Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 Solveig Einarsdótt- ir—Minningarorð Fædd 29. ágúst 1905. Dáin 11. maf 1976. ,.Og hvar sem ég lít er ljósbros eitt, í litlu stofunni er bjart og heitt, frá dagstriti hvilist þar höfuð þreytt ’ heimilisfriðarins ríki.“ G.G. Konan, sem þessi minningarorð eru helguð, fórnaði að mestu æv- inni heimili sínu og undi sér best heima. Þar hlúði hún að börnum sínum og annaðist uppeldi þeirra. Móðurhlutverkið var henni helg- ur dómur. Solveig Einarsdóttir var fædd í Fjarðarseli i Seyðisfirði 29. ágúst 1905. F’oreldrar hennar voru Ein- ar Sölvason og Bergljót Einars- dóttir frá Geitagerði. Um ferm- ingaraldur fór hún til hjónanna Evjólfs Jónssonar, bankastjóra, og Sigriðar Jensdóttur að Sól- vangi í Seyðisfirði. Vann hún þar fyrst við heimilisstörf en síðar að ljósmyndasmiði í mörg ár við ljós- myndastofu, sem Eyjólfur rak þar með öðrum verkefnum sínum. Mikið ástríki var með Solveigu og hjónunum í Sölvangi og börnum þeirra og var þar hennar heimili uns hún fluttist burt af Seyðis- firði og gifti sig. Þann 5. september 1929 giftist hún á Seyðísfirði Hannesi J. Magnússyni, síðar skólastjóra, sem var þá kennari á Fáskrúðs- firði. Yfirgaf hún þá æskustöðv- arnar á Seyðisfirði, sem voru henni alltaf kærar. En þau hjónin dvöldu aðeins eitt ár á Fáskrúðsfirði en fluttust til Akureyrar 1930, þar sem Hannes fékk kennara.stöðu Þar varð heimíli þeirra upp frá því, þar til þau fluttust til Reykjavík- ur fyrir tiu árum. Þar andaðist Hannes 18. febrúar 1972 eftir þungbær veikindi. Annaðist Sol- veig hann þá af frábærri alúð. Fráfall Solveigar kom óvænt. Hún var hress fram á sfðasta dag. En dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Ég var nágranni þeirra hjón- anna um tugi ára og samstarfs- maður Hannesar við skólastörf og í félagsmálum. Eg var því vel kunnugur á heimili þeirra. Sambúð þeirra hjóna var alltaf mjög ástúðleg og heimili þeirra einkenndist af því, hve fjölskyld- an var samtaka í daglegu starfi. Á því heimili ríkti skilningur og friður milli barna og foreldra. Solveig annaðist börnin af mikilli nærfærni og stuðlaði að þvi, að maður hennar fengi næði til að vinna að störfum sínum við rit- störf og að uppeldismálum. Án þess stuðnings hefði minna dags- verk legið eftir hann. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, en elsta barn þeirra andað- ist í æsku. Hin eru Hrefna, gift Jean Jeanmarie, búsett i New York, Heimir, lögfræðingur, kvæntur Birnu Björnsdóttur, bú- settur i Reykjavik, Sigríður Jakobína, gift Þorsteini Svörfuði Stefánssyni, lækni, nú búsett í Gautaborg, og Gerður, gift Mart- eini Guðjónssyni, tæknifræðingi, búsett í Reykjavík. Öll eru börn þeirra mannvænleg og höfðu þau hjónin mikið barnalán. Hafa þau verið mjög ræktarsöm við for- eldra sina. Ég sagði áðan að Solveig hefði best unað sér heima, einkum m eðan börnin voru að alast upp. En eftir að hún kom til Reykjavíkur vann hún á saumastofu hálfan daginn meðan heilsan entist. Þá ferðaðist hún talsvert á siðari ár- um, er hún heimsótti börn sin í Gautaborg og New York. Solveig var hannyrðakona og kenndi hún stúlkum handavinnu á Fáskrúðsfirði og allmörg ár við Barnaskóla Akureyrar. Fórst henni það vel úr hendi, enda vann hún þau störf af mikilli samvisku- semi eins og allt, sem hún tók sér fyrir hendur. Hún starfaði mikið í Góðtempl- arareglunni, fyrst á Fáskrúðsfirði og síðar á Akureyri. Stóð hún þar við hlið manns síns og var heimili þeirra fyrirmyndar bindindis- heimili. Þau voru í st. Isafold — Fjallkonan nr. 1 á Akureyri. Solveig starfaði einnig í kvenfé- laginu Hlif þar til hún fluttist úr bænum. Það félag beitti sér fyrir velferð barnanna og rak lengi sumarheimili Pálmholt. Bæði voru þau hjónin í Barnaverndar- félagi Akureyrar. Allt þeirra fé- lagsstarf miðaði að því sama: Að koma uppvaxandi æsku til heil- brigðs þroska. I þessari grein hefur lítið verið sagt frá Hannesi, manni Solveig- ar, en hann var sem kunnugt er merkur skólamaður og rithöfund- ur. Bæði voru þau hjónin trú- hneigð og bar heimili þeirra vott um það. Kristin trú einkenndi heimilisbraginn við uppeldi barn- anna. Undanfarin ár hefur Solveig oft boðið heim til sín heilsulítilli konu, sem mér er kunnug, til þess að veita henni ánægjustundir. í því lýsir sér vel hjartagæska hennar. ()g þegar ég nú kveð þessa hlé- drægu, merku konu, sem alltaf var jafn Ijúfiynd i viðmóti, kemur mér í hug, að ég mundi óska þjóð- ínni okkar þess, að hún ætti sem flest heimili eins og hennar. Á þessari kveðjustund sendum við hjónin Solveigu og ástvinum hennar hlýjar kveðjur og þökk fyrir margar ánægjulegar sam- verustundir. Við biðjum henni Guðs blessunar á nýjum leiðum. Eirfkur Sigurðsson. I dag, 19. maí, verður frænka mín, Solveig Einarsdóttir, jarð- sett frá Bústaðakirkju. Andlát hennar bar að með snöggum hætti. Hún hafði að vísu kennt lasleika um skeið, en gerði ekki mikið úr því. Henni var ekki tamt að kvarta. Hún lézt á lokadaginn 11. maí. Solveig var af austfirzkum upp- runa, fædd 29. ágúst 1905. Foreldrar hennar voru Einar Sölvason, bóndi í Fjarðarseli í Seyðisfirði, og seinni kona hans, Bergljót Einarsdóttir. Þau eign- uðust 6 börn: Sigríði, Margréti, Einar, Vigfús, Halldóru og Sol- veigu. Á lífi eru Margrét og Ein- ar, búsett á Egilsstöðum. Um 12 ára aldur fór Solveig úr foreldrahúsum til Sigriðar Jens- dóttur og Eyjólfs Jónssonar að Sólvangi í Seyðisfjarðarkaupstað. Fyrst hjálpaði hún til við heimil- isstörf og síðan vann hún á ljós- myndastofu Eyjólfs, þar til hún giftist Hannesi J. Magnússyni, skólastjóra og rithöfundi, þann 5. september 1929. Hannes er látinn fyrir nokkrum árum. Þau eignuð- ust 5 börn. Elzta barn þeirra, Sig- ríður Jakobína, dó aðeins fjög- urra ára að aldri. Hin börnin eru: Hrefna, Heimir, Sigríður Jakobína og Gerður. Solveig og Hannes bjuggu flest búskaparár sín á Akureyri. Hann- es var þar lengi skólastjóri og þar uxu börnin úr grasi á menningar- Margrét Oddsdóttir Collin var fædd 11. okt. 1892 að Melshúsum á Álftanesi. Foreldrar hennar voru Hallgerður Snorradóttir frá heimili, þar sem góðvild og dreng- lund voru í heiðri höfð. Síðar fluttust þau svo til Reykjavíkur. Þar eignuðust þau notalegt heimili. Þangað komu börn þeirra, tengdabörn og barnabörn, eftirlæti ömmu og afa. Eg kynntist Sollu frænku strax i bernsku. Móðir min, Ingibjörg Einarsdóttir og Solla voru hálf- systur. Þær ólust ekki upp saman, en mjög var kært með þeim. Það voru greiðar skipaferðir á milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar í þá daga og Solla frænka heimsótti okkur oft. Þegar ég staldra við og hugsa til þessara daga, finnst mér, að það hafi alltaf verið sól- skin. 1 einum sólargeislanum stendur æskurjóð og falleg stúlka á upphlut. Það er Solla frænka. Þá var heidur ekki amalegt að fara i lystireisu til Seyðisfjarðar, heimsækja langömmu og frænd- fólkið og fá að búa hjá Sollu frænku á Sólvangi, sem var mjög skemmtilegt og glæsilegt heimili. Svo giftist Solla Hannesi. Hann var þá kennari á Fáskrúðsfirði. Ég var ógurlega feimin við hann fyrst í stað, en það lagaðist fljótt, því að hann var einstaklega barn- góður og traustvekjandi. Ekki losnaði Solla við mig, þó að hún flytti til Akureyrar. Ég bjó hjá þeim i góðu yfirlæti fyrsta veturinn minn í M.A. Ég er þakk- lát fyrir öll okkar kynni fyrr og sfðar. Solla frænka var starfsöm kona og henni leiddist aldrei. Hún var umhyggjusöm móðir og amma og göður vinur barna sinna Þeirra missir er mikill, en minningin björt. Við systkinin sendum börnun- um hennar, fjölskyldum þeirra, Margréti, Einari og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sólin vermi ykkur öll. Ragna Jónsdóttir. Selfossi og Oddur Erlendsson útvegsbóndi í Melshúsum. Sá bær er nú í eyði. Oddur dó þeg- ar Margrét var níu ára og fluttist hún þá að Múla í Bisk- upstungum til eldri systur sinnar, Guðbjargar, sem var húsfreyja þar og mun hafa dvalist þar þangað til hún giftist fyrri manni sínum, Guðmundi Eiríkssyni 1912 þá liðlega tvítug. Þau reistu bú á Brú í sömu sveit, líklega af fremur iitlum efnum, en hagur þeirra blómgaðist því nær með ólíkindum á þeim stutta tíma sem þau nutu samvista. Dótt- ur áttu þau eina sem lifði og heit- ir Kristín og ber hún nafn föður- móður sinnar. Aðra dóttur áttu þau sem fæddist að föður sínum látnum og dó á fyrsta ári. Hún hét Guðmunda. Svo hefur mér verið sagt að varla muni bjartara hafa verið yfir öðru tímabili þessarar aldar hér á landi en hinum fyrstu ára- tugum, og verið sem vor í lofti yfir þessu langhrjáða landi og þjóð, þó að vísu drægi yfir ljótan dökkva af tilkomu heims- styrjaldar um og eftir 1914. Svo virtist sem heimilishald og búskaparhættir þeirra systra, Guðbjargar og Margrétar, mundu standa með ágætum lengi í sam- ræmi við bjartsýni og dug aldar- farsins, var þó ólfku saman að jafna þar sem önnur bjó við vel- sæld á grónu heimili en þau Margrét og Guðmundur frumbýl- ingar. En ekki virtist það ætla að koma nokkuð að sök, slík var at- orka þeirra og hagsýni. Og leið svo fram til byrjunar vors 1916. Þá þyrmdi skyndilega yfir. Upp kom í sveitinni hættuleg veiki, sóttnæm, og barst að Brú og dó Guðmundur eftir stutta legu, 29 ára að aldri, en Margrét veiktist og var lengi tvfsýnt um líf hennar. Guðbjörg systir hennar sýndi þá það drengskaparbragð að flytja hana og nýfætt barn hennar heim að Múla, svo þær mæðgurnar fengju haldið lífi. Á því sama vori varð hún sjálf ekkja, því maður hennar, Geir t Eiginkona mín, VALGERÐUR GUÐRÚN HJARTARDÓTTIR, Safamýri 44, Andaðist i hjúkrunardeild Borgarspítalans, mánudaginn 1 7 maí Ingólfur Guðmundsson t MARKÚS JÓNSSON, frá Svartagili, lést að Elliheimilinu Grund 1 7 maí. Böm og bamaborn t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, DÝRLEIFAR PÁLSDÓTTUR. frá MöSrufelli. Guðný Aradóttir. Páll Arason. t Eiginmaður minn STURLAUGUR H. BÖÐVARSSON. verður jarðsunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 22 maí kl 1 4 30 Ferðir Akraborgar frá Reykjavík kl 1 3 00 Aukaferð frá Akranesi kl 20 15 Rannveig Boðvarsson t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG EINARSDÓTTIR, Háaleitisbraut 117. Reykjavlk. lézt 1 1 mai Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju i dag, miðvíkudag- inn 19 maí kl. 13 30 Þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á liknarfélög. Hrefna Hannesdóttir. Jean Jeanmarie Heimir Hannesson. Bima Bjornsdóttir, Sigrfður J. Hannesdóttir, Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, Gerður Hannesdóttir. Marteinn Guðjónsson. og barnabóm. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, GUÐRUNAR SVANBORGAR ÞÓRARINSDÓTTUR, frá Hallstúni Bömin. t Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viðandlát og útför KRISTMUNDAR FRÍMANNS JAKOBSSONAR, Suðurkoti. Vogum. Sérstakar þakkir til Kristjáns Sigurðssonar, læknis og alls hjúkrunarliðs sjúkrahúss Keflavlkur fyrir góða umönnun i veikindum hans. F.h. barna hins látna og annarra vandamanna Guðrún Benediktsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls SIGRÍÐAR TÓMASDÓTTUR Vilbergur Pétursson, Svava Vilbergsdóttir, Njáll Sfmonarson Margrét Vilbergsdóttir, Bjami Ragnarsson bamaböm og systkini hinnar látnu t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS KR. JÚLlUSSONAR, fyrrv. sýslumanns Hjörtur Halldórsson, Júlíus Halldórsson, Ingibjorg Halldórsdóttir, Helgi Halldórsson. Þorgerður Halldórsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Steingerður Halldórsdóttir, og barnaböm. Unnur Ámadóttir Þórunn Gröndal, Ingólfur Guðjónsson, Elfsabet Gunnlaugsdóttir, Albert B. Guðmundsson, Jóhannes Guðjónsson, Emil Bogason, Margrét Oddsdóttir Collin—Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.