Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 19 Tilraunir Islendinga og Norðmanna: Ný veðurathugunar- bauja SV af íslandi UM ÞESSAR mundir hefst nýr þáttur I samvinnu tslands og Nor- egs f veðurathugunarmálum. Verður eftir helgi komið fyrir sérstakri bauju um 200 mflur SV af tslandi og mun þessi bauja senda upplýsingar um veður og annað á þessu svæði með þriggja tfma millibili. Baujan er eign norsku veðurathugunarstofnun- arinnar en hún kostar um 8—10 milljónir. Hún er um 4 m löng og vegur um 1500 kg f vatni. Af þessu tilefni eru nú staddir á landinu tveir Norðmenn, þeir Carl W. Kolderup Jensen veður- og tæknifræðingur og Niels Ner- gaard verkfræðingur. Baujan hef- ur þegar verið revnd á ytri höfn- inni í Reykjavfk með góðum árangri. Staðsetning baujunnar er, að sögn Hlyns Sigtryggssonar veður- stofustjóra, sérstaklega heppileg fyrir Island. Þó að margar þjóðir muni að sjálfsögðu njóta góðs af baujunni hefur hún mesta þýð- ingu fyrir veðurspár og veðurat- huganir á íslandi. Eins og áður sagði er baujan Listiðn með sýn ingu á listahátíð FYRIR skömmu hélt félagið List- iðn, samband listiðnaðarmanna, iðnhönnuða og arkitekta aðal- fund sinn. Kom m.a. fram f skýrslu fráfarandi formanns að í vetur hefðu staðið yfir viðræður milli formanns Listiðnar og for- manns sýningarnefndar félagsins annars vegar og framkvæmda- stjórnar og framkvæmdastjóra listhátfðar, ásamt fulltrúa Hurð skall nærri hælum í MINNINGARGREIN um Magn- ús Vigfússon, húsasmíðameistara féll niður að geta þess, er rætt var um smíði hans á síldarverksmiðj- unni á Raufarhöfn 1939 til 1940, að skipið sem flutti síldarvinnslu- vélarnar í verksmiðjuna frá Nor- egi, lét úr höfn í Bergen 10. apríl 1940, sama daginn og Þjóðverjar hernámu Noreg. Var það ómetanlegt happ fyrir sjávarútveginn og landsmenn alla, að skipið skyldi komast leið- ar sinnar. Þá ber að leiðrétta, að dánarár Snorra ríka, útvegsbónda og skipasmiðs i Engey, sem Magnús rakti ætt sina til, var árið 1841, en ekki 1851, eins og misritast hafði í greininni. Sveinn Benediktsson. Skák Framhald af bls. 3 svörtu kóngsstöðunni) Hc8 14. Dd3 g6! (Nauðsynlegur varnar- leikur. I skákinni Portisch — Karpov Mílanó 1975 fataðist svörtum illilega vörnin í þess- ari stöðu. Hann lék 14. ... He8? og lenti í miklum erfiðleikum eftir 15. d5! exd5 16. Bg5) 15. Bh6 He8 16. Hadl Bf8 17. Bg5 Be7 18. Bh6 (Friðrik telur sig ekki hafa upp á neitt að tefla lengur og ákveður því að þrá- leika) Bf8 19. Bg5 Jafntefli. BROWNE — FRIÐRIK Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 exd4 4. Rxd4 a6 (Paulsen afbrigðið en því hefur Friðrik oft beitt með góðum árangri) 5. Bd3 Bc5 (Friðrik hefur oft leikið hinn athyglisverða leik 5. ... g6 en nú heldur hann sig við hefð- bundnari leiðir) 6. Rf3!? (Mjög óvenjulegur leikur. Algengast er hér 6. Rb3 Ba7 7. 0-0 og hvítur stendur örlítið betur) Rc6 7. c4 d6 8. Rc3 Rge7 9. 0-0 0-0 10. De2 e5! (Svartur hótar nú Bg4) 11. Rh4 Rg6 12. Rxg6 fxg6 13. Be3 Rd4. Hér sömdu keppendur um jafntefli enda hafa þeir vafa- laust séð fram á 14. Bxd4 Bxd4 15. Rd5 Be6 og staðan er i full- komnu jafAvægi Norræna hússins hins vegar um þátttöku Listiðnar í listahátlð 1976 með veglegri listiðnaðar- sýningu. Á siðast liðnu hausti fékk List- iðn fjárstyrk frá Iðnþróunarsjóði til að gera könnun á stöðu list- iðnaðar og iðnhönnunar á Islandi. Stefán Snæbjörnsson húsgagna- arkitekt hefur umsjón með fram- kvæmd þessa verks og er að vænta að því ljúki brátt. Á síðasta ári bættust 12 nýir félagsmenn í Listiðn og teljast félagsmenn nú vera 67. I stjórn félagsins voru kosnir Kristin Þorkelsdóttir formaður, Guðmundur Ingólfsson innlendur ritari, Sigrún Guðjónsdóttir erlendur ritari, Pétur B. Lúters- son gjaldkeri og Helgi Hafliðason meðstjórnandi. Varamenn voru kosnir Stefán Jónsson og Hörður Ágústsson. — Söngvari Framhald af bls. 3 febrúar sem ég læknaðist alveg. Þann sama dag losnaði ég einn- ig við fleiri sjúkdóma, bæði mér og lækni mínum til mikill- ar furðu. Síðan þá hef ég ekki bragðað áfengi. — Áður en ég kynntist krist- inni trú samdi ég ekki eitt einasta ljóð eða laglínu. Eftir afturhvarf mitt hef ég hins veg- ar samið um 175 ljóð og lög af ýmsu tagi, sagði Ode Wannebo að lokum. Ode Wannebo syngur í kvöld í Fríkirkjunni I Reykjavik og ræðir um reynslu sina og einnig annað kvöld á sama stað. Undir- leikari er Gústaf Jóhannesson, auk þess sem hann leikur einn- ig sjálfur undir á gítar. Á föstu- dag syngur hann svo I Fríkirkj- unni og leikur þar með honum Ragnar Björnsson organisti. Ode Wannebo heldur frá Islandi á mánudag. Héðan fer hann til Noregs, Englands, Svíþjóðar, Þýzkalands og víðar til tónleikahalds. Ode Wannebo hefur einu sinni áður verið á íslandi fyrir nokkrum áruin og söng hann þá i Dómkirkjunni við undirleik dr. Páls Isólfssonari > staðsett um 200 km SV af landinu. Við staðarval slíkrar bauju er margs að gæta. Þar sem hún er mega helst ekki vera miklir straumar og þar sem hún er fest með akkeri við botn þarf botninn að vera góður. Þá verður hún einnig að vera þar sem skeyti hennar heyrast vel. Á þriggja tíma fresti sendir svo baujan upplýsingar um vindátt, vinhraða, loftþrýsting, lofthita og sjávarhita við yfirborð. Sumar mælingar eru teknar oftar en einu sinni til að óvissa verði minni. T.d. erú tvær loftvogir sem taka hvor tvær mælingar hverju sinni. Merkjamál baujunnar er háir og lágir tónar sem lesið er úr á ákveðinn hátt. Baujunni er komið fyrir i til- raunaskyni og aðeins til bráða- birgða. Verður hún tekin upp í haust en takist tilraunin vel hafa eflaust margir áhuga á að verður- athugunarbaujum verðJ komið fyrir á hafinu í kring um Island að sögn Hlyns Sigtryggssonar. Þá eru það tilmæli veðurstof- unnar að bátar sem sjá baujuna láti Veðurstofuna vita svo hægt sé að fylgjast með hvort baujan er ekki á réttum stað. Þó er sjófar- endum bent á að eiga ekki við baujuna að öðru leyti þar sem mikil rafspenna er á henni og getur verið lifshættulegt að snerta hana. 48. Stanzeit, Barbara Margarete, húsmóðir í Garðabæ, f. í Þýskalandi 19. maí 1935. 49. Stein, Christel Emma Ilse, húsmóðir á Akureyri, f. i Þýskalandi 24. desember 1935. 50. Torrini, Salvatori, fram- reiðslumaður í Reykjavik, f. á ítalíu 9. júni 1946. 51. Zeisel, Ellen Hrefna, barn í Reykjavík, f. á íslandi 28. desember 1964. 52. Zeisel, Haraldur, barn í Reykjavík, f. á tslandi 10. júni 1966. 53. Zeisel, Harry, verkamaður í Reykjavík, f. á Islandi 4. september 1946. 54. Zeisel, Henry, málarameist- ari í Reykjavik, f. á tslandi 4. september 1946. 55. Zeisel, Stefán Helgi, barn í Reykjavík, f. á islandi 27. apríl 1970. Nafnskilyrði: Nú fær maður, sem heitir er- lendu nafni, íslenskt ríkis- fangmeð lögum, og skal hann þá taka sér íslenskt fornafn. Börn hans skulu taka sér ís- lensk nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn. Laxfoss afhentur nýjum eigendum M.s. LAXFOSS, sem Eimskipa- félagið seldi nýverið til Grikk- lands, var afhentur hinum nýju eigendum I gær kl. 12 á hádegi í Hamborg. Eimskipafélagið keypti m.s. LAXFÓSS í ársbyrjun 1969 af Jöklum h.f., og hafði skipið því verið i eign Eimskipafélagsins í rösk 7 ár. Það var smíðað árið 1957. — Þessir hlutu Framhald af bls. 14 Akureyri, f. í Færeyjum 11. febrúar 1956. 44. Scheel, Angelika Hulda, húsmóðir í Reykjavik, f. í Þýskalandi 1. mars 1954. 45. Schmidt, Lore Else Char- lotte, húsmóðir í Garðabæ, f. í Þýskalandi 4. nóvember 1933. 46. Shwaiki, Mohammad Ali Jamil, verkamaður í Reykjavik, f. i Jórdaníu 29. desember 1943. 47. Skorpel, Edit, húsmóðir í Vestmannaeyjum, f. i Þvskalandi 7 iiílí 1934 — Námslán og námsstyrkir Framhald af bls. 14 barn sem hann hefur á framfæri sinu, sbr. C-lið 25. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 9 gr. 1. nr. 11/1975, og eigi er fullra 16 ára í byrjun þess árs er aukaafborgun skal fara fram. Ráðherra skal ákveða með reglugerð hvaða hlutfall af vergum tekjum til skatts umfram viðmiðunartekjur lánþegi skuli greiða sem aukaafborgun, enda sé gætt þess hámarks er getur i niðurlagi 2. mgr. 8. gr. Er ráð- herra heimilt að ákveða að þetta hlutfall fari stighækkandi í hlut- falli við hækkandi tekjur til skatts umfram viðmiðunartekjur. Hverri fastri árlegri afborgun skv. 1. mgr. 8. gr.' skal skipt á höfuðstól og verðbætur þannig, að upp í höfuóstól skal talin greidd jafnhá fjárhæð og nam fastri árlegri afborgun skv. 1. mgr. 8. gr„ þegar skuldabréf skv. 3. mgr. 7. gr. var út gefið, en afgangur'hinnar föstu árlegu af- borgunar (þ.e. sú hækkun sem á þeirri fjárhæð hefur orðið frá út- gáfu skuldabréfs til greiðsludags) skal talinn greiðsla á verðbótum. Hverri aukaafborgun skv. 2. mgr. 8. er shr. 3 mer bessarar er skal skipt í sama hlutfalli milli höfuðstóls og verðbóta og fastri árlegri afborgun hefði verið skipt á þeim tíma sem aukaafborgunin er innt af hendi. AÐSTÖÐUJÖFNUNAR- STYRKIR: 12. gr. hljóðar svo: Stjórn Lánasjóósins er heimilt að veita aðstöðujöfnunarstyrki til námsmanna sem verða að kosta sig fjarri eigin heimili sínu vegna náms sem er aðstoðarhæft skv. 1. og 2. gr., enda verði sams konar nám ekki stundað þar sem um- sækjandi á heima. Jöfnunarstyrki til námsmanna á Islandi skal ákveða með tilliti til ferðakostn- aðar og húsnæðiskostnaðar á dvalarstað. Fé því, sem veitt er á fjárlögum til námsstyrkja, skal m.a. varið til þess að vega upp á möti kostn- aðarauka hjá þeim námsmönnum sem fara utan til náms og skulu þeir að jafnaði ganga fyrir er stunda nám er eigi verður stund- að hérlendis. Sé námsmanni vegna örorku sinnar, framfærslu barna sinna eða maka eða af öðrum ástæðum að dómi sjóðsstjórnar illmögulegt að stunda nám sitt að fullnýttri lánaheimild má veita honum styrk úr sjóðnum, enda verði höfð hliðsjón af þeim bótum sem hann fær skv. gildandi tryggingalög- gjöf. GREIN, SEM OLLI ÁGREININGI. 16. gr. hljóðar svo: Ráðherra setur með reglugerð frekari ákvæði um framkvæmd þessara laga m.a. að því er varðar meginreglur um útborgun lána með jöfnum mánaðarlegum greiðslum o.s.frv. Heimilt er ráðherra að ákveða í reglugerð að námsmenn utan Háskóla Islands skuli greiða hags- munasamtökum sínum hliðstætt gjald og Stúdentaráð Háskóla Islands fær til sinna nota af „inn- ritunargjaldi". Á sama hátt getur ráðherra ákveðið að Lánasjóður innheimti gjald þetta þegar út- borgun námsaðstoðar fer fram. Sjóðsstjórn setur reglur um önnur atriði úthlutunar, þ. á m. hvað teljist „námslok", sbr. 3. mgr. 7. gr„ og skulu úthlutunar- reglur sjóðsins árlega gefnar út í heild, samþykktar af ráðherra. Sjóðsstjórn setur og reglur um hvenær lánþegi skuli í síðasta lagi eiga þess kost að greiða gjald- fallið lán skv. 3. mgr. 7. gr. með skuldabréfi. .Mj#' HreyfUshúsinu við Grensasveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.