Morgunblaðið - 21.05.1976, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.05.1976, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAl 1976 Bandarfsku fullfrúarnir ásamt þeim Hjördfsi Magnúsdóttur (lengst til vinstri) og Þórunni Gfsladóttur (lengst til hægri). Betty Murphy forseti Ki-wives International er önnur frá vinstri f aftari röð og þriðja frá vinstri er Marion Wallace, stofnandi Ki-wives f Bandarfkjunum. Hún er á nfræðisaldri. SUS gefur út ritgerð Jóns Þorlákssonar og ræður Solzhenitzyns SMÁRIT Sambands ungra sjálf- stæðismanna nr. 4 og 5 eru nýlega komin út. Fyrra ritið er stytt út- gáfa af ritgerð Jóns Þorlákssonar fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins um fhaldsstefnuna. Utgáfu þess smárits annaðist Baldur Guð- laugsson. Seinna smárit SUS hefur að geyma tvær ræður rússneska rit- höfundarins Alexanders Solzhenitsyn, sem hann flutti i Bandaríkjunum sumarið 1975 og vöktu þá mikla athygli. I ræð- unum gagnrýnir Solzhenitzyn harðlega „undanlátssemi og værukærð Vesturlanda gagnvart kommúnismanum", eins og segir i formáia ritsins. Ræðurnar birtust á sínum tíma i Morgunblaðinu, og er það sú þýðing, sem birtist í smáritinu. Alexander Solzhenltsyn. eins gott að þeir muni eftir þvi að umferðarlagasektir hafa stór- hækkað. Við erum ekki á eftir peningunum þeirra, heldur viljum við að ökumenn virði um- ferðarlögin og tryggi þar með sem minnsta slysahættu," sagði Óskar. Fyrri helming maí var kært 361 umferðarlagabrot, þar af voru 136 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Voru nokkrir á yfir 100 km hraða rétt utan borgarinnar og dæmi voru til þess að menn væru teknir á 90 km hraða á Hringbrautinni fyrir framan elli- heimilið Grund. 320 ökumenn hafa verið teknir það sem af er árinu fyrir meinta ölvun við akstur, og þar af lentu 50 í um- ferðaróhöppum. Alþjóðasamband Kiwanis- kvenna stofnað hér Fyrir um það bil tólf árum stofnuðu nokkrir menn hér í Rcvkjavfk Kiwanisklúbbinn Heklu, en þessi hreyfing barst hingað frá Bandaríkjunum. Starf- semi Kiwanismanna blómgaðist og klúbbunum fjölgaði ört og eru nú um 1000 félgar i Kiwanis- hreyfingunni á tslandi. En árið 1969 hugkvæmdist nokkrum eiginkonum Kiwanismanna að stofna kvennaklúbb, er skyldi stuðla að kynningu milli eigin- kvenna Kiwanismanna, er hlaut nafnið SINAWIK (sá fvrst dags- ins Ijós 13. mar/ 1969 og voru 53 konur stofnfélagar). Starfsemi þeirra efldist og Sinawik- klúbharnir á Iandinu eru nú átta talsins með um 300 meðlimum alls, þar af 150 á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Og til þess að tengja þessa klúbba sterkari böndum og efla starfsemi Sinawikklúbbanna í heild, stofnuðu Sinawikkonur landssamband Sinawik á íslandi (stofnfundurinn fór fram á Hótel Loftleiðum 24. apríl s.l.) I Bandaríkjunum hafa hins vegar eiginkonur Kiwanismanna starfað á líkum grundvelli síðan árið 1946 undir nafninu Ki-wives. Nokkrum árum síðar stofnuðu þær landssamband innan Banda- rikjanna undir nafninu Ki-wives National, en það var ekki fyrr en í október 1974 fyrir einskæra til- viljun að Ki-wives fréttu af Sinawikkonum á Islandi. Forseti Ki-wives, frá Betty Murphy og þáverandi forseti Sinawik i Reykjavík hófu bréfaskriftir milli landanna og ræddu sameiginleg sjónarmið, en hugmynd hafði þróazt í þá átt að stofna alþjóða- samtök klúbbanna (vitað er um samskonar klúbba i Kanada og Noregi). Hér var þessi hugmynd rædd innan allra Sinawikklúbb- anna á landinu, en aðeins tveir klúbbanna, þ.e. í Vestmannaeyj- Slysum UMFERÐARSLYSUM I Reykja- vík fækkaði talsvert fjóra fyrstu mánuði ársins miðað við sömu mánuði í fyrra, að sögn Oskars Ólasonar yfirlögregluþjóns. Mánuðina jan.-apríl i ár slösuðust 69 manns f umferðinni í Reykja- vfk á móti 115 sömu mánuði f fyrra, eða 46 færri. Þá voru árekstrar færri sömu mánuði, 1073 á móti 1100 f fyrra. Er um að ræða fækkun, þrátt fyrir að janúarmánuðlr þessa árs hefði slegið öll árekstramet vegna fækkar hálku og ófærðar, en f þeim mánuði urðu 430 árekstrar. Að sögn Óskars hefur lögreglan orðið vör við það, að með vor- komunni hafi ökumenn skrúfað upp ökuhraðann. Af þessum sökum hefur lögreglan hert eftir- lit með umferðinni. Hraða- mælingar fara fram dag hvern og sömuleiðis er fylgzt með um- ferðarljósum og því að menn virði stöðvunarskyldu. „Það er einsgott að ökumenn viti af því að við fylgjumst með þeim. Þá er líka um og Reykjavík, voru tilbúnir að ganga í alþjóðasambandið að svo stöddu. Víða liggja leiðir og tengj- ast tryggðarbönd. 10 bandariskar konur lögðu leið sína hingað til lands. fulltrúar Ki-wives National Framhald á bls. 23 Jón Þorláksson. Sverrir Runólfsson: Margt er gott á Isalandí Ég er öskuvondur út af skrifum og tali ráðamanna um fram- kvæmdir minar í vegagerð uppi á Kjalarnesi, en ég viðurkenni að ég segi þetta með bros á vör, gleði í hjarta og svo sérstaklega með þakklæti og auðmýkt til þeirra sem hafa stutt mig. Fyrst vil ég segja að mér sýnist að almenning- ur hafi skilið betur hvað ég var að tala um að gera með þessari vél minni en ráðamenn skildu eða vildu skilja, því að undantekn- ingalaust hefur fólk spurt mig, hvers vegna ég hafi ekki farið á sandana eða gömlu vegina með vélina. En það stóð mér aldrei til boða. Ef maður kaupir vél eða áhald til að gera vissan hlut. þá á ekki að setja mann í annað en sú vél eða áhald er til ætlað. Samanber að ef maður kaupir hrærivél fyrir eldhúsið til að spara vinnu við að hræra deigið, þá ætlast maður ekki til að geta sett leirtauið i hana til að spara vinnu við upp- þvottinn. óg^ einnig, þegar maður fær málara til að mála húsið, þá segir maður honum varla að pípu- leggja húsið með penslunum. Ráðamenn vissu vel að ég yrði háður verktökum með öll tæki nema blöndun á staðnum fram- kvæmdina, þegar þeir settu mig í að gera ræsin og undirbygging- una, en fyrir einn km er ekki hægt að koma með alla tækjasam- stæðuna, sem ég hef verið að tala um að þyrfti. Nú, ef Vegagerðin mundi skrifa undir að þeir færu ekki út í þessa tækni næstu tíu árin eða svo, og það var eiginlega það eina sem ég fór fram á í byrjun. Þeir segjast vera búnir að sanna að þetta sé ónothæft, svo það hlýtur að vera auðvelt fyrir ráðuneytið að skrifa undir þá skuldbindingu núna. Þá fyrst gæti ég virkilega byrjað að vinna að þessu. Það voru þó tveir ráðamenn sem mér finnst hafa skilið hvað ég var að fara, það eru Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson. Ég hef oft verið spurður hvort ég áliti að það hefði verið unnið á móti mér í þessu máli. Ég veit það varla, en tilviljanir, sem gerðu mér þetta erfitt fyrir eru ansi margar. Ég sé aðeins einn svona í fljótu bragði, sem hefur unnið á móti mér, en það er Ólafur G. Einars- son forstjóri Olíumalar hf. og al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins. Og þó, það var t.d. annað. Valtari fyrirtækisins, sem átti að ábyrgj- ast mér valtara, var bilaður, svo þeir fengu loforð fyrir valtara frá Istaki hf. Mér skilst að valtarinn hafi verið kominn upp á flutn- ingabíl, en þegar það fréttist, að valtarinn ætti að fara til Sverris Runólfssonar, var valtarinn tek- inn niður af bílnum, og sagt að það kæmi ekki til greina að ég fengi hann. Því miður réð ég ekk- ert við suma þessara verktaka, enda sagði einn þeirra í návist vitna: „Það ætti að gera Sverri Runólfsson að aðalverktaka við Málmblendiverksmiðjuna því þá munu allirgræða." Ég mótmæli að ráðamenn haldi áfram að kalla þetta tilrauna- kafla, nema aðeins burðarlagið og slitlagið, sem hefur kostað um fjórar milljónir sem komið er. Eins og alþjóð veit, neituðu ráða- menn að taka verklýsingu mfna gilda, svo allt nema burðarlagið og slitlagið er gert eftir bókum og höfði Vegagerðarinnar, það er, ræsi og undirbygging, sem hafa verið gerð af undirverktökum og hafa kostað yfir tuttugu milljónir, en ég hef aðeins haft með yfir- stjórn og verkstjórn að gera, og allt gert á „hefðbundinn hátt“. Ég er viss um að enginn undir- verktaka minna mun viðurkenna að þeir hafi unnið verr fyrir mig en aðra enda er ég viss um að vinir minir, vegamálastjóri og hans menn, hefðu stöðvað þessar framkvæmdir, ef þeir vissu ekki, að það væri verið að vinna eins vel og hægt er með þeim tækjum sem verktakar hér hafa til reiðu. Sem betur fer var ég vel undir- búinn fyrir heimkomuna, þvf að á þeim tíma sem ég var að búa mig undir að koma heim frá Kaliforn- íu, var ég formaður íslendingafé- lagsins þar og hitti þess vegna marga Islendinga, bæði sem búa í Kaliforníu og sem voru á ferð þar. Margir þeirra sögðu mér, að ég ætti að vita, að ef maður ætlaði sér aó koma heim og reyna að breyta einhverju, væri nauðsyn- legt að vera sonur eða gæðingur einhvers ráðamanns. Það væri al- veg skipulagt hvernig hugsjóna- mönnum er kálað. Það væri gert þannig. 1. Manninum væri leyft að koma og rabba við ráðamenn en ekkert gerðist, það væri þeirra leið að gefa manninum það, sem kallað er „the silent treatment", eða hunsa hugmyndir hans. Nú ef það dygði ekki og hann héldi áfram að berjast fyrir hugsjón sinni, það næsta væri að ráða- menn mundu koma því á kreik, að maðurinn væri kolvitlaus. Ef hvorugt þetta hrykki til og al- menningur héldi áfram að styðja og hlusta á manninn, þá væri seinasta úrræðið að breiða það út að hann væri forfallínn- drykkjumaður og það væri ekki hægt að taka hann né orð hans alvarlega. Fyrstu tvö úrræðin hafa að nokkru rætzt og ég hef bara gam- an að heyra kunningja mína segja mér, að verktakar hér hafi sagt þeim að ég væri hálfgeggjaður. Þriðja úrræðið dugar sem betur fer ekki í mínu tilfelli, því það færi lítið fyrir áfengisneyzlu þess- arar þjóðar ef ég fengi að ráða. Ég er ekki að segja að áfengi eigi að banna, því það gerir það bara verra, heldur að taka hart á lög- brotum, því þau vilja því miður oft fylgja, með háum sektum og vinnuflokkum fyrir þá sem geta ekki borgað sínar sektir. Að mínu áliti drekkur sá of mikið, sem drekkur meira en sem svarar einni þriggja pela flösku af sterku víni á ársfjórðungi, eóa hálfpela einu sinni i viku. Ég væri fylgjandi þvi að gera bruggun næstum því frjálsa fyrir eigin not, með góðu heilbrigðis- eftirliti. I „Öldinni okkar“ er tal- að um Island sem „landið með bjórlindirnar“, i viðtölum við er- lenda gesti, svo við ættum að not- færa okkur þetta, óg kannski spara gjaldeyri um leið. Ég stakk þessu nú að svona i gamni, því margt er nú gott á tsalandi. Það er málsháttur sem ég hef reynt að lifa eftir að beztu getu, sem hljóð- ar svo: „The greatness of a man can be measured by how humbly he walks“, eða mikilleika manns er hægt að dæma eftir þeirri auð- mýkt sem hann sýnir náunganum. Því miður hef ég ekki orðið var við mikla auðmýkt frá ráðamönn- um þessa lands. Það færi lítið fyrir tímakaupi mínu, ef allur tíminn sem ég hef eytt í þessa vegagerðarhugsjón mína væri reiknaður. Guð gaf mér þraut- seigju (enda hálfur þingeying- ur), von á framtíðina og trú á það góða í lífinu. Eg lærði eitt frá góðum Gyðingi, það var að ef mað- ur hefur einn dollar í vasanum sveltir maður ekki, „OG HANA NU“. Það sem hér á undan er komið var skrifað áður en ég hlustaði á segulband frá „Beinni Iínu“ með háttvirtum samgönguráðherra, þann 2. maí s.l. Sem betur fer var ég í leikhúsinu þetta kvöld, því ef ég hefði heyrt þá, að mínu áliti þessi ótrúlegu og ósanngjörnu svör ráðherrans, hefði ég kannski hringt inn og sagt eitthvað sem ég hefði orðið leiður yfir að segja. Nú hef ég loksins fengið tækifæri til að hlusta á segulbandið og mun svara þessu lið fyrir lið við fyrsta tækifæri. Ég vil þó segja, að kannski höfðu Islendingarnir í Kalifoniu rétt fyrir sér. Ég sé núna, að það hefði kannski verið betra, ef ég hefði gefizt upp, þeg- ar mér var tilkynnt, að ég fengi ekki tæki né efni, sem ég þurfti, nema á sunnudögum. Sverrir Runólfsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.