Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 23 Ása B. Ásmundsdóttir Ijósmóðir — Minning Asa B. Asmundsdóttir ljósmóð- ir verður til grafar borin í dag. Hún fékk hvíldina föstudaginn 7. mai 1976, eftir langa starfsævi og meira en árslegu á Landakots- spitala. Ása Bjarney Ásmundsdóttir fæddist 16. ágúst 1888 í Ytri-Haga á Árskógsströnd í Eyjafirði. Faðir hennar, Ásmundur Bjarni Egils- son, drukknaði áður en Ása fæddist, og var hún látin heita í höfuðið á honum. Móðir Ásu, Helga Guðrún Baldvinsdóttir, hélt áfram búskap í Ytri-Haga og giftist síðar Kristni Ásgrímssyni, og með honum eignaðist hún fimm börn. Tvær af hálfsystrum Ásu urðu ljósmæður eins og hún, þær Jóna Kristinsdóttir í Vestmannaeyjum, en hún lést á síðastliðnu hausti, og Guðbjörg Kristinsdóttir í Siglufirði. Snemma fékk Ása löngun til að afla sér meiri menntunar en hún átti kost á í sveitinni, en á þeirri tíð, frá 1880 til 1907, var skyldu- nám aðeins lestur, skrift, reikn- ingur og kristinfræði. Að vísu voru sums staðar teknir heimilis- kennarar, sem kenndu börnunum meira en tilskilið var, og nutu börn af næstu bæjum oft góðs af. Þannig var og með Ásu. Þegar Ása var farin að vinna fyrir sér, m.a. við hjúkrunarstörf í eitt ár á Akureyri, og einnig eftir að hún var komin til Reykjavíkur, fór hún í kvöldskóla og tímakennslu. Einkum voru það tungumál, sem Ása sóttist eftir að læra, því að hún hafði hug á að komast til útlanda. Hún var um nokkurra Egilsson bóndi í Múla, tók veikina og dó, en dóttir þeirra, Oddgerður iá lengi milli heims og helju og hugði henni enginn líf. Ung- barnið dó, en Kristín litla fór til ömmu sinnar, Kristinar, sem þá var fyrir stuttu orðin ekkja, og var hjá henni og Guðlaugu dóttur hennar fyrst um sinn. Batt hún ævilanga tryggð við ömmu sína og föðursystur upp frá þvi. 1920 giftist Margrét, sem þá var flutt til Reykjavíkur, i annað sinn. Seinni maður hennar var Jón Collin frá Apavatni, og entist hjónaband þeirra meðan bæði lifðu, en það var í þrjátíu og eitt ár. Áttu þau vel skap saman. Dótt- ur áttu þau eina sem dó á fyrsta ári, og átti Margrét þá Kristinu eina eftir barna sinna. Kristín trúlofaðist ung Magnúsi Magnússyni vélstjóra, en þegar brúðkaup þeirra skyldi standa veiktist hún hastarlega og var talin af, en náði sér, giftist Magnúsi og varð móðir þriggja barna og átta eru barnabörn hennar, sum uppkomin. Meðal barna hennar og Magnúsar er Guðmundur Magnússon prófessor í hagfræði við Háskóla íslands, varð námsferill hans óvenju glæsi legur og tók hann við embætti sínu liðlega þrítugur, og veit ég ekki um annan mann sem það hefur gert jafn ungur hérlendis. Guðmundur var augasteinn ömmu sinnar ætíð, og fyrir tólf árum, er hann var við nám i Sví- þjóð, gerði Margrét hina fyrstu og einu utanför sina til fundar við Franihald á hls. 13 ára skeið í Kaupmannahöfn. I fjögur ár vann hún þar við sauma- skap, en síðan fór hún til náms í fæðingardeildinni við ríkisspítal- ann. Þaðan útskrifaðist hún sem ljósmóðir snemma árs 1919. Þegar heim kom gerðist hún ,,praktíserandi“ ljósmóðir i Reykjavík og við ljósmóðurstörf vann hún til áttræðisaldurs. Ljósmæðrafélag íslands var stofnað í maí 1919. Ása Ásmunds- dóttir var ein i hópi tuttugu stofn- enda og var lengi í varastjórn félagsins. I tvö ár var hún í rit- nefnd Ljósmæðrablaðsins, sem hóf göngu sína árið 1922. Það voru erfiðir tímar í Reykja- vík á fyrstu áratugunum sem Ása gegndi þar ljósmóðurstörfum. Fá- tæktin var víða á heimilum svo mikil, að engin föt voru til handa barninu, er það fæddist, og annað var eftir því. Ljósmóðirin þurfti ævinlega að vera viðbúin kallinu, jafnt frá fátækum sem rikum og á nóttu jafnt sem degi, og hún fór á reiðhjóli til sængurkvennanna, sem áttu kröfu á því að ljósmóðir- in gengi til þeirra í tvær vikur. Mörg voru börnin, sem Ása Ás- mundsdóttir tók á móti. Hversu mörg þau voru, má finna í fæð- ingarbókum hennar, en þær sendi hún heilbrigðisráðuneytinu fyrir nokkrum árum til varðveislu. Ljósmóðurtöskuna lét hún hins vegar Þjóðminjasafn Islands fá, en það átti enga slíka tösku. Ljós- móðurtaska Ásu, en hana fékk hún í Kaupmannahöfn að prófi loknu, var vandaðri og fullkomn- ari að búnaði og áhöldum en þær töskur, sem umdæmisljósmæður hér hafa fengið, hvernig sem á þvi stendur, en á öldinni sem leið áttu danskar og íslenskar ljós- mæður að fá sams konar áhöld til að nota við störf sín. Árið 1930 setti Ása Ásmunds- dóttir á stofn fæðingarheimilið og sjúkrahúsið Sólheima við Tjarnargötu i Reykjavík og rak það um 15 ára skeið, en þá tóku nokkrir læknar við rekstri þess. Ása tók talsverðan þátt í félags- störfum. 1 tveim félögum var hún heiðursfélagi, Ljósmæðrafélagi íslands og Thorvaldsensfélaginu. í nokkur ár var hún fulltrúi Thor- valdsensfélagsins í Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur, og í 10 ár.var hún formaður Barnauppeldis- sjóðs félagsins. i Zontaklúbbi Reykjavikur var Asa í stjórn um tíma, og hún var lengi i stjórn Minningarsjóðs Elínar Sigurðar- dóttur Storr. Eftir að Ása hætti að reka Sól- heima fór hún á ný að taka á móti börnum úti i bæ, en nú ók hún í bíl milli sængurkvennanna, enda hafði borgin þá stækkað mikið frá því sem áður var. Siðustu starfsárin, 1954—1968, vann Ása hálfan daginn við mæðraverndardeild Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur. Ása Ásmundsdóttir var farsæl ljósmóðir og „tók mjög fallega á móti“, eins og ungum lækni varð að orði, sem var viðstaddur, er hún tók á móti einu af síðustu ljósubörnunum. Síðustu árin, þegar heilsunni hrakaði og ellin færðist yfir, átti Ása þvi láni að fagna að Þorgerð- ur Jónsdóttir bjó í næstu íbúð við hana á Viðimel 31. Engum átti Ása eins mikið upp að unna en Þorgerði. Umhyggja hennar og hjálpsemi við Ásu var með ein- dæmum. Ása var einnig mjög þakklát Guðbjörgu systur sinni, sem kom frá Siglufirði oftar en einu sinni og var hjálparhella hennar mánuðum saman. Ása Ásmundsdóttir var vin- mörg kona, gjafmild og rausnar- leg. Eftir þvi sem árin liðu minnk- aði vinahópurinn smátt og smátt. Eldri vinirnir eru allir farnir á undan henni og jafnaldrarnir flestir, einnig margar af mæðr- unum og sum af ljósubörnunum, enda eru þau elstu nú komin hátt á sextugsaldur. Vinirnir sem eftir eru og ætt- ingjarnir kveðja hana nú og þakka henni fyrir vináttu og tryggð. Anna Sigurðardóttir. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu. Nýlega er látin hér í Reykjavík í hárri elli frk. Ása Ásmunds- dóttir ljósmóðir. Hún var heiðurs- félagi í Thorvaldsensfélaginu og fylgja félagskonur henni síðasta spölinn í dag. Frk. Ása var starf- andi ljósmóðir hér í borg í ára- tugi, siðustu starfsárin vann hún við heilsugæslu hjá borginni og er hún lét af störfum hafði hún unnið hér i höfuðstaðnum í 50 ár. Það gefur auga leið, að á hálfri öld i starfi, hefur margt hent er setið hefir í hug hennar, ekki sist á kreppuárunum er atvinnuleysi og aðrir erfiðleikar hrjáðu borg- arbúa, ungbörnin áttu allan hug hennar. Vökul og árrisul gekk hún að hverju starfi. Hún var lengi í stjórn Barnauppeldissjóðs félagsins, lengi vel voru jóla- merkin aðaltekjustofn sjóðsins og hygg ég að á þeim tíma er frk. Ása starfaði í félaginu hafi engin kona aflað eins mikilla tekna fyrir sjóðinn með sölu jólamerkja og hún. Hinn 19. nóvember 1968 er félagið varð 93 ára afhentu félagskonur seinni áfanga barna- heimilisins við Dyngjuveg. Þann dag var frk. Ása kjörin heiðursfé- lagi. Höfðu félagskonur veglegt hóf í þeim húsakynnum og áttu góða stund með yfirmönnum borgarinnar og afhentu þáver- andi borgarstjóra, Geir Hall- grímssyni, húsið til eignar. Þann dag vorum við allar glaðar og ekki síst frk. Ása, hún hafði fengið að sjá draum sinn rætast, þessar stórbyggingar voru risnar úr grunni og voru svo samtvinn- aðar hennar lífsstarfi í hálfa öld. Þarna var komið skjól fyrir litlu börnin hennar ef mæðurnar lentu í erfiðleikum. Þess vegna viljum við félags- konur kveðja hana i dag eins og við munum hana þessa stund. Þessi sívökula stolta höfðings- kona, sem stundum virtist hrjúf, var svo undur glöð og tók þátt í gleði dagsins af öllu hjarta. Thorvaldsensfélagskonur kveðja heiðursfélaga sinn með þakklæti og virðingu. F.h. Thorvaldsensfélagsins Unnur Ágústsdóttir formaður. Björn Björnsson frá Múla Björn Björnsson frá Múla and- aðist þann 11. siðastliðinn og fer útför hans fram frá Fossvogs- kirkju í dag. Hann var fæddur í Haga. Sveinsstaðahreppi, Þingi, 21. janúar árið 1894, sonur hjónanna Björns Gunnlaugssonar og Mar- grétar Magnúsdóttir, er þar bjuggu, Systkini Björns voru: Guðmundur, stórkaupm. í Rvík.. Einar, kaupm. i Rvik., Friðrik, læknir, Rvik., Magnús, fuglafræð- ingur, Rvík., Gunnlaugur, kaupm. í Bandaríkjunum, og Margrét, sem í fjöldamörg ár annaðist heimili þriggja bræðranna hér að Skólavörðustig 25 með myndar- skap, sem margir munu minnast, er þangað komu. Þau systkini eru nú öll látin. Björn ólst upp í Múla i Vestur-Hún., og eftir að hann komst á fullorðinsár kenndi hann sig jafnan við þann bæ. Nokkuð innan við tvítugsaldurinn fór hann til Reykjavikur og nam bók- bandsiðn hjá þeim Guðmundi Gamalíelssyni og Arinbirni Svein- bjarnarsyni. Hann vann siðan við bókband í Reykjavík á árunum 1914 til 1917, en þá hélt hann til Kaupmannahafnar til framhalds- náms og dvaldi þar á annað ár. Þegar hann fór utan var styrjöld- in í alglgymingi, siglingar milli landa stórhættulegar , og án efa meiri erfiðleikum háð en áður fyrir íslendinga að komast vel áfram í höfuðborg Danaveldis. Þessi ráðabreytni Björns sýnir ljóslega áhuga hans fyrir því að afla sér aukinnar menntunar. Eft- ir heimkomuna frá Kaupmanna- höfn gerðist hann verkstjóri á bókbandsvinnustofu Ársæls Árnasonar í Reykjavik. Á árinu 1925 verða þáttaskil í lífi Björns. Hann flytur þá búferl- um til Akureyrar og stofnar þar Minning verzlunina „Norðurland". Björn hafði eftir föngum aflað sér góðr- ar þekkingar á yerzlunarrekstri, og vafalaust notað vel tímann er- lendis til þess að færa út sjón- deildarhringinn. Það var í sam- ræmi við nákvæmi Björns, að hann sérhæfði rekstur sínn strax í byrjun, hvarf ekki að þvi sem svo til allir aðrir, að hafa sem flestar vörur á boðstólum. Senni- lega hefði sá hátturinn gefið meir i aðra hönd og veitt tryggari und- irstöðu. en gróðasjónarmið höfðu ákaflega lítil áhrif á Björn frá Múla. Mörgum kann að virðast slikur hugsunarháttur undarleg- ur hjá manni, sem leggur fyrir sig kaupsýslu. Verzlunin „Norðurland" á Ak- ureyri var, sem nú nefnist sér- verzlun. Þar voru til sölu tæki og búnaðir til íþróttaiðkana. ljós- myndavélar og filmur. Eigandinn var mjög vandlátur í innkaupum og vildi ekki selja nema úrvals- vöru. Framan af gekk verzl- unin mjög vel, þótt einhæf væri, en á kreppuárunum urðu skjót og ill umskipti. Þá hall- aði undan fæti. Ástæðan var sú, að vegna gjaldeyris- skorts varð svo til allur inn- flutningur háður ströngum leyfis- veitingum. Björn varð þá undir i baráttunni við þá, sem meiri áhrif höfðu hjá stjórnvöldum og nefnd- um. Sennilega hefir þar og nokkru um ráðið, að hann hafði ekki skap til þess að leita á náðir annarra. Um sama leyti og engar vörur var að fá i Verzlunina „Norðurland" voru þær á boðstól- um annars staðar, m.a. í stærstu verzlun bæjarins, beint á móti. Vöruvalið var ekki eins fjöl- breytt, og stundum var ekkert að hafa. En ekki var það sanngjarnt að knésetja með öllu brautryðj- andann. Arið 1939 hætti Björn verzlun- arrekstrinum og gerðist þá starfs- maður Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg í Reykjavik. Þá var hann aftur kominn á fornar slóð- ir. Ég tel víst, að hefði hann þraukað árinu lengur við verzlun- ina hefði hann aldrei flutzt frá Akureyri. Slík voru tengsl hans orðin við fólkið þar og umhverfi. Arið 1941 kvæntist Björn Guð- laugu Pálsdóttur. úr Reykjavík, og eignuðust þau hjónin tvö börn: Ingu Pálu, sem starfað hefir í Utvegsbankanum hér i borg, og Magnús arkitekt, sem er kvæntur Laila Björnsson frá Lier í Noregi. Þótt Björn Björnsson sneri sér að verzlun var hann mjög fær í iðngrein sinni, vandvirkur í öllu og smekkvis. Marga bókina hefi Framhald á bls. 29 Isabella Theodórs- dóttir — Mmningarorð Fædd 1. sept. 1933. Dáin 6. mat 1976. Þú vóst upp björK á þinn veika arm; þú vissir ei hik eða efa, I alheim ég vissi einn einasta barm sem allt kunni að fyrirgefa. E. Ben. Isabella Theodórsdóttir var fædd 1. september 1933 á Blöndu- ósi. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Theodór Kristjáns- son og Stefania Guðmundsdóttir. Hún ólst upp I foreldrahúsum og dvaldist árið 1949—50 i Kvenna- skólanum á Blönduósi. Hún kemur eins og sólargeisli á heimili foreldra minna, Ingi- gerðar Þorsteinsdóttur og Eiriks Þorsteinssonar, er hún hafði kynnzt bróður mínum, Friðgeiri Eiríkssyni, sem var að vinnu við flugvallargerð á Blönduósi — og varð hann svo maður hennar. Sólargeisli segi ég vegna þess hversu góð hún var foreldrum mínum og þá ekki sízt móður minni, sem átti við heilsuleysi að stríða síðustu æviár sín. Er mér minnisstæð ljúfmennska hennar við lítilmagnann, sérstaklega börn, og var þá sama hvaða börn áttu hlut að máli, hvort það voru hennar eigin eða annarra. Per- sónulega á ég henni mikið að þakka. Hún sýndi mér mikla um- hyggju, t.d. naut ég hennar við er ég á farmennskuárum mínum kom við á Blönduósi. Foreldrar hennar tóku mér með frábærri gestrisni og fóru með mig í bíl sínum um fegurstu héruð Húna- vatnssýslu, og naut ég þess I rik- um mæli. Nú er faðir hennar dáinn, en móðir hennar lifir, en er sjálf sjúklingur á héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi og getur ekki fylgt sinni ástkæru dóttur til grafar. ísabella heim- sótti mig einnig ávallt er ég lá á sjúkrahúsum og nú siðast í janúar kom hún helsjúk í heimsókn til mín að Vifilsstöðum. . Bróður minum var hún hin indælasta kona og börnum sínum var hún frábær móðir, en þau eru sex og lifa öll móður sína, — þrjú hafa stofnað sin eigin heimili, og nýlega fæddist fyrsta barna- barnið, litil stúlka, sem henni auðnaðist að sjá en ekki njóta samvista við, en var skírð nafni hennar. Þrjú barna þeirra lsa- bellu og Friðgeirs eru enn i for- eldrahúsum, og er það yngsta 12 ára. Börnum sinum og manni er lsa- bella mikill harmdauði og okkur tengdafólki hennar einnig og þá ekki sízt Sigríði systur minni, sem á þar á bak að sjá ekki einungis mágkonu heldur beztu vinkonu. Eg sendi móður hennar á Blönduósi mínar beztu samúðar- Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.