Morgunblaðið - 15.04.1976, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
71
lukkast. Með öðfum orðum:
Þegar maður er í banastuði.
Nokkur ár eru siðan ég gerði
upp hug minn um það hvar ég
vildi helzt geta leikið i þeim
eldmóði, sem sjaldnast endist
lengur en einn dag: Það er á
Gleneagles uppi i hálöndunum
norður af Forth-Firði. Sú
skoðun hefur ekki breytzt þó ég
hafi víða komið siðan. Leiðin til
Gleneagles frá Edinborg liggur
yfir nýju brúna á firðinum og
síðan eftir sífellt mjórri vegum
og þrengri dalskorum, unz
gróðurfarið minnir á islenzk
einu geysistórt hótel uppúr
heiðlendinu eins og höll úr
ævintýri. Hér er Gleneagles;
nafntogað hótel, sem skozku
járnbrautirnar reka og þaðan
sézt nægilega mikið af
völlunum tveimur, Kings
Course og Queens’ Course, til
að gera sér grein fyrir svipmóti
þeirra.
Drottningarvöll hef ég ekki
leikið, en Kóngsvöllur er tröll-
aukinn, hrikafagur og erfiður.
Þar er ýmist leikið upp á háa
hjalla eftir hryggjum og stund-
um eftir dölum; niður í gljúfur
100 metrum niður brekkurnar,
sem þar verða. Og þaðan er
auðvelt að ná inn á flötina í
öðru höggi.
Þegar sá gállinn er á manni
að hitta illa og kannske þar að
auki skakkt, hefur Kóngsvöllur
óendanlegt basl í för með sér.
Utan brautanna er grófgert
lyng, sem reynist hverjum
aukvisa erfitt og víða þarf langt
og beint högg til þess eins að
draga inn á braut. Fyrir
byrjendur hefur kannske litla
þýðingu að glíma við
Gleneagles, enda nóg af auð-
stórmeistarar, heimsins í golfi
þrá mest að vinna. Lang oftast
er hún haldin á skozku
völlunum í júlimánuði ár hvert
og brezka sjónvarpið fylgist þar
með hverju smáatriði. t fyrra
fór hún fram á Carnoustie; þar
áður á Troon og Muirfield. Á
þessum stöðum kunna heima-
menn sögur af afreksmönnum
heimsins, sem komu, sáu og
sigruðu fyrir árum og áratug-
um. Þeir muna uppá hár,
hvernig Ben Hogan lék, þegar
hann ' vann yfirburðasigur
sinn á Carnoustie 1953 — eða
Líkamsþreki Islendinga er
hins vegar svo farið að það er
talið afrek að komast 36 holur
og þá búast menn við að verða
eftir sig næstu daga.
Þess ber þó að gæta, að eftir
langan islenzkan vetur er
þrekið í lágmarki og menn ekki
komnir í teljandi æfingu í maí,
þegar farið hefur verið til Skot-
lands. Það hefur stundum verið
þreytt lið, sem tínist inn úr
dyrunum á Marine-Hotel I
North Berwick, þegar liða tek-
ur á daginn og minnti mig
stundum á það, þegar menn
Svona fagurt er Skotland, f jalluvötnin fagurblá, en sumstaðar heiðlendi eins
og á tslandi.
Marine Hotel f North Berwick austur með Forth-firði. I hinum árlegu
Skotlandsferðum hefur fslenzki golfhöpurinn búið þarna.
heiðalönd. Þó eru innanum og
saman við stórvaxin tré.
A þessari leið blasir við aug-
um skozkur hálandabúskapur;
Angus-nautgripir og dindilsftt
Cheviot-sauðfé í girðingarhólf-
um, sem oft eru úr borðviði. En
um það leyti er manni finnst að
brátt hljóti að taka að halla
niðuraf hinum megin, rís allt í
og um tvítugt var hann farinn að
starfrækja eigið leikhús í Múnch-
en. Þar hefur hann sett ótal leik-
rit á svið og mörg þeirra eftir
hann sjálfan. Upphaflega kallaði
hann leikhús sitt Action-
leikhúsið. Það var æði byltingar-
kennt í uppsetningum á verkum
meistaranna og annarra tízkuhöf-
unda. Svo fór lika að leikhúsið
komst í kast við borgaryfirvöld og
laganna verði og var þá nafni þess
breytt í Anti-Theater. Fassbinder
hafði þó ætfð hug á að snúa sér að
kvikmyndum, og með því að nurla
saman 10 þúsund mörkum tókst
honum að gera myndina Ástin er
kaldari en dauðinn. I kjölfarið
sigldi sfðan Katzelmacher, sem
gerð var fyrir lánsfé og tókst hon-
um að selja hana sjónvarpinu til
sýninga, sem nægði til að borga
skuldirnar. Fyrir afganginn gat
hann sfðan gert Guð plágunnar.
Með honum unnu við þessar
myndir leikhópurinn úr Andleik-
húsinu hans, sem hefur síðan
haldið tryggð við hann fram á
þennan dag og ýmsir leikaranna
hafa einnig sett mark sitt á mynd-
ir annarra þýzkra leikstjóra.
Sjálfur hefur Fassbinder leikið í
myndum annarra leikstjóra og
eigin, og f Úttinn étur sálina, lék
hann t.d. tengdason þvottakon-
unnar með tilþrifum. Fassbinder
segir sjálfur um þessar fyrstu
myndir sfnar sem hann gerði eftir
samnefndum leikritum sínum:
„Myndirnar voru ákaflega leik-
húslegar á sama hátt og leikritin
voru filmisk. Mér fannst, að það
sem mér hafði tekizt með leikur-
unum f leikhúsinu, væri hægt að
reyna í kvikmynd, maður var að
finna út hvað maður getur notað
úr einum miðlinum öðrum til
ábata. En fljótlega kom þó að því
að ég fór að leita fyrir mér af
einhverju hreinna í kvikmynda-
legum skilningi.”
Fassbinder var undir sterkum
áhrifum frá bandarískum kvik-
myndum framan af — hann segir
að helftin af þeim hafi verið til-
raun til að yfirfæra andann í
bandarískum kvikmyndum á út-
hverfi Múnchen, en hinar hafi
og fram af bröttum brekku-
brúnum. Minnisstæðust er mér
sfðasta holan, nokkuð löng par
fimm. Þar verður að leggja allt
f upphafshöggið, en takist
manni að hitta fram af
þröskt'ldi og gegnum skarð f
nærri 200 metra fjarlægð, fær
maður ríkulegan bónus, þegar
boltinn bætir kannske við sig
veldari völlum í Skotlandi. Ég á
þó von á, að flestum þyki mikið
til koma að sjá þá fjölbreytni,
sem hvarvetna blasir við aug-
um í nánd við Gleneagles, hvort
sem þeir hafa leikið á 80 eða
100.
Opna brezka golfkeppnin,
British Open, er vegna sögu-
legrar hefðar sú keppni sem
þegar Nicklaus fór úr peysunni
á sjðasta teig ó Muirfield og sló
á fjórða hundrað metra í éinu
höggi og yfirskaut flötina.
Rafmangsbflar eru ekki til á
skozkum golfvöllum svo ég viti.
Þar þykir ekki nein vorkunn að
ganga og samkvæmt gamalli
skozkri venju er rétt mátulegt
að fara 36 holur f einu.
verið könnun á þýzkum dægur-
málum. „Það sem aðallega mátti
læra af bandarískum kvikmynd-
um var að koma að hálfu til móts
við afþreyingarþátt þeirra. Hið
eftirsóknarverða er að gera
myndirnar eins fallegar og hin-
ar bandarísku en jafnframt að
beina inntakinu inn á önnur svið.
Ég finn örla á tilburðum f þessa
veru f myndum Douglas Sirk og
einnig f mynd Hitchcock —
Suspicion, þar sem þú yfirgefur
bíoðið með þeirri tilfinningu að
hjónabandið sé glatað,“ segir
hann í viðtali við Sight and
Sound.
Skyldleikinn við Douglas Sirk
er sérstaklega sterkur í mörgum
mynda hans, enda lýsir Fassbind-
er yfir mikilli aðdáun sinni á
þessum þýzka leikstjóra, sem hélt
til Bandaríkjanna í kringum 1940
og gerði fjölda melódramatískra
mynda í Hoilywood. Ýmsir þykj-
ast sjá veruleg tengsl milli mynd-
ar Sirk — All That Heaven
Allows og Óttinn étur sálina.
Fassbinder hafði hins vegar lengi
gengið með hugmyndina að þeirri
mynd í maganum, og í myndinni
Bandarfskur hermaður, sem Fass-
binder gerði fyrir nokkrum árum
kemur þessi saga raunar fyrir á
hljóðbandinu — af vörum einnar
persónunnar. Fassbinder segist
hins vegar ekki hafa þekkt ofan-
greinda mynd Sirk, þegar hann
datt niður á hugmyndina að Ótt-
inn étur sálina. „Sirk hafði hug-
rekki til að segja söguna. Ég hef
líklega ekki treyst mér til að gera
einfaldlega það. Mig var búið að
langa til þess í mörg ár ... Ég átti
ekki völ á leikkonu fyrr en ég
hitti Brigitte Mira (þvottakon-
una) og uppdagaði að hún gat
gert það.“
Sagan um ástir þvottakonunnar
og verkamannsins frá Marokkó
hefur síðan borið hróður Fass-
binder víðar en nokkur önnur
mynd hans. Myndin er einkenni-
legt sambland af raunsæi og stíl-
færslu, þar sem Fassbinder tekst
að rata hinn gullna meðalveg —
hann fellur ekki í pytti alhæfinga
eða einfaldaðrar prédikunar held-
ur sýnir okkur samskipti tveggja
ólfkra heima f sinni margbrotnu
mynd.
Hið sama virðist Fassbinder
hafa tekizt i síðustu mynd sinni,
Mutter Kústers Fhart zum
Himmel, þar sem Brigitte Mira
fer einnig með aðalhlutverkið.
Efnisþráðurinn er á þá leið, að
eiginmaður Mutter Kúster er
verkamaður í efnaverksmiðju,
sem í reiðikasti verður ein-
um yfirboðara sínum að bana
og sviptir sjálfan sig síðan lífi.
Mutter Kúster lenti því mjög í
sviðsljósinu um tíma, börn henn-
ar eru full samúðar og fréttamiðl-
ar hampa henni, þar sem hún er
sakleysinginn f áhrifaríkri og
óvenjulegri frétt. Hún uppgötvar
þó fljótlega að ekki er allt sem
sýnist börnin hennar yfirgefa
hana og blöðin kasta rýrð á hana
og eiginmann hennar með skáld-
uðum frásögnum af ýmsu tagi.
Hins vegar taka róttækar vinstri
hreyfingar hana upp á arma sér,
en hún kemst einnig að raun um
það að það er ekki af neinni sam-
úð við örlög hennar heldur þykj-
ast þær hafa fundið píslar-
vott málstað sínum til fram-
dráttar. Móðirin vill hins vegar
aðeins fá að vera manneskja,
njóta viðurkenningar sem slfk,
eiga vini og persónulegt frelsi, en
umhverfið sér til þess að þessar
óskir rætast aldrei.
★ EINKENNILEGUR
MAÐUR —
EINKENNILEGAR
MYNDIR
Werner Herzog er ekki sami
afkastamaóur og Fassbinder en er
þó sá hinna þýzku kvikmynda-
gerðarmanna, sem mestrar hylli
nýtur í Vesturálfu um þessar
Lina Carsten f Lina Brakke — beztu þýsku mvndinni á sfðasta ári
voru að koma örþreyttir heim
úr erfiðum smalamennskum.
En þreytan er fljót að líða úr
og eftir verða ánægjulegar
endurminningar um góðan
félagsskap f fallegu umhverfi.
Sá sem aldrei hefur leikið golf i
Skotlandi, hefur misst af
miklu. Um það trúi ég að allir
séu sammála sem reynt hafa.
mundir. Má til dæmis nefna, að
þegar undirritaður gerði stuttan
stanz í Amsterdam i fyrrahaust,
var að hefjast þar kvikmyndavika
i tilefni 700 ára afmælis borgar-
innar, þar sem eingöngu voru
sýndar myndir Herzog, og efast ég
um að margir kvikmyndaleik-
stjórar innan við fertugt hafi orð-
ið sliks heiðurs aðnjótandi frá því
veldi nýbylgjuleikstjóranna
frönsku stóð sem hæst.
Herzog er einkennilegur maður
og gerir skrítnar myndir. Hann er !
ákafur ferðamaður, hleypti heim-
draganum 19 ára að aldri og hélt
út í heim — og fyrr en varði var
ein heimsálfan á eftir annarri að
baki. Hann hefur gert aðeins örfá-
ar myndir sínar í heimalandi;
sumar þeirra eru teknar við hinar
erfiðustu aðstæður í S-Ameríku
eða Afriku einhverju nágranna-
landinu en yfirleitt ekki í Þýzka-
landi. Herzog er einnig ákafur
íþróttaunnandi, sérstaklega
knattspyrnu en mikill göngugarp-
ur sjálfur. Síðasta mynd hans er
heimildamynd um svissneskan
skiðastökkvara, gerð fyrir þýzka
sjónvarpið. Sjálfur segist hann
skynja kvikmyndina og kvik-
myndagerð á líkamlegan hátt.
„Ég mun halda áfram að gera
myndir svo lengi sem ég er líkam-
lega heill. I sannleika, ef ég missti
fótinn á morgun myndi ég hætta
að gera kvikmyndir, jafnvel þótt
hugurinn og afgangurinn væri í
lagi,” hefur hann látið hafa eftir
sér.
Engin mynda hans getur heldur
beinlínis talizt venjuleg og fyrir
suma, þótt ýmsu óvæntu séu van-
ir, er erfitt að meðtaka þær þegar
við fyrstu sýningu. Sjálfur segist
hann ekki líta á sig sem mennta-
mann en menntamenn hafa tekið
verk hans upp á arma sér og haft i
hávegum. Sumir segja að hann sé
í reynd rómantikus með þá grund-
vallarsannfæringu, að hinir
skritnu og sérstæðu meðal okkar
séu heilli en við hinir sem vondur
og spilltur heimur telur venju-
lega. I myndum sínum hefur
hann verið gagntekinn af þvi að
Framhald á bls.7 4