Morgunblaðið - 30.05.1976, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAl 1976
c\ r>
MYNDLIST
VERC2LD
BIBLIUSLOÐIRI
Laugin þar
sem morðið
var framið
Á fyrstu öld fyrir Krist skipuðu
Rómverjar Heródes konung í
Gyðingalandi. Heródes var ekki
Gyðingur, og því var hann sí-
hræddur við uppreisnir og innrás-
ir. Framdi hann mörg ódæðisverk
til styrktar veldi sínu, eins og
kunnugt er.
Meðal ann-
ars Iét hann
myrða 17 ára
gamlan mág
sinn, er
Aristóbúlus
hét. Hafði
Herödes gert
hann að
æðstapresti,
en pilturinn
varð brátt
vinsælli en
Heródesi
þótti gott. Af-
réð Heródes
þá að koma
sem honum fyrir
lleródes í nýrri m.vnd um kattamef
*vi Kris,s Það varð í
Jeríkó, í höll Alexöndru, móður
Aristóbúlusar. Heródes gerði sér
upp vináttu við piltinn og tókst að
leiða hann afsíðis. Nokkrir vinir
og þjónar Heródesar voru i för
með þeim. Þeir komu að tjörnum,
sem voru þar i hallargarðinum.
Heitt var I veðri og lögðust
kunningjar og þjónar Heródesar
til sunds í tjarnirnar, en þeir
Heródes og Aristóbúlus stóðu á
bakkanum og horfðu á. Þar kom,
að Heródes hvatti Aristóbúlus til
að taka þátt í leik sundmannanna,
er ærsluðust í tjörnunum. Gerði
Aristóbúlus það. Þá var komið að
kvöldi og orðið rokkið. Heródes
hafði lagt á ráð með kunningjum
sínum fyrir fram. Og þegar
Aristóbúlus kemur niður i laug-
ina taka þeir hann og halda í kafi
þar til hann drukknar. Heródes
PETFR DSTINOV
grét piltinn ákaflega og gerði út-
för hans með mikilli viðhöfn.
Nú þykjast ísraelskir fornleifa-
fræðingar hafa fundið laugina
þar, sem Aristóbúlusi var drekkt.
Er það I Jórdandalnum, skammt
utan við Jeríkóborg. Þar komu
fornleifafræðingarnir niður á
mikla vetrarhöll. Eru rústirnar í
bland frá tíma Heródesar og
konunganna á undan honum.
Fundist hafa peningar og leir-
munir, sem bera því vitni, að
Heródes hefur látið stækka
höllina snemma á valdaskeiði
sínu. En Alexander Janneus
hefur líklega látið reisa hana.
Hann var við völd á árunum
103—76 f. Kr.
Höll þessi hefur verið hin dýr-
legasta I rústum hennar vottar
fyrir stórum móttökusal lögðum
Framhald á bls. 36
PÍSLAVOTTAR
líðandi stundar
f FANGELSUM f Indónesfu sitja
53 þúsund manns af stjórnmála-
ástæðum og bfða dóms. En flestir
þessara manna hafa beðið dóms f
10 ár eða lengur. Og líklega verða
þeir að bfða enn um sinn. Jafnvel
vita fæstir hvað þeim er gefið að
sök.
Hér verður einn maður tekinn
til dæmis. Óei Tjú Tat er 54 ára
gamall Indónesi af kfnverskum
ættum. Hann er kvæntur og á
þrjú börn. Hann býr þó ekki með
konunni og börnunum, því hann
er gistivinur Indönesfustjórnar
og situr í einu fangelsinu hennar;
hafði hann setið þar f 10 ár, þegar
mál hans kom fyrir rétt.
Óei nam lög f háskóla, gerðist
atkvæðamikill lögfræðingur og
HÉR verSur sagt af hamingjusömum
myndlistarmanni. sáttum viS lifið og
tilveruna. Hann heitir Zurab
Tsereteli og býr i Tbilisi i Sovétrikj-
unum. Zurab er svo ánægður, að
hann vaggar á göngu. Og þegar hann
brosir (hann er sibrosandi, blessaður)
baðast andlit hans skæru skini,
hvorki meira né minna.
Indónesía:
Óei Tjú Tat
vegnaði honum vel framan af.
Hann var f Lögmannafélagi
Indónesfu og einnig f Bandalagi
háskólamanna. En hann var líka
framarlega f flokki, sem hét
Partindó. 1 þeim hópi voru
vinstrisinnaðir klofningsmenn úr
Þjóðernissinnaflokki Indónesfu.
Þar eð Óei var einn af oddvitum
flokksins hafði hann náið sam-
neyti við Súarnó forseta. Var
Óei raunar ráðherra án ráðuneyt-
is f stjórn Súarnós þar til hún
hætti árið 1966.
Árið 1965 var gerð uppreisn
gegn yfirstjórn Indónesfuhers.
Uppreisnin fór út um þúfur, en
mörg hundruð þúsund manna
voru fangelsuð. Hinn 13. maf 1966
var stjórn Súkarnós forseta sett
af, en daginn eftir var Óei hand-
tekinn. Honum var gefið að sök að
hafa sent frá sér yfirlýsingu, er
uppreisnin var gerð; í þeirri orð-
sendingu stóð, að uppreisnin væri
innansveitarmál hersins og annað
ekki. Héldu sækjendur f máli
Sælir eru
þeir sem
hlaupa ekki
útundan sér
Zurab er f blóma lífsins. 42 ára
gamall. Hann er fjölhæfur svo, að af
ber, og leggur stund á málverk,
myndhögg. mósaik og tréskurð. Þó
er fnest um það vert, að hann vinnur
fyrir opnum tjöldum. Verk hans eru
nefnilega þóknanleg landsfeðrunum
Margir starfsbræður hans eiga ekki
þvi láni að fagna. En list Zurabs er
,, viðurkennd". Hún er lofuð opinber-
lega seint og snemma. Zurab var til
dæmis að fá Lenínverðlaunin. Þau
eru mest viðurkenning i Sovétrikjun-
um fyrir afrek í listum og visindum.
Verk Zurabs eru öll þrungin ein-
lægri gleði og ánægju. Þau eru jarð-
bundin og alveg ópólitísk að auki,
enda hafa yfirvöldin umbunað Zurab
fyrir vikið. Rikið er alltaf að panta
hjá honum minnismerki og hann af-
Óeis þvf fram, að yfirlýsing þessi
væri á sömu lund og yfirlýsingar
Kommúnistaflokks Indónesfu um
fyrrnefnda uppreisn. Töldu sækj-
endur, að lfkingin með yfirlýsing-
unum væri gild sönnun þess, að
Óei hefði átt þátt f uppreisninni,
enda þótt hann ætti f orði kveðnu
sæti í rfkisstjórn Súkarnós og
hefði auk heldur aldrei verið f
Kommúnistaflokki Indónesíu.
Sögðu sækjendurnir, að yfirlýs-
ing Óeis hefði verið til þess ætluð
að „grafa undan rfkisstjórninni“.
Varð sú staðreynd létt á metun-
um, að Óei hefði verið f stjórn-
inni f fimm mánuði eftir upp-
reisnina.
Vitni báru það við réttarhöldin
yfir Óei, að hann hefði ekki stofn-
að til margnefndrar yfirlýsingar
hefði hann hins vegar lagt til, að
bætt yrði f hana yfirlýsingu um
stuðning við Súkarnó forseta. Og
varð það alls ekki sannað, að Óei
hefði „stundað niðurrifsstarf-
semi“. Þrátt fyrir það var hann
dæmdur. Hann var dæmdur til
þréttán ára fangavistar — að frá-
dregnum þeim tíma, sem hann
hefði „verið í haldi". Þá komu
þau sér vel þessi tíu ár, sem hann
hafði beðið dóms!
— DAVID WATTS.
greiðir pantanirnar af sérstakri
ánægju. Hann vinnur verk sín i þeim
stíl, sem honum sýnist hverju sinni
og allt fágætlega vel; er þar ýmist
fyrirhafnarlaus immpressjónismi,
eða expressjónismi, og svo mætti
lengi telja. Stundum má kenna I
myndum Zurabs áhrif eftirlætismál-
ara hans Picassos. Chagalls eða Van
Goghs. En stundum hefur hann til
hliðsjónar frumstæðar myndir úr
forngeorgískri list. styttur af naut-
um, vasa og ker, og minna verk hans
þá oft á hina haglegu kritversku gripi
frá tfmum Minosar konungs. En svo
vill til, að Zurab var i sex ár við
fornleifa- og þjóðháttarannsóknir í
heimasveit sinni, Georgíu.
Það þarf vart að taka fram, að
Zurab velur sér aldrei trúræn eða
stjórnarfjandsamleg myndefni. Þau
þóknast ekki yfirvöldunum og þau
þóknast ekki honum. Sumir mynd-
listarmenn i Sovétrikjunum vinna úr
svona efnum. En þeirfá enga borgun
og verða að mála i svefnherbergjun-
um heima hjá sér, eins og þar er nú
þokkalegt. En það er mátulegt á þá.
Það er ef til vill merkilegast um
verk Zurabs, að aldrei verður vart í
þeim neinnar áhyggju eða angistar.
Hann fæst aldrei við skuggahliðar
mannlífsins. Menn eiga ekki að blína
alltaf á það, sem miður fer. Zurab er
bjartsýnismaður i myndlistinni.
Hann málar ekki hugdjarfa, vigreifa
og brosmilda stáliðjumenn i hetju-
stil, sem var algengur hér forðum.
En allt, sem hann gerir Ijómar og
geislar einskæru léttlyndi, gleði og
ánægju. Verk hans eru „jákvæð".
Fyrir stuttu gerði hann geysistóra
mósaikmynd á vagnstöðinni i Tbilisi.
Hún var svona jákvæð. Zurab dró þar
upp furðuveröld með stórum vargn-
hjólum og undarlegum bilum og
strætisvögnum úr leikfangalandi
hugans. Einu sinni skipulagði hann
ika leikvöll á baðstað einum. Þá hlóð
hann I kringum grunna tjörn högg-
myndum af skritnum. feitum fiskum
lögður skærri. marglitri mósaik.
Maður verður svo ósjálfrátt léttur i
lund, þegar hann sér þetta. Það virð-
ist svo sjálfvakið og barnslega glað-
legt. Þegar ég spurði Zurab. hvernig
i ósköpunum stæði á þvi. að aldrei
nokkurn tima bæri skugga á myndir
hans fékk ég þetta svar: „Mér geðj-
ast að öllu. Ég á ótal vini. Ég geri
það, sem mér gott þykir og það, sem
mér þykir ekki gott geri ég ekki."
Mér er spurn, hvort þetta sé ein-
hvern veginn tengt þessari skoðun.
sem hann hafði áður látið uppi: ,, Það
er tvennt ólikt, listir og stjórnmál."
lika leikvöll á baðstað einum. Þá
hlóð hann í kringum grunna tjörn
höggmyndum af skrítnum, feitum
fiskum lögður skærri. marglitri mós-
aik. Maður verður svo ósjálfrátt létt-
ur í lund, þegar hann sér þetta. Það
Framhald á bls. 37
Hér i blaðinu sagði
síðastliðinn sunnudag
frá furðufuglinum
Howard Hughes, auð-
kýfingnum sem lika eftir
andlátið heldur áfram að
vera mönnum ráðgáta,
Hér ræðir breski blaða-
maðurinn SIMON
WINCHESTER einkan
lega eina af hinum
mýmörgu dularfullu
hliðum á Hughes:
samvinnu hans við
bandarisku leyniþjón-
ustuna.
NÝLEGA lézt Howard
Hughes af einhverjum veik-
indum i einkaþotu sinni á
leiðinni frá Acapulco til
Houston. Það er vist ekki
hægt að segja, að Hughes
hafi orðið harmdauði mörg-
um, eða bandariska þjóðin
hafi misst mikils þegar
hann fór Þó mun óhætt að
fullyrða, að nokkrir menn
syrgi hann. Það eru oddvit
ar leyniþjónustunnar CIA
Til þess eru ærnar ástæður.
Ég leyfi mér að segja, að
ekki veit ég hvað CIA hefði
tekið til bragðs. ef Hughes
hef ði ekki notið við
Snauður
af flestu
nema fé
Það er augljóst, að
Hughes hafði til að bera
margt, sem CIA gat fært sér
i nyt. í fyrsta lagi var hann
forrikur og mjög umsvi' a-
mikill I viðskíptum. Hann
gat þvi annazt alls kyns við-
kvæmnismál fyrir CIA án
þess, að mikið bæri á. Þá
var hann mjög gefinn fyrir
leynd. Þaðkunna leyniþjón-
ustumenn náttúrulega að
meta. I þriðja lagi vildi
hann veg vestræns
kapítalisma sem mestan.
Þarf varla að eyða orðum
að þvi, að það þyki mann-
kostur i CIA. En i fjórða lagi
var Hughes mikill föður-
landsvinur. Þetta ætti nú
að duga. Enda er vafalitið
langt siðan CIA bauð
Hughes til samvinnu.
Að sjálfsögðu hvílir enn
mesta leynd yfir þeim
félagsskap. Kann þó að
vera. að saga hans verði
bráðum Ijósari úr þvi. að
Hughes með einni af kvikmyndadísum sínum
— GINGER ROGERS
Hughes er allur. í bili skal
tekið unnuglegt dæmi. Það
er raunar ekkert smádæmi.
Það er ekki langt frá þvi að
sovézkur kafbátur sökk til
botns undan Hawaii. Svo
djúpt var þar, sem kafbátur-
inn sökk, að algeng ráð
dugðu ekki til, að hann
næðist upp. En CIA-menn
vildu ólmir fá hann og er
það skiljanlegt. Voru þeir i
öngum sinum og engum
datt neitt nýtilegt i hug.
Ekki fyrr en einhver minnt-
ist þess. að Howard Hughes
átti griðarstóran og haglega
gerðan pramma búinn afar-
sterkum krönum. Var þessi
prammi á floti undan Kali-
forníuströnd og hafður til
málmefnavinnslu af hafs-
botni.
Það vita menn svo úr
fréttum, að CIA notaði
orammann til þess að ná
kafbátnum upp. Náðist að
visu ekki nema helmingur
af bátnum. En CIA-menn
létu mikið yfir þeim fróð-
leik, sem þeim hefði
áskotnazt i bátnum. Þetta
var fyrir tveimur árum.
Þessi saga og aðrar álika
hafa vakið efa sumra um
það. að Hughes hafi verið
lifs. þegar þetta gerðist.
Hefur jafnvel verið ýjað að
þvi, að Hughes hafi dáið
fyrir tiu árum. Hér verður
ekkert fullyrt nema það. að
hann var sannarlega á lifi
fyrir rúmum áratug. Og sú
var tiðin, að hann gekk um
á meðal vor. Hann vakti þá
óskipta athygli manna. hvar
sem hann fór, enda fékkst
hann ekki við smámuni.
Einhverju sinni dró hann
upp tékkheftið og skrifaði
ávisun á upphæð. sem nam
23,5 milljónum dollara.
Hann var þá að kaupa kvik-
myndaver. Öðru sinni seldi
hann fyrirtæki (Trans World
Airlines) fyrir 556.3
milljónir dollara. Þess á
milli setti hann hraðamet
eða „uppgötvaði" kvik-
myndastjömur. Má nefna
Jean Harlow úr þeim hópi.
Á þessum árum fór Hughes
ekki með neinni leynd.
En árið 1966 skipti
heldur betur um. Um það
leyti var Hughes nýbúinn
að selja hlut sinn í Trans
World Airlines. Hann hélt
þá til Las Vegas, settist þar
upp á efstu hæð hótels,
Desert Inn að nafni, og sást
ekki upp frá þvi. Óðara
þutu upp ótal skýringar á
þessari skyndilegu breyt-
ingu. Eru nú til svo margar
þjóðsögur um Hughes, að
duga mundu heilli þjóð frá
upphafi til enda menningar
skeiðs hennar. Þvi miður
voru þetta allt hugarórar og
studdust við ekkert nema
aðrar sögusagnir. En
Hughes dvaldist i leyni sinu
i Desert Inn og kom hvorki
út né talaði til lýðsins.
Áhugi almennings nærð-
ist auðvitað á leynd-
inni. í tiu ár hefur það verið
fjölda manna stöðugt um-
hugsunarefni að Hughes
væri haldinn hreinlætisæðí
og yrðu starfsmenn hans að
þvo sér margsinnis áður en
þeir nálguðust hann. Svo
fréttist, að hann væri
hættur að skera neglur
sinar og hár og sofa á
nóttunni. Ekki alls fyrir
löngu kom hann til London.
Þegar hann fór þaðan aftur
tóks einhverjum flugvallar-
manni að sjá hann i svip.
Það skipti engum togum,
að flugvallarmanninum
varð ekki vært fyrir ásókn
fréttamanna. sem vildu
ólmir vita, hvort neglur
Hughes væru i rauninni 50
sentimetrar á lengd eða
ekki.
Þetta er án efa lofsverður
áhugi. Það hefði þó kannski
verið nær að spyrja um aðra
hluti. Hughes var einn
rikasti maður heims. Lika er
vitað að hann gerði ýmis
viðvik fyrir CIA. Hver voru
þau og hvers kyns voru
þau? Var ætlunin aðeins að
hækka hag kapitalismans.
eða var um að ræða fjöl-
þjóðleg samsæri og undir-
róðursstarfsemi af versta
tagi? Þvi miður hefur þess-
um spurningum ekki verið
svarað enn, og það hlýtur
að varpa nokkrum skugga á
minningu Howard Hughes.
Það er svo að sjá, að
Hughes hafi verið orðinn
snauður af flestu nema fé
um það er hann dó. Það er
heldur nöturlegt, að þó
nokkur timi leið. þar til lik
hans var heimt úr likhúsi
sjúkrahússins, þar sem
hann andaðist. Ekki einu
sinni CIA-menn komu að
sækja það. Svona var hann
einmana, „auðugasti"
maður heims. . .
— SIMON WINCHESTER.
VANGASVIPUR