Morgunblaðið - 21.05.1976, Side 7

Morgunblaðið - 21.05.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 7 Allir vildu Lilju kveðið hafa Það hefur vakið athygli lesenda Þjóðviljans und- anfarna daga og vikur, hve oft og áfergjulega rit- stjórar þess blaðs gæla við „hugarfóstur" um nýja nýsköpunarstjórn. þ.e. stjórnarsamvinnu Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags. sennilega ásamt Alþýðuflokki og SFV, en f öllu falli án Framsóknarflokks. Að vísu er jafnan látið að því liggja í Þjóðviljanum að slík stjórnarsamvinna sé ekki draumsýn Alþýðu- bandalagsmanna, heldur forystumanna Alþýðu- flokks. Ef þessi hugmynd er ekki þann veg viðruð f blóra við Gylfa Þ. Gfsla- son eða aðra þingmenn Alþýðuflokksins, er gripið til staðhæfinga í Tím- anum, sem hafi í leiðara fullyrt, „að mikil von- brigðj rfki hjá Alþýðu- bandalagsmönnum yfir því að slfk samvinna (við íhaldið) skuli ekki komast á strax á morgun!" Þjóð- viljinn segir þetta að vfsu „glórulausan heilaspuna Þórarins Þórarinssonar," en þessi tíðu Þjóðvilja- skrif um „nýsköpunar- stjóm", undir yfirskini mótmæla, eru grunsam lega tfð og fyrirferðarmik- il. Ekkert skal hér fullyrt um réttmæti gagnstæðra fullyrðinga Tímans og Þjóðviljans um þetta mál. Staðreyndin er einfald- lega sú að Framsóknar- flokkurinn er í stjórnar- samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn, og að málgagn hans, Tíminn, segir Al- þýðubandalagið fúsara en allt sem fúst er til stjórn- arsamstarfs við Sjálfstæð- isflokkinn. Þjóðviljinn mótmælir í orði — en segir Alþýðuflokkinn bráðfúsan í slíkt samstarf. Máski er það svo, þrátt fyrir allar „skammirnar um fhaldið", að allir vildu þá Lilju kveðiðhafa. Hér skal engum getum að þvf leitt, hvað að baki búi f hugarfylgsnum for- ingja Alþýðubandalagsins. Hitt vakti nokkra furðu, eins og drepið var á f þessum dálkum f gær, að Lúðvfk Jósepsson, sá sem f raun leiðir hjörðina f Al- þýðubandalaginu, þrátt fyrir annan formann að nafninu til, nefndi ekki á nafn fyrirbærið „vinstri stjóm", er hann horfði fram á veginn í almennum útvarpsumræðum um þjóðmál á dögunum. Hins vegar fjallaði hann um „framfarastjórn", sem lykilorð að lausn vanda- mála á sviði þjóðlffs okkar. Nánar fór hann ekki út f merkingu þess orðs. Hann talaði sum sé i véfréttastíl, sem þó varð Þórarni Þórarinssyni, rit- stjóra Tímans, efni i heilan leiðara um hugsan- legt samstarf Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðis- flokks; hér væri Lúðvík að feta í slóð ítalskra komm- únista, sem ólmir vildu í stjómarsamstarf við kristilega demókrata þar í landi. Hins vegar bætir Þórarinn þvf við „að draumurinn um það muni ekki rætast næstu misseri". Núverandi rikis- stjórn muni halda velli út kjörtfmabilið. Vinstri stjórn feimnismál? Þessar hugleiðingar Þjóðviljans kalla óhjá- kvæmilega fram minn- ingar frá vinstri stjórninni sálugu. Hvern veg þolir hún samanburð við núver- andi rfkisstjórn, sem Þjóð- viljinn málar svo dökkum litum? Hvern veg stóð hún t.d. við verkalýðsyfir- lýsingar sínar? Rauf hún ekki tengsl vísitölu og launa? Lækkaði hún ekki gengi gjaldmiðilsins? Hækkaði hún ekki sölu- skattinn, verðjöfnunar- gjald raforku og opinbera þjónustu margsinnis? Fór ekki verðbólguvöxtur á sfðasta ári hennar (1974) í 54%, sem var Evrópu met, jafnvel heimsmet? Greiddi ekki Lúðvík Jósepsson og þinglið Al- þýðubandalagsins allt at- kvæði með samningum við Breta 1973, eftir víð- varanir fiskif ræðinga 1972, um 130.000 árs- afla þeim til handa af þorski tvö ár fram f tím- ann? Var ekki „ísland úr Nato, herinn burt" slagorðið harðlæst niður á kistubotni á árum tveggja vinstri stjórna, þó nú sé dustað af því rykið? Verk- fallsréttur opinberra starfsmanna er umdeilt atriði, sem Morgunblaðið hefur m.a. talið meira en hæpinn. Engu að sfður var hann loforð vinstri stjórn- ar, í sáttmála, „sem lesa átti kvölds og morgna". Hann fékkst þó ekki viðurkenndur meðan vinstri stjórnin var og hét. Þá var allt á eina bók lært. Efndir f öfugu hlut- falli og mótsögn við lof- orð. Það er engin furða þó Lúðvík, „sólkonungur" Alþýðubandalagsins, kjósi heldur það, sem hann nefnir „framfarastjórn", en að bera sér það hvim- leiða orð „vinstri stjórn" f munn þegar hann horfir fram á veginn í fslenzkum þjóðmálum. Alltaf lækkar verðið!!!!! Allt á að seljast. ENNÞÁ ER HÆGT AÐ GERA MJÖG GÓÐ KAUP. NÝJAR VÖRUR TEKNAR FRAM. AÐEINS FÁEINIR DAGAR EFTIR. □ HERRAFÖT 9.900 —□ STAKIR JAKKAR 3.900 — □ TERYLENEBUXUR 2.390 — □ DÖMUJAKKAR 3.800 — □ DÖMUJAKKAPEYSUR 2.900 — □ HERRASKYRTUR 1.290 — □ KJÓLAR ALLIR 2.900 —□ HETTUPEYSUR 1.390 — □ SKÓR O.M.FL. áfSm* T|ZKUVERZLUN unga folksins uLjj) karnabær Útsölumarkaöurinn, Lauqavegi 66, sími 28155 Kranabíll óskast Höfum verið beðnir að útvega kranabíl. Verðtilboð ásamt upplýsingum um tegund, aldur, stærð og annað sem máli skiptir, sendist okkur sem fyrst. — Gefum nánari upplýsingar. RAGNAR BERNBURG — vélasala, Laugavegi 22. slmi 27020, kvöldsfmi 82933. Tré- og málm- gardínustangir í mörgum stærðum PÓSTSENDUM Málning & Járnvörur Laugavegi 23 • Símar 1-12-95 & 1-28-76 • Reykjavík Kaupmannahöfn er stærsti ferðamarkaður Norðxnlanda > tr m Z > 00 m X X, > 30' o- X O- 2 2 o v) 7i < > 00 c * > X m <fí x > z * -n C X H O m í sumar fljúgum við 3 kvöld í viku til Kaup- mannahafnar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Héðan verða farnar 4 ferðir í viku til Narssarssuaq í sumar. ..Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur" kvað Jónas Hall- grimsson í Kaupmannahöfn fynr nærri 150 árum Enn má rekja spor Jónasar i borginni við sundið Kaupmannahöfn er mesta sam- göngumiðstöð á norðurlöndum Þaðan liggja leiðir til allra átta Á ferðamarkaði Kaupmannahafnar er feikilegt úrval ferða um allan heim Þar fást dýrar ferðir og ódýrar, langar og stuttar, til aust- urs og vesturs og til norðurs og suðurs SAS er áhrifamfkill aðili á ferða- markaði Kaupmannahafnar Góð þjónusta SAS saman- stendur af mörgum þáttum og miklu starfi Hér eru fáein atriði nefnd, sem setja svipmót á starf- semi SAS Umhyggja fyrir farþegunum frá upphafi ferðar til leiðarloka Flugvélar af nýjustu og bestu gerðum Skandinaviskt starfsfólk um allan heim Sérstök sæti fyrir reykingar- menn Fyrirgreiðsla « fjarlægum löndum Matur fyrir sykursjúka, græn- metisætur og smábörn, sé hann pantaður i tæka tið Á löngum flugleiðum skiptir slikt máli Þjónusta SAS er rómuð um allan heim vegna þess, að starfsmenn félagsins leggja sig fram um að greiða fyrir viðskiptamönnunum eftir því sem efni standa frekast til. S4S Laugavegi3 Simar 21199 22299 ^ISSA SINGAPORE NAIRÓBÍ JÓHANNESARBORG TO^ PRAG AMSTERDAM LISSABON BRUXELLES BARCELONA PARÍS HAMBORG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.