Morgunblaðið - 15.04.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRtL 1976
73
Þessar tvær myndir sýna glögglega hinn mikla mun sem er á veðurfari og aðstöðumun í austur
rfsku ölpunum og á Islandi.
byrjað var að setja upp lyftur
og halda vegum opnum er fært
er. Annars varð þetta ekki gott
fyrr en Reykjavikurborg tók að
sér að sjá um snjóruðning á
þessu svæði. Enda sjáum við nú
árangurinn. Reykvikingar eru
að eignast mjög efnilegt skíða-
fólk.
Þátttaka almennings á
skiðum hefur lika aukist með
ótrúlegum hraða og þar eiga
þeir ágætu Kerlingarfjalla-
menn stóran hlut að máli. Starf
þeirra fyrir fslenzka skíðaíþrótt
verður ekki metið til fjár.“
50 ÞÚS. MANNS
í BLAFJÖLL
Þá vék Asgeir að þvi að engin
íþrótt á lslandi væri stunduð
eins mikið af almenningi. I
fyrra vetur hefðu mest komið á
einum degi 5—6 þúsund manns
í Bláfjöll, en alls myndu hafa
komið þar 40—50 þúsund
manns. „Fólk er farið að tala
um, að helzt vanti aðstöðu til að
gæta barna i Bláfjöllum, enda
er komið þangað með allt niður
í 6 mánaða gömul börn."
En hvernig hefur veðrið hagað
sér í vetur?“ Tiðin hefur verið
með eindæmum slæm og min
persónulega skoðun er að gera
þurfi einhverjar breytingar á,
að koma fólki inn i Kóngsgil.
Helzt hef ég látið mér til hugar
koma, að sett verði upp löng
togbraut frá Eldborgu inn að
Borgarskála. Þessi braut þyrfti
að draga fólk með jöfnum
hraða inn úr og til baka. í vetur
hefur ástandið verið þannig, að
mjög oft hefur fennt i slóðina
um heið og búið hefur verið
ryðja. Þetta hefur lika haft i för
með sér gifurleg fjárútlát,
fyrir þá aðila, sem sjá um að
halda veginum opnum. Islenzka
veðurfarið er okkur erfitt."
Nú ræddum við um hinnn
mikla aðstöðumun, sem er hér á
landi og t.d. í Ölpunum i Mið-
Evrópu. í hlíðum Alpafjalla
getur fólk fundið sér brekkur,
sem eru 7—10 kilómetrar að
lengd og á takmörkuðu svæði
eru kannski 50 stórar lyftur, en
lyftur á Reykjavíkursvæðinu
eru að vísu 22, en hver þeirra
er ekki nema brot af lengd
meðallyftu í Austurriki t.d.
Eftir áramót er veður í Alpa-
fjöllum yfirleitt mjög gott,
heiðríkja og heitt yfir daginn. 1
bláfjöllum aftur á móti virðist
ekki vera hægt að stunda SKÍðin
með góðu móti fyrr en komið er
fram i apríl.
EFNIVIÐURINN
NÓGUR
Þó að svona sé ætlast margir
til hins ótrúlega; að íslenzkir
skíðamenn standi algjörlega
jafnfætis skíðamönnum
annarra landa, sem bæði hafa
fjármagn og aðstöðu. Það
vantar ekki að efniviðurinn er
nógu góður hér, en aðstöðuna,
— sem aldrei verður hægt að
byggja fullkomnlega, því ekki
kaupir maður veðrið, — vantar
til að reka smiðshöggið á.
„Ég tel,“ segir Ásgeir, „að úr
þessu ætti vegurinn inn í Blá-
fjöll að fara að haldast opinn.
Sólin ætti nú að fara að vinna
eitthvað á snjónum, og er hún
nær til þess á snjórinn að hætta
að fjúka. Snjór á BláfjallasVæð-
inu er nú meiri en verið hefur í
fjölda ára og ættum við því
getað verið á skíðum þar fram í
júní.“ Að undanförnu hefur
verið erfitt að nota aðra skíða-
lyftuna i Bláfjöllum, þar sem
eitt af möstrunum i henni er
svo til horfið i snjóskafl." Við
spurðum Ásgeir hvort lyfturn-
ar væru ekki rétt staðsettar.
ÖNNUR LYFTAN
VITLAUSTSTAÐSETT
„Það er allt í lagi með ytri
lyftuna, en innri lyftan er alls
ekki rétt staðsett að mínu mati.
Hún hefi átt að koma upp sjálft
Kóngsgilið, vinstra megin i þvi
og síðan hefði átt að ryðja ofan
í það, til að gera brekkuna
skemmtilegri fyrir almenning.
Þá er það mín skoðun, að það
hefði þurft að kann Bláfjalla-
svæðið betur áður en farið var
að, setja þarna upp lyftur og
sæmilegan veg og skála. Á
þessu svæði er mjög þokusamt
og ísmyndun f lofti getur verið
hreint ótrúlega mikil og ég gæti
trúað að úrkoma þar efra væri
7 til 10 sinnum meiri en í
Þeir dagar koma, sem hægt er að drekka kaffið undir berum himni
( fslenzku fjallalofti
Þótt skíðalyfturnar séu orðnar tvær I Bláfjöllum, þarf að fjölga
þeim, enda er oftast biðröð við þær.
Reykjavik. Þá hef ég tekið eftir
því, að þegar veður er af SA eru
stundum ein 8 vindstig á Eyrar-
bakka, en ekki nema 2 á Þing-
völlum. Veðurhæðin í Bláfjöll-
um er hins vegar miklu hærri
en á Eyrarbakka. Að þessu
séðu, gæti ég trúað, að jafnvel
hefði verið betra að byggja upp
skiðasvæði Reykvíkinga nálægt
Þingvöllum, við Bolabás eða
Svartagil. Þetta hefði átt að
kanna áður en lagt var út í
framkvæmdir.
I sambandi við lyfturnar i
Bláfjöllum má geta þess, að
þær eru ekki nógu vel
hannaðar miðað við íslenzkar
aðstæður. Ef við reynum að
nota þær í hvassviðri þá er
mikil hætta á því að dráttarvir-
inn fjúki út af hjólunum. Til
þess að fyrirbyggja þetta, hefði
verið nóg að hafa styttra á milli
mastra.“
Á ekki mikið eftir að gera á
Bláfjallasvæðinu?
ÞARF AÐ FJÖLGA
LYFTUM
„Það eru ótal margir hlutir
sem á eftir að gera þar og sjálf-
sagt verður alltaf hægt að bæta
aðstöðuna. Búið er að byggja
skála og setja upp tvær lyftur.
Fyrir skömmu kom snjótroðari
uppeftir sem þegar hefur sýnt
að er ómetanlegt tæki. Það sem
þarf að gera i sumar, er að
slétta úr brekkunum i kringum
lyfturnar, til að fá flatari
brekkur fyrir almenning. Fyrir
veturinn 77—78 tel ég að verði
að setja upp eina lyftu til við-
bótar þeim sem fyrir eru og
reyndar þarf að bæta við einum
4—5 lyftum í Kóngsgil og upp
undir Kóngstopp inn af
Hákolli. Eins og ástandið er
núna sér maður 10—12 manns
renna sér í brekkunum, en
hundruð biða síðan við lyfturn-
ar og það er ekki nógu gott að
svo til allur timi fólks skuli fara
i að bíða eftir lyftum þegar það
er á skíðum þarna.
Um aðstöðuna i Hveradölum
er bað að segja, að ekkert
verður sennilega gert til að
bæta hana mikið á allra næstu
árum. En mjög gott er fyrir
keppnismenn að æfa þar á
kvöldin. Þar er sæmileg lyfta,
sem sett var upp fyrir 5 árum,
en helzti gallinn á því svæði er
hvað snjór tollir illa í brekkum.
En umsjónarmenn skíðastaða
í Reykjavík og nágrenni mega
halda vel á spöðunum ef þeir
ætla sér að hafa undan að
byggja upp aðstöðu fyrir skiða-
fólk miðað við þann fjölda sem
bætist við á hverju ári. Það er
að verða ótrúlegt hve áhuginn
er mikill og á það bæði við um
unga og aldna."
Að lokum spurðum við As-
geir hvar honum fyndist
skemmtilegasta og bezta skiða-
land á Islandi, en hann hefur
viða farið bæði til keppni og
eins verið við kennslu á hinum
ýmsu stöðum.
AUSTFIRÐIR
SKEMMTILEGASTIR
„Því er auðsvarað," segir
hann, „af þeim stöðum, sem ég
hef kynnst eru Austfirðir lang-
skemmtilegastir. A þar ég við
Gagnheiðina Stafina i Fjaðar-
heiði og Oddsdal. Á þessum
stöðum er hægt að fá allt að
7—9 kílómetra beint rennsli
og ég veit ekki til að hægt
sé að ná jafn löngu rennsli
annars staðar á landinu.
Þá er veðursæld einkum
siðla vetrar oft á tíðum
mikil á Austfjörðum og man
ég t.d. að ég var eitt sinn
við kennslu i þrjár vikur fyrir
austan og var heiðríkja og logn
allan tímann. Ekki þessi
bölvaði hraglandi sem alltaf er
hér. Vissulega geta orðið mjög
slæm veður þar, en standa yfir-
leitt í frekar stuttan tíma. Að
minu viti verða Austfirðingar
að fara að byggja upp góða
skiðaaðstöðu hjá sér. Þeir eiga
alla möguleika á að geta komið
upp mjög góðum skíðamönnum,
hafa miklu betri möguleika til
þess en flestir aðrir lands-
menn."