Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 31 Þorlákshöfn: 600 þúsund tonn af grjóti flutt til vegna hafnargerðar Þorlákshöfn, 17. maí. HAFNARFRAMKVÆMDIR hér I Þorlákshöfn ganga í einu og öllu samkvæmt áætlun, en verkinu á að Ijúka f haust eða f lok október- mánaðar 1976. Suðurgarði lauk á tilsettum tfma I desember s.l. Maðurinn sem sér um og stjórnar þessu mikla verki er Ólafur Gfsla- son verkfræðingur frá Reykjavfk. Hann var að ljúka við að ræða við menn sfna um framgang verksins og áætlun fyrir sumarið. Þeir voru sýnilega vel með á nótunum enda var þetta síður en svo fyrsti fundur Ólafs með mannskapnum. Það má segja um þetta efni. Þetta vakti athygli mína og mér flaug í hug hvort það að hafa starfsfólkið með í ráðum og sýna þvi verðugt traust gæti ekki átt sinn þátt í því hve vel þetta verk hefur gengið til þessa. Aðspurður sagði Ölafur að þessi háttur væri jafnan hafður á hjá verktakanum ístak. Ég notaði tækifærið og bað Ólaf að gefa mér upplýsingar um síðari hluta hafnargerðarinnar, því segja má að áfangar hafi verið tveir, þ.e. suðurgarður og norður- garður. Hann sagði: „Það sem eft- Framfærslu- vísitalan hækk- aði um 11,6% Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar fyrir maíbyrjun og reyndist hún vera 566 stig eða 58,7 stigum hærri en I febrúarbyrjun, sem er 11.6% hækkun. Á þessu tímabili var um að ræða verðhækkun á fjölmörgum innlendum vöru- og þjónustuliðum, þar á meðal búvöru í marz sl. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er talið að þessi hækkun sé litið eitt meiri en sem nemur rauðu strikunum, sem samið var um i siðustu kjara- samningum en þó vart sem neinu nemur. ir er að klára er grjótflutningur í norðurgarð, sem er orðinn 500 metra langur en á að verða 600 metrar. Auk þess á að gera 250 metra langa bryggju á norður- garði og er vinna við stálþil hafin. Við þessa bryggju á að koma ferjulægi fyrir Vestmannaeyja- ferjuna. Það er stefnt að því að hafa það tilbúið fyrir þjóðhátíð Vestmannaeyinga i sumar. En áð- ur en hægt er að taka ferjulægið í notkun, þarf að dýpka nýju höfn- ina og fjarlægja úr henni u.þ.b. 6000 rúmmetra. Auk þess þarf að gera bílastæði og fleira en þangað til ferjulægið er tilbúið verður að sjálfsögðu að notast við núver- andi hafnarskilyrði á staðnum. Utsigling á grjóti verður væntan- lega lokið í byrjun júlímánaðar. Þegar hafnarframkvæmdum lýk- ur hefur verið sprengt og lagt út i grjótgarða 600 þúsund tonn af grjóti og steyptir og lagðir út 2900 „dolasar", sem vega um 9 tonn hver. Við framkvæmdirnar vinna 50—60 manns og eru margir þeirra sérþjálfaðir á þau stór- virku tæki, sem notuð eru við hafnargerðina. Starfsmenn allir Starfsmenn Kísil- iðjunnar gefa daglaun til land- helgisgæzlunnar Björk, Mývatnssveit 18. maf. EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á fundi starfsmanna Kísil- iðjunnar við Mývatn í gær: „Starfsmenn Kísiliðjunnar hf við Mývatn lýsa óánægju sinni með viðbrögð íslenzkra stjórn- valda i landhelgisdeilunni. Því til áherzlu samþykkja allir starfs- menn að leggja ein daglaun til hliðar og senda fjárhæðina til eflingar Landhelgisgæzlunni. Starfsmennirnir vonast til þess, að fleiri starfshópar fylgi þessu fordæmi, þannig að vanbúnaður Landhelgisgæzlunnar verði ekki átylla til nauðungarsamninga við Breta. Sjaldan hefur þörf íslendinga til samstöðu verið slik sem nú. Starfsmenn Kísiliðjunnar skora því á alla Islendinga að leggja sitt að mörkum til að fullur sigur vinnist i landhelgismálinu." Hjá Kísiliðjunni vinna 60—70 manns, svo þetta getur orðið álit- leg upphæð. — Kristján. eru íslendingar auk eins Færey- ings, sem er stjórnandi grjótflutn- ingsprammans, og fylgdi honum hingað til lands. Verktakar eru Istak i samvinnu við E. Phil & Sön Danmörku.“ —Ragnheiður. — Giscard Framhald af bls. 1 Bandaríkin árið 1970 að forseti Frakklands ávarpar þingið. Giscard talaði á ensku, og segja fréttamenn að lítið meira hafi borið á erlendum hrein hjá honum en hjá Kissinger utanríkisráðherra. Giscard var ákaft fagnað er hann sagði að Frakkar mætu mikils framlag Bandaríkjanna til Atlantshafsbandalagsins. Vitnaði Giscard í sfðari heims- styrjöldina og sagði að hugsan- lega hefði verið unnt að koma í veg fyrir þann harmleik, ef NATO hefði þá verið og Bandaríkin ættu að gefa öðr- um rikjum fordæmi með því að standa saman að friði í heimin- um og axla sínar byrðar á sviði alþjóðasamskipta. Giscard lauk máli sínu með því að rekja kosti frelsis einstaklingsins og sagðí: „Mannleg virðing dafnar ekki án frelsis, og útilokað er að öðlast sanna hamingju á kostnað frelsisins.“ Að ræðu lokinni var Giscard fagnað með langvarandi lófa- taki, og sagði leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni að enginn vafi léki á því að Giscard væri ein af hetjum heimsins, því hann hefði aldrei heyrt þingmenn fagna neinum þjóðhöfðingja á þennan hátt fyrr. — Frydenlund Framhald af bls. 1 tækifæri til að hittast, hvort sem það verður formlegur fundur eða óformleg orðaskipti. Báðir ráð- herrarnir taka þátt í fundum NATO-ráðherranna, sem haldnir verða í lokuðum salarkynnum Hotel Skandinavia, en þangað komast hvorki blaðamenn né aðr- ir inn, aðeins menn með sérstök aðgangskort. Frydenlund kvaðst búast við kröftugum mótmælum frá Einari Ágústssyni utanríkisráðherra vegna þorskastríðsins, en bjóst-- ekki við neinum veigamiklum til- lögum frá honum. Sérfræðingar telja þessi ummæli Frydenlunds ætluð til að kveða niður boHalegg- ingar í blöðum um að Einar Ágústsson mundi á fundinum til- kynna úrsögn Islands úr NATO. — Saltfiskur Framhald af bls. 32 væri ætlunin að hann reyndi um leið að tala máli Islendinga í þessu efni. Tómas kvaðst vera bærilega ánægður með útkomuna í þeim samningum, sém gerðir hefðu verið vegna vertlðarfram- leiðslunnar. Heildarsalan nú væri að visu heldur lægri miðað við dollara en hún var á sama tíma I fyrra en I þessum siðustu samningum á Italíu hefði þó fengist lítið eitt hagstæðara verð. — Ford Framhald af bls. 1 keppnin verði öllu erfiðari í Maryland. Úrslit skoðanakönn- unar í Maryland sem voru birt í gær, mánudag, bentu til þess að Carter fengi 31% atkvæða, en Brown 28%. Þess ber þó að gæta að 25—30% kjósenda höfðu ekki tekið ákvarðanir og getur því margt gerzt áður en sagan er öll. Á fundi með fréttamönnum i Washington á mánudag sagði Carter að mjótt væri á mununum í Maryland og úrslitin gætu oltið á þvi hvorum þeirra Brown tækist betur að koma kjósendum sínum á kjörstaði. „Tapi Brown verður það mikið áfall fyrir hann, en ösigur yrði mér ekkert hættu- legur,“ sagði Carter. Jerry Brown býður sig aðeins fram i þremur ríkjum, og er fyrsta eldraunin í Maryland. — Engar uppbætur. . . Framhald af bis. 1 um. David Cairns fulltrúi fiskiðn- aðarins hjá samtökum flutninga- verkamanna kvaðst hins vegar vera furðu lostinn og hneykslaður yfir þessari ákvörðun yfirvalda, ekki sizt þar sem hún kæmi frá rikisstjórn Verkamannaflokksins, sem ætlazt væri til að styddi verkamenn og sjómenn. Hann taldi það ótrúlegt að rikis- stjórnin neitaði að greiða smáupp- hæð, sem næmi ef til vill nokkr- um þúsundum punda, til þeirra manna, sem hún hefði sjálf óskað eftir að héldu veiðum áfram við Island, á sama tíma og hún greiddi milljónir punda til að halda úti freigátunum og öðrum verndarskipum. Sagðist Cairns hafa farið þess á leit við þing- menn útgerðarbæjanna að þeir létu til sín heyra á þingi, og einnig kvaðst hann hafa skrifað Callaghan forsætisráðherra harð- ort bréf. — Nýjar jarð- hræringar Framhald af bls. 1 kvarða. Skjálftarnir í dag voru þetta 3—4 stig á Medvedevkvarða. Ekkert hefur verið látið uppi um tjðn af völdum skjálft- anna. I frásögn Tass-fréttastofunnar sovézku segir að bærinn Gazli, sem er um 70 kílómetrum fyrir sunnan upptök skjálftanna á Kysylkum-eyðimörkinni, hafi orð- ið hvað verst úti, en þar er talið að um 8.000 manns búi. Segir frétta- stofan að verið sé að vinna að hreinsunum á jarðskjálftasvæð- inu og flytja vistir til ibúa svæðis- ins. „í Bukhara olli jarðskjálftinn tjóni á íbúðarhúsum. Hjálpar- sveitir frá nærliggjandi byggðar- lögum eru að koma til aðstoðar,“ segir Tass. Þá segir fréttastofan að verið sé að flytja hjálpargögn og birgðir til borgarinnar Tash- kent, sem er höfuðborg Uzbekistans. Sovézkir fjölmiðlar hafa lítið gert úr jarðskjálftun- um, en sérfræðingar utan Sovét- ríkjanna benda á að skjálftarnir hafi verið harðari en hræringarn- ar, sem ollu hvað mestu tjóni á Norðaustur-ítaliu fyrr í mánuðin- um. Ritstjóri einn á Gazli-svæðinu sagði fyrir hræringarnar i dag að skjálftinn mikli á mánudag hefði aðeins valdið litlu tjóni, þar sem bærinn hafi þá þegar verið í rúst eftir harðan jarðskjálfta, sem þar varð 8. april siðastliðinn. Þetta kom mönnum á óvart, þvi yfir- völdin höfðu lýst þvi yfir að skjálftinn 8. apríl hefði litlu tjóni valdið. — Z-frumvarpið Framhald af bls. 32 þessu þingi, að frumvarpinu yrði visað til ríkisstjórnarinnar. Jafnframt benti nefndin á, að hún teldi rétt að menntamála- ráðherra efndi á þessu sumri til funda með íslenzkukennurum og öðrum sérfróðum mönnum um islenzkt mál, þar sem reynt yrði að ná sem víðtækustu sam- komulagi um meginatriði varðandi stafsetningarreglur og ákvarðanatöku um breyt- ingar á þeim. Undir nefndarálitið rituðu nöfn sín allir nefndarmenn, þeir Axel Jónsson, formaður, Steinþór Gestsson, Steingrímur Hermannsson, Ragnar Arnalds, Jón Ármann Héðinsson, Ingvi Tryggvason og Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson. Þetta nefndar- álit var síðan samþykkt á deildarfundi með 16 samhljóða atkvæðum. — Friðrik Framhald af bls. 32 mót. „Keppendur eru fáir og þá getur tap orðið örlagaríkara en ella, og þess vegna er töluvert álag á keppendum. Á stærri mótunum þarsem eru fleiri keppendur, er þó alltaf hægt að vinna sig upp aftur, þótt maður tapi kannski einni skák en þar sem keppendur eru svona fáir getur það orðið afdrifaríkara. Og meðan maður tapar ekki er maður með í keppninni.“ Samkvæmt fréttaskeyti fréttaritara Morgunblaðsins, Barry Withuis, eru þeir Friðrik og heimsmeistarinn Anatoli Karpov efstir eftir 4 umferðir með 2 og 'A vinning hvor. Hollenzki stórmeistarinn Timman hefur 2 vinninga og bandariski stórmeistarinn Browne er með 1 vinning. Fjórða umferðin var ekki sér- lega skemmtileg enda þótt skák þeirra Karpovs og Browne byrj- aði nógu vel, þar sem hvítur fórnaði peði en það leiddi þó ekki til verulegra uppskipta. Eftir drottningaskipti lyktaði skákinni með jafntefli vegna þráleiks. Hins vegar hafði Browne notað liðlega tvær klukkustundir af tíma sínum þegar skákinni lauk. Meðan þessu fór fram fóru þeir Friðrik og Timman sér engu óðslega og eftir 18 leiki sömdu þeir jafntefli. Segir Withuis augljóst, að þeir hygg- ist spara krafta sina fyrir loka- átökin. I dag hefur Friðrik hvitt á móti Browne og Timman hefur hvitt á móti Karpov en síðasta skákin verður síðan á föstudag, þar sem Friðrik teflir með svart á móti heimsmeistaranum og Browne hefur hvítt á móti Timman. Hefur upphaflegri töfluröð verið hnikað örlítið til, þannig að það kæmi sem rétt- látast út hvernig lita taflmenn skákmeistararnir hefðu i hverri umferð. — Námskeið Framhald af bls. 5 námskeiði standa að viðunandi not af heyrnartækjum séu þvi að- eins hugsanleg að leiðbeinenda- starf þar að lútandi verði stórauk- ið. Á námskeiði þessu er einnig ætlunin að veita fræðslu og æfingu í könnunarmælingum á heyrn, einkum í sambandi við heyrnarmælingar í skólum. Kaþólska kirkjan á ftalíu: Hótar kaþólskum fylgismönn- um kommúnista bannfæringu Páfagarði, 18. maí AP Reuter FORSETI biskuparáðstefnu rómversk-kaþólsku kirkjunnar á Italfu, Antonio Poma kardin- áli, varaði I gær framámenn meðal kaþólskra, sem fallizt hafa á að taka sæti á framboðs- listum ítalska Kommúnista- flokksins í þingkosningunum 20. maf, við þvf að þeir eigi I hættu að verða bannfærðir. Kom þessi viðvörun mjög á óvart I lok setningarræðu kardinálans, sem áður hafði átt , langan einkafund með Páli páfa. Herma áreiðanlegar heimildir að páfi hafi lagt blessun sína yfir yfirlýsingu kardinálans. I sfðustu viku sakaði páfi „kæra vini... bræður sem sitja til borðs með okkur“ um svik og ótryggð f harðorðri árás á fjóra kaþólska menntamenn sem höfðu fallizt á að taka sæti á listum kommúnista „óbundnir“ af flokksaga. I ræðu sinni í gær sagði Poma kardínáli að hann vonaðist til að „þessir bræður“ myndu taka tillit til orða hans sem biskups. „Við verðum í fyrsta lagi að minnast þess að kristindómur og guðlaus kommúnismi eru bæði I orði og á borði ósam- ræmanlegir, og þar af leiðandi líka það að vera kristinn og að ganga til liðs við, að styrkja og afla fylgis við raunverulega marxistahreyfingu, — jafnvel þegar menn segjast ekki fylgja hugmyndafræði hennar. „Hann kvaðst neyðast til þess, — og sér væri það sársaukafullt verk- efni —, að minna viðkomandi á þær reglur sem um þetta gilda innan kaþólsku kirkjunnar. Þetta er talin skýr skírskotun til ákvörðunar páfadómsins árið 1949 um að allir kaþólikkar sem á einhvern hátt ynnu með kommúnistum yrðu bann- færðir. Kommúnistar binda vonir við að fá atkvæði frá vinstrisinn uðum kaþólikkum i kosningunum, en kristilegir demókratar, sem eiga á hættu að biða ósigur fyrir kommúnist- um, hafa hingað til notið fylgis kaþólsku kirkjunnar. Hefur kirkjan að undanförnu mjög aukið áróður sinn gegn því að menn greiði kommúnistum at- kvæði sitt. Heimildir í London herma að hið ótrygga stjórnmálaástand á Italiu og hugsanleg stjórnar- þátttaka kommúnista. þar eftir kosningar muni mjög setja svip sinn á utanríkisráðherra fund NATO í Osló á fimmtudag og föstudag, þótt ekki verði um þetta fjallað i formlegum um- ræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.