Morgunblaðið - 21.05.1976, Page 2

Morgunblaðið - 21.05.1976, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 rrwrzéfan* / Mál tnálanna á Alþingi. Eimskip kemur upp bílaryðvarnarstö ð Mragvíslegar framkvœmdir á döfínni á vegum félagsins EIMSKIPAFÉLAG Islands vinn- ur nú aú þvf að koma upp full- kominni ryðvarnarstöð og er von- ast til að hún geti tekið til starfa næsta haust. Það var f fyrra að fram fóru viðræður milli Eimskipafélagsins og bifreiðainnflytjenda um skipulag á innflutningi bifreiða til landsins. Leituðu bifreiðainn- flytjendur eftir þvf að tekin yrðu upp hreinsun og ryðvörn á öllum bifreiðum, sem inn eru fluttar, eins fljótt og kostur væri eftir komu þeirra til Reykjavfkur, þar sem bifreiðarnar standa oft óaf- greiddar f nokkurn tfma f vöru- geymslum Eimskipafélagsins. Ákvað stjórn félagsins að verða við þessum óskum og koma upp nýtfzku ryðvarnarstöð f vöru- geymslu félagsins við Borgar- tún. Þá kom það fram á aðalfundi Eimskipafélagsins í gær, að verið er að reisa viðbyggingu við skrif- stofuhús Eimskipafélagsins að Pósthússtræti 2. Það hús var reist á árunum 1919—21 og var nokkru minna en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Nú er félaginu hins vegar þörf á því að fá aukið skrif- stofuhúsnæði og þegar borgaryf- irvöld veittu leyfi til að byggja við húsið í nóvember sl. var strax hafizt handa. Verður lokið við að steypa upp húsið á þessu ári en verkinu siðan haldið áfram eftir því sem aðstæður leyfa. Þá er f ráði að Eimskipafélagið hefji að nýju byggingarfram- kvæmdir við Oddeyrarskála á Akureyri í sumar, en sem kunn- ugt er varð að hætta þessum fram- kvæmdum árið 1969 þegar jarð- vegurinn undir húsið reyndist vera ótraustur. Síðan hafa marg- háttaðar rannsóknir verið gerðar á jarðveginum og er nú svo komið að unnt þykir að halda fram- kvæmdum áfram. Verður verkinu hraðað eins og frekast er kostur. Framhald á bls. 20 Farið hægt í námsbóka- útgáfu án z Rætt við Vilhjálm og Magnús Torfa MORGUNBLAÐIÐ leitaði f gær umsagnar Vilhjálms Hjálmars- sonar menntamálaráðherra og Magnúsar Torfa Ólafssonar á afgreiðslu zetumálsins á al- þingi og fara svör þeirra hér á eftir. Aðspurður svaraði Vilhjálm- ur þvf að f sambandi við útgáfu á nýjum námsbókum án z, hefði einungis verið gefið það út sem óhjákvæmilegt hefði verið að prenta til þess að hafa bækur fyrir nemendur, en hins vegar væri það svo að menn flýttu sér hægt f þessum efnum á meðan rfkjandi væri óvissa um framvindu mála. Hér fer á eftir umsögn menntamálaráðherra um af- greiðslu og stöðu zetumálsins og síðan umsögn Magnúsar Torfa: „Ég tel skynsamlegast," sagði Vilhjálmur, „að alþingi setji löggjöf um meðferð staf- setningarmála líkt og lagt er ttl í frumvarpi því sem ég flutti. Mér sýnist hins vegar óráð að alþingi ákveði stafsetningu með löggjöf. (En ef sá háttur yrði upp tekinn þá legg ég til að ritreglur og greinamerkjafræði verði gefin út með alþingis- tíðindum og hæfileg viðurlög verði sett við brotum á lögum!) Með afgreiðslu zetunnar þykist ég geta ráðið að alþingi muni þrátt fyrir allt, ekki lögfesta stafsetningarreglurnar. Meirihluti menntamála- nefndar neðri deildar afgreiddi frumvarp G.Þ.G. og fleiri án þess að leita umsagnar og deild- in samþykkti það eftir nætur- umræður. Menntamálanefnd efri deildar kallaði 20 málvís- indamenn og kennara á sinn fund og ræddi við þá á þriðju klukkustund og síðan var málið afgreitt samhljóða frá nefnd- inni. Efri deild samþykkti siðan tillögu menntamálanefndar deildarinnar samhljóða en þar var um að ræða tillögu til menntamálaráðherra um að efna til umræðna með málvís- indamönnum og móðurmáls- kennurum um stafsetningu og meðferð þeirra mála. Þá afgreiðslu efri deildar mun ég leitast við að hafa að leiðarljósi í sumar." Hér fer á eftir umsögn Magn- úsar Torfa Ólafssonar fyrrver- andi menntamálaráðherra, en hann var í minnihluta mennta- málanefndar neðri deildar þeg- ar málið var til meðferðar þar á síðustu vikum þingsins: „Ég vil fyrst víkja að þvf f sambandi við þetta mál að það var hlaupið f það í snatri mjög seint á þingi að afgreiða úr menntamálanefnd neðri deild- ar frumvarp Gylfa og Sverris og fleiri þingmanna án athug- unar á málinu, en athugun hefði verið sjálfsögð og nauð- Framhald á bls. 20 Nýbygging Sundlaugar Vesturbæjar senn 1 notkun Sólbakstur í Bláfjöll- um - og skot skíðafæri I SPJALLI við Stefán Kristjáns- son fþróttafulltrúa Reykjavfkur- borgar f gær kom það fram að aðstaða til skfðaiðkunar f Blá- fjöllum er mjög góð um þessar mundir en ekki vel sótt að sama skapi. „Það er opið þar alla daga vik- unnar,“ sagði Stefán, „frá kl. 1—9 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, frá kl. 1—10 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá kl. 10—6 um helgar. Snjótroðarinn sér um það að skíðafæri er mjög gott og á góð- viðrisdögunum að undanförnu hefur aðstaðan verið hreint frá- bær og þeir sem eru daglangt í fjöllunum koma sólbakaðir í bæ- inn að kvöldi. Lyfturnar eru alltaf f gangi á framangreindum tíma, nokkuð af fólki hefur verið þar, en ekkert miðað við það hvað margir koma oft á hrakviðrisdög- um. Nú fer það saman eins og bezt verður á kosið, blíðviðri og gott skfðafæri við lyfturnar og við reiknum með að færið haldist næstu vikurnar." Rútuferðir eru frá U-mferðar- miðstöðinni kl. 6 á þriðjudögum og fimmtudögum og til baka um tíuleytið og um helgar eru ferðir í fjöllin kl. 10 f.h. og 13.30 e.h. en til baka síðdegis. SUNDLAUGIN f Laugardal var lokuð í gær og f fyrradag vegna nauðsynlegra lagfæringa á mann- virkjum. t næstu viku verður Sundlaug Vesturbæjar lokað um 2—3 vikna skeið á meðan lag- færingar verða gerðar þar og breytingar f sambandi við nýja búningsklefa og fleira. Morgunblaðið hafði samband við Stefán Kristjánsson fþrótta- málafulltrúa Reykjavíkurborgar og spurði hvers vegna slíkar lokanir væru á þeim tíma sem búast mætti við góðviðrisdögum. Kvað hann viðhald nauðsynlegt á sundlaugarmannvirkjum eins og öðrum mannvirkjum og þá ekki síður vegna þess að sund- laugarnar væru í stöðugri notkun og væri í rauninni gefinn allt of þröngur tfmi til viðhalds, en jafn- framt væri það að til viðgerða þyrfti gott veður og þvi væri ekki um neitt að velja til þess að hafa aðstöðuna sem bezta úr garði gerða. „Það fer að líða að því,“ sagði Stefán, „að loka verður Sundlaug Vesturbæjar vegna breytinga f sambandi við það að nýbyggingin með búningsklefum og margs konar aðstöðu er senn tilbúin til notkunar og það þarf að vinna sitthvað f því sambandi. Við vilj- um ekki loka fyrr en við vitum að allt fer saman, málun allrar laugarinnar og sú smíðavinna sem þarf að framkvæma í sam- bandi við breytinguna. Aðstaða er fyrir tæplega 100 gesti f Sundlaug Vesturbæjar, en f nýja hús- næðinu er aðstaða fyrir 340 manns. Málingarvinnu utan dyra f laugunum er ekki unnt að vinna nema á vorin og t.d. þurfum við auk þess að festa flísar f Laugar- dalslauginni, skipta um glugga á böðum og sitthvað fleira og þetta er ekki hægt að gera nema loka lauginni. Við höfum þó miðað við að útilaugarnar báðar væru ekki lokaðar um leið. Fólk spyr stund- um að því hvers vegna sólardagar séu teknir í þessar framkvæmdir. Málið er að við ráðum ekki sólar- dögunum þótt fegnir vildum, vinnu þarf að ákveða með nokkurra daga fyrirvara og hluti vinnunnar verður reyndar ekki unninn nema á góðviðrisdögum.“ Um 14500 nemend- ur eru í lokaprófum 950 þregta stúdentspróf UM það bil 14500 nemendur á hinum ýmsu lokastigum náms- kerfisins þreyta nú próf f skól- um landsins. Fjölmennastir f þessum hópi eru nemendur 6. bekkjar f barnaskólum en þeir eru um 4900 talsins, 4500 þreyta unglingapróf, 2100 þreyta gagnfræðapróf og um 1900 landspróf. 900—950 munu þreyta stúdentspróf úr 11 skól- um á landinu og um 150 háskólaborgarar munu ljúka embættisprófi f júnfmánuði, en 132 luku prófi frá Háskóla Islands s.l. sumar. Þetta er í sfðasta sinn sem landspróf er haft með því fyrir- komulagi sem rikt hefur um árabil, því næst kemur til fram- kvæmda grunnskólafyrirkomu- lagið þar sem landspróf verður lagt fyrir allan 9. bekk á grunn- skólastiginu. Mikil aðsókn hjá Eirfld MÁLVERKASVNING Eirfks Smith að Kjarvalsstöðum gengur mjög vel og hefur hún verið fjöl- sótt. Eiríkur opnaði sýninguna s.l. laugardag og hefur hann selt 40 málverk, en alls eru um 100 verk á sýningunni. Málverkasýningin verður opin til n.k. sunnudags- kvölds. I stuttu spjalli við Eirík sagði að þessar myndir væru málaðar á undanförnum þremur árum. Kvaðst hann mjög ánægður með undirtektir sýningargesta, sem hann kvað hafa verið sérstaklega góðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.