Morgunblaðið - 21.05.1976, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.05.1976, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 SIRI Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON SIRI DERKERT, sem Norræna húsið kynnir um þessar mundir með mikilli sýningu á lífsverki hennar, var ein af þeim konum, sem settu hvað mestan svip á sænska myndlist og listalíf á þessari öld. Siri fæddist í Stokkhólmi árið 1888, dóttir verzlunarmanns, og voru syst- kinin sjö. Almenna skólamennt un hlaut hún i Norrköping 1896—98 og seinna í Stokk- hólmi. Fæðingarnafn hennar var Karin Sigrid Johansson, en vegna þess hve Johansson- nafnið var algengt í Norrköp- ing, breytti faðir hennar eftir- nafni sínu í Derkert og nafnið Siri mun fljótlega hafa festst við hana. Hugmyndin að Derk- ert-nafninu er sótt í móðurætt Siri, þvi að ein af systrum lang- afa hennar var gift skipstjóra að nafni Derk Didrik. Móðir hennar, Valborg Fogelin, var gædd miklum metnaði á yngri árum á þeirra tima mælikvarða, vildi verða tízkuteiknari og setja upp hattaverzlun, en það varð lítið úr þeim ásetningi, er börnin sjö komu í heiminn hvert á fætur öðru. En það var þó faðir hennar, Edward Johansson, sem vakti áhuga hennar á myndlist í æsku, er hann sýndi henni veglegar bækur um Rafael, Leonardo og Michaelangelo og sagði um leið, að þetta væri hin mikla list snillinganna. Hann hafði á unga aldri unnið i forngripa- verzlun, og þaðan kom virðing hans fyrir hinni miklu list, hinu stóra í listinni. Annars fara ekki miklar sög- ur af myndlistinni á heimili Siri, en þar voru lesnar góðar bókmenntir og allir voru upp- teknir af tónlistinni, spilað var á píanó og víólu og ein systirin var í söngtímum. Mendelssohn var í miklu uppáhaldi, seinna var svo gengið í dansskóla. Það er óljóst, af hvaða sökum Siri lagði fyrirsig myndlistina. Sjálf segir hún, að listin hafi á þeim tímum þótt „áreynslu- minni" en annað langskólanám og hún mun hafa verið veikbyggð að upplagi. Faðir hennar kom henni í læri í mál- araskóla Caleb Althins árið 1904, og þar teiknaði hún eftir gipsi, lifandi módelum og gerði tilraunir í myndbyggingu, — á vorin var svo unnið utandyra og málaðar sveitasælumyndir eftir gefinni línu. Allt var þetta frekar gamaldags, skólinn var til húsa í tveim vinnustofum og var önnur fyrir drengi en hin fyrir stúlkur, og var Siri í raun réttri alls óvitandi um myndlist eftir fjögurra ára nám. En þá kom allt f einu Edward Hald í heímsókn í skólann, nýkominn frá París, og sýndi nemendum nokkrar myndir, sem hann hafði málað þar undir sterkum áhrifum frá impressjónistun- um og annarri nýlist. Þetta var ólíkt öllu því, sem hún hafði áður séð, litirnir lýstu og Ijóm- uðu um allt léreftið og á þeirri stund má segja, að örlög hennar hafi verið ráðin. Á leiðinni heim úr skóla gleymdi hún og félagar hennar, sem áttu samleið yfir Öst- ermalm-torgið, að kaupa túli- pana til að setja í hnappagatið, eins og venja þeirra var . .. Listaháskólinn í Stokkhólmi var næsti áfanginn, en þar stundaði Siri nám í tvö ár frá haustinu 1911 til vorsins 1913. Allt var í föstum skorðum í þeim skóla, hverjar trönur höfðu sinn lampaskerm og fyr- irsæturnar voru baðaðar sterku ljósi, sem endurvarpaði löngum skuggum. Siri var engu nær, hvernig hún ætti að mála eftir hálft annað ár á listaskólanum, en félagslifið var gott, hér áttu menn að læra á lífið og umfram allt teikna og teikna, — hún sótti ekki fyrirlestra í iistasögu og fletti ekki upp í listaverka- bókum. Fór á fætur kl. 5 til að teikna módel, áður en vinnan byrjaði á listaskólanum og sat sjálf mikið fyrir. Andstaðan gegn kennslunni var mikil, en möguleikinn til mótmæla lítill. Stúlkurnar voru upp á kant við strákana, þær höfðu engan áhuga á þeim sem málurum, forsendurnar voru svo ólíkar, — þær voru borgaralegar stúlk- ur í andstöðu við ríkjandi menningu í þjóðfélaginu. Þeir ætluðu að verða málarar og öðl- ast frægð og frama sem fyrst, — þess vegna höfðu þeir vissa andúð á þessum ríku borgara- dætrum, sem höfðu listina ber- sýnilega sem hobbý, áður en þær festu ráð sitt. Orðrómur gekk um, að þær væru pervers- ar, þar eð þær veigruðu sér við sjálfsögðum kvenlegum störf- um, svo sem að hella upp á könnuna! Haustið 1913 lá leiðin til Parisar þar sem Siri gekk á Siri Derkert, myndin er tekin í Ziirich vorið 1 91 6. Dr. Helgi P. Briem: Eiga Islendingar að taka leigu af landi? Nú hafa Bretar stundað hér ólöglegar veiðar í hálft ár, undir vernd brezka flotans, leigðra dráttarbáta og flugvéla. Er talið að nú séu 19 verndarskip frá Bret- um á íslenzkum fiskislóðum. Ekki hefir Bretum orðið þessi útgerð gróðavænleg, enda ekki annað að sjá, en að fyrir þeim vaki að gjöreyða islenzk fískimið, svo þar verði ördeyða. Jafnframt því, sem þeir reyna að eyðileggja fiskimið, reyna þeir að 'spilla markaði íslendinga i EBE-löndunum, með háum tolla- álögum, en slíkt athæfi er sérstak- lega bannað í GATT- samningunum. Með vopnum og valdi á að sýna íslendingum allar bjargir bannaðar fyrir að vilja vernda fiskimið sin, öllum þjóð- um til gagns. Er þetta auðsjáanlega það sem hinn nýi forsætisráðherra nefnir að sveigja sig aftur á bak (bend over backwards) til að komast til móts við íslendinga. Nú nýverið hefir utanríkisráð- herra Bandaríkjanna skýrt for- sætisráðherra Breta frá því, til að hressa upp á hann, að íslendingar muni ekki fá varðbáta þá, sem islendingar óskuðu eftir til að verjast ágangi Breta. Er því hér um samstöðu tveggja stórvelda að ræða. Bretar þreytast ekki á að segja að islendingar séu lögbrjótar, er þeir hafi fært fiskiveiða-landhelgi sína í 200 mílur, þó þeir hafi sjálfir tekið sér tvö hundruð míl- ur til að geta krækt í olíuna. Má segja að islendingar hafi ekki staðið vel í ístaðinu, er það mál var til umræðu, að auðlindalög- sagan næði ekki til fisksins sem synti yfir sjávarbotni. Sýnir þetta allt mikla ráðsnilld til að íslendingum verði ekki iíft í landi sfnu. Ætti þetta að færa okkur heim sanninn um það, að þegar þessar þjóðir mæla fagurt um vernd okk- ur til handa mæla þær jafn flátt. Verndin er ekki vegna íslend- inga, heldur vegna þeirra sjálfra. Churchill sagði að ef nasistar næðu islandi mundi það verða eins og rýtingur í bak Breta. Þar sem vér höfum mikið til misst gagn af því að sitja í miðj- um fengsælum fiskimiðum, virð- ist sjálfsagt að nota þá aðstöðu, sem ekki verður tekin frá oss, og krefjast leigu fyrir landið, sem notað er í þeirra þágu. islending- ar hafa ekki skirrst við að taka leigu fyrir land leigt öðrum ís- lendingum. Er því undarlegt að útlendingar fái það leigulaust, enda munu langflestir halda að íslendingar hafi mikla leigu af því. 1 beinni línu á laugardaginn var, sagði utanríkisráðherrann að hann vildi ekki fara að dæmi Mintoffs, landstjóra Möltu, og taka leigu fyrir herstöðina. Var það eins og hann teldi skömm að því. En hvergi hefi ég séð votta fyrir öðru en aðdáun á Mintoff Helgl P. Briem. fyrir að heimta 100 millj. punda, ef ég man rétt, fyrir aðstöðu Breta við eyjuna, og vilja ekki láta nota hana eða sig sem skó- þurrku Breta. Spánn tekur nokk- ur hundruð milljónir dollara fyrir aðstöðuna í því landi, og ekki hefi ég heyrt nokkurn mann telja það nema sjálfsagt. Ekki get ég séð að við skuldum NATO nokkurn vinargreiða. Þessi ríki hafa horft upp á það mánuðum saman að Bretar leggi sig fram og í mikinn kostnað til að eyðileggja lífsbjörg vora, með ungfiskadrápi á viðkvæmum stöð- um, og tekið refsitoll af útflutn- ingsvörum íslendinga, að þau laski gæsluskip vor og hóti að skjóta á þau, og fleira þess háttar. Þó island hafi ekkert gott af NATO-þjóðunum að segja, væri það vanþakklæti að geta ekki um að Luns framkvæmdarstjóri NATO hefir lagt sig fram um að reyna að koma vitinu fyrir Breta eða öllu heldur þeirra ómögulegu ríkisstjórn. Nú hefir hann bent á (í Morgunblaðs grein í dag) að ef NATO missti tsland yrði strönd Kanada víglína Bandaríkjanna, og að Bandaríkjamenn yrðu að koma sér upp fjórum nýjum flot- um, sem mundu kosta 22 millj- arða dollara. Eitthvert lið mundi þurfa á þennan flota, sem varla mundi kosta minna. Hvort kostnaður Evrópu ríkja í NATO yrði minni skal hér engu spáð, en að minnsta kosti mundi sú upphæð verða milljarðar doll- ara. Sumir gera mikið úr því öryggi fyrir íslendinga að vera undir vernd NATO. Sú vernd mundi veitt meðan „verndararnir" þurfa á Íslandi að halda, en ekki augna- bliki lengur, hvort sem vér erum í NATO eða ekki. Það hefir því ekki nokkra þýðingu hvort ís- lendingar eru í Nato eða ekki. Það virðist hreinlegast að hafa ein- göngu leiguviðskipti fyrir þennan félagsskap, en hvort island er áfram í NATO ætti ekki að spilla neinu. Þjóðum þeim sem eru í þessu bandalagi er það lífsspus- mál að island lendi ekki á valdi annarra þjóða og það skiptir máli, en ekki gýliorð æfðra stjórnmála- manna. Reykjavík, 15. maí 1976.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.