Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 15 politike: Politiken: Bretar hafa tapað „Brendan" á siglingu. Hann er prýddur fánum þeirra landa sem leiðangurinn hefur viðkomu f, svo og fánum föðurlanda leiðangursmanna sjálfra. Brendan heldur til hafs Tralee, 18. maí — AP. TIMOTHY Severin, hinn 35 ára gamli leiðangursstjóri á skinn- bátnum Brendan, stýrði I dag far- kosti sfnum og félaga sinna fjögurra út Tralee-flða I Írska lýðveldinu I dag er fimm mánaða sigling leiðangursins til Amerfku hðfst, en henni er ætlað að færa sönnur á það að frski munkurinn heilagur Brendan og fylgdar- menn hans hafi fundið Amerfku nfu öldum á undan Kðlumbusi. Leiðangursstjðrinn Timothy Severin. 200 þorpsbúar f Tralee á suð vesturhorni trlands kvöddu leiðangursmenn og hjálpuðu þeim við að koma Brendan á flot f blfðskaparveðri, en áður hafði þurft að fresta ferðinni vegna ðveðurs. Áhöfnin á Brendan er auk Severins, sem er brezkur rit- höfundur, landi hans Peter Mullett, lrarnir George Molony og Arthur Magan, og Norðmaður- inn Rolf Hansen. Leið Brendans liggur framhjá Araneyjum undan strönd trlands áleiðis til Færeyja, tslands, Græn- lands og Kanada og vonast Sev- erin að komast til Boston f Banda- rfkjunum um miðjan október. Severin hefur aflað sér upp- lýsinga til byggingar bátsins og um siglingaleiðina úr frska hand- ritinu „Navigatio" frá miðöldum þar sem ferð St. Brendans til „fyrirheitna landsins" er lýst, og þess m.a. getið að munkarnir hafi haft áningarstað á bakinu á vinsamlegum hval. Severin segist ætla að bera gaumgæfilega saman reynslu þeirra félaga f ferðinni og söguna af ferð St. Brendans í „Navigatio". Severin hefur áður farið í fótspor Mareo Polo til Kfna á mótorhjóli og siglt Mississippi- fljót f Bandaríkjunum á eintrján- ungi. DANSKA blaðið Politiken birti á! sunnudag ritstjðrnargrein um þorskastfðið undir fyrirsögninni: „Stöðvið þetta stríð“, en f undir- fyrirsögn segir: „Bretarnir hafa tapað baráttunni um þorskinn“. 1 lauslegri þýðingu er rit- stjórnargreinin svohljóðandi. Þriðja þorskastrfðið milli tslands og Bretlands er f senn sorglegasta og fáránlegasta útspilið f væntan- legri skiptingu á auðlindum heimshafanna. Ástæðan er ekki aðeins sú, að þarna deila tveir bandamenn, né heldur sú að annar aðilinn er svo ótrúlega mikið háðari þeim fiski, sem barizt er um við hinn aðilann. Það skiptir einnig máli að með hverjum mánuðinum sem líður með þvi að sterki aðilinn hefur reynt að sýna vald sitt, hefur staða hans orðið veikari. Með því að senda stöðugt fleiri herskip gegn aðgerðum Islendinga, hefur Bretum ekki tekizt að kúga and- stæðinga sína, heldur aðeins að einangra sjálfa sig á alþjóðavett- vangi. Það er fullljóst að strandríkin um allan heim taka sér fljótlega 200 mílna efnahagslögsögu, eins og íslendingar gerðu í nóvember. Ef til vill er það Bretum verst, að önnur ríki sem stunda fiskveiðar á sömu slóðum, hafa komizt hjá öllum deilum. Það er kátbroslegt að Vestur-Þjóðverjar, sem eru mun háðari veiðunum við ísland en Bretar, hafa samið við Islendinga. Komið hefur fyrir að Islending- hafa stuggað óþarflega við Bretum, og að þeir hafi bersýni- lega verið knúnir til þess af póli- tískum ástæðum. En það er áberandi hversu mjög upplýs- ingar brezkra yfirvalda hafa verið af skornum skammti, og skilningur þeirra lítill á stöðu mótherjans. Brezka stjórnin verður að gera sér ljóst að þorska- stríðið er tapað, og haga gjörðum sínum samkvæmt því. Til að verja framkomu sína hafa Bretar stundum gefið í skyn að hún mót- ist nokkuð af þeim vandamálum sem við er að glíma í sambandi við sameiginlega fiskveiðistefnu fyrir öll ríki Efnahagsbandalags- ins. Einnig hefur verið vísað til þess vanda, sem steðjar að brezka fiskiðnaðinum í heild. Þess vegna verði að fást sérréttindi innan EBE. Hvernig sá vandi leysist er mál út af fyrir sig. En það er hneyksli, ef það er þessi vandi, sem á að ráða úrslitum gagnvart islendingum. Þing austur-þýzka kommúnistaflokksins: Náin tengsl við USSR enn styrkt Austur-Berlín, 18. mai. Reuter — AP AUSTUR-þýzkir leiðtogar lýstu þvf yfir í dag við setningu nfunda þings austur-þýzka kommúnista- flokksins að æðsta markmið Aust- ur-Þjóðverja á næstu árum yrði að styrkja hin nánu tengsl við Sovétríkin enn frekar. Erich Honecker flokksleiðtogi gerði grein fyrir stefnunni f 45.000 orða skýrslu vð setninguna og sagði: „Hinn tryggi grundvöllur sðsfalfskrar uppbyggingar rfkis- ERLENT ins og alþjóðlegrar starfsemi okkar er og verður okkar ðrjúfan- lega brððurlega samband við Sovétrfkin ...“ Honecker, sem hefur verið flokksleiðtogi frá árinu 1971, skipaði sambandinu við Sovét- ríkjunum í öndvegi í ræðu sinni, sem annars hafði fátt nýtt að geyma. Alls sækja um 2.500 fulltrúar og 750 erlendir gestir frá 92 löndum þingið í Austur- Berlín sem fer fram við miklar öryggisráðstafanir. Lögreglu- menn eru á næstum hverju götu- horni í miðborginni Meðal þeirra erlendu gesta sem sækja þingið eru flokksleiðtogar fjögurra kommúnistalanda, — Tékkóslóvakíu, Ungverjalands, Póllands og Búlgaríu. Brezhnev, sovézki flokksleiðtoginn, sendi hins vegar Mikhail Suslov, helzta hugmyndafræðing flokksins og framkvæmdastjórnarmann í sinn stað. ... Frjálslyndi flokkurinn í New York-ríki lýsir fylgi við íslendinga: Skorar á Kissinger að reyna málamiolun FRJALSLYNDI flokkurinn I New York-rfki, sem er áhrifamikill þar sem sjálfstætt stjðrnmálaafl utan við risaflokkana tvo, repúblfkana og demðkrata, hefur nýlega sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir afar eindregnum stuðningi við málstað Islendinga f fiskveiðideilunni við Breta og skorað jafnframt á Henry Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, „að grfpa til allra hugsanlegra aðgerða eftir hefðbundnum diplðmatfskum leiðum til að fá Bretland og allar aðrar þjóðir til að virða 200 mflna fiskveiðimörk lslands". Dr. Donald S. Harrington, formað- ur flokksins, segir að knýjandi þörf sé fyrir sanngjarnt, raunhæft og bindandi alþjððlegt samkomulag og stjðrnun varðandi haf- réttarmál um hcim allan. Þess má einnig geta að til stendur að fulltrúa Frjálslynda flokksins f New York, Henry M. Christman sem er kunnur rithöfundur, verði boðið til lslands f sumar. Frjálslyndi flokkurinn i New York-ríki var stofnaður árið 1944 í þeim tilgangi að reyna að draga úr einokun repúblíkana og demókrata á stjórnmálasvið- inu og berjast gegn þeirri spill- ingu sem stofnendur flokksins töldu búa með stóru flokkunum tveim. Meðal stofnenda Frjáls- lynda flokksins má nefna heim- spekinginn John Dewey, guð- fræðinginn dr. Reinhold Niebuhr og menntamála- frömuðinn prófessor William H. Kilpatrick. Hefur flokkur- inn sfðan t.d. ráðið úrslitum um hver hlotið hefur ríkisstjóra- embættið f New York og stutt frjálslynda frambjóðendur til forsetaembættisins, t.d. John F. Kennedy. Þá má geta þess að Frjálslyndi flokkurinn varð fyrsti stjórnmálaflokkurinn í Bandarfkjunum til að krefjast stöðvunar loftárása á Víetnam og stríðsins þar, svo og til að krefjast þess að Richard Nixon, fyrrum forseti, yrði sóttur til saka fyrir ríkisrétti. Yfirlýsing Frjálslynda flokksins til stuðnings Islendingum er á þessa leið: „Það er ljót sjón að sjá litla, lýðræðislega og framfara- sinnaða þjóð þvingaða fram á barm hruns af óbilgirni stærra nágrannalands. Heimurinn verður nú vitni að hildarleik er brezka flotanum er nú af öllu afli beitt gegn landi með um 200.000 ibúa, sem ekki ræður yfir landher, flugher eða flota. Ef þessi vald- beiting Breta heldur áfram, verður þessari litlu en sögu- frægu þjóð, — islendingum, — efnahagslega tortimt. Þó að Bretar eigi nokkra samúð skilið vegna núverandi efnahags- erfiðleika þeirra, er handahófs- stefna þeirra gagnvart Islendingum engu að siður óréttlát og óréttlætanleg. tslendingar, sem byggja um 80% útflutningstekna sinna á fiski, hafa fært út fiskveiðilög- sögu sina i 200 milur vegna knýjandi efnahagslegra og verndunarlegra aðstæðna. Bretland hefur neitað að viður- kenna aðgerð islendinga og haldið áfram að senda brezk fiskiskip í fylgd brezkra her- skipa á íslenzk fiskimið, og þar með aukið hitann i þvi sem fjölmiðlar heims hafa á Iftil- lækkandi hátt nefnt „þorska- striðið". Islendingar hafa I framhaldi af þessu slitið stjórnmálasam- bandi við Bretland og þannig leikur nokkur vafi á framtið hernaðarlega mikilvægrar varnaraðstöðu NATO og Banda- rfkjanna á tslandi. Að slíkt hættuástand skuli hafa skapazt varpar skýru ljósi á knýjandi þörf fyrir sann- gjarnt, raunhæft og bindandi alþjóðlegt samkomulag og stjórnun varðandi bæði lagaleg og viðskiptaleg mörk á miðum undan ströndum landa um heim allan. Slíkt samkomulag og stjórnun verður að veita hinni alþjóðlegu þörf fyrir lífs- nauðsynjar á borð við oliu, málma og fisk hæfilegan for- gang og verndun. Slíkt sam- komulag og stjórnun verður einnig að vernda hagsmuni þjóða eins og islendinga sem eiga afkomu sfna undir auð- lindum i hafi undan ströndum sinum. Það kaldhæðnislegt að Bret- land sem sjálft hefur tekið sér 200 milna viðskiptalögsögu til þess að ná yfirráðum yfir hin- um nýju olíulindum í Norður- sjó, kann einnig að þurfa að reiða sig á auðlindir i hafi undan ströndum sinum í nálægri framtíð. Frjálslyndi flokkurinn í New York-ríki vonar einlæglega að Alþjóðlega hafréttarráðstefn- an, sem nú stendur yfir á veg- um Sameinuðu þjóðanna, muni komast að sanngjörnu sam- komulagi um skynsamlega verndun og nýtingu auðlinda í hafi undan ströndum allra landa. 1 millitiðinni, þar til sann- gjörnu alþjóðlegu samkomulagi er náð og komið til fram- kvæmda, hvetur Frjálslyndi flokkurinn í New York-ríki bandariska utanrikisráðuneyt- ið í nafni mannúðar og réttlætis að gripa til allra hugsanlegra aðgerða eftir hefðbundnum diplómatiskum leiðum til að fá Bretland og öll önnur riki til að virða 200 mílna fiskveiðimörk lslands.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.