Morgunblaðið - 30.05.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976
13
\°F/
Blaðamennska.
fræðingar" breyti leikhúsum í „verkfæri" sitt,
notaði sem sagt daginn til að vara við pólitísku
leikhúsi; einræði og byltingu sem bindur huga
mannsins. En Tómas Guðmundsson hefur samt gert
sér lítið fyrir og ort um nasismann (Jerúsalems-
dóttir) og kommúnismann og nasismann (Að
Ashildarmýri), en það er víst ekki ,,afstaða“ að segja
einræðinu til syndanna. Það er bara fínt að hafa
borgarastéttina f flimtingum, jafnvel þó að öll
íslenzka þjóðin sé í raun og veru ein borgarastétt. En
allt minnir þetta mig á það, sem sonarsonur minn
tveggja ára spurði mig, þegar við vorum saman niðri
í bæ 1. maí s.l.: „Hvar er jólatréð?" spurði hann.
í forystugrein í Þjóðviljanum nýlega undir fyrir-
sögninni Æpandi þögnin segir að engin viðbrögð
sjáist neins staðar vegna „frétta úr bandarískum
leyniskýrslum", talað um æpandi þögn og „f rit-
skoðunarlöndum tíðkast það að stjórnarvöld komast
hjá þvf að óþægilegar staðreyndir komist í hámæli.
Það hugarfar sem þar ríkir, ríkir einnig í ritstjórnar-
skrifstofum íhaldsblaðanna hér á landi. . .“ Hvað
segir þú um svona vinnubrögð? Morgunblaðið reið á
vaðið og birti fyrst fjölmiðla hér á landi „leyni-
skýrsluna", sem var þó ekki leynilegri en svo, að
unnt var að fá hana á Landsbókasafninu! Samt rfkir
þögn á ritstjórnarskrifstofum „íhaldsblaðanna".
Kallarðu þetta heiðarleg vinnubrögð, Gils? Eða
kannski móðursýki á háu stigi? Nú hefur Björn
Bjarnason fjallað um þessar skýrslur í rökföstum
greinum hér i blaðinu — og engum dettur í hug að
tala um óþægilegar staðreyndir nema þessum
ónákvæmu blöðruselum á blaðinu þínu, en þeir hika
ekki við að brengla staðreyndum, ef það hentar eins
og alkunna er. Og þeir hafa ekki enn svarað greinum
Björns einu orði, málefnalega.
Þetta er vondur vitnisburður, en því miður
sannur. Mörg fleiri dæmi þessara óvönduðu
vinnubragða höfum við getað tint til í Reykjavíkur-
bréfum undanfarið, eins og þú hefur séð, og hefur
það ekki verið gert af mannvonzku né illgirni,
heldur einungis vegna þess að við höfum talið, að
ekki sé ástæða að una þvf, að þessi ruglandi vaði
uppi án þess henni sé svarað. En slikt má æra
óstöðugan, eins og þú veizt.
Loks nenni ég ekki að tíunda, hvernig Tfminn
hefur skrifað um Þorstein minn Pálsson, Kristján
Pétursson og Vilmund Gylfason. En mikil er sú
lágkúra. Blaðið gekk jafnvel svo langt f glórulausu
ofstæki sfnu að krefjast þess „að farið verði að
rannsaka gerðir Kristjáns Péturssonar". Ég spyr
framsóknarmenn, sem margir eru góðir vinir mínir
og vel gerðir til sálarinnar, hvernig þeir hafa getað
setið undir þessum ósköpum? I næstsfðasta Reykja-
víkurbréfi var á þetta minnzt og bent á, að sæmileg-
ustu framsóknarmenn afneituðu þessum skrifum f
gríð og erg manna á milli; að þetta minnti á drauga-
ganginn á Saurum, sem var að mestu leyti af manna-
völdum að því talið er. Að vísu var harkalega að Ölafi
Jóhannessyni vegið, en hann svaraði fyrir sig sjálfur
— sýndi þann kjark og manndóm — og átti að láta
þar við sitja.
Stundum þegar ég hef fengið Tímann í hendur
undanfarnar vikur hefur mér fundizt miðaldirnar
koma í heimsókn. Ekki trúi ég því, að Framsóknar-
flokkurinn þurfi á svo kauðalegum ærslum að halda.
Góður framsóknarmaður fór nýlega á fund til Haf-
steins miðils og sagði mér, að Vigfús vert hefði
„komið í gegn“ og sagt, að sér litist ekki svo illa á
ástandið, meðan framsókn væri í ríkisstjórn. Þeir
virðast eiga talsverðu fylgi að fagna — hinum megin.
En af þessu sérðu, að siðbótarhreyfingin mætti
vera öflugri í okkar ágæta landi, og þeir fjölmiðlar,
sem ég hef nefnt, bera íslenzkum blaðamönnum því
miður ekki alltaf góða söguna. Og enn eitt: Hugsaðu
þér hvað á okkur Styrmi er stundum lagt, eða
manstu ekki eftir nafnlausu bréfi í Velvakanda um
daginn, þegar ráðizt var á Sölku Völku — einkum
kvikmyndina — með orðbragði, sem ég vil ekki hafa
hér eftir, enda nóg að þurfa að bera ábyrgð á þessum
andlega rudda. Og auðvitað var talað í nafni ein-
hverrar heilagrar herferðar gegn klámi. Það er
stundum harður dómur að þurfa að bera þann kross,
sem aðsent efni er.
Öll höfum við okkar djöful að draga, það má nú
segja, og ég skil þig vel, Gils, þegar þú andvarpar i
öðru bréfinu þínu og segir: „Þeir á Þjóðviljanum
falla stundum í þá freistni að nota svarta litinn allt
of einhliða, þegar andstæðingarnir eiga í hlut, og tel
ég það ljóð á ráði þeirra, eins og ailra manna, sem
slíkt gera.“
En þú ert ekki einn um að telja slík vinnubrögð
ljóð á ráði þeirra Þjóðviljamanna, svo oft sem á það
hefur verið minnzt undanfarið ekki sizt af samherj-
um þinum. Ég nenni ekki að tíunda það. En þó vil ég
taka undir efni bréfs, sem þú fékkst nýlega í Bæjar-
pósti Þjóðviljans frá frænda þínum, Jónasi Sigurðs-
syni, en hann segir m.a.: „Ég vildi að blaðamenn
Þjóðviljans tækju þann mæta mann, Gils Guðmunds-
son, sér til fyrirmyndar í skrifum sínum.“ En hann
lætur líka i ljós ugg um, að blaðið vinni samvinnu-
stefnu og sósíalisma „ógagn með ofstækisskrifum
sem menn forðast og fá óbeit á“. Þetta er rétt — og
ekki síður hitt, sem hann segir: „Til hvers eru
slagorð eins og „frjáls og óháð blaðamennska“, er
það aðeins til að menn með vafasama dómgreind og
uppstoppaðir af ofstæki, fái að kasta skít í allt og alla
án þess að bera nokkra ábyrgð. Sá grunur læðist
stundum að mér við lestur Þjóðviljans, svo ég tali
ekki um önnur blöð...“
Ég vil svo ekki láta undir höfuð leggjast i lokin að
þakka þér fyrir áhugann á Þjóðarbókhlöðunni og
listasöfnunum og öðrum þjóðmenningarhúsum, sem
þú nefnir svo, hversu vel og rækilega þú hefur fært
rök að nauðsyn þess, að hornsteinar íslenzkrar
menningar búi minnsta kosti við sómasamleg ytri
skilyrði. AHt, sem þú hefur sagt um það í bréfum
þínum, er að mínu viti satt og rétt og ekki mun
standa á mér að berjast við hlið þér fyrir Þjóðarbók-
hlöðunni og öðrum þeim nauðsynlegum byggingum,
sem hýsa eiga þá tiltölulega örfáu hluti, sem máli
skipta litla þjóð sem daglega berst fyrir lífi sínu,
menningu og framtíð.
Næst þegar þú skrifar mér, segirðu kannski ein-
hverjar spennandi fréttir úr pólitíkinni, t.a.m.
hvernig honum Stefáni Jónssyni gengur að hemja
marx-leninistana í Norðurlandskjördæmi eystra.
Þetta eru meiri ósköpin, sem dynja yfir flokkinn
ykkar. Maóistar í Reykjadal af öllum stöðum,
hugsaðu þér annað eins! Þeir hljóta að vera sjald-
gæft fyrirbrigði í pólitisku tilraunaglasi heims-
kommúnismans.
Eða hvað segiðru mér af þinginu? Hefur Karvel
haft sig mikið í frammi? Ég hef engar spurnir haft af
því. Heldurðu ekki hann sé mesti sérfræðingur á
þingi i málvisindalegum efnum? Veiztu hvort hann
er á zetunni með Sverri vini mínum? Mér er sagt að
Karvel láti aldrei nógu oft til sin heyra, i hæsta lagi
tvisvar eða þrisvar í hverju máli. En þetta stendur
nú kannski til bóta.
Ávallt beztu kveðjur.
M.
Bílaviðgerðamenn
Höfum fyrirliggjandi hin vinsælu réttingatjakkasett 4
og 10 tonna frá Hein-Werner,
G. Þorsteinsson og Johnson h.f.i
Ármúla 1. Sími 85533.
Breyttur
opnunartími
í Breiðholti
f Til frekari þæginda fyrir viðskiptavini okkar
verður útibúið framvegis opið samfleytt
frá kl. 13.00-18.30 mánudaga til föstudaga.
Iðnaðarbankinn
Völvufelli 21 Breiöholti III Sími 74633
j jafnlönýum tima <y þaJ iekur yáur aJ
laya bollu af inslanl kajfi^eiiópér nú
lagad konnu af'kinni nýju Cat/Úutyii
skyruiisupu. - xosidúr/yaAkanum ikónnuna,
kellid sjóóaitdi yatniyfir, úrcerió t cy súpan
er tilbúin.— firnm teyundir eru þecjar
kvitinar d markaóinn. -
/dfressandi, Ijúffencj Cac/putys ókytidisú/í,
tnsenœr sölarhrhicpj s-ezn er.
H.BENEDIKTSSON H.F
SÍMI 38300 - SUÐURLANDSBRAUT 4 - REYKJAVÍK