Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 5 Euwe-sjóður stofnaður til að efla skáklíf |iar sem jiað er skammt á veg komið í TILEFNI af 75 ára afmæli dr. Max Euwe, forseta Alþjóðaskák- sambandsins og fyrrum heims- meistara f skák, hinn 20. maf, hafa öll aðildarlönd FIDE (Alþjóðaskáksambandsins) bundizt samtökum um að heiðra hann sameiginlega með stofnun sérstaks sjóðs, sem við hann verður kenndur, svonefnds „EUWE-SJÓÐS". Hlutverk sjóðsins verður að vinna að útbreiðslu skáklistarinn- ar og aukinni skákmennt í þeim löndum og/ eða heimshlutum, þar sem skákiðkun er skemmst á veg komin. Dr. Euve mun síðar sjálf- ur setja sjóðnum nánari reglu- gerð. Tilkynnt verður formlega um stofnun sjóðsins við hátíðahöld þau, sem fram fara í Amsterdam á vegum hollenzka skáksam- bandsins hinn 22.—23. maí nk. í tilefni afmælisins. Óskað hefur verið eftir því við öll skáksam- bönd innan FIDE, að þau fari þess á leit við félagsmenn sina og aðra skákunnendur, að þeir leggi fram a.m.k. andvirði 1 svissnesks franka, þ.e. 73 kr. íslenzkar á núverandi gengi, til stofnunar sjóðsins. Skáksamband Islands hefur að þessu tilefni opnað sérstakan gíró-reikning við Samvinnubank- ann, nr. 81000, fyrir þá, sem leggja vilja eitthvað af mörkum, en söfnunin mun standa í 1 ár, eða til 20. mai 1977. Samkór Selfoss. Samkór Selfoss heldur hljómleika UM þessar mundir heldur Sam- kór Selfoss vorhljómleika sína. Efnisskrá er fjölbreytt segir ' fréttatilkynningu frá kórnum. Auk íslenzkra ættjarðarlaga og þjóðvísudansa verður flutt kant- ata eftir Franz Schubert, Sigur- söngur Mirjams, sem nú heyrist í fyrsta sinni hér á landi. Ennfrem- ur syngur kórinn i fyrsta íslenzk- um flutningi biblíu-mótettu eftir fyrirrennara Bachs við Tómasar- kirkjuna í Leipzig, Jóhann Kuhnau, Tristis est anima mea. Stjórnandi kórsins er dr. Hall- grimur Helgason, en í kantötu Schuberts við texta Grillparsers syngur einsöng Dóra Reyndal, og Chrystyna Cortez annast pianó- undirleik. Fyrstu hljómleikar verða i Sel- foss-bió fimmtudaginn 20. maí og síðan að Hvolsvelli laugardag 22. maí, og að Hellu sama dág. Auk framangreindra verkefna má af nýju efni, sem kórinn flyt- ur, nefna frumflutning kórlagsins Sumardísar eftir söngstjórann, við ljóð Guðmundar Daníelssonar, og fimm íslenzka þjóðvísudansa. Nátttröllið, sem dagaði uppi »w«V' Iw - Ljósmynd Mbl. Sigurgeir Aflaklær í Eyjum AFLASÆLASTIR í Eyjum. Skipshöfnin á Þórunni Sveins- dóttur frá Vestmannaeyjum varð aflahæst á vetrarvertið- inni þar með rétt tæp 1000 tonn og er það jafnframt næst mesti afli yfir landið á vertíðarbát. Skarðsvíkin frá Rifi var með liðlega 1000 tonn, en þess má geta að Þórunn var bundin i landi allan verkfallstimann. Skipstjóri á Þórunni er Sigur- jón Óskarsson, lengst til vinstri á myndinni, en hann hefur ver- ið aflakóngur i Eyjum síðustu 4 vertiðir. Hann er um þritugt en flestir eru strákarnir hans um tvítugt, galvaskir og hressir eins og sjá má. Námskeið í aðstoð við heyrnardaufa UM næstu mánaðarmót verður haldið námskeið fyrir þá sem taka vilja að sér að aðstoða heyrnar- dauft fólk, einkum það er notar heyrnartæki. Að þessu námskeiði standa Félagið Heyrnarhjálp, Heyrnardeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur og Háls-, nef og eyrnadeild Borgarspitalans í Reykjavík, segir i fréttatil- kynningu sem Mbl. hefur borizt. Félagið Heyrnarhjálp og Heyrnardeild Heilsuverndar- stöðvarinnar hafa um mörg ár annazt úthlutun og kennslu i með- ferð heyrnartækja, en sárlega hefur vantað fólk, sem leióbeint gæti heyrnartækjanotendum og veitt þeim nauðsynlegustu þjónustu. Slik þjónusta hefur svo að segja eingöngu verið veitt i Reykjavík og á Akureyri og svo á árlegum ferðum Félagsins Heyrnarhjálpar. Það er álit þeirra er að þessu Framhald á bls. 31. Að mörgu er að hyggja, er bú barft að trvqgia ’ ■ ^ llllll ’ Brunar og slys eru of tíóir vióburóir í okkar þjóófélagi. Þegar óhapp skeóur er hverjum manni nauósyn, aó hafa sýnt þá fyrirhyggju, aó fjárhagslegu öryggi sé borgió. Hagsmunir fyrirtœkja og einstaklinga eru þeir sömu SJÓVÁ tryggt SUÐURLANDSBRAUT 4 -SÍMI 82SOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.