Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 26

Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 26
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 mun ódýrara að kaupa sér aðgang að velli þar en víðast annars staðar. Hitt er svo annað mál, að klúbbhúsin, sem fylgja hverjum velli eru kannske síðustu leyfar karlveldisins og ljóst vitni um stéttaskipting- una, sem var og er raunar enn. 1 Edinborg var til að mynda stofnað á síðustu öld óhemju „fornemt" félag: „The Honorable Company of Edinborogh Gólfers". Þetta félag æruverðugra yfirstéttar- bræðra fékk landsvæði austur með Forth-firði og þar var lagður sá frægi Muirfield- völlur og byggt virðulegt klúbb- hús í Tudor-stíl. Þarna — og raunar víða annars staðar — fer enginn inn nema hann hafi skikkanlegt hálstau. Andi hinna mjög svo virðulegu klúbba svífur þar ýfir vötnum; á veggjum eru portret af löngu dauðum for- vigismönnum, skrá yfir forseta frá upphafi og annað eftir því, sem ætlað er að minna á hina órjúfanlegu hefð. Á rauðsokkutímum hafa menn sagt, að hér sé síðasta vígi sérréttinda karlmanna. Fram til þessa hefur því verið svo háttað, að konum leyfðist ekki innganga i hina virðulegu sali; ekki heldur hundum. Mér skilst að sumstaðar sé verið að siaka á þessum reglum i takt við frjálsræði tímans, en þeir hinir virðulegu herrar í græn- um tvítjökkum og með „stiff upper lip“, ku líta þá þróun mjög alvarlegum augum. Stundum höfðum við Mör- landar hálsbindi í farangrinum og réðumst til inngöngu í hin helgu vé. Enginn hnerraði svo séð yrði í „Hinu Heiðvirða Kompaníi“ og enginn möglaði ef hálsbindið var á sínum stað — en maður hafði á tilfinning- unni að útlendingar ættu kannske að vera annars staðar — til dæmis í „hrútakofanum“, sem við nefndum svo. .1,1.»—I-............ Ég man sérstaklega eftir hrútakofanum í Longniddry; þar hefur verið komið á laggirnar ágætri skyndisölu til handa þeim sem vilja fá sér smá hressingu eftir fyrri níu holurnar — eða ef til vill fyrri átján. Þar er bjórinn af- greiddur í könnum og með honum eitthvert albezta brauð, sem ég hef nokkurs staðar fengið. I hrútakofanum þarf ekkert bindi; maður fer bara úr gaddaskónum og afgreiðslan gengur vel. Samkvæmt hefðinni verður þó að vera fínn matstaður i hverju klúbbhúsi, þar sem menn ímynda sér að þeir séu lordar og barúnar. íslendingum gengur að vonum illa að átta sig á þessu. Eitt sinn ætluðu nokkrir landar að sýna eig- inkonum sínum, sem með voru i förinni, þann höfðingsskap að bjóða þeim í mat að loknum leik. Allur hópurinn, konur og karlar — gengu grunlaus inn f hátimbraðan og virðulegan matsal og sáu þá að viðstaddir stífnuðu af skelfingu. Það var sumsé vegna kvenfólksins, þarna hafði víst ekki nokkur kvenmannskind stigið inn fyrir þröskuld og varð í mesta fáti að koma þeim út og hópurinn fékk afgreiðslu í óæðri húsakynnum á bak við. Vitanlega eru svona siðir fáránlegir, en ég tíunda þá ekki hér Skotum til hnjóðs; þeir mega hafa sína sérvizku og erfðavenjur í friði mín vegna. Ég hafði þvert á móti lúmskt gaman af að virða þessar fornaldarleyfar fyrir mér og get ímyndað mér, að þeir séu þrátt fyrir allt ekki tilbúnir til að kveðja þær í bráð. Það var annars fróðlegt að bera saman íslenzka hópinn annars vegar og hins vegar þá heimamenn, sem voru að leika golf. Þeir virtust oftast vera tveir og tveir saman með hálf sett af eldgömlum kylfum. North Berwick er fallegur bær; húsin flest hlaðin úr til- höggnum, brúnum steini. Fyrir utan Marine Hotel, sem er eins og gömul virkisborg, eru þar víða litlir greiðasölustaðir: „bed and breakfast" og kostar lítið að vera þar. Skotland er sneisafull af þessikonar greiða- sölu- og gististöðum. Maður getur ekið þar um og gist hjá þessum góðu, gömlu konum án þess að eiga nokkurs staðar pantað. Og þannig er í rauninni skemmtilegast að ferðast um Skotland. Ég skal játa, að mér þætti þunnur þrettándi. að eiga við- dvöl í Skotlandi án þess að komast þar á golfvöll. Suður í Andalúsíu og jafnvel norður í Skandinaviu eru til fegurri vellir, umkringdir skógar- þykkni og prýddir vötnum. Viða um heim eru vellir, sem eiga að heita betur lagðir með sérstaklega hannaðar flatir, sem eru svo mjúkar af daglegri vökvun, að litil hætta er á að boltinn stöðvist þar ekki ljúf- lega. Samt hafa þessir gömlu Skotavellir eitthvað til brunns að bera, sem hvergi annars staðar er til. Svo mikið orð fer af þeim, að nú er til dæmis verið að byggja nákvæma eftir- mynd af „Old Course" á St. Andrews austur í Japan. Sú framkvæmd á sér stað ein- hvers staðar við rætur fjallsins í’ujiama og kostar morð fjár. Gjaldeyristekjur Skota af golf- pílagrimum eru verulegar, og ég held þegar grannt er athug- að að ekki vildi ég fremur róa á önnur mið til golfiðkana, eftir að veður fer að hlýna i Skot- landi. Snemma vors og siðla hausts geta veður orðið býsna rysjótt og er betra að hafa það í huga. Flestir sæmilega sjóaðir golf- arar eiga sér eftirlætisvöll, þar sem þeir kysu að vera staddir þann dag á ári hverju, þegar svo einkennilega vill tii að allt Tveir knáir í vfgahug á fyrsta teig á East Links: Kjartan L. Pálsson, íþróttafréttamaður á Vfsi og Jóhann Eyjólfsson, fyrrum tslands- meistari f golfi. sem við myndum festa UDp á vegg og kalla forngripi. Þeir höfðu oftast létta burðarpoka um öxl og fóru mjög hratt yfir, hlupu stundum við fót. Landinn var hins vegar með skrautlega kerrupoka bg nýjustu útgáfur af heilum sett- um frá Slazinger, Dunlop eða McGregor. Þrátt fyrir alda- langa hefð, virtist mér Skotarnir hafa miklu frum- stæðari tækni. Hún var oft mjög „heimatilbúin“ en skilaði árangri aungvu að síður. I nokkur skipti var komið á keppni milli íslendinga og golf- klúbbs í North Berwick. Það var segin saga, að við vorum miklu högglengri og höfðum til- einkað okkur tækni, sem var nær hinni amerísku. En Skot- arnir unnu aungvu að síður. Þeir kunnu uppá hár á rúllið; sendu oft boltann með löngu rúlli inn að holu, þegar við tókum há innáskot, sem urðu of löng og höfnuðu einhversstaðar í ógöngum. Það kom okkur líka á óvart að klúbbmeistarinn var ekki einn af þessum ungu ber- serkjum, heldur fimmtugur gróðurhúsabóndi úr nágrenninu. Wim Wenders (í miðið) ræðir við leikara f Markverðinum. Lögregluþjónar þjarma að Katrfnu Blum f samnefndri mynd Schlönd- orff og Margarettu von Trotta. ungs“, skringilegrar myndar sem gerist á síðustu öld, lýsir kynvillt- um smákóngi í Bæjaralandi og skiptum hans við ýmsar frægar persónur, svo sem Wagner, Bis- marck og Lolu Montez, svo að einhverjir séu nefndir. if „beztamyndin FRÁ ÞVl UM STRÍГ Volker Schlöndorff er kapítuli út af fyrir sig. Hann ánetjaðist kvikmyndunum á unglingsaldri og kynntist þá m.a. ýmsum ný- bylgjumönnum í Frakklandi og var um skeið aðstoðarmaður Louis Malle. Vann hann að fjölda mynda með ýmsum kvikmynda- gerðarmönnum í Frakklandi en með fyrstu mynd sinni, sem hann gerði sjálfstætt — Törless, vakti hann þegar athygli á sér erlendis. Einnig hefur mynd hans, Hvernig fátæka fólkið f Kombach auðgað- ist skyndilega, vakið athygli en þar segir frá hópi fátækra bænda á síðustu öld, sem ræna vagni sem flytur fjármuni hans hátignar. Nú nýverið hefur síðan Schlöndorff skipað sér ótvírætt á bekk fremstu kvikmyndaleik- stjóra Þjóðverja með mynd sem hann gerði ásamt konu sinni Margarete von Trotta, eftir sögu Nóbelsverðlaunaskáldsins Hein- rich Bölls — Die verlorne der Katharina Blum eða Ærumissir Katrínar Blum. Sagan er sótt í atburði líðandi stundar — viður- eign valdhafa við hermdarverka- hópa ýmiss konar, sem vaðið hafa uppi í Þýzkalandi undanfarið. Katrin Blum verður fyrir því óláni að taka upp á arma sína hermdarverkamann án þess að gera sér full grein fyrir þeim bak- grunni hans, og verður síðan fyrir slíkri ágengni af hálfu lögreglu, dómstóla og fréttahauka, að i ör- væntíngu verður hún atgangs- hörðum blaðamanni að bana. I kvikmyndaumsögn í blaðinu Frankfui'ier Rundschau í septem- ber sparar gagnrýnandi þessi, Wolfram Schiitte, ekkí lofið um myndina. „Þessi mynd gerir eng- ar kröfur til áhorfenda umfram það að horfa á hana,“ segir hann orðréti. „Þegar til kastanna kem ur verða það þó áhorfendur sem ákveða hvort forustuskip hinna frábrugðnu raunsæju mynda mun haldastefnunnieittséreða hvort svolitill floti ungra hæfileika- manna mun fylgja í kjölfarið til að tryggja v-þýzkum kvikmynda- iðnaði varanlegan sess i kvik- myndaheiminum.“ „Þess vegna er Katrín Blum geysilega mikilvæg fyrir framtíð hinna v-þýzku kvikmynda. En þetta var mögulegt vegna þess, að Volker Schlöndorff og kona hans, Margarete von Totta, hafa ekki aðeins náð fram sínu bezta heldur hafa þau einnig gert beztu v- þýzku kvikmyndina frá styrjald- arárunum," segir Schiitte. Hann segir hins vegar einnig, að enda þótt myndin sýni svo ekki verði um villzt styrk og þroska hinna nýju v-þýzku kvikmynda, eigi hún ennþá eftir að sanna getu sína í samkeppninni við hinn bandaríska kvikmyndaiðnað. A það hefur naumast reynt ennþá en myndin hefur hingað til fengið mjög lofsamlega dóma gagnrýn- enda vestan hafs. Og þá er líklega komið að þeim, sem telja verður höfuðpaura hinna nýju þýzku kvikmynda — Werner Herzog, Rainer Werner Fassbinder og Wim Wenders. Hinir tveir fyrrnefndu eru að minnsta kosti óumdeilanlega framherjar þýzkrar kvikmynda- gerðar núna en líklega dálitið erf- iðara að gera upp á milli Wenders og Schlöndorff eftir frammistöðu hins síðarnefnda með Katrínu Blum. Wender er frá Dusseldorf og einn fárra í þessum hópi sem hef- ur að baki nám í kvikmyndaskóla. Hann er þátttakandi í Munchen- samtökunum og er einnig einn af stofnendum áþekks félagsskapar í Hamborg. Hann hóf feril sinn með gerð stuttmynda í anda fram- úrstefnunnar en hefur síðan snú- ið sér að gerð mynda sem ætlaðar eru fyrir breiðan áhorfendahóp. Honum og austurríska rithöfund- inum Peter Handke er vel til vina, og Wender vakti einmitt á sér verulega athygli, er hann kvikmyndaði sögu Handke — Kvfði markvarðarins fyrir víta- spyrnu. Siðan hefur hann einnig gert myndina Lfsa í borgunum, sem einnig hefur fengið mjög lof- samlega dóma og Falsche Bewe- gung — einnig eftir handriti Handke. Wender hefur tamið sér mjög kyrrstæðan stíl i myndum sínum, og er eitt einkenni þeirra að sam- fellan í frásögninni er mjög laus I reipunum og stundum naumast hægt að finna í þeim sögukjarna, eins og oftast er venjan. Atvikin líða fremur hvert fram af öðru oft eins og af tilviljun, og hann beitir myndmáli kvikmyndavélarinnar út í æsar. Markvörðurinn fjallar, eins og heiti hennar gefur til kynna, um atvinnumarkvörð sem er að syngja sitt síðasta á því sviði. Grundvellinum hefur verið kippt undan tilveru hans, í ein- hverju glapræði verður hann konu að bana og leggur á flótta. Aþekktstefnuleysikemurfram í Lfsu f borgunum, þar sem segir frá blaðamanni sem kemst í kynni við dularfullan telpuhnokka, ein- stæðing að því er virðist, og lent hefur „í ferðalögum“, eins og sagt var um Garðar Hólm. Falsche Bewegung er hins vegar sótt í sögu eftir Goethe og aðalpersónan þar er ungur rithöfundur, sem getur ekki skrifað og leggur upp í ferð til að sjá heiminn en verður einskis visari. Brezki gagnrýnand- inn Ken Wlaschin hefur látið svo um mælt í Films & Filming, að þessa mynd megi telja lykilverk í þróun þýzkrar kvikmyndalistar á þessum áratug, og telur hana eina af beztu myndum síðasta árs. + UNDRAMAÐURINN FASSBINDER Myndir Rainer Werner Fass- binders eru einu sýnishornin af hinni þýzku kvikmyndagerð, sem við höfum fengió að líta nú síðast f Ottinn étur sálina, ótrúlega magnaðri og áhrifaríkri mynd um samband verkamanns frá Marokkó og þýzkrar þvottakonu. Fassbinder verður að teljast hálf- gerður undramaður — hann er ekki nema þrítugur að aldri eða árinu yngri en Wim Wender en hefur á tæpum áratug gert yfir 20 kvikmyndir, sem ýmsum starfs- bræðrum hans myndi þykja bæri- legt ævistarf. Fassbinder lætur sig hins vegar ekki muna um að vinna samtímis við leikhús — fyrst i Munchen en síðan í Frank- furt, og hann setti upphaflega á svið leikgerð Peter Handke af Ötta markvarðarins. Fassbinder var ungur að árum þegar hann gekk i þjónustu Þaliu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.