Morgunblaðið - 30.05.1976, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAl 1976
„Hvers vegna
skyldu menn
skammast sfn fyrir
að vera heilbrigð-
ir?“
Raett við
prófesS°r
joseph
p. Pirro
„Það eru ótrúleg
margir, sem ekk
gera sér grein fyri
að þetta er sjúkdótr
ur“.
„Hörmulegasti
þáttur drykkju
sýkinnar er
feluleikurinn í kringum hana"
UNDANFARNA daga hefur dval-
ið hér á landi bandaríski prófess-
orinn Joseph Phillip Pirro, yfir-
maður meðferðardeildar Free-
port Hospital á Long Island fyrir
áfengissjúklinga, og hefur hann
haldið fjölmarga fundi og fyrir-
lestra með ýmsum aðilum um
vandamál áfengissjúklinga, m.a.
aðilum vinnumarkaðarins, kenn-
urum, prestum, læknum, hjúkr-
unarfólki, félagsfræðingum og
löggæzlumönnum auk tveggja op-
inna funda fyrir almenning.
Freeport Hospital er aðalmið-
stöð f meðferð áfengissjúklinga f
New York og beinist starf sjúkra-
hússins eingöngu að meðferð
slíkra sjúklinga. Hefur starfsemi
þess þótt mjög til fyrirmyndar og
árangursrfk. 14 ár eru nú liðin frá
þvf að þetta starf hófst og hafa
um 30 þúsund sjúklingar sætt
meðferð á þeim tfma.
Við hittum próf. Pirro að máli f
fyrradag og báðum hann að lýsa
fyrir okkur starfsaðferðum Free-
port Hospital.
• Ég vil taka fram í upphafi að
það fyrsta sem við segjum sjúkl-
ingnum er hann kemur til okkar,
er að hann geti ekki sigrazt á
sjúkdómnum nema hann gangi í
og taki þátt í starfsemi AA-
samtakanna. Meðferðin á sjálfu
sjúkrahúsinu tekur aðeins 7 — 14
daga vegna þess að við teljum að
það taki líkamann ekki lengri
tíma að losna við alkóhólið. Við
erum andvígir lyfjanotkun til
lækningar áfengissýki, vegna
þess að við teljum þau lyf ekki til,
sem geti læknað hana. Starf okk-
ar byggist á fræðslu og umleitun-
um til að breyta afstöðu sjúklings-
ins til sjálfs síns, losa hann við
grillur og sannfæra hann um að
áfengissýki sé hreinn sjúkdómur,
en sjúkdómur sem hægt sé að
stöðva. Það eru hreint ótrúlega
margir á þessu herrans ári 1976,
sem trúa ekki eða gera sér grein
fyrir því að þetta er sjúkdómur.
Til grundvallar leggjum við 4 at-
riði. 1. afvötnun, 2. endurhæf-
ingarmeðferð, 3. hópumræður, og
4. AA-þátttaka. Fyrstu vikuna,
sem sjúklingur er hjá okkur situr
hann 5 fundi með AA-mönnum.
Við teljum, að reyni maðurinn að
hætta að drekka einn og óstuddur
sé nær útilokað að honum takist
það. Gangi' hann í AA-samtökin
teljum við 50% líkur á að það
takist. Líkurnar aukast i 80% ef
maki hans og nánustu aðstand-
endur taka á með honum, t.d. með
starfi í Al-Anon samtökunum,
sem eru samtök maka, foreldra og
systkina hins sjúka og 90% líkur
ef vinnuveitandi viðkomandi
leggst einnig á þá sveif.
0 Er þá hér eingöngu um fræðslu
starfsemi að ræða? — Fræðslan
um sjúkdóminn og afleiðingar
hans er að okkar dómi grundvöll-
urinn að meðferð. Hvað gerir
áfengið er það kemur inn í líkam-
ann? Það hefur skaðleg áhrif á öll
helztu líffæri mannsins og þar
með truflandi áhrif á hans líf.
Skilgreiningin á áfengissýki er
raunar mjög einföld, þegar
drykkja er farin að hafa stöðug
hindrandi áhrif á lff mannsins,
eða á þann hátt, sem hann vill lifa
því, á hann við áfengisvandamál
að stríða. Mikilvægur þáttur er að
leiða sjúklingnum fyrir sjónir að
hann þarf ekki að skammast sín
fyrir sýki sína, einmitt vegna þess
að þetta er sjúkdómur og það þarf
enginn að skammast sín fyrir að
vera veikur. Flestir okkar sjúkl-
inga eru mjög þunglyndir er þeir
koma til okkar og hafa lítið sjálfs-
álit. Við reynum að kenna þeim
að öðlast á ný álit á sjálfum sér, að
læra að elska sjálfa sig.
0 Þið leggið einnig mikla
áherzlu að ná til aðstandendanna.
— Já, það er geysilega mikilvægt
að höfuðpersónan i lifi sjúklings-
ins (eiginmaður, eiginkona og
nánustu ástvinir) hljóti sömu
fræðslu og sjúklingurinn, því að
það eykur svo stórlega möguleik-
ana á að meðferð takist. Það sem
við leggjum áherzlu á, er að
kenna þessari persónu hvað hún
getur gert fyrir sig sjálfa, hvort
sem maðurinn drekkur eða ekki.
Þessi persóna verður ekki síður
fyrir barðinu á sjúkdómnum því
að hann er sameiginlegur í lífi
þeirra og öll vandamálin hiaðast
jafnt á þann sem ekki drekkur og
drykkjusjúklinginn. Einn hörmu-1
legasti þáttur drykkjusýkinnar er
feluleikurinn í kringum hana.
Sjúklingurinn sjálfur lifir i
blekkingar- og lygaheimi og öll
fjölskyldan sogast inn í þennan
heim. Allt lífið gengur út á það að
fela, blekkja og ljúga vegna þess
að það skammast sín allir. Ef okk-
ur einhvern tíma tekst að koma
þeim skilningi inn í þjóðfélagið,
að feluleikur I sambandi við
áfengisvandamál sé það versta
sem til er, mun gerast hrein bylt-
ing í meðferð sjúkdómsins.
0 Nú eru AA-samtökin (Alcohol-
ic Anonimous eða nafnlausir
áfengissjúklingar) leynisamtök?
0 Já, það er af því að þjóðfélagið
lítur áfengissýki svo illum aug-
um. En hvers vegna skyldu menn,
sem voru sjúklingar, að þurfa að
skammast sín fyrir að vera orðnir
heilbrigðir, það er ekki rökrétt,
en samt er það svo f nútfmaþjóð-
félagi. AA-samtökin vinna feikna-
lega mikilvægt starf, sem byggist
á samhjálp. Það sem mest hefur
háð starfi samtakanna er hve oft
aðstandendur skammast sin fyrir
að fyrrverandi sjúklingur sé f
þeim. Fólk á að vera hreykið af
því að eiga ættingja f AA, þvi að
sá ættingi hefur sigrazt á sjúk-
dómi sínum og er ákveðinn f að
halda sér heilbrigðum.
0 Er það ekki rétt að eina lækn-
ingin við áfengissýki sé að hætta
algerlega að drekka og setja
aldrei f lifinu aftur áfengi inn
fyrir sfnar varir?
0 Jú, það er eina lækningin. Það
skiptir ekki máli þótt maður hafi
ekki bragðað áfengi f 20 ár, taki
hann einhvern tíma eitt glas tek-
ur sjúkdómurinn sig upp á enn
hærra stigi.
0 Hver er munurinn á drykkju-
siðum áfengissjúklinga og þeirra
sem drekka, en eru ekki orðnir
sjúkir?
0 Áfengissjúklingurinn hellir i
sig víninu, tekur það í hreinum
gúlsopum eins og um líf og dauða
sé að ræða að innbyrða sem mest
magn. Hann byrjar að drekka
snemma dags og hann finnur sér
stöðugt tilefni til drykkju og þau
tilefni eru endalaus.
0 Er áfengissýki jafn algeng
meðal beggja kynja? í Bandaríkj-
unum teljum við að svo sé, til
skamms tima var haldið að sýkin
væri miklu algengari hjá körlum,
en menn eru búnir að gera sér
grein fyrir að það er misskilning-
ur. Það er aðeins það að konan
sást miklu minna, vegna þess að
hún var innan veggja heimilisins,
en maðurinn úti á vinnumarkaðn-
um.
0 Hversu margir áfengissjúkl-
ingar eru í Bandaríkjunum?
0 Það er vitað um 11 — 12 millj-
ónir sjúklinga, þ.e.a.s. fólk, sem
er skráð og hefur komið til með-
ferðar. Um fjöldann, sem ekki hef
ur komið til meðferðar, er nær
útilokað að geta sér til, en ekki
ólfklegt að hann sé svipaður.
0 Deyja menn beint af völdum
áfengissýki?
0 Mikill fjöldi fólks deyr ein-
göngu af völdum áfengisneyzlu,
en þau eru enn fleiri dáuðsföllin,
sem eiga rætur sínar að rekja
beint og óbeint til áfengisneyzlu
og ég fullyrði, að í Reykjavik í dag
eru margir, sem deyja áður en
þeir ná eðlilegu æviskeiði vegna
þess að þeir hafa drukkið. Áfeng-
ið er óskaplegúr skaðvaldur og er
ekki úr vegi að ljúka þessu með
tilvitnun í kunnan bandarískan
sérfræðing í meltingarsjúkdóm-
um, Jasper J. Chen See: „Það er
reynsla margra meltingarsjúk-
dómssérfræðinga, að mikil
drykkja eina kvöldstund veldur
svo mikilli lifraþenslu, að hægt er
að finna hana með höndunum. Ef
eitt kvöld veldur þessu hvað þá ef
drukkið er dögum, vikum, mánuð-
um og árum saman?