Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 _ r FIA setur vinnu- stöðvun á Vængi FELAG íslenzkra atvinnuflug- manna hefur boðað vinnustöðvun hjá flugfélaginu Vængjum frá og með 26. maí nk. að beiðni fyrrver- andi flugmanna félagsins. Engir félagar FÍA eru þó starfandi hjá Vængjum sem stendur en sam- hliða þessari aðgerð hefur félagið fengið fyrirheit um stuðning hjá Alþýðusambandinu og Flug- virkjafélaginu, þannig að félagar innan þessara félaga munu ekki veita Vængjum neina fyrir- greiðslu. Vængir hafa aftur hafið flug- þjónustu í takmörkuðum mæli, að því er Hafþór Helgason, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins, tjáði Morgunblaðinu. Það er Erling Sigurðsson flugmaður og einn af hluthöfum félagsins, sem flogið hefur þessar ferðir, og í gær fór hann t.a.m. póstflug til Siglufjarð- ar og einnig átti að fljúga til Stykkishólms, svo og Hólmavíkur og Gjögurs. í dag er hins vegar áformað að fljúga til Snæfells- ness. Hafþór sagði þó, að ekki væri unnt með þessum hætti að halda uppi eðlilegri áætlun á þá staði, sem félagið flýgur til en reynt væri að hafa eins tíðar ferðir og möguleiki væri. 55 Við erum orðn- ir varkárir” r segir Friðrik Olafsson en jafntefli varð í báðum skákunum í gær Sjá skákirnar á bls. 3 □ □ D □ „JA, það má segja að við séum orðnir varkárir — þetta er sterkt mót og mönnum mega ekki verða á mistök," sagði Friðrik Ólafsson í sfmtali við Morgunhlaðið frá Amsterdam í gær eftir að hann og Timman höfðu gert jafntefli í sfðari skák þeirra. F"riðrik sagði um skákina i gær, að bæði hann og Timman hefðu verið búnír að eyða tölu- verðum tíma. „Það var komin upp staða sem var ekki bein- línis einföld í sniðum og vegna þess að Browne og Karpov voru búnir að semja jafntefli, fannst mér ástæðulaust að vera neitt að freista gæfunnar, þegar svo var komið. Að vísu má segja að ég hafi haft frjálsara tafl en staðan var sem sagt lúmsk að mörgu leyti.“ Friðrik sagði, að þetta væri að ýmsu leyti dálítið skrítið Framhald á bls. 31. Mál Sigurbjarnar og Magnúsar tekið fyrir dóm á föstudaginn MAL það, sem ákæruvaldið hefur höfðað gegn Sigurbirni Eiríks- syni og Magnúsi Leopoldssyni framkvæmdastjórum Klúbbsins og áður Glaumbæjar vegna brota á skatta- og bókhaldslögum að upphæð tæpir 38 milljónir króna, verður tekið fyrir dóm hjá saka- dómi Reykjavfkur á föstudaginn. Haraldur Henrýsson saka- dómari er dómforseti í málinu og hefur hann kvatt til lög- fræðingana Ragnar Ólafsson og Árna Björnson sem meðdómend- ur, en þeir eru báðir endur- skoðendur. Haraldur sagði í sam- tali við Mbl. í gær, að ákæra á ' hendur þeim Sigurbirni og Magnúsi hefði verið gefin út í marzmánuði og þeim birt hún þá. Jafnframt hefði lögmönnum þeirra verið gefin ákveðinn frest- ur til að færa fram vörn i málinu. Haraldur sagði að fyrir dómn- um á föstudaginn yrði tekin ákvörðun um framhald málsins, en lögmenn beggja hafa beðið um lengri frest til að færa fram vörn í málinu á þeim forsendum, að þeir hafi ekki getað haft samráð við skjólstæðinga sína. vegna varð- haldsvistar þeirra fyrr en á allra síðustu dögum. SKRÓFUSKIPTI A ÓÐNI — Þegar Óðinn var tekinn upp f slipp f vikunni, kom f Ijós að bakborðsskrúfa varðskipsins var ónýt. Að sögn Helga Hallvarðssonar skipherra mun hún hafa skemmst þegar freigátan Gurkha sigldi harkalega á Óðin á dögunum. Hallaðist varðskipið allmikið og hefur skrúfan slegist f freigátuna með þeim afleiðingum, sem sjá má á myndinni. Ný skrúfa var til f landinu og verður hún sett á skipið. Eins og menn eflaust muna, skemmdist einnig skrúfa Ægis við ásiglingar Falmouth. Ljósm. Ragnar Axelsson. Heimsmarkaðsverð á áli á uppleið aftur: Framleiðsla Isals aukin og hætt við uppsagnir TÖLUVERÐ verðhækkun hefur orðið á áli á heimsmarkaði að undanförnu, að sögn Ragnars Halldórssonar, forstjóra tsals. Er Stal Tra- bant - Var drukkinn TRABANTBIFREIÐ var síð- degis í gær stolið, þar sem hún stóð fyrir utan Gagnfræða- skóla Garðabæjar. Voru lykl- arnir í bílnum. Nokkru síðar barst lögreglunni í Hafnarfirði tilkynning um að bifreið hefði verið ekið harkalega á ljósa- staur við Hafnarfjarðarveg. Reyndist það vera Trabantinn. Er hann talinn því sem næst ónýtur. Bílþjófurinn náðist, og var hann allvel við skál. Hann meiddist lítilsháttar, þegar Trabantinn skall á staurnum. skráð heimsmarkaðsverð nú 43 cent pundið, en fór lægst f 30 cent f vetur. Þessi jákvæða þróun verð- lagsmála hefur haft það f för með sér, að stjórnendur tsals hafa ákveðið að hefja aftur fram- leiðslu áls f þeim 40 kerjum í Straumsvfk, sem tekin voru úr notkun þegar samdrátturinn var mestur. Er reiknað með þvf að þau verði öll komin f gagnið aftur í haust. Þá hefur tsal hætt við uppsagnir starfsfólks, sem voru á döfinni á tfmabili, og óttast var að yrðu að koma til framkvæmda. Ragnar Halldórsson sagði f sam- tali við Mbl. i gær, að á undan- förnum 6 vikum hefði verið af- skipað í Straumsvík 20 þúsund lestum af áli. Er þegar farið að ganga á þær birgðir, sem safnast höfðu fyrir í hrauninu við verk- smiðjuna, þegar sölutregðan var sem mest, en birgðir þessar eru eign fjármagnsfyrirtækisins Alu- finance. Eru birgðirnar nú 18 þús- und lestir en voru mest 27 þúsund lestir. Álið, sem að undanförnu hefur verið flutt út var selt á 37—39 cent pundið, en skráð heimsmarkaðsverð er nú komið í 43 cent eins og fyrr segir. Lægst seldi ísal pundið á 31 cent. Ragnar Halldórsson er nýlega komin úr tveggja vikna ferð til Kína, sem hann fór f boði þar- lendra yfirvalda, en Kínverjar hafa eins og kunnugt er keypt talsvert af áli af islendingum. Sagði Ragnar að þetta hefði verið afar fróðleg og ánægjuleg ferð, sem hann væri þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara. Sagði Ragnar að f ferðinni hefði komið f ljós, að Kínverjar hafa áhuga á því að auka viðskiptin við islendinga og var i ferðinni rætt um hugsanleg kaup Kfnverja á 3000 lestum af áli, en þau kaup eru ekki ákveðin. 2000 tonn af saltfiski seld á Ítalíumarkað Heildarsala saltfísks orðin 27.500 tn. SÖLUSAMBAND íslenzkra fisk- framleiðenda hefur nýverið gengið frá samningi á um 2 þúsund tonnum af saltfiski til Italfu og jafnframt var f þeirri sömu söluferð gengið frá sölu á 400 til 500 tonnum af smáum salt- fiski til Grikklands. Tómas Þor- valdsson, stjórnarformaður SlF, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að með þessum sölum væri talið að búið væri að selja alla þá framleiðslu á saltfiski sem hægt væri að ná á vetrarvertíðinni. Tómas sagði, að heildarsölurnar á saltfisk til þessa væru þá orðnar 27.500 tonn af öllum tegundum vertíðarframleiðslunnar. í síðustu söluferðinni nú nýverið hefði verið gengið frá samningum við Itali við all erfiðar aðstæður, svo og sölu á smáfiski til Grikk- lands án þess þó að fulltrúar SÍF færu til Grikklands. Hins vegar hefðu þeir í þessari ferð lagt leið sína til Spánar til að reyna að ná fram einhverjum tilslökunum varðandi innflutningsleyfi sem þar eru í gildi en ennþá væri ekki séð hvernig þvi máli reiddi af. Hinn nýi sendiherra tslands á Spáni, Einar Benediktsson, væri nú hins vegar staddur á Spáni til að afhenda trúnaðarbréf sitt og Framhald á bls. 31. Z-frumvarpinu vís- að til ríkisstjórnar Lagt til að reynt verði að ná sem víðtæk- ustu samkomulagi með fundarhöldum í sumar Þingmannafrumvarpið um að taka z aftur upp f fslenzka staf- setningu hlýtur ekki afgreiðslu á þvf þingi sem nú er að Ijúka heldur verður vfsað til rfkis- stjórnarinnar. Fjallaði mennta-, málanefnd efri deildar alþingis um frumvarpið á þremur fundum f gær og f nefndaráliti hennar er lagt til að reynt verði að ná sem vfðtækustu sam- komulagi um meginstefnu varðandi stafsetningarreglur, m.a. með þvf að efna til funda með fslenzkukennurum og öðr- um sérfróðum nú í sumar. At- hygli vekur hins vegar, að z-an er notuð f nefndarálitinu sjálfu, en það er annars ekki venja um þingskjöl. I nefndarálitinu kemur fram, að nefndin athugaði frum- varpið á þremur fundum í gær. A fyrsta fund nefndarinnar komu 20 aðilar, sem lýstu við- horfum sínum og svöruðu fyrir- spurnum. Nefndin lagði til, þar sem ljóst væri, að ekki ynnist tími til að afgreiða málið á Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.