Morgunblaðið - 21.05.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976
5
Ránargata 6 sem Reykjavfkurborg hefur keypt undir rekstur á endur-
hæfingarheimili fyrir áfcngissjúklinga, en félagar úr AA-
samtökunum munu annast reksturinn. Ljósmynd Mbl. RAX.
Borgin kaupir íbúðarhús:
Endurhæfingarheimili
fyrir áfengissjúklinga
AA-félagar sjá um reksturinn
REYKJAVÍKURBORG hefur fest
kaup á húseigninni Ránargötu 6
til þess að koma þar upp aðstöðu
fyrir áfengissjúklinga sem eru út-
skrifaðir af hælum. Reykjavíkur-
borg ræðst í þessa framkvæmd í
samvinnu við hópa félaga úr AA-
samtökunum, en þeir munu
annast reksturinn á heimiiinu,
sem verður nokkurs konar endur-
hæfingarheimili. Morgunblaðið
hafði samband við Markús Örn
Antonsson borgarfulltrúa og for-
mann félagsmálaráðs til þess að
fá upplýsingar um málið. Markús
sagði að Félagsmálaráð borg-
arinnar hefði stefnt að því að
koma á fót slíku endurhæfingar-
heimili, þvi mikil þörf væri á
slíku og þarna hefði þvi farið
saman vilji Félagsmálaráðs og ósk
AA-manna. Húseignin sem hefur
verið keypt er kjaliari og tvær
hæðir og er reiknað með að 8—10
menn verði þar heimilisfastir.
Reykjavíkurborg ræður um-
sjónarmann fyrir húsið, en AA-
félagar reka það og sjá um við-
hald og heimilismenn greiða
húsaleigu fyrir herbergi sin, enda
er reiknað með að þeir vinni
reglulega vinnu utan heimilisins.
Þá er einnig reiknað með að AA-
samtökin hafi einhverja félagsað-
stöðu I húsinu.
Bandalag íslenzkra listamanna:
Gleðimót BIL í
Valhöll 1 maílok
AÐALFUNDUR Bandalags ís-
lenskra listamanna var haldinn
fyrir skömmu og segir f fréttatil-
kynningu frá bandalaginu að á
fundinum hafi verið fagnað
lyktum 1 Kjarvalsstaðadeilu og
öðrum árangri sem náðst hefði f
baráttumálum listamanna.
A sfðasta ári opnaði BlL skrif-
Thor Vilhjálmsson forseti Banda-
lags fslenzkra listamanna . . .
stofu i samvinnu við Rithöfunda-
samband Islands að Skólavörðu-
stíg í Reykjavík. Þá segir einnig í
fréttatilkynningunni að banda-
lagið ráðgeri að halda gleðimót
fyrir meðlimi sína í Valhöll á
Þingvöllum i lok mánaðarins og
hvetur bandalagið listamenn til
að fjölmenna. Einnig er ráðgert
að halda listamannaþing i byrjun
júní að Kjarvalsstöðum, umræðu-
fund um tilgang listahátiðar.
Þá var einnig á aðalfundinum
samþykkt einróma ályktun þar
sem Bandalag islenskra lista-
manna harmar aðför einstakra
listamanna gegn starfsbróður sin-
um i umræðum um úthlutun við-
bótarritlauna, að þvi er segir i
tilkynningunni.
Stjórn bandalagsins skipa nú
Thor Vilhjálmsson forseti,
Magnús A. Árnason varaforseti,
Þorsteinn Gunnarsson ritari og
Hinrik Bjarnason gjaldkeri. Aðrir
i stjórn eru Gunnar Reynir
Sveinsson, Kristín Björnsdóttir,
Stefán Jónsson og Þorgerður
Ingólfsdóttir.
Landssamband iðnaðarmanna:
Breytingar á vaxtakjör-
um iðnaðinuin i óhag
STJÓRN Landssambands
iðnaðarmanna fjallaði nýlega á
fundi sfnum um lánamál iðnaðar-
ins f Ijósi þeirra breytinga sem
nýlega hafa verið gerðar á al-
mennum vaxtakjörum. t fréttatil-
kynningu sem Mbl. hefur borizt
segir, að fagnað sé auknum skiln-
ingi ráðamanna á nauðsyn sam-
ræmingar lánakjara og lána-
möguleika atvinnuveganna, sem
Landssamband iðnaðarmanna
hafi svo lengi barizt fyrir. Þessi
skilningur kom m.a. fram f ræðu
seðlabankastjóra, dr. Jóhannesar
Nordal, á aðalfundi Seðlabank-
ans, er hann sagði að skipulag
bankakerfisins, en þó fyrst og
fremst fjárfestingalánasjóðanna.
hefði áreiðanlega hamlað gegn
því, að lánsfé beindist með eðli-
legum hætti til þeirra fram-
leiðslugreina og fyrirtækja, sem
arðbærust væru hverju sinni
fyrir þjóðarbúið.
Þá er i fréttatilkynningunni
vitnað i orð seðlabankastjóra þar
sem fram kemur að á s.l. ári fóru
58% af atvinnuvegaútlánum fjár-
festingasjóðanna til sjávarútvegs,
17% til Iandbúnaðar en aðeins
15% til iðnaðarins. Hér verður að
verða breyting á, ef takast á að
tryggja viðunandi hagvöxt næstu
árin sagði seðlabankastjóri.
Stjórn Landssambands iðnaðar-
manna tekur undir orð seðla-
bankastjóra um að stórauka fjár-
streymi til iðnaðarins, en bendir á
að þetta megi auðveldlega gera
með markvissri stýringu fjár-
magnsins, án þess að breyta
skipulagi bankakerfisins og fjár-
festingalánasjóðanna.
Þá telur Landssamband
iðnaðarmanna að hækkun vaxta
af almennum útlánum, hækkun
forvaxta og hækkun vaxta af yfir-
dráttarlánum ásamt lækkun vaxta
af innstæðum hlaupa- og ávísana-
reikninga muni valda mestri
aukningu útgjalda hjá þeim at-
vinnugreinum sem verst eru sett-
ar, bæði hvað varðar lánamögu-
leika og vaxtabyrði. Telur Lands-
sambandið að þessi vaxtabreyting
komi ekki jafnt niður á öllum
atvinnuvegunum.
AUGLÝSINGASÍMTNN ER:
^>22480
J Jtiorðunþlabib