Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 13 Núverandi miðbæjarkjarni myndaðist löngu fyrir síðustu aldamót og má reyndar rekja byggðarkjarna með þjónustu og verzlunarmiðstöð tii innrétt- inga Skúla Magnússonar. Fullklárið göngugötuna Nú var nokkuð rætt um reynsluna sem komin er af göngugötunni í Austurstræti, og hvort sú reynsla sýndi að opna ætti fleiri göngugötur. Það kom fram, að áður en farið verði að skipuleggja nýjar göngugötur verði að krefjast þess af viðkomandi yfirvöldum, að göngugötunni í Austurstræti verði fyrst komið í það horf, sem á að vera. Nákvæm reynsla fengist ekki af götunni, fyrr en búið væri að ljúka verkinu. Það sem enn vantaði í göngugötuna væri t.d. söluturninn gamli, sem búið væri að ákveða að risi þar og útisölustaðir (kiosk), þar sem fólk fengi t.d. að selja heimagerða muni o.s.frv. Litlir veitingastaðir í stað niðurgreiddra mötuneyta Þá vildu samtakamenn benda á að litla veitingastaði vantaði við Laugaveginn, en hið opin- bera drægi slíkt niður, með sín- um mötuneytum, þar sem fæðið væri greitt niður af almannafé. Það fer ekki á milli mála, að fólki fer nú ört fækkandi I Holt- unum og hefur verið rætt um hvernig breyta mætti þeirri þróun. Andlit höfuðborgarinnar Að lokum sögðu stjórnar- menn Laugavegssamtakanna, að Reykvíkingar væru við- kvæmir fyrir sínum gamla borgarhluta, sínu hefðbundna verzlunar- og athafnahverfi, þeir vildu gefa því aðlaðandi svip, fegra gömlu húsin, inn- rétta þægilega verzlunar- og veitingastaði, laga umhverfið og byggja ný og falleg hús. Þetta væri miðborg Reykjavík- ur, þetta væri andlit höfuðborg- arinnar gagnvart okkur sjálf- um og erlendum þjóðum. Er gamli bærinn hornreka? Samtökin bentu á að undan- iarið hefði skipulag borgarinn- ar beinst að þvi að gera verzlun- ar- og þjónustustöðvar í nýjum borgarhlutum sem aðgengileg- astar, meðal annars með næg- um bilastæðum og góðri að- komu. Á sama tíma hefði ekk- ert verið gert i skipulagsmálum gamla borgarhlutans hvað um- ferðarvandamálin snerti. Þetta væri nú þegar farið að hefna sín, og mætti eigi við svo búið standa lengur. Það yrði því að gæta fyllstu varkárni, láta framkvæmdirnar koma í réttri röð og þrengja hvergi að slag- æðinni sjálfri, Laugavegi — Bankastræti — Austurstræti. Við erum í hlutverki garðyrkju- mannsins og viljum hlúa að þessu svæði, og við erum stað- ráðin í að beita okkar samtaka- mætti til framgangs þessum borgarhluta. Emetía Jónasdóttir leikkona 75 ára í dag á Emilía Jónasdóttir leikkona 75 ára afmæli, en hún hefur eins og kunnugt er, um margra ára skeið, verið ein af vinsælustu leikkonum okkar. Hún á einnig 50 ára leikafmæli þann 19. júní n.k. Fyrsta hlutverk sitt lék hún hjá Leikfélagi Akur- eyrar árið 1926 og var það í leik- ritinu Ambrosiusi eftir Christian Molbeck, en leikstjóri var Harald- ur Björnsson. Emilía er fædd á Þingeyri við Dýrafjörð þann 19. maí árið 1901 og voru foreldrar hennar hjónin Jónas Jónasson og Ingibjörg Bergsdóttir. Ung að árum fluttist hún til Norðurlands og mun hafa dvalist á uppvaxtarárum sínum á Akureyri og þar hóf hún leikferil sinn eins og fyrr er getið. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur og hér í höfuðborginni hefur hún unnið sín markverðustu störf á leiksviðinu. I mörg ár lék hún í revíum og gamanleikjum hjá „Fjalakettin- um“ og var um tima ein af skær- ustu stjörnunum hjá því leikfé- lagi. Ennfremur lék hún á þess- um árum hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Eftir að Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950 var oft ieitað til Emilíu með ýms hlutverk. Hún lék m.a. í tveimur af fyrstu sýn- ingum Þjóðleikhússins, Fjalla- Eyvindi og íslandsklukkunni, við — Blöndu- virkjun Framhald af bls. 10 vatn, sem verður inntakslón virkj- unarinnar. Gilsá er stífluð skammt neðan við vatnið og nú- verandi vatnsborð hækkað um nærri tvo metra. Verður þá einnig að stífla í lægð austan við sunnan- vert vatnið. I farvegi Gilsár verður steinsteypt yfirfall og botnrásarloka, en stiflan verður að öðru leyti úr jarðefnum. Inntaksskurður virkjunarinnar frá Gilsvatni að Selbungu verður um 7 km langur. Inn i skurðinn er vatnið tekið um hjólaloku og verður um 4,6 m hæðarmunur á vatnsborði ofan og neðan loku. Skurðurinn liggur um flá milli Gilsár og Sléttárdals, þar sem jarðstiflur verða beggja vegna hans, og síðan austan við Stóra- barð og Selbungu að inntaki í fallgöng. Við suðurenda myndast litið lón ofan við jarðstíflu. í jarð- stíflunni verður steinsteypt inn- taksvirki með geiraloku. Að stöðvarhúsi, sem ráðgert er neðanjarðar, verða lóðrétt, hring- laga aðrennslisgöng. Frárennslis- göng verða niður í farveg Blöndu, þar sem hún er í 90 m hæð yfir sjávarmál, 0.7 km ofan við brúna hjá Syðri-Löngumýri. Á fylgiskjali 1 og 2 eru sýndar helstu einkennistölur virkjunar- innar og áætlaður kostnaður. Fulltrúar iðnaðarráðuneytisins í samstarfsnefnd ráðuneytisins og Náttúruverndarráðs um um- hverfismál óskuðu eftir að ráðið lýsti viðhorfum sínum til virkjun- ar við Blöndu.“ TVÆR STÓRAR VIRKJANIR FYRIR MIÐJAN NÆSTA ÁRATUG 1 svari sínu segir Náttúru- verndarráð meðal annars: „Á þessu stigi getur Náttúru- verndarráð tekið fram, að það sér ekki fram á neina meiri háttar árekstra að því er varðar náttúru- minjar eða fyrirhugaðar frið- lýsingar og gerir að svo stöddu ekki athugasemdir við þær hug- myndir um virkjunartilhögun, sem fram koma í skýrslum Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen „Um virkjun Blöndu I og 11“ frá maí og júní 1975. Hins vegar áskilur ráðið sér rétt til frekari umfjöllunar þegar niðurstöður náttúruverndarkönnunar liggja fyrir og þegar nánari útfærsla virkjunartilhögunar hefur verið ákveðin." vígslu leikhússins. Síðar lék hún í fjölmörgum sýningum hjá Þjóð- leikhúsinu. Segja má að Emilía hafi á s.l. 25 árum leikið jöfnum höndum bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Enn eru ótaldar þær mörgu leik- ferðir, sem Emilía hefur farið um landið, á undanförnum 30 árum, og hefur hún jafnan vakið mikla hrifningu hjá leikhúsgestum um hinar breiðu byggðir landsins. Það sem hefur einkennt Emilíu Jónasdóttur sem leikkonu, er hressileg og fjörleg framkoma á leiksviðinu og rík skopgáfa. En umfram allt er það hjartahlýja hennar og tilfinningahiti, sem Umhverfisáhrifin eru einkum fólgin I þvf, að beitiland glatast undir uppistöðulónið. Sérfræð- ingar Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins, Dr. Björn Sigur- björnsson og Yngvi Þorsteinsson, magister, hafa gert grein fyrir rannsóknum stofnunarinnar á beitartapi á lónstæðinu. Sam- kvæmt niðurstöðum þeirra er unnt að bæta beitartjón af völd- um lónsins með því að rækta upp örfoka land i nágrenni þess, en á þeim stöðum hefur Rannsókna- stofnun landbúnaðarins haft með höndum uppgræðslutilraunir um nokkur undanfarin ár. Tilraunir þessar sýna að slík uppgræðsla er möguleg. I apríl 1975 var áætlanagerð um virkjun Blöndu það langt komið að iðnaðarráðherra ákvað að kynna heimamönnum áform um hugsanlega virkjun. Ráðherra boðaði til fundar að Blönduósi 25. apríl 1975. Fundinn sátu sveitarstjórnarmenn, bændur o.fl. aðilar í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu, sem hags- muna töldu sig eiga að gæta við gerð virkjunarinnar, samkvæmt þeim áætlunum sem þá lágu fyrir. Var málið kynnt frá ýmsum hliðum af ráðherra og þeim sér- fræðingum sem unnið höfðu að undirbúningi þess. Hér var um að ræða nýlundu í vinnubrögðum að kynna fyrir heimamönnum áform um virkjunina á frumstigi málsins og kanna viðhorf þeirra. í framhaldi af þessu voru eftir ábendingu heimamanna athug- aðar ýmsar breytingar á virkj- unartilhögun. Voru niðurstöður kynntar á fjölmennum fundum í júlímánuði að Húnavöllum og Varmahlíð. Siðan hafa verið haldnir fundir með heimamönnum í héraói og í iðnaðarráðuneytinu. Hefur verið rætt ýtarlega um tilhögun bóta fyrir þá röskun á aðstöðu, sem virkjunin kann að skapa bændum á svæðinu, og samin drög að sam- komulagi, sem birt er hér sem fylgiskjal 3. Samanburður á orkuspám og vinnslugetu núverandi vatns- orkuvera að viðbættum Sigöldu- og Kröfluvirkjunum sýnir, að þessar virkjanir geta fullnægt raforkuþörfum skv. raforkuspá þeirri fyrir landið i heild sem rakin er í fylgiskjali 4 fram til 1982, en að þörf verður fyrir afl- viðbót í kerfinu þegar 1980. I þessari spá er einungis reiknað með þegar umsaminni stóriðju að viðbættum vexti almennrar notk- unar og rafhitun þeirra lands- hefur verið grunntónninn i allri leiktúlkun hennar. Margir telja að best hafi henni tekist að túlka hina. látlausu og hrjáðu alþýðu- konú. Félagar Emiliu í Félagi ís- lenskra leikara senda henni hug- heilar árnaðaróskir í tilefni af 75 ára afmælinu og óska henni allrar blessunar. Klemenz Jónsson. ★ Emilia verður i dag stödd hjá dóttur sinni og tengdasyni að Sogavegi 16, og tekur á móti gest- um milli kl. 3 og 7. — Minning Margrét Framhald af bls. 23 hann og konu hans og dvaldist hjá þeim um tíma. En þá var heilsu hennar byrjað að hnigna. Margrét bjó fyrst á Lindargötu 16 ásamt Jóni í sambýli við systur sína Ölinu og fjölskyldu hennar. Hallgerður var þar hjá þeim systrum til skiptis. Fyrir fjörutíu árum fluttu þau i nýbyggt hús sitt og Magnúsar og Kristínar á Laugarnesvegi 34 og höfðu þar sambýli siðan meðan bæði lifðu og Margrét ætíð. Á síðustu árum eftir að heilsu og krafta þraut naut Margrét um- önnunar sinnar góðu dóttur og manns hennar. Hún andaðist á Landspitalanum að morgni 12. mai síðastliðnum og hafði þá þrjá um áttrætt. Málfríður Einarsdóttir svæða sem litla möguleika hafa á hitaveitu. í henni er reiknað með hitaveitu á Akureyri og sums- staðar á Vestf jörðum einnig. Upp úr 1980 i síðasta lagi þarf því ný virkjun eða virkjanir að koma til. Það fer eftir þróun markaðsins hversu lengi sú virkjun endist. Komi enginn nýr orkufrekur iðnaður til mun ný stórvirkjun endast fram á siðari hluta áratugsins 1980—1990. Ef á hinn bóginn kemur til nýr stór- notandi í byrjun næsta áratugs, t.d. norðanlands, getur svo farið að næsta virkjun og sú þarnæsta einnig verði fullnýttar jafnskjótt og sá notandi kemur til. Ef ekki verður um nýjan stórnotanda að ræða, en ~nokkra miðlungsstóra, en það kann að sumra mati að þykja æskilegri iðnþróun, þá má gera ráð fyrir að næsta virkjun verði fullnýtt nálægt miðjum næsta áratug eða fyrr, eftir stærð hennar. ORKUSPÁ Frumvarpinu fylgir orkuspá unnin af Landsvirkjun fyrir Suð- ur- og Vesturland, en Orkustofn- un fyrir aðra landshluta. Spáin var gerð árið 1975 og byggir á orkusölu og framleiðslu til og með árinu 1974. Unnið er að þvi að endurskoða spána. I spánni er tekið tillit til þeirra samninga, sem þegar hafa verið gerðir um sölu á raforku til stóriðju, en ekki talið með sú raforka, sem hugsan- lega verður samið um siðar til notkunar í stóriðju eða til mið- lungsstórra notenda. Um einstaka liði i spánni er þetta að segja: Reiknað er með að íbúafjöldi vaxi um 1.5% árið 1975, en að fjölgunin verði minni i framtið- inni og verði komin niður í 1% árið 1990. Rafhitun er áætluð þannig að landinu er skipt í hitaveitusvæði annars vegar og rafhitunarsvæði hins vegar, og er hver þéttbýlis- kjarni á landinu rannsakaður með tilliti til þessa, og eru um 22% af ibúum landsins nú taldir á rafhitunarsvæði, en þetta hlutfall er mjög mismunandi eftir lands- hlutum, og gæti breyst með frek- ari rannsóknum. Reiknað er með að allir þeir, sem eru á rafhitun- arsvæði muni fá rafhitun, en að þessu marki verði náð á mismundandi timum i hinum ýmsu landshlutum. Rafhitunar- þörfin er talin 9.300 kWh á íbúa árið 1973 og vex um 1% á ári vegna aukins húsrýmis. Þjónustugreinar eru skólar, sjúkrahús, verslanir, skrifstofur. Athugasemd BlaSinu hefur borizt eftirfarandi frá Byggi h.f.: f grein undirritaðri af Kristjáni Pit- urssyni, sem birtist I blaSi ySar 25. april 1976, segirm.a. svo: ,.Þá vann ég einnig aS lögreglu- rannsókn á árunum 1958—1961 og Byggis. sem var verktakafyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Sú rannsókn leiddi m.a. til þess aS fyrirtækiS var svipt heimild til rekstrar á Keflavlk- urflugvelli." Hér virSist málum nokkuS bland- aS. Byggir h/f fékk leyfi til verktaka- starfsemi á Keflavíkurflugvelli á ér- inu 1955. Rak félagiS nokkra starf- semi þama ásamt öSrum fram á áriS 1959. Á þvl ári risu nokkrir úfar meS Byggi h/f og utanrlkisráSuneytinu. RáSuneytiS afturkallaSi þá leyfi fé- lagsins til verktakastarfsemi á flug- vellinum. Jafnframt krafSist þaS dómsrannsóknar á starfsemi félags ins. Rannsókn þessari lauk ! ágúst- mánuSi 1959, án þess að til frekari aðgerða kæmi á þeim vettvangi enda fyrirsvarsmenn Byggis h/f saklausir af öllum sakaáburði. Ekki er félaginu kunnugt um það hvort einhver Krist- ján vann að rannsók þessari, en vel má það vera. Deilum Byggis h/f og utanrlkis- ráðuneytisins lauk með dómi Hæsta- réttar 5. ma! 1961. Var þar dæmt, að utanríkísráðherra hefði stjórn- skipulega heimild til að ráða þv! hvaða aðiljar hefðu með höndum starfsemi á vamarsvæðunum. I málaferlum þessum bar utanrlkis- ráðuneytið það aldrei fyrir sig, að fyrirsvarsmenn Byggis h/f hefðu brotið landslög I sambandi við starf- semi slna á varnarsvæðunum. Virðingarfyllst pr. Byggir h/f B.Bjömsson. hótel o.s.frv. Raforkunotkun í þjónustu er talin vaxa um 6% á mann á ári, eða vegna fólksfjölg- unar um 7.5% árið 1975 en um 7% árið 1990. Heimilisnotkun er öll raforku- notkun á heimilum utan rafhit- unar, og er talin vaxa um 6% á íbúa á ári nú, en aukningin minnki í 5% árið 1990. Sé tekið tillit til fólksfjölgunar verður aukningin 7.5% árið 1975 en 6% árið 1990. Landsvirkjun reiknar í sinni spá með því að heimilisnotk- unin mettist árið 1985 og verði þá 1800 — 2000 kWh á íbúa á ári. I reynd er tiltölulega lítill munur á þessum aðferðum á þvi timabili, sem spáin nær yfir. Iðnaður er allur iðnaður utan stóriðju, sem er einungis á Suð- vesturlandi. Aukningin i raforku- notkun iðnaðar er áætluð 11% nú, en minni árið 1990, eða 7%. Á svæði Landsvirkjunar er notkun- in áætluð fyrir einstök svæði að lokinni ypplýsingaöflun frá heimamönnum. Aukningin er áætluð misjöfn milli ára, en er nálægt 7% að meðaltali. Önnur raforkusala er meðal annars til götulýsingar og súg- þurrkunar. Aukningin er áætluð lág, eða 5% á ári nú, en 3% árið 1990. Raforkusala til almennra nota fæst með því að leggja saman þessa fimm liði í raforkunotkun- inni, en aukningin milli ára er afleiðing af þeim forsendum, sem raktar eru hér að framan, um þróun einstakra liða. Þar sem reiknað er með hlutfallslega mestri rafhitun, þ.e. á Austur- landi og Vestfjörðum verður aukningin mest eða allt að 20% á ári. Orkuvinnsla i rafstöð er raf- orkusala að viðbættum töpum og eiginnotkun rafveitna, sem eru 20% af orkuvinnslunni á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum en lægri á S-V-landi. Að gefnum forsendum um nýtingar- tima rafstöðvanna má áætla afl- þörfina, en þess ber að geta að samanlagt afl rafstöðva þarf að vera 20% hærra vegna hugsan- legra bilana og eðlilegs viðhalds. Á svæði Landsvirkjunar eru fjórir stórir notendur, sem þegar hefur verið samið við um orku- sölu, þ.e. Áburðarverksmiðjan, Álverið, Keflavíkurflugvöllur og járnblendiverksmiðjan við Grundartanga. Áætluð raforku- þörf þeirra að viðbættum flutn- ingstöpum er skráð í sérstaka dálka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.