Morgunblaðið - 30.05.1976, Side 3

Morgunblaðið - 30.05.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30, MAÍ 1976 Sigrún Sigurjúnsdóttir, ekkja Isaks Jónssonar, ásamt fjórum börn- um þeirra hjóna framan við brjóstmvndina af tsaki Jónssyni. Isak Jónsson, skólastjóri, fæddist 31. júlí 1898 í Gilsár- teigi í Eiöaþinghá í S- Múlasýslu, sonur Jóns Þor- steinssonar, hreppstjóra á Seljamýri í Loðmundarfirði og' k.h. Ragnheiðar Sigurbjargar ísaksdóttur, ljósmóður. Hann varð búfræðingur frá Hvann- eyrarskóla 1919, stundaði nám í Alþýðuskólanum á Eiðum 1920—21, var í Kennaraskóla íslands 1922—24 og lauk kennaraprófi 1924. Sótti hann ýmis sumarnámskeið í kennslu- fræði á Norðurlöndum á árunum 1926—37 og kynnti sér smábarnakennslu og veturinn 1951—52 fór hann námsferð til Bandaríkjanna. tsak hóf kennslustörf í Loð- mundarfirði 1919—20 en kenndi síðan við æfingadeild Kennaraskólans 1924—29 við barnaskóla Reykjavíkur 1925—35 og varð fastur kennari við æfingadeild Kennaraskólans 1935 og til dauðadags. ísak rak einnig vorskóla í Reykjavik árið 1928—40. Hann átti sæti í stjórn Barnávinafélagsins Sumargjafar um árabil og var formaðurþess 1940—55. Helztu rit hans eru Gagn og gaman — 1. og 2. hefti frá 1933 sem hann samdi ásamt Helga Elíassyni en það hefur samtals verið gefið út í um 190,þúsund eintökum; Atthagafræði, leið- beiningar fyrir foreldra og kennara og leiðbeiningar í kennslufræði. Eftirlifandi kona ísaks Jóns- sonar er Sigrún Sigurjónsdóttir en þau áttu fimm börn sem öll eru á lífi. 50 ára afmælis Skóla ísaks Jónssonar minnzt hefur skólinn verið til húsa í eigin húsakynnum að Ból- staðarhlíð 20. Markmið skólans hefur frá upphafi í grundvallaratriðum verið það að reyna að finna þær kennslu- og námsaðferðir, að allir geti notið sín í námi og numið eftir sínu eðli, gáfum, getu, margir saman eða hver fyrir sig. Reynt er að gefa börn- unum tækifæri til að nema um margar skynleiðir og þroska aðalþætti sálarlífsins, viljalíf, tilfinningalíf og vitsmunalíf. Skólinn hefur beitt hljóð- lestraraðferð eða aðlögunar- aðferð í lestri, og skólinn hefur jafnan lagt þunga áherzlu á vandaða lestrarkennslu. Nýjar leiðir hafa verið reyndar í reikningskennslu, sem miða að þvi að skynjun styðji og örvi stærðfræðilega hugsun og þá hefur jafnan verið lögð áherzla á átthagafræð;. ísak Jónsson var skólastjóri skólans frá 1926 til dauðadags 1963 nema skólaárið 1951—52 er hann dvaldist erlendis og Stjórnaði þá skólan- um kona hans Sigrún Sigur- jónsdóttir. Helga Magnúsdóttir gegndi skólastjórastarfinu frá 1963—65, þá Högni Egilsson frá 1965—69 og Anton Sigurðs- son hefur verið skólastjóri frá 1969 fraih til þessa dags. Auk stofnanda skólans hafa lengst starfað við skólann Sigrún Aðalbjarnardóttir kennari og Magnúsína Magnúsdóttir, hús- vörður, báðar full 30 ár. For- maður skólanefndar frá upp- hafi hefur verið Sveinn Bene- diktsson, framkvæmdastjóri, en skólanefnd hefur starfað frá árinu 1946. í tilefni afmælisins ákváðu skólanefnd, skólastjóri og kennarar að gefa út afmælisrit, sem kemur út í haust, að halda stóra skólasýningu og gefa út skólablað og láta gera brjóst- mynd af stofnanda skólans. A UPPSTIGNINGARDAG var minnzf 50 ára afmælis Skóla ísaks Jónssonar með samkomu i skólanum, þar sem viðstaddir voru ýmsir gestir, jafnframt þvi sem efnt var til sýningar á vinnu nemenda í skólanum. Isak Jónsson stofnaði einka- skóla i Reykjavík fyrir yngri börn 1926. Þá var þannig ástatt í þjóðfélaginu, að fólkið flykkt- ist úr sveitunum í þéttbýli og börnin slitnuðu í vaxandi mæli úr eðlilegum tengslum við dag- legar athafnir fullorðna fólks- ins. Ný fræðslulög gerðu ráð fyrir skólaskyldu 10—14 ára barna, en jafnframt heimild fyrir sveitarfélög að færa skóla- skylduna niður, allt til 7 ára aldurs. Landsmenn höfðu litla sem enga reynslu af því að kenna börnum innan 10 ára ald- urs saman I skóla samkvæmt kröfum timans, þar sem þeim hafði til þess tínaa verið kennt í heimahúsum. Það var þvi brýn þörf á að prófa við islenzkar aðstæður viðeigandi kennslu- aðferðir fyrir yngri börn, eink- um í lestri, skrift, reikningi og átthagafræði. Þáttaskil urðu í starfi skólans árið 1946 en þá varð skólinn ekki lengur rekinn sem einka- skóli vegna dýrtíðar. Stofnuðu þá foreldrar barna í skólanum sjálfseignarstofnunina Skóla tsaks Jónssonar. Hlaut stofnun- in styrk frá borg og ríki vegna kennaralauna, en skyldi að öðru leyti rekinn á ábyrgð for- eldra, sem áttu börn í skólanum hverju sinni. Hefur sama grundvallarfyrirkomulag hald- izt síðan. Skólinn var frá upphafi ætlaður 6—8 ára börnum, en haustið 1972 var bætt við 5 ára deildum. Veturinn 1926—27 voru í skólanum 12 börn og einn kennari. Nú á skólaárinu 1975—76 eru í skólanum 529 börn 1 21 bekkjardeild. Kennarar eru 19 talsins. Árið 1932 varð skólinn æf- ingastöð Kennaraskóla íslands fyrir yngri barna kennslu og gegndi skólinn því hlutverki um hartnær fjögurra áratuga skeið. Skólinn hóf störf i leiguhús- næði á einkaheimili að Mið- stræti 12. Árin 1932—54 starfaði hann i Grænuborg við Hringbraut. Síðan haustið 1954 Frá sýningu nemenda f Skóla Isaks Jónssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.