Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 32

Morgunblaðið - 15.04.1976, Side 32
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976 Páskakræsingar kvikmyndahúsanna Óskar Gfslason 1960, við sýningu myndar sinnar, „Sfðasti bærinn f dalnum, f Bæjarbfði, en þessi mynd, ásamt „björgunarafrekinu við Látrabjarg" eru þekktustu myndir hans. * Arnað heilla 75 ára er í dag Óskar Gíslason, einn helsti brautryðjandi islenskrar kvikmyndagerðar. Félag kvikmyndagerðarmanna óskar honum og konu hans frú Ingu Laxness heilla á þessum tímamótum. Óskar verður að heiman í dag. ÞAÐ ER fyrir löngu orð- in hefð hjá kvikmynda- húsum borgarinnar, að stilla upp myndum yfir páskana, sem eiga að standa uppúr meðal- mennskunni. Forráða- menn þeirra skipta þó ógjarnan um mynd, ef að sú sem er í gangi nýtur góðrar aðsóknar. Um þessar hátfðar er um ágætis myndaval að ræða, svo fólk ætti að hafa úr nógu að velja. En þetta verða semsagt páskamyndirnar í ár: • LAUGARÁSBtÓ frumsýnir bandarísku stórmyndina EARTQUAKE, eða JARÐ- SKJ ÁLFTANN, á páskum. Þetta er tæknilega mjög vel unnin mynd, en hún lýsir jarð- skjálftahrinum sem leggja San Fransiscoborg í rúst. (Endur- gerð myndarinnar San Fransisco, frá árinu 1936, og fjallaði um samskonar atburði þar í borg. Þá fóru Spencer Tracy, Clark Cable og Jeanette MacDonald með aðalhlutverk- in. Erich Von Stroheim leik- stýrði.) Eins og sjá má af lýs- ingunni, þá er hér á ferðinni ein af „hamfaramyndunum", svokölluðu, sem á þriðja ár hafa verið feykivinsælar meðal kvikmyndahúsgesta. Þessar myndir hafa jafnan af mörgum þekktum leikurum að státa, þar er Jarðskjálftinn engin undan- tekning, því að Charlton Hest- on, George Kennedy, Ava Gardner, Marjoe Grotner, Genevieve Bujold, Lloyd Nolan ofl. prýða tjaldið. Leikstjóri er Mark Robson. Myndin fékk nokkur Oscarsverðlaun í fyrra fyrir tæknileg afrek, m.a. fyrir „Special Effects". • BÆJARBtÓ í Hafnarfirði mun endursýna jólamynd Aust- urbæjarbíós frá því í fyrra, Trúðana, með þeim félögum Trinity bræðrum, Bud Spencer og Terence Hill. • HÁSKÓLABtÓ Yfir páskana verður sýnd hér nýleg og spennandi bresk leynilögreglu- mynd með Edward Woodward og gömlum kunningja úr sjón- varpinu, Eric Porter. Nefnist hún Gallan, og er byggð á bók- inn Red File for Callan. Leik- stjóri er Don Sharp. Fljótlega eftir páska sýnir svo kvikmyndahúsið hina heimsfrægu mynd Polanski, Chinatown, með hinum nýbak- aða Oscarsverðlaunahafa, Jack Nicholson í aðalhlutverki. Þau Faye Dunaway og John Huston fara einnig með stór hlutverk. Þetta er leynilögreglumynd af gamla skólanum, í Marlowe stíl. Handritið skrifaði besti kvik- myndahandritahöfundur Holly- wood í dag, Robert Towne, og hlaut hann Oscarsverðlaunin fyrir. • HAFBARBfÓ. Hér verður ekki sýnd ómerkari mynd en Lion On Winter. Hún er byggð á samnefndu leikriti eftir John Goldman, en það naut mikilla vinsælda beggja vegna Atlants- hafsins á síðasta áratug. Gold- man sá sjálfur um kvikmynda- gerð leikritsins, og fékk Oscars- verðlaunin fyrir handritið þau hlaut einnig John Barry fyrir tónlist myndarinnar, og Katharine Hepburn deildi þeim með Barböru Streisand það ár- ið, fyrir bestan leik konu f aðal- hlutverki. Myndití er ákaflega efnismik- il, en hún segir frá valdabar- áttu innan bresku krúnunnar. Hún gerist á einum sólarhring í Chinon kastalanum í þeim hluta Frakklands sem þá heyrði undir England. Þar eru samankomin Hinrik II., Eng- landskonungur, (Peter O’Toole), Elanor drottning af Aquitaine, Katharine Hep- burn, Filipuss Frakklandskon- ungur, (Timothy Dalton), og hinir þrfr synir Hinriks, Geoffrey, (John Castle), Philip og Ríkharður, (Ljónshjarta). Hér eru öll meðöl notuð til að skara eld að sinni köku, og handritið er svo sannarlega safarfkt. Það var vissulega kom- in tfmi til að sýna þessa merku mynd hérlendis • NYJA BtÓ sýnir á Páskun- um glænýja bandariska mynd, Three Days of The Condor. Hún fjallar um efni sem á und- anförnum misserum hefur ver- ið mjög í fréttum og f sviðsljós- inu, leyniþjónustu Bandaríkj- anna C.I.A. Myndin segir frá einum starfsmanni hennar sem verður var við að svo virðist sem önnur leyniþjónusta sé starfandi innan stofnunarinn- ar. Honum eru sýnd nokkur banatilræði, og á meðan hann er að upplýsa málið á hann fót- um sfnum fjör að launa. Uppá síðkastið hefur þetta verið eina vinsælasta myndin vestra, og það er einvalalið sem fer með aðalhlutverkin; Robert Red- ford, Faye Dunaway, Cliff Robertson og Max Von Sydow. Three Days of The Condor er framleidd af de Laurentiis, myndum hans er dreift af Para- mount vestan hafs, en dreifing- arrétturinn fyrir Evrópu er seldur á frjálsum markaði. • STJÖRNUBlÓ frumsýnir um þessa páska næst nýjustu mynd Robert Altman, (NASHVILLE), CALIFORNIA SPLIT. Aðalleikarar f mynd- inni eru þeir félagar Georg Seg- al og Elliot Gould. Þeir eru for- fallnir fjárhættuspilarar og fjallar myndin um hina ólækn- andi áráttu þeirra og ærið strembna lífsbaráttuna f undir- heimum Californfu. % TÓNABtÓ Það verður mynd fyrir alla fjölskylduna á boð- stólum hér um hátíðarnar. Það er söngvamyndin TOM SWAY- ER, með Johnny Whitaker, Warren Oates og Celeste Holm f aðalhlutverkunum. Langflest- ir kannast við ævintýri þeirra Toms og stikilsberja Finns, hinar frægu unglingasögu per- sónur Mark Twain. Þó að mynd- in sé með miklu tónlistarívafi, þá er söguþræðinum fylgt, svo að flestir meðlimir fjölskyld- unnar ættu að geta átt góða stund f Tónabíó á næstunni. • AUSTURBÆJARBIÓ, frum- sýnir um páskana, ekki árs- gamla, bandaríska kvikmynd sem nefnist MANDINGO . Hún er framleidd af hinum ítalsk- ættaða kvikmyndajöfri Dino de Laurentiis. MANDINGO fjallar um fjöl- skylduerjur á stórum búgarði f Suður-ríkjunum á árunum fyrir Þrælastríðið. Inní myndina blandast kynþáttamisréttið, framhjáhöld milli svartra og hvítra og ýmiss annar rusta- skapur. Með aðalhlutverk fara James Mason, Susan Georg, Ken Norton og Perry King. Leikstjóri er Richard Fleischer. • GAMLA BlÓ THE PASSENGER nefnist nýjasta verk meistara Antonionis, og hefur hún hlotið lofsamlega dóma víða um heim. Antonioni er einn af sjálfstæðustu og frumlegustu leikstjórum okkar tíma, Um árabil hafa myndir hansverið lofaðar óspart, rifnar niður, jafnan vakið miklar um- ræður og eftir þeim hefur verið beðið með eftirvæntingu sem kvikmyndasögulegum viðburði. THE PASSENGER segir frá manni sem er að reyna að flýja sitt fyrra líf með því að taka upp líferni manns sem hann finnur látinn. Hinn ný-kjörni Óskarsverðlaunaþegi, Jack Nicholson, fer með aðalhlut- verkið, ásamt hinni óviðjafnan- legu Marfu Schneider, sem allir muna örugglega eftir (að minnsta kosti af karlkyninu), sem sáu LAST TANGO IN PARIS. Þar sem að vestrinn sem Gamla Bíó hefur sýnt að undan- förnu hefur hlotið mikla að- sókn mun kvikmyndahúsið halda áfram sýningum á mynd- inni meðan ekkert lát er á vin- sældum hennar. Menn verða því að bfða eitthvað frameftir mánuðinum áður en sýningar hefjast á listaverki Antonionis, THE PASSENGER. Burt Reyn- olds & Co standa fyrir sínu á meðan. SV Atriði úr páskamvnd Stjörnubfós, CALIFORNIA SPLIT. Níja Bíó: Þau Faye Dunaway, Cliff Robertson og Robert Redford f C.I.A. þrillernum THREE DAYS OF THE CONDÖR Afburðaleikararnir Peter O’Toole og Katharine Hepburn f páska- mvnd Hafnarbíós, LION IN WINTER. „Súperstjörnurnar" Jack Nicholson og Maria Schneider f nvjustu mynd Antonionis, THE PASSENGER. Væntanleg fljótlega f Gamla bfó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.