Morgunblaðið - 21.05.1976, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.05.1976, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MAI 1976 A hættu- slóðum í ísrael™1' L7 Sigurður Gunnarsson þýddi Og svo var hún horfin út í myrkrió, jafnskyndilega og hún hafði komið — horfin — með Alí. Þau sneru heimleiðis, hljóð og hugsi. r EF þú setur I staðinn fyrir tölurnar í flaggi þessara sæfarenda á flekanum slnum tilsvar- andi stafi úr stafrófinu (5 er sama og E) þá sérðu hvert ferð þeirra er heitið. J Óskar hugsaði um það, að á morgun yrði hann að kveðja öðru sinni og fara burt úr þessu landi, þar sem hann hafði eignazt svo marga vini. Aron hugsaði um það, að i þessu landi ætlaði hann að lifa og starfa, það sem eftir væri ævinnar, — hann hafði tekið ákvörðun um þetta í nótt, — því að hér var María systir hans, eina persónan, sem enn var á lífi í ætt þeirra. En María, — um hvað hugsaði hún? Þegar þau voru komin yfir landamærin var sem létti af þeim þungu fargi. Þau voru sloppin úr allri hættu. Óskar nam skyndilega staðar og sagði: ,,Ég ætla að kveðja ykkur hérna, þar sem við erum ein og út af fyrir okkur. Svo fer ég til Haífa í fyrramálið, og ég vil ekki, að neinn fylgi mér. Ég fer með fyrsta áætlunarvagninum. Ég bið þig, María, að bera þeim Míroni, Ester og Jesemel beztu kveðju mína, — og svo öllum hinum.“ ,,Já, Óskar, það skal ég vissulega gera. (4 Óskar var stundarkorn annars hugar, — eins og í leiðslu. Á meóan rann upp nýr dagur, og ljósið flæddi yfir landið alveg ótrúlega fljótt, — yfir Israel og Sýrland, — eins langt og augað eygói.Það var sem allt vaknaði af værum blundi, — jafnvel sjálf eyðimörkin. Fuglakliður fyllti loftið. Þegar Öskar kom til sjálfs sín á ný, sagði hann strax: „Nú legg ég af stað.“ Sara litla kom hlaupandi til þeirra. Hún var nývöknuð og grét sárt, af þvi að hún fann ekki Alí. María þrýsti henni að sér. Hún gat ekki fylgt Óskari að áætlun- arvagninum, sem þau sáu uppi í dalnum, og nálgaðist óðum. Svo laut hún niður yfir Söru litlu og mælti: „Við hittumst aftur, — við hittumst áreiðanlega öll aftur.“ Og við Söru litlu, sem enn grét sárlega, sagði hún hughreystandi: „Ef til vill hittir þú Ali aftur, Sara, þegar þú ert orðin stór, — því að hann er bróðir þinn. Og bróður sinn finnur mað- ur alltaf aftur.“ Síðan fór Óskar, — fór út í fjarskann og óráðna framtíðina. vów MORötlN KAFP/NU Það voru ekki kertin þegar allt kom til alls! Kalli ætlaði að taka próf 1 lögfræði. Prófessorinn: — En ég hef ekki séð þig á fyrirlestrum hjá mér. Kalli: — Það hlýtur að vera frændi minn, sem þú hefur ekki séð. Við erum svo Hkir að ómögulegt er að þekkja okkur 1 sundur. X Eiginmaðurinn: — Þú verður að viðurkenna, að karl- menn hafa betri smekk en konur. Konan: — Já, það skal ég fúslega — þú giftist mér og ég giftist þér. X Anna: — Er það ekki skrftið, ég get ekki sofið, þegar ég drekk kaffi. Ólfna: — En ég get ekki drukkið kaffi, þegar ég sef. Kona prófessorsins: — Hefurðu athugað, að 1 dag eru 25 ár sfðan við trúlofuðumst? Prófessorinn: — 25 ár, hvað er að heyra þetta? Þú hefðir átt að minna mig á þetta fyrr. Það er sennilega kominn tfmi tíl að við förum að gifta okkur. X Árni og Jón hittust á förnum vegi. Arni: — Eftir fyrirlestur- inn, sem Einar hélt um dag- inn, læddist hann út á tánum. Jón: — Hvers vegna á tán- um? Arni: — Af þvf að hann vildi ekki vekja áheyrendur. X Gústi (við sjálfan sig): — Ef ég bara vissi, hvar ég ætti heima, er ég ekki fyllri en það, að ég kæmist heim. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eft»r Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 70 — Ég er staðráðinn f að lala við hann. Ef þér getið talið lög- regluna á að koma á vettvang er það fvrirtak. En ég vil ekki bfða. — Allt f lagi. En ef svo er levfið mér þá að bjóða fram aðstoð mína. David leit á byssuna sem Miles tók fram og lagði á brfkina á miili þeirra. — Hún kæmi mér ekki að neinu gagni, sagði hann. — Eg hef aldrei handleikið skotvopn. Eg mvndí bara skjóta löppina undan sjálfum mér. — Þér þurfið ekki að beita vopninu. sagði Miles. — En það ga-ti haft sfn áhrif að þér va*ruð með það. —Eg er sammáia honum f því, sagði Helen. — Þeir revna þá ekki að leggjast á veiku höndina. — Þú heldur að þeir ætli eitt- hvað að revna að vinna mér mein. — Elskan mfn, hugsaðu um það sem þegar hefur geret. — Auðvitað eruð þér bein ógn- un við þá. sagði Miles. — Það getur verið að allt taki þetta sinn tfma, en auðvitað verða málin athuguð. Þetta skjal til dæmis verður tekið með f reikninginn og væntanlega rætt við Mme Desgranges og það gæti sfðan orðið til að koma af stað almennilegri rannsókn og þá vrðu það ekki sízt fjárreiður Marcels Carriers sem vrðu f hrnnnidepli. Ef vfirlýsing Mme Desgranges er sönn er ekki vafi á þvf að hann hefur tekið gullið. llann kann að hugsa sem svo að ef hann losar síg við vður og kemur Mme Desgranges fyrir sé hann ekki f neinni hættu. Og hafið f huga að málið kemur ekki við hann einan. Ef Paul Derain á að standa uppi arflaus mun hann ekki hafa af þvf mikla samvizku þótt iila fari fyrir yður. Hann mun ekki hika við að vinna yður mein f hvaða mynd sem hann gæti. sagt honum frá áhættunni? — Ég veit það að vfsu ekki. En ég held að þér ættuð að sýna fvllstu aðgát. — Ég fæ ekki séð hvernig ég ætti að bera þessa bvssu svo að ekki sjáist strax. Auk þess er önn- ur höndin á mér ónýt... David revndi að telja Lazenby af að krefjast þess að hann færi með bvssu f leiðangur sinn, ekki vegna þess hann sæi ckki að hann myndi vera í mikilli hættu í höll- tnni heldur sakir þess að ekki hvarflaði að honum eítt augna- blik að byssan mvndi koma ger- samlega óþjálfuðum manni að notum og auk þess þegar haft væri f huga að hann var með aðra höndina f fatla. — Takið hana í hflnum með yður, sagði Anya Martin allt í einu hvar hún sat róleg við gluggann. — Þér getið þá skilið hana eftir þar þegar þér komið til hallarinnar. — Ég mæli Ifka með því, sagði Helen. — Mér Ifður skár að vita að þú hefur eitthvað þér til verndar. David yppti öxlum. — Gott og vel. Ég skal gera það. — Frábært. Lazenby leit til Anva. — Hvernig er ástandið? — Ég held að stundin sé ákjósanleg, sagði hún. — Nú er enginn f húsagarðinum. Þjónninn var kallaður af varðstöðunni fvrir skammri stundu og ekki hefur annar komið f hans stað. Senni- lega er annrfki f veitingasalnum þessa stundina. — Auðvitað hrópaði Helen upp. — Nú er verið að bera fram kviildverðinn. Auðvitað er þetta ean veitingahús og verður að sinna sínum skyldustörfum. Miles horfði hugsandi á David. — Eruð þér vissir um að þér treystið vður f þetta? Ef þér hafið komið alla leið frá Spáni í dag... David stóð upp galvaskur. — Ég er fullur af þrótti. Adrenalfnið strevmir um æðarnar. Ég er sjúkur og ég er þreyttur og ér er hræddur og reiður og ég verð að fara áður en þetta Ifður hjá. Helen reis Ifka á fætur. — Þú kemur ekki, sagði David við hana. Hún mðtmælti harðlega unz Miles Lazenbv sagði hlýlega: — Við kjósum að þér verðið eftir hér, ungfrú Stewart. Þvf minna sem þér flækið vður f málið þvf betra. Ég vil að Mlle Martin verði einnig hér um kyrrt til að fylgjast sem gaumgæfi- legast með framvindu mála. Eftir að við höfum komið M. Hurst af stað. — Hvernig hafið þið hugsað vkkur að gera það? spurði Helen. — Það verður tiltölulega ein- falt mál, sagði hann léttur f máli. — Ég vona þér levfið Mlle Martin að koma aftur til vðar þegar við erum farnir. — Ég held það sé hættulegt fyrir Davfd að fara einan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.