Hverfissteini. Stundum hringja
menn og biðja um bibliu. Það er
samt afar sjaldan. Með vissu milli-
bili fór Loftur fangavörður og að-
gætti í gegnum lúgu hvort ekki
væri allt í lagi hjá föngunum, eins
og honum ber að gera samkvæmt
reglum, upphengdum I fangels-
inu.
Siminn i Hverfissteini hringir
oft á næturnar. Er þá gjarnan
verið að spyrja um það hvort
ákveðnir menn séu þarna inni.
Getur þá verið um að ræða for-
eldra unglinga, sem eru farnir að
svipast um eftir þeim og byrja þá
að athuga versta möguleikann, að
þeim hafi verið stungið inn. Einn-
ig kemur fyrir að fólk hringi og
spyrji eftir kunningjum, sem það
hefur farið með út að skemmta
sér en orðið viðskila við og vitað í
klandri við lögreglu. En á laugar-
dagsnóttina átti sér stað kyndugt
simtal. Það var laust eftir mið-
nætti að síminn hringdi og Anna
svaraði. I símanum var mjög
drukkinn maður, sem spurði
hvort hægt væri að tala við hann
núna þegar tugum milljóna er
hent í sjóinn. Það var smávegis
sem kunum var gefið. Það var nú
ekki nema svolítið sem mátti gefa
þeim. Ef gefið var of mikið kom
bragð af mjólkinni. Eg held að
I það hafi verið svona hálft kg sem
mátti gefa í mál. En kýrnar voru
alveg æstar í þetta.
Vöruskipti á vorin
— Svo a vorin komu sveita-
|i mennirnir með klyfjahestana og
i hirtu allt saman. Það var svona
um lokin, 14. mai að það
hreinsaðist allt. Það muna margir
eftir hestaferðunum þá á vorin,
það var alltaf um lokin.
— Þetta voru yfirleitt hrein
\ vöruskipti. Skiptin voru þannig
að það voru 100 saltaðar og sól-
þurrkaðar grásleppur á móti ein-
um fjórðungi af smjöri. Og ég get
sagt þér það að þetta þóttu yfir-
j leitt góð skípti á báða bóga.
— Það voru oftast nær til svona
50—60 fjórðungar af smjöri og
það dugði heimilinu langt fram á
vetur. Þá var náttúrulega enginn
frystir heldur var þetta allt
hnoðað ofan í tunnur. Það var nú
stundum orðið andskoti súrt
þegar leið fram á veturinn, en
maður tók samt ekki svo mikið
eftir því. Þetta kom svona smátt
og smátt. Núna er það t.d. þannig
að ég held að mér finnist bara
betra smjör ef það er aðeins farið
að súrna. Já, svona er nú vaninn.
— Oft var erfitt að fá nýmeti.
Voru ýmsir sem skutu þá æðar-
kolluna hér úti á firðinum. Við
stunduðum þetta nú aldrei. En oft
voru svona 5—6 bátar hérna úti
að skjóta ef gott var veður. Svo
voru nokkrir bæir sem voru með
sérstök æðarkollunet. Þetta var
bara gert til að bjarga lífinu.
— Svo var pabbi sjálfur með
útgerð. Hann átti þarna línu-
veiðara að hálfu í mörg ár sem var
Rifsnesið. Hann var nú orðinn svo
fullorðinn maður, að hann var
ekkert í þessu sjálfur en átti þó
bátinn.
— Áður n bílarnir komu þá
komu Alftnesingar alltaf hingað á
bátum til þess að draga björg i bú.
Þá lentu þeir ýmist í Garðavör
eða kannski meira i Þormóðs-
staðarvör. Komu þeir hingað í
bæinn til þess að verzla.
— Það kom lika fyrir að ég
ferjaði fólk á milli en það var nú
sjaldan.
— Þá þekktist ekki að taka
peninga fyrir að ferja fólk yfir
fjörðinn. Þó man ég eftir að einu
sinni kom bóndi sem þá var á
Bessastöðum til okkar um miðja
nótt og þurfti að fá flutning yfir
fjörðinn. Við bræðurnir ætluðum
varla að vilja fara, en það varð úr
að við fengum að tina í æðar-
varpinu 40 egg fyrir flutninginn.
— En hérna i Görðum var
maður við búskap og fiskverkum
þangað til maður fór að heiman.
Togarasjómennska
og síldveiði
— Eg held að ég hafi verið 17
ára þegar ég fór fyrst á togara.
Það var á Gylfa með Hafsteini
Bergþórssyni skipstjóra. Það
hefur líklegast vérið 1923 og ég
þá orðið 18 ára um veturinn.
— Þarna var ég í 3 ár en þá fór
ég í Stýrimannaskólann. Þá varð
maður að hafa verið 3 ár háseti
eftir 16 ára aldur til að mega fara
í Stýrimannaskólann. I Stýri-
mannaskólanum var ég svo einn
vetur. Það hefur verið veturinn
1927—28.
— Þá ræð ég mig sem stýri-
mann á Rifsnesið sem faðir minn
átti að hálfu og var þar nokkuð
lengi. Rifsnesið var gert út frá
Görðum en það var 145 tonn. Þar
var ég í 3 ár eða þar til ég varð
skipstjóri.
— Ég varð skipstjóri um leið og
ég hafði réttindi til en maður varð
að hafa verið 3 ár stýrimaður til
þess að geta orðið skipstjóri.
— Upp úr þessu koma voða-
legir tímar. Það voru voðalegir
tímar á árunum upp úr 1930. Þá
var erfitt að halda þessu gang-
andi. Þetta voru mestu þrenginga-
tímar sem gengið hafa yfir landið.
— Þegar hér er komið þá seldi
pabbi sinn hlut í Rifsnesinu og
við keyptum okkar eigin bát.
Hann var nú minni, eða um 120
tonn. Það má segja að fjölskyldan
hafi átt þennan bát sem hét Sæ-
fari. Þarna byrjaði ég minn skip-
stjóraferil og er þarna i 3—4 ár
eða þar til báturinn var seldur. A
þessum tíma var verð á afurðum í
lágmarki og erfitt að selja aflann.
Báturinn var því seldur og hefur
siðan ekki verið gert út frá Görð-
um.
— Eftir þetta, eftir að við seld-
um bátinn, þá hringdi til mín ein-
hver mesti aflamaður sem uppi
hefur verið á Islandi, Bjarni
Ólafsson útgerðarmaður og skip-
stjóri á Akranesi, og bað hann
(Jr myndasafni Jóns Sigurðs-
sonar úr Görðum.
Á þessum myndaflokki má
glöggt sjá hvernig farið var að
við síldveiðarnar hér áður fyrr.
Sjórinn er svartur af vaðandi
sild en slíkt sést ekki lengur. Þá
er farið í bátana en á þessum
tíma voru alltaf notaðir tveir
nótabátar. Siðan er róið að torf-
unni og byrjað að kasta. Þegar
nótinni hefur verið kastað er
snurpað og var það allt að sjálf-
sögðu gert með handafli. Þegar
búið var að snurpa var hafist
handa við að draga nótina og
þurrka að síldinni. Þá var háfað
upp úr nótinni og um borð í
skipið sem í þessu tilfelli var
Ólafur Bjarnason. Það var oft
freistandi að setja mikið í bát-
ana ef gott var í sjóinn og eins
og myndirnar bera með sér var
báturinn kjaftfylltur. Nótabát-
arnir hanga á davíðunum þegar
siglt er til hafnar. Þá bera
myndirnar með sér að síldin
var vel feit og stór á þessum
tíma.
Myndirnar eru teknar 1942
og voru gefnar Jóni. Það skal
engan furða að þetta er sama
árið og Jón var aflahæstur síld-
arskipstjóranna og fékk 28.300
mál yfir sumarið.
mig að vera stýrimaður hjá sér.
Sagði ég umsvifalaust já. Það var
miklu betra að vera stýrimaður
hjá honum heldur en skipstjóri
hjá öðrum. Þetta var á Ólafi
Bjarnasyni sem var 208 tonn.
— Eftir að ég hætti hjá Bjarna
var ég á ýmsum skipum i u.þ.b.
tvö ár. Þá er mér boðið að verða
skipstjóri á Ólafi Bjarnasyni. Ég
man nú ekki vel hvað ég var lengi
á honum, en það var alia vega 3 af
4 stríðsárunum. A veturna vorum
við aðallega í flutningum á fiski
til Bretlands en bara smávegis á
veiðum. Vorum við svo á síldveið-
um á sumrin.
— Það er 1942, þegar ég er á
Olafi, að ég var aflahæstur á síld-
inni með 28.300 mál. Oftast var ég
þó ofarlega. Við vorum svona
16—17 á og vorum alltaf með tvo
nótabáta. Manni þótti þetta ekk-
ert erfitt þá þó maður þyrfti að
snurpa og draga nótina á höndum
og róa alltaf út með hana. Það
þekktist heldur ekki annað. Það
var hins vegar mjög erfitt að
keyra öllutn aflanum upp i þró úr
skipunum á handvögnum. Það var
mikið verk ef vel fiskaðist.
— Oft var landað á Siglufirði
og á Hesteyri þar sem við þurft-
um alltaf að keyra allri síldinni