Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1976 17 Reagan getur hlotið útnefningu, en farið halloka við kosningarnar Mark Frankland EF MAÐUR ætti að bjóða til kvöldverðar einhverjum þeirra, sem nú sækjast eftir embætti Bandaríkjaforseta, væri vart hægt að hugsa sér þægilegri gest heldur en Ro- nald Reagan. Hann er ákaflega yfirlætislaus og dagfarsprúður, og það er I rauninni sérstakt, hvað margra ára velgengni, fvrst f kvikmyndum og síðan á stjórnmálasviðinu, hefur haft lítil áhrif á hann. Hann segir skemmtilega brandara og þeir hitta yfirleitt í mark, en hann hlustar einnig með athvgli á brandarana, sem aðrir gestir láta fjúka og skemmtir sér kon- unglega. Það eru einmitt þessir eiginleikar í fari hans, sem mönnum falla svo vel. Stjórn- málabarátta hans virðist alls ekki háð f eigin þágu einvörð- ungu, en slfkt er hins vegar meinið við marga þá, sem leit- ast við að prfla upp á tindinn. Það kemur líka vel til greina að bjóða Mo Udall til veizlu, fulltrúadeildarþingmanninum frá Arizona, sem keppt hefur að því að fá útnefningu Demo- krataflokksins, en án þess að hafa erindi sem erfiði hirtgað til. Hann hefur ýmsa góða eðlis- kosti, er gæddur góðri kímni- gáfu og blessunarlega laus við sjálfbyrgingshátt. Hann myndi líka fremur eiga upp á pallborð- ið hjá gáfumönnum i veizlunni en Reagan, sem vart getur af því státað að vera andans mað- ur. Hætt er við þvi, að önnur forsetaefni séu síður fallin en þessir tveir til þess að sitja góða veizlu. Enda þótt Jimmy Carter, sá sem hingað til hefur verið sigursælastur af demó- krötum. sé maður skemmtileg- ur og búi yfir persónutöfrum, er hætt við því að hann kunni að þreyta ýmsa gesti með því að láta móðan mása um stjórnmál. Og hrein- skilnislega sagt myndu þeir einir bjóða Ford forseta til veizlu, sem væru sérlega upp- næmir fyrir embætti hans og því sem því fylgir. En hvað um Scoop Jackson öldungardeildar- þingmann? Hann myndi ein- ungis heilla þá, sem hafa mik- inn áhuga á eigingirni og sér- hagsmunastefnu. En meinið er það, að Ronald Reagan er alls ekki að fara þess á leit við bandaríska kjósendur, að þeir bjóði honum til kvöld- verðar. Hann vill að þeir kjósi sig Bandaríkjaforseta. Síðan hann vann sinn fyrsta sigur í forkosningunum í Norður- Karólínu 23. marz sl., hafa ófáir kjósendur látið í ljós, að þeir hyggist fara að vilja hans í þess- um efnum. 18. maí n.k. munu fara fram forkosningar í einu af höfuð- vígjum Repúblikana, Michigan, sem jafnframt er heimariki Fords forseta. Þar hafa fleiri fulltrúar lýst yfir stuðningi við Reagan en forsetann, enda þótt töluverður fjöldi þeirra, sem enn hafa ekki látið álit sitt í ljós, séu í raun réttri fylgjandi Fors. Önnur helztu vigi repu- blikana eru í suður- og vestur- ríkjunum, en þar hefur Reagan yfirleitt betri stöðu. En bölsýn- in í herbúðum Fords er orðin slík, að þar álíta menn alls ekki óhugsandi, að Reagan nái yfir- höndinni í Michigan. Allt er þetta dálitið skrýtið og fyrir tveggja hluta sakir. I fyrsta lagi leikur talsverður vafi á þvi, að þessi viðfelldni maður sé fær um að gegna em- bætti forseta. Og í annan stað leikur enn meiri vafi á þvi, að hann nái forsetakjöri, þótt hann hljóti útnefningu á flokksþingi repúblikana. Þegar menn efast um hæfni Reagans hafa þeir einkum í huga afstöðu hans til utanríkis- mála. Af ferli hans sem ríkis- stjóra i Kaliforníu má marka, að hann geti sinnt innanríkis- málum Bandaríkjanna, þvi að sannleikurinn er sá, að hlutirn- ir ganga þar yfirleitt sinn vana- gang án mikillar handleiðslu stjórnvalda í Washington, eink- anlega ef efnahagsmálin halda áfram að þróast í rétta átt. Hins vegar gæti leikið vafi á þvi, að hann kynni að bregðast við óvæntum áföllum og erfið- leikum á réttan hátt. t.d. meiri- háttar kynþáttaóeirðum á borð við þær, sem blossuðu upp á síðasta áratug. Reagan er sanntrúaður íhaldsmaður með fábrotnar skoðanir. En enda þótt forseti geti talið sér og öðrum trú um, að Bandaríkin séu fábrotin og komist upp með það, þá er held- ur erfiðara að imynda sér, að heimurinn sé fábrotinn og kom- ast upp með það lika. Margir Bandarikjamenn vildu gjarnan að heimurinn væri fábrotinn, og þess vegna líkar þeim að heyra Reagan segja, að svæðið umhverfis Panamaskurð sé bandarískt land, sem það er ekki og hefur aldrei verið. Og þess vegna likar þeim einnig að heyra hann segja, að Banda- ríkjamenn verði alltaf að standa feti framar en Rússar og krefjast þess vegna fleiri bandariskra eldflauga, skipa og alls sem nöfnum tjáir að nefna. Ford forseti hefur hins vegar ekki gert sér far um slíkan mál- flutning enda er honum ljóst, að málin eru ekki svona ein- föld, og á því hagnast Reagan. Enginn keppinauta hans hefur haft djörfung til að minnast á hrakfarir Bandaríkjamanna i Indókína, en það bendir til þess, að þeir geri sér Ijóst, að þær liggi þungt á hugum manna, enda þótt þess verði ekki svo mjög vart opinberlega. Málflutningur Reagans er hug- svölun fyrir þá, sem taka sér nærri endalokin i Víetnam, en hafa ekki viljað láta það í ljós. Utlendingum, sem fylgjast með kosningabaráttunni í Bandarikjunum og hafa óttast, að Reagan næði kjöri, er það mikill léttir, er þeir átta sig á, hversu litlar sigurlíkur hans eru í raun og veru. i Bandaríkj- unum er það hins vegar þannig, að menn gleyma að líta raun- sæjum augum á hlutina, eftir þvi sem baráttan harðnar og fer að snerta tilfinnanlega strengi. Þannig virðist það vera i þessu tilviki. Repúblikanar eiga um 20% af atkvæðamagni í Banda- rikjunum og hingað til hefur það skipzt nokkurn veginn jafnt milli Fords og Reagans. Það liggur í augum uppi, að ef frambjóðandi republikana á að ná kjöri, verður hann að draga til sín mikið atkvæðamagn frá demókrötum. Sigur Reagans yf- ir Ford í Texas byggðist veru- lega á þvi, að margir demókrat- ar tóku þátt i forkosningu repú- blikana og greiddu Reagan at- kvæði. Það sama gæti gerzt í Michigan og í öðrum ríkjum, þar sem hver óg einn getur tekið þátt i forkosningum. En þegar að sjálfum forsetakosn- ingunum kemur í nóvember n.k., er harla ólíklegt, að Rea- gan gæti dregið til sín mikið af atkvæðum demókrata, ef mót- frambjóðandi hans yrði Jimmy Carter. Carter er Suðurríkjamaður og íhaldssamur á ýmsa lund. Þar af leiðandi á hann miklu fylgi að fagna i Suðurrikjunum og á meðal ihaldssamra deinó- krata, en frá báðum þessum vígstöðvum þarf forsetafram- bjóðandi repúblikana á aðstoð að halda, ef hann á að ná kjöri. Stuðningur úr þessum áttum tryggði Richard Nixon forseta- kjör í tvígang. Reagan gerið mikið úr því í baráttunni við forsetann, að sjálfur sé hann utanaðkomandi og hafi að mestu hreinan skjöld, því að hann hafi aldrei geght embætti i hinni vondu Washingtonborg. Þetta virðist ganga vel í ýmsa kjósendur. Hins vegar leggur Jimmy Car- ter áherzlu á nákvæmlega sama atriðið, og því getur Reagan ekki búizt við því að það verði til þess, að hann næli í atkvæði frá demókrötum. Síðustu skoðanakannanir sýna, að Carter nýtur meira fylgis en Ford forseti, og yfir- leitt má mikið byggja á niður- stöðum skoðanakannana. Þær hafa hins vegar aldrei verið á þá lund, að Reagan gæti sigrað Carter. Það eru aftur á móti ýmis merki þess, að hann myndi fara algerlega halloka, og jafnvel bíða enn meiri hrakfarir en Barry Goldwater fyrir Lyndon Johnson árið 1964. Meðal þeirra, sem óttast það, er Gold- water sjálfur. Nýlega kom hann af stað miklu fjaðrafoki, er hann tilkynnti Reagan, að hann hefði rangt fyrir sér varðandi Panamaskurðinn. Og ef mann langar til að bjóða Reagan í veizlu, eru mikl- ar líkur á þvi, að hann gæti þegið boðið eftir kosn-ingarnar í nóvember. Tekjuafgangur HIP 2,5 milljónir kr. Olafur Emilsson endurkjörinn formaður Aðalfundur Hins fslenzka prentarafélags var haldinn 8. og 9. maí s.l. A fundinum kom fram, að starfsemi félagsins var grósku- mikil á liðnu starfsári og að ýmsar nýjungar hefðu verið revndar sem gáfust a11 vel. í reikningum félagsins kemur fram, að tekjuafgangur er tæp- lega 2,5 milljónir króna og að höfuðstólsaukning sjúkrasjóðs prentara er rúmlega 80%. Aukin kaup á ríkistryggðum skulda- bréfum eiga mikinn þátt í þessari aukningu. Helztu viðfangsefni aðalfundar- ins voru, auk almennra félags- mála, fræðslumál stéttarinnar og fyrirhuguð sameining bóka- gerðarfélaganna þ.e. HIP, Bók- bindarafélags islands og Grafiska sveinafélagsins. Kosning til stjórnar og fulltrúa- ráðs fór fram I marz s.l. Stjórnina skipa: Formaður Ólafur Emils- son, varaformaður Herrnann Aóalsteinsson, ritari Magnús Einar Sigurðsson, gjaldkeri Jó- hannes Harðarson, meðstjórn- endur Ólafur Björnsson, Sæmundur Árnason og Pétur Ágústsson. Aðalfundur HÍP samþykkti eftirfarandi ályktun um kjara- og efnahagsmál: i síðustu kjarasamningum hafði verkalýðshreyfingin uppi lág- markskröfur og tók þannig tillit til fullyrðinga stjórnvalda um lélegan efnahag atvinnuveganna. Með þessari stefnu var þess vænzt og raunar gefin um það fyrirheit af stjórnvöldum, að verðlagi yrði haldið i skefjun. Strax að afloknum samningum voru þessi fyrirheit þverbrotin. Stjórnvöld leyfðu og fyrirskipuðu stórfelldar hækkanir á vöru og þjónustu. Kauphækkun þeirri sem gilti frá 1. marz var því strax útrýmt og ríflega það. Enn hafa stjórnvöld sýnt sitt rétta andlit og beita nú fyrir sig hinni nauðsynlegu eflingu land- helgisgæzlunnar, en fundu ekki aðra leið til þess en að hækka vörugjald úr 10% í 18%. Enn er því farið i vasa launafólks og um leið er kaupmönnum gefinn kostur á að græða á fjárþörf land- helgisgæzlunnar. Það hvarflaði ekki að stjórn- völdum að leita annarra leiða, leiða sem bitnuðu ekki á þeim verr settu í þjóðfélaginu. Nær hefði verið að skattleggja þá sem sáralitla eða enga skatta bera, þ.e. verzlunar- og atvinnu- rekendavaidið, en í skjóli þess þrífst geigvænleg gjaldeyrissóun samfara stórfelldri mismunun í skattaálögum. Þetta er opinbert leyndarmál sem stjórnvöld hafa ekki haft vilja til að stöðva. Með tilvísun til þess sem að framan greinir mótmælir aðal- fundur Hins íslenzka prentara- félags harðlega síendurteknum árásum stjórnvalda á lífskjör launafólks og skorar á íslenzkan verkalýð að mynda órofa sam- stöðu um þá kröfu að rikisstjórn- in segi af sér og að mynduð verði ríkisstjórn sem byggi á félags- legri lausn aðsteðjandi og ríkj- andi vanda. Þá samþykkti fundurinn eftir- farandi ályktun um landhelgis- mál: Aðalfundur Hins islenzka prentarafélags 1976 fordæmir síaukinn sjóhernað brezka her- skipa á islandsmiðum. Fundurinn bendir á að síðustu aðgerðir brezka flotans virðast beinlinis gerðar til þess að sökkva ís- lenzkum varðskipum og ógna þannig lífi áhafna varðskipanna. Fundurinn lýsir furðu sinni á langlundargeði íslenzkra stjórn- valda gagnvart hernaðarofbeldi þjóðar, sem i orði kveðnu er sam- starfsþjóð íslendinga. Svo virð- ist sem hagsmunir Norður- Atlantshafsbandalagsins séu þyngri á metunum í hugum ís- lenzkra ráðamanna heldur en augljósir hagsmunir islenzku þjóðarinnar. Fundurinn telur, að eina raunhæfa svarið við siendur- teknum árásaraðgerðum Breta sé, að Íslendingar segi sig úr Nató, en kalli að öðrum kosti heim fulltrúa sinn hjá bandalaginu loki her- stöðvum þess hér á landi og að sett verði algjört viðskiptabann á brezkar vörur. Þá lýsir fundurinn stuðningi sinum við mótmæli loftskeyta- manna á Norður- og Austurlandi gegn því að vera þvingaðir af ís- lenzkum stjórnvöldum til þess að þjóna hagsmunum brezka land- helgisbrjóta og herskipa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.