Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.05.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976 31 þ.e. flugvéla undir 5700 kg, er mjög há hérlendis. Meðaltal s.l. 5 ára sýnir.28,5 slys og þar af urðu dauðaslys 6,5 á hverja 100.000. flugtíma á sama timabili. Sambærilegar tölur í Svíþjóð eru 23,8 og 2,7. Ef þyril- vængjur og svifflugur eru teknar með þá eru tölurnar hér 36,7 og 8,3 slys á 100 þús. flugtíma. Þess ber raunar að geta að flugtími hér á landi er tiltölulega litill, og svona tölur verður því að taka samkvæmt því. Til dæmis sýnir tölfræðin að flest urðu slysin 1971, eða 59,6, en fæst 5,9 árið 1975 og er þá miðað við 100.000 flugtíma. Dauðaslys á flugvélum urðu 12,8 árið 1973, en ekkert 1975 og er þá enn miðað við 100.000 klukkustundir. Ef þyrilvængjur og svifflugur eru teknar með í dæmi þá urðu að meðaltali 36,7 slys s.l. 5 ár og 8,3 dauðaslys miðað við 100.000 klst. flugtíma. Þá urðu flest dauðaslys 1972, eða 12,4 og fæst 1975, eða 5,1 og sést þá bezt hve þessar meðaltölur eru viðkvæmar, því það ár varð aðeins eitt dauðaslys, sem gerir meðaltalið 5,1 á hverjar 100.000 flugstundir á loftför léttari en 5700 kg. Ekki er þvi að leyna að rekja má orsakir þeirra slysa og óhappa sem hér verða, til hiannlegra mis- taka. Þar ber hæst samskipti mannsins við náttúruöflin t.d skortur á raunhæfu mati á veður- skilyrðum, agaleysi og ofmat á eigin getu. Ekki ætti að þurfa að fjölyrða um það að við búum við síbreytilegt óstöðugt veðurfar og í einni flugferð eru oft margs konar veðurlag, gott og lélegt fyrir flug. Greinarhöfundur telur eina aðalástæðuna vera þá, að flug- kennarar almennt ætli ekki að gera flugkennslu að varanlegu starfi, heldur séu þeir að biða eftir stóinum hjá stóra bróður. Þvi miður er mikið til í þessu, en þetta er ekki aðeins íslenzkt fyrirbæri og vandamál og skýr- ingin er augljós, enda kemur hún fram hjá höfundi. Bókleg kennsla flugmanna er svo alveg sér kapítuli og er það með eindæmum í þessu þjóð- félagi, að nemendur verði að greiða allt sitt nám, bókiegt og verklegt, því fræðslukerfið leggur þar ekki krónú til. Væri samt fróðlegt að reikna út hvorir eru gagnlegri þjóðarbúinu, flug- menn eða barþjónar, sem njóta ókeypis bóklegrar kennslu í 3 sinnum fjóra mánuði. Bóklegt nám flugmanna fyrir atvinnu- flugmannsréttindi fer frá á kvöld- námskeiðum og nemendur verða sjálfir að borga kennurum laun. Greinarhöfundur bendir rétti- lega á að á mörgu er betra lag í landi hér en aga og virðingu fyrir lögum og fyrirmælum. Greinarhöfundur telur ekkert eftirlit með einka- og atvinnuflug- mönnum almennt. Ekki er þetta nú alveg rétt, því t.d. fyrir rúmu ári ákvað flugmálastjóri að skylda alla einkaflugmenn til þess að gangast undir hæfnispróf bæði fræðilegt og verklegt. Próf þetta er tekið hjá tilteknum reyndum flugkennurum þegar einkaflug- mennirnir endurnýja skirteini sin, en sem kunnugt er ber þeim að endurnýja þau árlega. Hæfnis- próf þetta skal taka eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti.Nú hafa því allir einkaflugmenn með gild skirteini tekið slík próf. Sams konar hæfnispróf eru reglulega lögð fyrir atvinnuflugmenn, sem hafa tiltekin réttindi og almennt verða þau gerð að skyldu við endurnýjun nú í sumar hjá öllum atvinnuflugmönnum en þeir eru margir sem halda skirteinum sinum við í von um atvinnu. „Litlu félögin", sem greinarhöf- undur nefnir svo réttilega, þ.e. allir þeir sem hafa leyfi til flug- reksturs í atvinnuskyni, hafa núna síðustu 2 árin haft flug- reksturshandbækur (operation manuals), þar sem fyrirmæli er að finna um hvernig haga ber flugrekstrinum. Ég leyfi mér að fullyrða að hver einasti flugliði hjá þessum aðilum hafi i höndum slíka bók, en þær eru gerðar eftir fyrirsögn Flugmálastjórnar og samþykktar fyrir hvern einstakan aðila. Komum við þá aftur að höfuð- vandanum, það er ófullnægjandi virðingu fyrir reglum og fyrir- mælum Ég leyfi mér þó að halda því fram að flestir sem vinna við flugrekstur i dag virði reglur af skilningi fremur en af ótta. Aukið eftirlit er vissulega æskilegt, en það hlýtur að kalla á aukna starfs- krafta. Ég held að allir hlytu að fagna því ef flugmálastjórn væri gert kleyft að ráða mann eða menn til slíkra starfa. Fjárveit- ingar til flugmála benda þó ekki til þess né heldur launakjör sem í boði eru. Verður því enn um sinn hin fátæka stofnun, Flugmála- stjórn, að byggja starf sitt á fáum starfskröftum, sem reyna að gera sitt bezta. Sverrir Þóroddsson: Aukið öryggi með nýjum reglum Við lestur greinar Gunnars Finnssonar um öryggi í flugi smá- flugvéla á íslandi, Mbl. 25. þ.m., gæti leikmaður ætlað að fullkom- ið stjórnleysi ríkti í rekstri þeirra hérlendis, og það-væri orsök hinn- ar miklu slysatíðni. En ég leyfi mér að ætla að samanburður Gunnars á slysafjölda hér og er- lendis sé ekki sanngjarn. I svo fámennu þjóðfélagi væri nær að miða við meðaltal t.d. 30 ára. Gunnar telur upp ýmsar örygg- isráðstafanir, sem gerðar eru hjá stórum flugfélögum, flestar eða allar þessar ráðstafanir eru einn- ig gerðar hjá smáflugfélögum. T.d. er þeim gert að halda rekstr- arhandbók (operation manual) og er ég sannfærður um að hún er jafn nákvæm og krafizt er erlend- is. Hæfni flugmanna er reynd á sex mánaða fresti, af mjög færum manni hjá flugmálastjórn, þá er hver einkaflugmaður prófaður á hverju ári við endurnýjun flug- skírteinis. Rétt er að þorri flugkennara er ungur að árum og lítt reyndir menn, þar mætti verða bót á. Ég fagna því að settar hafa verið reglur er gera einkaflugmönnum skylt að ljúka minnst 5 tímum í blindflugi. Það eitt gæti komið i veg fyrir mörg slys. Veðurskilyrði hér eru slík að eigi flug að vera fullkomlega öruggt, þarf oft að fljúga blindflug eða hafa mögu- leika á þvf. Reynslan í mínu fyrir- tæki er sú að yfir 90% flugs að vetrarlagi er blindflug. Það hefur sýnt sig að öryggi í leiguflugi hef- ur aukizt mjög mikið með nýjum reglum sem settar hafa verið. Þá er skylt að hafa allar flugvélar útbúnar afísingartækjum séu þær í farþegaflugi. Ég trúi því að með öllum þeim reglunv, sem flug- málayfirvöld hafa sétt á s.l. 2—3 árum, muni slysum fækka í fram- tiðinni. Sigurður Aðalsteinsson: IHfram- kvæman- legar reglur spilla fag- mannsanda í flugi GREIN Gunnars Finnssonar um öryggismál smáflugvéla, sem birt- ist í Morgunblaðinu 25. maí sl., hefur að mínu áliti margan sann- leika að geyma. Þar sem mér er málið skylt og raunar mjög hug- leikið, vildi ég koma á framfæri, hver úrræði ég teldi vænlegust. í fyrsta lagi þarf að endurskoða vandlega allar reglur um flug- rekstur smáflugvéla. Ekki á endi- lega að fjölga reglunum eða herða ákvæði, heldur fyrst og fremst að hafa i huga, að þær nái til allra þátta flugstarfseminnar. Einnig verða reglurnar að vera á þann veg, að hægt sé að fara eftir þeim, en að mínu viti eru nú í gildi ýmsar ill-framkvæmanlegar regl- ur, sem varla eru til annars en að brjóta þær. Einmitt þetta atriði verður stundum til þess, að virð- ing manna fyrir reglum almennt minnkar. Spillir það augljóslega þeim fagmannsanda, sem ein- kenna þarf störf allra, sem að flugi vinna. I öðru lagi verður að framfylgja settum reglum. Fram til þessa hefur mátt þverbrjóta alls konar reglur án þess að eiga á hættu nokkrar refsiaðgerðir hins opin- bera. Ég hef tilhneigingu til að ætla, að hér sé þörf skjótra úr- bóta. 1 þriðja og siðasta lagi þarf á allan hátt að auðvelda flugmönn- um störf þeirra, til dæmis með betri frumkennslu og endurþjálf- un, með betri flugleiðsögn og full- komnara aðflugskerfi. í þessu sambandi þykir mér rétt að benda á, að ákvörðunarstaðir smáflug- véla í leigu- og áætlunarflugi eru mjög illa búnir og sýnu verr en þeir flugvellir, sem F.í. flýgur til. Betra viðhald flugvéla og búnað- ar þeirra en nú er, mundi einnig gera flugmönnum auðveldara fyrir. Þótt tæknilegar bilanir valdi sjaldan slysum, þá tel ég, að ýmiss konar smábilanir eða dynt- ir tækja geti haft truflandi áhrif og leitt til slysa, þótt óbeint sé. Þessar umbætur, ef gerðar yrðu, mundu kosta mikið fé, bæði flugrekstraraðilja og flugmála- stjórn. Peninga þessa þarf svo beinlínis að sækja i vasa farþeg- anna, sem eiga því i vissum skiln- ingi síðasta orðið. Eyjabátar mokveiða í fisktroll VESTMANNAEYJABATAR hafa fiskað mjög vel í fisktroll að und- anförnu, að því er Stefán Runólfs- son forstjóri Vinnslustöðvarinnar tjáði Mbl. Sagði Stefán að bát- arnir hefðu verið að koma inn með þetta 40—50 tonn eftir 4—6 daga túra. Er þetta prýðisfiskur að sögn Stefáns, og uppistaðan i aflanum ýsa. Sagði hann að mjög mikið hefði verið að gera í frysti- húsunum. Var unnið fram eftir á kvöldin alla siðustu viku og svo mun einnig verða í þessari viku. Fyrirliggjandi HARÐVIÐUR — askur, pitch pine, beyki, redwood, ramin, teak. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO Ármúla 27 — Simar 86-100 og 34-000. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK. Innritun iðnnema og móttaka umsókna um skólavist í eftirtaldar deildir fyrir næsta skólaár, fer fram í skrifstofu yfirkennara (stofa 312) dagana 31. maí til 4. júní kl 9— 1 2 og 13.30—16. 1. Samningsbundnir iðnnemar Inntökuskilyrði fyrir 1. áfanga eru að nemandi hafi staðizt miðskólapróf (3. bekk) með lágmarkseinkunn 5 að meðaltali og minnst 16 samtals í íslenzku, reikningi, ensku og dönsku. Inntökuskilyrði fyrir 2. áfanga eru að nemandi hafi staðizt landspróf með lágmarkseinkunn 5 að meðaltali eða gagnfræðapróf með lágmarkseinkunn 5 að meðaltali og minnst 16 samtals i islenzku, reikningi, ensku og dönsku. Við innritun ber að sýna vottorð frá fyrri skóla undirritað af skólastjóra, nafnskírteini og námssamning Nemendur úr verknámsskólanum, sem komnir eru á námssamning eiga að koma til innritunar á sama tíma Nemendum á námssamningi, sem stunduðu nám í 1 eða 2. áfanga og 2. og 3. bekk á siðastliðnu skólaári, verður ætluð skólavist á næsta skólaári Upplýsingar um námsannir verða gefnar síðar 2. Verknámsskóli iðnaðarins Inntökuskilyrði eru að nemandi hafi staðizt landspróf með lágmarkseinkunnina 5 að meðaltali eða gagnfræða- próf með lágmark 5 að meðaltali og minnst 1 6 samtals i islenzku, reikningi, ensku og dönsku Við innritun ber að sýna prófskírteini, undirritað af skólastjóra fyrri skóla og nafnskírteini, en námssamning- ur þarf ekki að vera fyrir hendi. Þær deildir Verknámsskólans, sem hér um ræðir, eru: Málmiðnadeild: Fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf í málmiðnaði og skyldum greinum, en helztar þeirra eru: Vélvirkjun, rennismíði, plötu & ketilsmiði, bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, blikksmiði, pípulögn, raf- virkjun, rafvélavirkjun, skriftvélavirkjun og útvarpsvirkj- un. Tréiðnadeild: Fyrir þá sem ætla að leggja stund á húsasmiði, húsgagnasmiði, skipa- og bátasmiði og aðrar tréiðngreinar. Hárgreiðsla og hárskurður: Þessar iðngreinar er nú hægt að læra án samnings við meistara, við Iðnskólann í Reykjavík. Inntökuskilyrði eru að nemandi hafi staðizt landspróf með lágmarkseinkunnina 5 að meðaltali eða gagnfræða- próf með lágmarkseinkunnina 5 að meðaltali og minnst 1 6 samtals i islenzku, reikningi, ensku og dönsku. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun: Skólinn hefur opnað nýja deild sem gefur möguleika til menntunar bifvéla- virkja til sveinsprófs án námssamnings. Inntökuskilyrði eru að nemandinn hafi lokið prófi úr málmiðnadeild Verknámsskólans, úr 2. bekk eða 2. áfanga Iðnskólans. Framhaldsdeildir rafiðna: Inntökuskilyrði eru, að nem- andinn hafi iokið prófi úr málmiðnadeild verknámsskól- ans. Þeir nemendur, sem hafa lokið prófi úr framhalds- deild og eru komnir á námssamning hjá meistara, þurfa að innrita sig til framhaldsnáms í Iðnskólanum á sama tíma. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði: Ef tilskilin leyfi fást hjá Iðnfræðsluráði og Menntamálaráðuneytinu verður starfrækt framhaldsdeild i husgagnasmíði við Iðnskólann í Reykjavik næsta vetur. Inntökuskilyrði eru, að nemend- ur hafi lokið prófi frá tréiðnadeild Verknámsskólans. Framhaldsdeild málmiðna: Ef tilskilin leyfi fást verður starfrækt framhaldsdeild fyrir nemendur i málmiðnum. Inntökuskilyrði eru, að nemandi hafi lokið prófi frá málmiðnadeild verknámsskólans. 3. Tækniteiknaraskólinn Inntökuskilyrði eru, að umsækjendur séu fullra 1 6 ára og hafi staðizt landspróf með lágmarkseinkunnina 5 að meðaltali eða gagnfræðapróf með lágmarkseinkunnina 5 að meðaltali og minnst 16 samtals i íslenzku, reiknmgi, ensku og dönsku. Leggja ber fram undirritað prófskirteini frá fyrri skóla ásamt nafnskírteini. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.