Morgunblaðið - 30.05.1976, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976
19
Ef þetta leikrit er tekið út úr því samhengi sem önnur
verk Jökuls Jakobssonar eru og því gleymt að efni
margra þeirra og efnistök eru óþægilega svipuð. þá er
sá myndsegulbandsspotti sem heitir „Keramik"
samvirkari myndræn heild, heilsteyptari, listrænni
samvinna myndar, tals og tóna, hreyfinga, ljóss og
skugga en maður hefur átt að venjast. Gerð þessa
leikrits hlýtur að teljast ánægjulegur áfangi fyrir
aðstandendur hennar, því að hún sýnir skilning á
þeim miðli sem kallaður er sjónvarp.
Ég hugsa að ekkert verk sé auðveldara en að tæta í
sig islenzk sjónvarpsleikrit. Þetta er yngsta listgrein
þjóðarinnar, og kannski sú listgrein sem næst á eftir
gerð listræns útvarpsefnis, getur talist almennings-
eign. Þess vegna eru mistökin æpandi og jafnframt
verða fleiri vitni að þeim en yfirleitt gerist með
listreynslu. Gagnrýni á íslenzk sjönvarpsleikrit verður
að miðast við þetta að verulegu leyti; hún verður að
reyna að veita aðstoð við uppeldi nýrrar listgreinar.
En hún þarf hins vegar ekki að afsaka eða loka
augunum fyrir subbuskap og kæruleysi og sljóleika
sem hefur átt óeðlilegan stóran þátt í því að tæpur
áratugur líður unz frambærilegt sjónvarpsleikrit er
sýnt.
OF MÖRG STAUP?____________________
Hitt er svo annað mál að dagblöðin hafa af óskiljan-
legum ásíæðum ekki veitt þessari ungu listgrein það
aðhald sem hún þarf. Annað hvort er ekki minhzt einu
orði á þessi verk eftir að þau hafa verið sýnd eða birt
lausleg umsögn sem að öllu jöfnu er mjög kastað
höndum til.
Eða þá að broslegir 'fordómar um hvort '.eikararnir
hafi reykt of margar sígaréttur eða drukkið og mörg
staup af víni eru birtir í svokölluðum lesendadálkum.
Það er mikill misskilningur að þessi leikritagerð sé í
eðli sínu óæðri eða ómerkilegri en sýningar leikhús-
anna. Hún hefur að sumu leyti jafnvel meiri þýðingu
en þær. Þessi oftast ófullburða og stundum hörmulegu
verk eru send til annarra landa og sýnd öðrum þjóð-
um. Þar eru þau vitaskuld tekin sem dæmi um
íslenzka menningu. Engan skal furða þótt veslings
landar búsettir i útlandinu læðist með veggjum eftir
slíka landkynningu. En það getur ekki verið til of
mikils mælzt að íslenzk dagblöð leggi sómasamlega
rækt við listgrein sem ber hróður,— eða óhróður —,
landsins víðar en flestar eða allar aðrar.
Líkast til stafar þetta sinnuleysi fyrst og fremst af
hugsunarleysi. Að sama skapi er ég ekki frá þvi að
höfuðvandi íslenzkra sjónvarpsleikrita stafi einnig af
hugsunarleysi. Of fáir aðstandenda sjónvarpsleikrita
okkar hafa hreinlega hugsað nægilega út í það, að gerð
sjónvarpsleikrita er sérstök listgrein. Hún er mun
skyldari kvikmyndagerð en gerð leiksviðsverka. Engu
að síður er hún sjálfstæð listgrein fyrir sjálfstæðan
listmiðil, — sjónvarp. Þetta eru vissulega sjálfsagðir
hlutir. En mönnum virðist oft sjást yfir sjálfsagða
hluti.
í SKUGGA LÉNHARÐS
í vetur hefur lista- og skemmtideild sjónvarpsins,
sem svo er kölluð af góðviljuðum mönnum og húmor-
istum, frumsýnt sex islenzk sjónvarpsleikrit. Þau hafa
bæði veríð dæmi um það versta sem boðið er upp á af
þessu tagi og. — sem fyrr segir, það bezta. Og svo þar á
milli. Það skal játað að það sýnir vissa tegund af
hugrekki að halda áfram ótrauður eins og ekkert hafi í
skorizt þrátt fyrir áfall á borð við Lénharð fógeta.
Samt verður það með fullri vinsemd og virðingu að
segjast að partur af þessari vetraruppskeru lista- og
skemmtideildar ber vitni því drfmgreindarleysi sem
reis hæst í hinum ódauðlega Lénharði.
Eitt þessara verka, „Birta", hefði i fyrsta lagi aldrei
átt að fara lengra en oní skrifborðsskúffu höfundar.
Miðpunktur þess, — blessaður þríhvrningurinn sem
sagður er eilifur —, fékk ekki að vera í friði fyrir alls
kyns aðskotadýrum í leiksögunni (ekkjan. rafvirkinn)
sem áttu, að því er bezt varð séð, að vera einhvers
konar fílósófískar milliraddir, tragíkómískur undir-
leikur fáránleikans við ástarævintýrið. Þetta fékk
engan veginn markvissa úrvinnslu frá hendi höfund-
ar, og verkið er andvana fætt. Hins vegar má til sanns
vegar færa að með dálitlum keisaraskurði i uppfærsl-
unni hefði mátt bjarga einhverju. Þrátt fyrir það að
efni leikritsins hafi verið i grundvallaratriðum raun-
sæislegt er uppbygging þess, — svo langt sem hún
nær— absúrd. Samt er það fært upp sem natúralískt,
þunglamalegt dagstofuleikrit sem er svo dæmigert
fyrir íslenzkar sjónvarpsuppfærslur. Með örlítið
meira farsatempói, og myndrænni hugkvæmni hefði
ef til vill mátt blása örlitlum lifsneista í „Birtu".
DAGSTOFUSTEFNAN
Þetta var einnig, að mínum smekk, meginvandi
„Veiðitúrs í óbyggðum". Þar er bráðsmellin fáránsaga
Laxness tekin meira og minna hrá, og gerð að þung-
lamalegri dagstofulangloku. Leikgerðin reiðir sig í
einu og öllu á texta Laxness og leggur ekkert að
mörkum til þess að lyfta honum upp i samsvarandi
myndstíl.
„Silfurbrúðkaup", sem fékk hroðalega útreið hjá
gagnrýnendum, stóð hins vegar fyrir sínu sem lítið og
einfalt dagstofustvkki, tilgerðarlaust og blátt áfram.
— einmitt vegna þess að það féll alveg að vana-
bundnum raunsæislegum stúdíóvinnubrögðum við
islenzk sjónvarpsleikrit.
Hin leikritin þrjú sem sýnd voru i vetur. „Ófelía".
„Sigur" og „Keramik" eru vitaskuld ólík verk, en þau
eiga það þó sameiginlegt að hafa absúrdiska eða
fantastíska eðlisþætti, —eða, til þess að nota almenn-
ara orðalag, lýsa stílfærðum leikheimi; ekki raunsæis-
legum. Þessi verk njóta á hinn bóginn þess að sjón-
varpsgerðir þeirra eru einnig stilfærðar; reynt hefur
Framhald á bls. 32
Sumarblóm
Plöntusalan er byrjuð.
Gróðrastöðin Birkihlíð,
Nýbýlavegi 7, Kópavogi.
Nýtt hagstætt verð!
sem ekki verður endurtekið
CITROÉN G.S. er sá bíll, sem hlotið hefur hvað flestar
viðurkenningar fyrir útlit öryggi, aksturseiginleika og síðast en
ekki síst — sparneytni, enda hefir hann verið kjörinn bíll
ársins. — Verð frá kr. 1.720 þúsund.
Citroen G.S. er með framdrif, sjálfstæða vökvafjöðrun á
hverju hjóli og því sérlega hentugur í snjó og hálku.
TALIÐ VIÐ SÖLUMENN OKKAR í SÍMA 81555.
x CITROEN^,