Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 3 Þekktur bassasöngv ari í heimsókn hér Stutt viðtal við Ode Wannebo Ode Wannebo æfir I Dómkirkjunni með Ragnari Björnssvni organista. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. HÉR á landi er nú staddur i boði Kristilegs stúdentafélags Ode Wannebo og syngur hann á tónleikum I Reykjavík og á Sel- fossi. Ode Wannebo er norskur að uppruna en býr nú I Hollywood og hefur um nokkurra ára skeið sungið ein- göngu kirkjuleg lög. Hann syngur mikið af lögum sem hann hefur sjálfur samið. 1 fréttatilkynningu sem Mbl. barst fyrir skömmu segir að Ode Wannebo hafi hlotið mikið lof gagnrýnenda á undanförn- um árum fyrir söng sinn. S.l. sunnudag birti Mbl. frétt um leikara og tónlistarmenn í Hollywood sem á undanförnum árum hafa í síauknum mæli snúist til guðstrúar. Sem dæmi um þessa leikara og hljómlista- menn má nefna Dean Jones, Pat Boone, Jonny Cash og marga fleiri. Ode Wannebo er einn þessara manna og er Mbl. kom að máli við hann spurðum við hann um þennan félags- skap. — Við höfum fjóra mismun- andi biblíuhópa, sagði hann. Lesum við og ræðum mismun- andi hluta bibliunnar, bæði Gamla og Nýja testamentið. í hópnum er mikið af gyðingum sem tekið hafa trú á Jesú Krist og þvf leggjum við áherzlu á nýja testamentið ekki síður en það gamla. — Á fundum þar sem við komum saman ræðum við svo okkar eigin reynslu sem er ákaflega mismunandi, sagði Ode Wannebo ennfremur. Sjálfur á hann að baki merki- legan feril. Hann var aðeins átta ára þegar hann fann gítar, brotinn og hálfónýtan, sem gerður var upp fyrir hann. Þessi gítar glæddi áhuga hans á tónlist. Seinna varð hann þekktur f heimalandi sínu, Noregi, fyrir tónlistarhæfileika sína. I fjögur ár var hann við nám i Vínarborg og hlaut hann hæsta styrk sem norska ríkið veitir. Hann hefur sungið við margar óperur í Evrópu og Bandarikjunum og haldið sjálf- stæða tónleika. Eins og margir í áðurnefnd- um félagsskap leikara og tón- listarmanna í Hollywood var Ode Wannebo djúpt sokkinn í áfengisneyzlu en telur sig hafa frelsast við það að kynnast kristinni trú. Sjálfur sagði hann svo frá er Mbl. ræddi við hann. — Sagan byrjar raunveru- lega i Honolulu á Hawaii. Það var í desember 1971 og var ég á hljómleikaferð. Þetta var á gamlárskvöld og ég var mjög veikur enda hafði heilsu minni hrakað mikið árin á undan. Þetta kvöld opinberaðist fyrir mér hver Jesús Kristur var, frelsari minn, eins og hann er frelsari alls heimsins. — Áður en þetta gerðist sleit ég ekki skóm mínum við kirkju- göngur og á þessum tima hafði ég verið áfengissjúklingur í 14 ár. Þó hætti ég ekki samstundis að drekka eftir þessa reynslu. 1 einn og hálfan mánuð hélt ég áfram að drekka á um leið og ég las bibliuna mina. Sat ég þá með biblíuna í annarri hendi og flöskuna í hinni. Það var svo 21. framhald á bls. 19. Myndin er frá þvf þegar dr. Euwe afhenti Fischer verðlaunin eftir heimsmeistaraeinvfgið hér á landi. Friðrik með frjálsara tafl en tók enga áhættu ÞAÐ voru ekki miklar svipting- ar eða átök á afmælismóti dr. Euwe í gær. Jafntefli varð f báðum skákunum, og f skák sinni gegn Timman fór Friðrik sér engu óðslega heldur virðist hafa haft auga með þvf hvernig Karpov gengi með Browne, þvf fljótlega eftir að séð var fram á jafntefli hjá heimsmeistaran- um og Bandarfkjamanninum, sömdu þeir Friðrik og Timman jafntefli. Hér fer á eftir skák þeirra Friðriks og Timmans f gær með skýringum Margeirs Pétursson- ar, þar sem Friðrik hefði hvítt: FRIÐRIK — TIMMAN Kóngsindversk vörn 1. Rf3 g6 2. c4 Bg7 3. d4 Rf6 4. g3 0-0 5. Bg2 d6 6. 0-0 Rbd7 7. Rc3 e5 8. e4 c6 (Svartur átti hér völ á hvassari leik með 8. ... He8 9. h3 exd4 10. Rxd4 Rc5 11. Hel a5 (en Timman vill ekki tefla i tvisýnu) 9. Hbl. (Algeng- ast er hér 9. h3 Db6 10. Hel sem er talin bezta leið hvíts gegn því afbrigði sem svartur teflir i þessari skák en af einhverjuiu ástæðum vill Friðrik ekki fara troðnar slóðir) Db6 10. b3 (Eft- ir 10. h3 Db4! hefur svartur jafnað taflið) exd4 11. Rxd4 Rc5 12. Rde2 a5 13. Be3 (Eftir 13. Dxd6? Hd8 hefur svartur sterkt mótspil fyrir peðið) Dc7 14. f3 Re8 (Svartur gat einnig leikið 14. ... He8 og reynt að láta hina taktísku möguleika í stöðunni vega upp á móti veik- leikanum á d6) 15. Rd4 De7 16. Dd2 Rc7 17. Hfel He8 18. Hbdl. Hér sömdu keppendur jafn- tefli. Það leynir sér þó ekki að hvítur hefur heldur frálsari stöðu og svartur verður að not- færa sér vel hina taktísku möguleika stöðunnar, ef honum á að takast að halda skákinni í jafnvægi. KARPOV — BROWNE Um þessa skák segir Margeir: Skemmtileg byrjun á skák. Browne fléttaði skemmtilega i 12. leik og vann peð, en góð liðsskipan Karpovs kom í veg fyrir að Bandaríkjamaðurinn gæti notfært sér fléttuna. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 Rbd7 7. f4 e5 8. Rf5 Rc5 9. Rg3 Db6 10. Hbl Be7 11. Be3 exf4 12. Bxf4 Rcxe4! 13. Rgxe4 Rxe4 14. Rxe4 Db4+ 15. Dd2 Dxe4 16. 0-0 Dc6 17. Bf3 Db6 18. Be3 Dc7 19. Bd4 0-0 20. Dc3 Dxc3 21. bxc3 Hb8 22. Ba7 Ha8 23. Bd4 Hb8 Jafntefli Loks látum við fylgja hér með skákir Friðriks um helgina sl. við þá Karpov og Browne með skýringum Margeirs: FRIÐRIK — KARPOV Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 e6 4. e3 c5 5. Bd3 0-0, 6. Rf3 d5 7. 0-0 cxd4 8. exd4 dxc4 9. Bxc4 b6 (Þetta afbrigði hefur verið mjög í sviðsljósinu að undan- förnu.) 10. Hel (önnur leið er hér 10. Bg5, en leikur Friðriks er talinn sterkari) Bb7 11. Bd3 Rc6 12. a3 Be7 13. Bc2 (Hvítur hyggst beina skeytum sínum að framhald á bls. 19. AJAX með sítrónukeim nýja uppþvottaefnið sem íjarlægir fitu fljótt og vel. Nýja AJAX - uppþvottaefnið fjarlægir fituleifar án fyrirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lykt jafnvel fisk- og lauklykt - heldur uppþvottavatninu ilínandi. AJAX með sítrónukeim hin ferska orka. er fljótvirkt-ferskt sem sítróna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.