Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 Upplýsingaþjónustan: Pólsku kart- öflurnar hafa líkað ágætlega í NYUTKOMNU fréttabréfi Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins er rætt um innkaup á kartöflum að undanförnu. Seg- ir þar að Grænmetisverzlunin hafi fallist á að kaupa frá Pól- landi kartöflur af afbrigðinu Mercury, eftir að sýni höfðu verið könnuð. Síðan segir orð- rétt. „Mestur hluti af þeim kartöflum, sem Pólverjar hafa selt hingað, eru af þessu af- brigði, sem líkað hefur ágæt- lega en lítilsháttar borizt af öðrum afbrigðum, sem ekki hafa reynzt eins vel.“ Léleg vertíð á Hellissandi Hellissandi, 1H . maí. HEILDARAFLAMAGN á vetr- arvertíðinni, þ.e’. miðað við 15. maí var 5660 lestir hjá 17 bát- um í 1040 róðrum en á vertíð- inni í fyrra var heildarafla- magnið 6200 lestir hjá 13 bát- um í 1100 róðrum. Eins og fram hefur komið í Mbl. var Skarðsvík aflahæst, með 1054 tonn. Næstur var Hamrasvan- ur með 585 tonn og þriðji varð Faxhamar með 570 tonn. Gæftaleysi var mikið á vertíð- inni og bitnaði það mest á minni bátunum. — Rögnvaldur. 2„pakkar” fundust í hrauninu RANNSOKNARLÖGREGLAN í Hafnarfirði var látin vita af þvf um sfðustu helgi, að tvo stóra pakka væri Ifklega að finna á ákveðnum stað í Hafnarfjarðarhrauni. Hafði kona nokkur rekist á pakkana í fyrra og rifjaðist það upp fyrir henni þegar fréttir voru fluttar um pakkaleit f hraun- inu f sambandi við Geirfinns- málið. Lögreglumenn fóru á stað- inn og eftir töluverða leit fundust pakkarnir. Voru þeir um 2 metrar á lengd og tölu- vert gildir. Var ekki laust við að nokkurrar spennu gætti þegar verið var að taka utan af pökkunum. En hið sanna kom brátt f ljós, pakkarnir inni- héldu ekki neitt, heldur reynd- ust þetta var nokkrir tugír metra af plasti vafðir saman. Hafði einhver skilið þetta eftir í hrauninu. Giafmildur þjófur SJÓMAÐUR einn, sem var að gera sér glaðan dag að lokinni vertíð, varð fyrir þvi í fyrra- kvöld að stolið var frá honum veski með 40 þúsund krónum í. Var hann að koma af Röðli og ætlaði í Þórscafé. Á leiðinni þangað hitti hann mann nokk- urn og tóku þeir tal saman. Maður þessi hirti veskið af sjó- manninum án þess að hann tæki eftir því fyrr en nokkrum mínútum síðar. Kallaði hann þá til lögreglunnar, sem var fljót að hafa upp á þjófnum. En lögreglan greip í tómt, þjóf- urinn var búinn að gefa alla peningana fólki, sem beið fyrir utan Þórscafé. 46 bátar í Norðursjóinn: Brezku togararnir að hnappast saman á Hvalbakssvæðinu BREZKU togararnir voru í gær- dag á siglingu meðfram Norður- landi áleiðis á Austfjarðamið og voru þegar leið á daginn byrjaðir að hnappa sig saman á Hvalbaks- svæðinu eða svipuðum slóðum og þeir hafa haldið sig á áður. Af 21 brezkum togara sem sást ( gæzlu- flugi 1 gærdag, voru aðeins 7 að veiðum eftir þvf sem Landhelgis- gæzlan tjáði Morgunblaðinu. Erfitt skyggni var í gær til gæzluflugs vegna þoku en þó sást til ferða 5 freigátna, verndar- togarans Southella, þriggja dráttarbáta, tveggja tankskipa og einnig Mirindu og Othelllo. Togararnir voru hins vegar allir komnir suður fyrir Langanes, þegar flugvél Landhelgis- gæzlunnar flaug þar yfir. Níu óþekkt skip, trúlega togarar. sáust á Vopnafjarðargrunni, en vegna skyggnis var ekki unnt að sjá hvort þeir væru þar á siglingu eða að reyna veiðar. Tveir brezkir togarar voru á suðurleið um 20 sjóm. austur af Glettingi, 3 brezkir togarar voru á suðurleið 40 sjóm. austur af Seley, og 9 brezkir togarar voru á suðurleið austur af Hvalbak. Eins og áður segir voru aðeins sjö þeirra togara sem sáust að veiðum. Flest benti því til þess í gær að brezku togararnir myndu hnappast saman á Hvalbaks- svæðinu. Varðskip fylgdu brezku togurunum eftir. Ekki varð vart neinnar óánægju meðal skip- stjóranna, enda þótt brezk stjórn- völd hafi hafnað því að veita togaraflotanum uppbætur vegna aflamissis undanfarið. Vestmannaeyjar: Þriggja tonna steypu mót féll ofan á mann ÞAÐ slys varð við Vestmanna- eyjahöfn fimmtudagsmorguninn í sfðustu viku, að þriggja tonna stálsteypumót féll af lyftara og ofan á öxl á manni. Klemmdist hann undir mótinu og hlaut mikil meiðsli. Liggur hann nú á sjúkra- húsinu í Vestmannaeyjum. Þegar slysið varð, var verið að skipa steypumótunum um borð í m.s. Esju. Mót þessi eru í eigu Breiðholts hf, og voru notuð við byggingu fjölbýlishúss í Eyjum. Lyftari var að aka með eitt slíkt mót, en einhverra hluta vegna féll það af lyftaranum og á fimm- tugan mann, verkstjóra við höfn- ina. Það varð honum sennilega til lífs, að önnur hlið mótanna er riffluð og lenti hún á manninum þannig að mótin féllu ekki alveg að bryggjunni. Klemmdist maður- inn og varð að ná mótunum ofan af honum með lyftara. Að sögn lögreglunnar mun hann hafa rif- beins- og viðbeinsbrotnað, herða- blað brotnaði og hann mun einnig hafa brákazt við axlarlið. Enn- fremur hlaut hann fleiri meiðsli. Einar til Ósló í dag Geta fengið kvót- ann í einu kasti SJÁVARUTVEGSRÁÐUNEYT- IÐ hefur veitt 46 bátum leyfi til sfldveiða f Norðursjó á komandi sumri og hausti. íslenzkum bát- um er heimilt að veiða 9200 lestir fyrir austan svonefnda 4. gráðu, en þar er aðalveiðisvæðið. Koma þvf 200 lestir í hlut vers báts og 4 sóttu um prófessors- embætti í lagadeild UMSÓKNARFRESTUR um prófessorsembætti í lögfræðideild Háskólans rann út á laugardag- inn. Umsækjendur voru fjórir: Gísli G. ísleifsson hrl, Arnljótur Björnsson, settur prófessor, Björn Þ. Guðmundsson borgar- dómari, Steingrímur Gautur Kristjánsson, héraðsdómari. I auglýsingu um embættið sagði, að kennsla myndi aðallega fara fram á sviði fjármunarréttar eða réttarfars. I embættinu var áður Þór Villijálmsson hæsta- réttardómari. lætur nærri að sumir bátanna geti veitt kvótann í einu kasti. Þórður Ásgeirsson skrifstofu- stjóri i sjávarútvegsráðuneytinu tjáði Morgunblaðinu í gær, að tslenzkum bátum væri einnig heimilt að veiða 3000 lestir austan 4. gráðunnar. Sagði Þórður að ráðuneytið hefði ákveðið að sér- smiðuð nótaskip, 11 að tölu, fengju að veiða þar meira en önnur. Fá þau að veiða 135 lestir á móti 35 lestum hjá hinum 35 skipunum. Bátunum er heimilt að veiða umrætt síldarmagn hvenær sem er á sumrinu eða haustinu, en ef þeir hafa ekki notað leyfi Góð aðsókn hjá Magnúsi NU stendur yfir málverka- sýning Magnúsar Jóhannes- sonar að Laugavegi 178. Að sögn Magnúsar hefur aðsókn að sýningunni verið góð og nokkrar myndir selst. Sýning- in verður opin daglega frá klukkan 14—22 fram til sunnudagskvölds. sín fyrir 15. október, verða þau tekin af þeim. Þá sagði Þórður að á næstunni yrði auglýst eftir umsóknum um leyfi til loðnuleitar og veiða undan Norðurlandi í sumar. Sagði Þórður að allmargir útgerðar- menn hefðu haft samband við ráðuneytið vegna þessa máls, og virtist vera töluverður áhugi á því meðal útgerðarmanna að taka þá i leit og veiðum í loðnu í sumar. EINAR Ágústsson utanríkisráð- herra hélt f morgun utan til Ösló, þar sem hann situr ráðherrafund Átlantshafsbandalagsins á fimmtudag og föstudag. Ráðherrann sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að ekkert væri hæft í þeim fregnum, að ákveðið væri að hann og Crossland utan- ríkisráðherra Breta myndu eiga sérstakan fund í Ósló. „Ég hef bara lesið um þetta í blöðunum, en í Crossland hef ég ekki heyrt síðan hann tók við þessari nýju ráðherrastöðu." Einar Agústsson mun halda ræðu sína á NATO- fundinum á morgun. Eins og kom fram á Alþingi í gær, ræðir Einar sérstaklega við Genscher utanríkisráðherra Vest- ur-Þjóðverja um samningana við þá og bókun 6 í samningum íslands við EBE. Rothenberger eftir- sóttust á listahátíð MIKLAR annir hafa verið á skrif' stofu listahátfðar frá þvf að hún opnaði á mánudaginn. Þá mynd- aðist löng biðröð fyrir utan Gimli, sem teygði sig allt að Bankastræti þegar mest var, og sömu annirnar voru f gær þannig að ekki var nokkur leið að ná sfmasambandi við skrifstofuna. A miðapöntununum þessa fyrstu daga má þegar sjá á hverju áhuginn er mestur. Þannig hefur eífurles eftirspurn verið eftir miðum á tónleika söngkonunnar Anneliese Rothenberger í Háskólabíói, svo og er mikil ásókn í miða á tónleika Benny Good- mans og Cleo Laine í Laugardals- höll og á dans Helga Tómassonar í Þjóðleikhúsinu. Annars kvað Hrafn Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri, lista- hátiðar, eftirspurnina vera nokkuð jafna yfir alla dagskrár- liði og sagði að svo virtist sem góð aðsókn ætlaði að vera að flestu sem á boðstólum væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.