Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 107. tbl. 63. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmynd Fridþjófur Knut Frydenlund ræð- Osló, 18. maí — Frá Magnúsi Finnssyni, blaðamanni Mbl. I KVÖLDFRÉTTUM norska sjón- varpsins var mikið fjallað um NATO-fundinn, sem á að hefjast hér f Osló á fimmtudag. Var þar meðal annars rætt um hver yrðu helztu málin, sem utanrfkisráð- herrar rfkja Atlantshafsbanda- lagsins tækjust á við og yrðu efst á baugi á fundinum. Var þar fyrst talin deila tslands og Bretlands um þorskinn á ts- landsmiðum. Voru menn sam- mála um að þetta þorskastrfð yrði eitt af aðal umræðuefnunum. Þar á eftir kæmu svo almenn mál bandalagsins, þ.e. mál tengd SALT-viðræðunum svonefndu og þróunin eftir öryggismálaráð- Nýjar jarð- hræringar í Uzbekistan Moskvu, 18. maí — AP. MARGIR jarðskjálftar mældust í dag á Kyzylkum- eyðimörkinni í sovétríkinu Uzbekistan, þar sem mjög harður jarðskjálfti varð á mánudag. Mestu hrær- ingarnar á mánudag mæld- ust 9 stig á Medvedev- kvarða, en það jafngildir um 7,3 stigum á Richter- Framhald á bls. 31. 1 Giscard hylltur í USA Washington, 18. maí. AP. VALERY Giscard d'Estaing forseti Frakklands ávarpaði báðar deildir Bandarfkjaþings f dag og hvatti þar til áfram- haldandi tilrauna til að bæta sambúð austurs og vesturs. Hann sagði að með bættri sam- búð ætti hann við þróun sam- eiginlegra hagsmunamála og gagnkvæman trúnað austurs og vesturs, en þessi stefna fæli ekki f sér neina breytingu á Iffsháttum f vestrænum rfkj- um, né heldur tilslökun f sið- ferðilegu mati þeirra. Þegar Giscard d'Estaing gekk í þingsalinn var honum ákaft fagnað. Viðstaddir voru flestir þeirra 535 þingmanna, sem sæti eiga í báðum þing- deildum, auk ráðherra og um 75 fulltrúa erlendra rt'kja. Er þetta í fyrsta skipti siðan Georges Pompidou heimsótti Framhald á bls. 31. Landhelgisdeilan til umræðu í Ósló: 127 atkvæði í húfi í tvennum forkosningum Detroit, Michigan, 18. maí. — AP. Reuter. 1 DAG var efnt til forkosninga i tveimur rfkjum Bandarfkjanna, og er úrslitanna beðið með mik- illi eftirvæntingu, bæði f herbúð- um republikana og demókrata. Kosningarnar eru f Michigan, heimarfki Ford forseta, og í Maryland. Hjá republikönum eru það þeir Gerald Ford forseti og Ronald Reagan fyrrum ríkisstjóri, sem leiða saman hesta sína. Er Ford spáð sigri i Maryland, þar sem Reagan hefur haft sig litt í frammi. Þar eru kosnir 43 fulltrú- ar á flokksþingið í Kansas City í ágúst, en flokksþingið kýs fram- bjóðanda við forsetakosningarnar í nóvember. I Michigan eru lin- urnar ekki jafn skýrar. Reagan hefur lagt mikla áherzlu á að vinna sér fylgi þar, enda telur hann að sigur i heimaríki forset- ans væri sér mikill siðferðilegur stuðningur, en gifurlegt áfall fyr- ir Ford. Jafnvel naumur sigur Fords i Michigan yrði talinn Reagan til hagsbóta. Þess vegna leggja stuðningsmenn Fords á það mikla áherzlu að gera sigur hans sem mestan. í Michigan eru kjörnir 84 fulltrúar á flokksþing- ið. Fyrir kosningarnar í dag var staðan þannig að Reagan hafði tryggt sér 427 fulltrúa á flokks- þingið en Ford forseti 362. 1130 atkvæði þarf til að ná útnefningu. Hjá demókrötum þarf Jimmy Carter að berjast hart á báðum vigstöðvum, en hann er nú lang atkvæðamestur keppendanna um framboð flokksins. í Michigan býður Morris Udall þingmaður frá Arizona sig fram gegn Carter, 'Og i Maryland er það nýliðinn Edmund „Jerry“ Brown rikis- stjóri í Kaliforníu. Skoðana- kannanir benda til þess að Carter sigri glæsilega í Michigan, en Framhald á bls. 31. ræður við hinn brezka starfsbróð- ur sinn, Anthony Crosland. Litill vafi leikur á að hið svokallaða þorskastríð verður aðalviðræðu- efnið. Frydenlund sagði á fundi í dag, þriðjudag, að hann hefði ekki fyr- irfram beðið um viðræðufund við Einar Ágústson utanríkisráð- herra. En slíkur fundur verður ákveðinn eftir komu Einars til Ákvörðun um fund með Ein- ari Agústssyni tekin eft- ir komu utanríkisráðherra stefnuna í Helsinki. A meðan rætt var um þorskastrfðið var sýnd kvikmynd, sem tekin hafði verið frá freigátu og sýndi Óðin ösla þar áfram f miklum sjó. Norska fréttastofan NTB var einnig með vangaveltur um ráð- herrafundinn, og segir í frétt það- an m.a.: Verður grundvöllur að lausn fiskveiðideilu íslands og Bret- lands lagður í Osló næstu daga? Utanríkisráðherrar beggja landanna sitja utanríkisráðherra- fund NATO á fimmtudag og föstudag, og þeir sem gerst þekkja til halda þvi fram að það séu góðar horfur á því að þar finnist grundvöllur til að byggja á. Þeir halda þessu fram þrátt fyrir það að þróunin síðustu daga hafi sízt verið til að bæta stöðuna. Á mánudagskvöld kröfðust full- trúar allra flokka á íslandi þess að Alþingi kallaði heim sendi- herra íslands í aðalstöðvum NATO í Briissel. Krafan er fram komin vegna útbreiddrar óánægju með afskipti NATO af deilunni. Noregur hefur unnið að því á bak við tjöldin að reyna að fá fram lausn á deilunni, og á mið- vikudagskvöld mun Knut Fryden- lund utanríkisráðherra eiga við- Osló. Við sama tækifæri sagði Frydenlund að það væri undir þessum tveimur utanríkisráð- herrum komið að ákveða hvort þeir vildu eiga saman einkafund. Fréttastofan bendir á að ekki sé stjórnmálasamband milli land- anna, því hafi verið slitið, og ef einkafundur yrói haldinn mætti búast við að reynt yrði að halda honum leyndum. Það er ekki sízt vegna þess, segir NTB, að islenzka ríkisstjórn- in hefur ávallt lagt á það áherzlu að öll brezk herskip verði að fara af hinum umdeildu fiskimiðum áður en samningar geti hafizt. Utanríkisráðherrarnir tveir ættu þrátt fyrir allt að fá gott Framhald á bls. 31. Brezka stjórnin ákveður: Engar uppbætur fyrir skertan aflahlut á Islandsmiðum Hull, 18. maí. Einkaskeyti til Mbl. AÐ SÖGN brezka varnarmálaráóuneytisins er 31 brezkur togari nú á afmörkuðu svæði út af Austf jörðum, og þeim til varnar sex freigátur, 5 dráttarbátar og einn togari. Samkvæmt okkar útreikningi er þetta stærsti og kostnaðarsamasti verndarfloti, sem verið hefur við tsland frá þvf þorskastrfðin hófust. Og samt veiða togararnir lítið sem ekkert. Brezka stjórnin lýsti þvf yfir f dag að togarasjómönnum yrðu ekki greiddar neinar uppbætur fyrir skerðingu á afla vegna að- gerða fslenzku varðskipanna, en fyrir nokkru hótuðu sjómennirnir að halda heim ef þessi uppbót fengist ekki. Viðbrögð í Bretlandi við þessari ákvörðun stjórnvalda hafa verið tvíþætt. Tom Neilsen fram- kvæmdastjóri félags yfirmanna á togurum taldi líklegt að togara- skipstjórarnir létu þessa ákvörð- un ekkert á sig fá, en mundu halda áfram veiðum á Islandsmið- Framhald á bls. 31. Ford sigurstrang- legri en Reagan ir við Crosland 1 kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.