Morgunblaðið - 15.04.1976, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRlL 1976
81
Hilmar Þórarins-
son — Kveðjuorð
Fæddur 21. marz 1930.
Dáinn 29. marz 1976.
Hann var fæddur 21. marz 1930
á Seyðisfirði, eitt af átta börnum
hjónanna Þórarins Björnssonar
og Guðbjargar Guðjónsdóttur.
Ekki kann ég að rekja nánar ætt
eða uppruna Hilla (en svo var
hann kallaður af sinum kunningj-
um). Veit að hann fluttist með
foreldrum sinum frá Seyðisfirði
fyrir allmörgum árum til Hafnar-
fjarðar, og þar hófust okkar
kynni. Það atvikaðist þannig að
ég var búinn að vera með bát frá
Hafnarfirði í nokkur ár að mig
vantaði kokk, og vissi ég að Hilli
var búinn að vera kokkur á bátum
og togurum frá Hafnarfirði. Eg
fðr því þess á leit við Hilla að
hann gerðist kokkur á bátnum hjá
okkur. Hann tók því vel, og var
síðan kokkur hjá mér þangað til
fyrir fimm árum að hann gerðist
starfsmaður i Straumsvík. Það má
kannski segja að ég hafi ekki haft
kynni af Hilla í mjög mörg ár, en
ég held að þvi sé þannig farið að
menn kynnist hvergi betur en til
sjós. Menn verða þar má segja
eins og ein fjölskylda. Þar eiga
allir svo mörg sameiginleg vel-
ferðarmál bæði hvað snertir af-
komu, og einnig hvað varðar
öryggi. Þar verða allir að treysta
svo mikið hver á annan. Þar
verður ekkert til nema fyrir
sameiginlegt átak, og árangurinn
betri eftir því sem samstaðan og
félagsandinn eru betri. Það er
mjög mismunandi hvernig áhrif
menn hafa til að byggja upp
félagsanda, og þeir sem hafa góð
áhrif í þeim efnum eru ómetan-
legir um borð í hverjum bát, og
það tel ég að hafi verið einn af
góðum eiginleikum Hilla. Eitt er
það sem mér finnst ég verði að
minnast á þegar ég minnist hans,
og er það sem fyrst vakti eftirtekt
mína á honum. En það var fötlun
hans. Mér þótti með ólíkindum að
hann gæti stundað sjó, og aðstaðið
við slæm skilyrði, því manni
finnst oft á tíðum að nógu erfitt
sé að standa þó maður hafi báða
fætur jafnlanga.
Aldrei stóð upp á hann í starfi
af þeim sökum en oft held ég að
hann hafi verið þreyttur og þurft
að beita sig hörðu til að geta að-
staðið í vondum veðrum. Ég
minnist hér á það sem fyrst vakti
athygli mína á Hilla. En eftir að
Amma var að vísu heldur lltil-
fjörleg núna síðustu æviárin, en
ég minnist hennar heima á
Hólmavík, þar sem hún var þekkt
sem sómakona, og hraustleiki og
vinnusemi einkenndi allt hennar
líferni. Aldrei féll henni verk úr
hendi, og hún var með afbrigðum
lagin og frumleg við allt það sem
hún snerti á, svo ekki sé talað um
kappið og áhugann sem alltaf var
fyrir hendi. Það er eigi að undra,
að það hefur verið henni mikið
áfall þegar sjónin tók að daprast'
eftir að hún kom til Reykjavíkur,
og hún varð að leggja sauma-
skapinn og lesturimá hilluna. Þar
stærri þáttur tekinn frá henni en
nokkurn getur órað fyrir.
Eins og ég þekkti ömmu, þá var
það einn eiginleiki hennar, sem
ég hef oft hugsað um og ber
virðingu fyrir. Aldrei bar
hún kala til nokkurrar mann-
eskju, þrátt fyrir að hún hefði
stundum haft ástæðu til og engan
mátti hún vita óvin sinn. Fyrir-
gefningin var hennar æðsta hug-
sjón og hún átti til hlýju og um-
burðarlyndi, þó hún léti það
kannski ekki alltaf í ljós.
Ég kveð ömmu með þessum fáu
orðum og ber henni hjartans
hakkir mlnar fyrir a!!t og að við
skyldum fá að vera svo lengi
saman hér í þessu jarðlífi, sem
hefur gefið okkur margar
skemmtilegar samverustundir.
Ég finn fyrir tómleika núna þegar
hún er farin, en eftir lifir minn-
ingin um góða konu, og minn-
ingin verður ekki frá mér tekin.
Kristfn Björk
ég fór að kynnast honum tók ég
sífellt minna eftir þessari fötlun
hans. Hann hafði svo marga
meira áberandi eiginleika þegar
maður fór að kynnast honum
betur. Vil ég þar sérstaklega
nefna hans léttu og góðu lund,
sem hafði svo góð áhrif á um-
hverfi hans, og gerði það að verk-
um að hann aflaði sér margra
góðra félaga.
Einnig fannst mér iífsviðhorf
hans svo jákvæð, fannst hann
alltaf sjá björtu hliðarnar við lífið
og tilveruna. Hann tók lifinu eins
og það er, og var ekkert að víla
eða vola eða vorkenna sér, sem ég
held að mörgum hafi verið hætt
til í hans sporum. Hann hafði
mjög gaman af alls konar veiði-
skap og fór oft í veiðiferðir með
félögum sinum, sem hann átti
marga og hann hafði aflað sér
með sinni léttu lund. Eftir að
hann gerðist starfsmaður í
Straumsvík keypti hann sér lítinn
bát í félagi við annan ogstunduðu
þeir hroknkelsaveiðar og annan
veiðiskap á honum í vaktafrium -
og fóru þá í róður ýmist saman
eða einir hvor fyrir sig. Og i eina
slíka veiðiferð fór Hilli einn hinn
29. marz, en það varð hans síðasta
sjóferð, því i þeirri ferð fórst
hann. Ég veit að við fráfall Hilla
verður söknuðurinn mestur hjá
öldruðum foreldrum, og ellin
verður þeim daprari eftir að hann
er horfinn. En það er ekki í fyrsta
sinn sem sorgin kveður dyra hjá'
þeim, þar sem þau hafa eignast
átta börn en eiga nú aðeins þrjú
eftir. Að endingu vil ég biðja guð
að blessa öldruðum foreldrum og
öðrum aðstandendum allar góðar
minningar um Hilla sem ég veit
að þau eiga ótalmargar. Einnig
veit ég að margir sem kynnst hafa
honum minnast hans með hlýju
og söknuði, og telja sig hafa haft
ávinning af að kynnast honum.
Og er ég einn af þeim.
Emil Þórðarson.
Afmælis-
o g
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á i mið-
vikudagsblaði, að berast i síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.
S-
1
V ölundar-hur ðir
Valin efni — Vönduð smíði
Cullalmur
Eitt mesta úrval landsins af fallegum innihurðum í mörgum
gerðum. Stuttur afgreiðslufrestur og góðir greiðsluskilmálar.
Komið og skoðið í sýningarsal
okkar, Skeifunni 19
IIMBURVERZIIININ VfilUNDUR hf.
Hvað er í JRDPICANJf ?
Engum sykri er
bætt í
JRDPICANA
Engum rotvarnar-
efnum er bætt í
JROPICANA
Engum bragðefn-
um er bætt í
JROPICANA
Engum litarefnum
er bætt f
JROPICANA
JROPICANA
er hreinn
appelsínusafi
og í hverju
glasi (200 grömm)
af JRÖPICAHif
er:
A-vítamln 400 ae
Bi-vítamín (Thiamln) 0,18 mg
Ba-vítamfn (Riboflavln) 0,02 —
B-vítaminið Niacin 0,7 —
C-vítamín 90 —
Járn 0,2 —
Natríum 2 —
Kalíum 373 —
Calcfum 18 —
Fostór 32 —
Eggjahv.efni (protein) 1,4 gr
Kolvetni, það er:
Sucrose 11 gr
Fructose 4 —
Glucose 7 —■
Orka 90 he
Fékkst þú þér JROPICANA í morgun?