Morgunblaðið - 30.05.1976, Síða 34

Morgunblaðið - 30.05.1976, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976 I ■ I I ■ ■ I Sú tónlist er hvað bezt hefur gengið í íslendinga, unga sem aldna, er þjóðleg tónlist vina vorra, Breta. Aðeins smábrot af tilbrigðum brezkrar þjóðiagatón- listar hafa þó heyrzt hér, aðallega írskir og skozkir drykkju- og sjóarasöngvar sem írska söng- sveitin The Dubliners og aðrir álíkir hafa flutt. Undanfarin 3—4 ár hefur mikil gróska færzt í þjóð- lagaheim Breta og ,,hrein“ þjóð- lagatónlist nær nú eyrum harðra rokk- og jazzunnenda. Ástæð- urnar fyrir því að þjóðlagatón- listin hefur komizt svona dug- lega út fyrir sinn þrönga að- dáendahóp eru margvíslegar. Vin- sældir þjóðlagarokksins með Fairport Convention og Steeleye Span í fararbroddi og áhrif jazz- blues-folk stefnunnar á s.hl. síðasta áratugar opnuðu eyru manna fyrir fegurð og fjölbreyti- leik þjóðlagatónlistarinnar. Eitt afsprengi þjóðlagarokksins, bretonski hörpuleikarinn Alan Stivel! vakti siðan mikla athygli árið 1972, er hann kom fram með hið svokallaða keltneska rokk. Alan Stivell er frá Bretonskaga í N-V-Frakklandí, en þar hefur varðveitzt gömul keltnesk menning líkt og á vissum stöðum á irlandi, Wales og Skotlandi. Hið forna tungumál Kelta heyrist þarna enn talað og í krafti tón- listar sinnar hefur Stivell gerzt einn helzti boðberi keltneskrar þjóðernishyggju sem rutt hefur sér mjög til rúms í þessum lönd- um. Sökum vinsælda Stivells hafa komið fram í sviðsljósið gamlar og nýjar keltneskar hljómsveitir, sem á undanförnum árum hafa svo slegið í gegn. Þriðja ástæðan fyrir útbreiðslu þjóðlagatónlistar- innar er siðan eflaust sú, að lá- deyða hefur ríkt í popptónlistinní s.l. 4—5 ár og margir því flúið yfir á svið þjóðlagatónlistarinnar eða í undraheim jazzins. Þessi þjóð- lagabylgja, sem flætt hefur yfir Bretlandseyjar, nokkur lönd Evrópu og ýmis fylki Banda- ríkjanna hefur ekki komið hingað enn og því er ekki úr vegi að kynna lítilsháttar fjórar hljóm- sveitir, er hvað mestri útbreiðslu hafa náð s.liðin ár. Þrjár þeirra Planxty, The Bothy Band og The Chieftains eru irskar, en í þeirri fjórðu eru menn frá Hjaltlands- eyjum, N-Englandi og N-írlandi. Tónlistin, sem þessar hljómsveitir leika er öll órafmögnuð. PLANXTY irski kvartettinn Planxty var stofnaður snemma árs 1972 af þeim Christy Moore (gitar + bodhran + söngur), Donal Lunny (bouzouki + söngur), Andy Irvine (mandolin + söngur) og Liam O’Flynn (olnbogapípa + tin- blístra). Christy Moore, sem var velþekktur meðal þjóðlagaurjn- enda á Bretlandseyjum, hafði í bígerð sólóplötu og fékk áðurnefnda tónlistarmenn til liðs við sig, auk annarra. Plata þessi, „Prosperous", er hálf misheppn- uð, enda tekin upp í eldhúsi á The Bothy Band (Talið frá vinstri til hægri, Micheal Ní Dhomhnaíll, Tríona Ní DhomhnaíU, Donal Lunny, Tommy Peoples, Matt Molloy og Paddy Keenan). The Chieftains sveitasetri einhvers staðar á írlandi og upptakan þvi af skiljanlegum ástæðum léleg. Strákarnir höfðu þó gaman af þessu og ákváðu að halda hópinn áfram. Hins vegar hafa þeir tæp- lega gert sér grein fyrir því, hvað var í vændum. 1 þau tæp 3 ár, sem Planxty starfaði (hætti sl. okt.) jukust vinsældirnar og þá um leið kröfurnar til þeirra svo að þeir hreinlega stóðu ekki undir því og gáfust upp. Allir höfðu þeir leikið í rólegheitum í þjóðlagaklúbbum við tekjur, sem dugðu til að lifa þokkalegu lífi, en þegar þeir þurftu að spila fimm kvöld í viku í stórum hljómleikahöllum og háskólum og þeytast landshorna á milli þá fór lífið að vera þreyt- andi. Fyrir utan þetta voru þeir Iítt fróðir I peningamálum, höfðu viðbjóð á „showbuissnes" og þeim afætum er safnazt höfðu í kringum þá. Þá gerðu þeir af- leitan samning við hljómplötu- fyrirtækið Polydor, er hljóðaði upp á eina plötu á 6 mán. fresti. Eftir 3 plötur sáu þeir að þetta gæti ekki gengið og leystu hljóm- sveitina upp í okt. ’75. Þeir C. Moore og D. Lunny höfðu þó hætt fyrr og sfðustu mánuðina léku þeir Johnny Moynihan (bouzouki + fiðla + söngur) og Paul Brady (gítar + söngur) i hljómsveitinni við góðan orðstír. Tónlist Planxty er að mestu gömul þjóðlög, rælar og aðrir dansar. Töluverðra keltneskra áhrifa gætir í flutningi þeirra og 1—2 frumsam- in, róleg lög eftir A. Irvine læddust með á plötum þeirra. Tónlistina fluttu þeir ekki í hinum gamla, hefðbundna þjóð- lega stil, heldur notuðu þeir mandolin, bouzouki og hljómgitar til að skapa sérkennilegan pikk- aðan takt (rythma) þannig að tón- listin varð aðgengilegri. Olnboga- pípan og tinblístran voru hins vegar noíuð sem sólóhljóðfæri. Raddböndin voru mikið notuð og þó sérstaklega hjá Christy Moore, sem hefur prýðis söngrödd og skemmtilegan irskan fram- burð. Lítið fór fyrir rödduðum söng, en honum bregður þó fyrir á síðustu plötu þeirra. Eins og áður sagði gaf Panxty út 3 hljóm- plötur, allar 1. flokks þó að sú fyrsta sé bezt, enda hafa fáar þjóðlagaplötur verið taldar betri. Plötur: 1. Planxty (Polydor Super 2383 186) 1973 2. The Well Below The Valley (Polydor Super 2383 232) 1973 3. Cold Blow And the Rainy Night (Polydor Super 2383 301) 1974 Sólóplötur með Christy Moore: 1. Prosperous (Tara 1001) 1972 2. Whatever Tickles Your Fancy (Polydor Super2383 344) 1975 THE BOTHY BAND Fram til dagsins í dag hefur saga The Bothy Band verið lygi- lega lík sögu Planxty. The Bothy Band er sexyett og meðlimir hans byrjuðu að jamma saman á krám á trlandi fyrir rúmlega ári. Núna eru þau hins vegar búin að fylla það skarð, er Planxty skildi eftir sig og eru í miklu áliti um allar Bretlandseyjar. Menn vona þó að The Bothy Band falli ekki í sömu gryfju og Planxty. Aðstandendur hljómsveitarinnar hafa gefið út þá yfirlýsingu að hún ætli að fara að öllu með gát, enda hefur einn af stofnendum hljómsveitarinnar reynsluna, en það er Donal Lunny, fyrrum meðlimur Planxty. Segja má að The Bothy Band skiptist í tvennt. 1 fyrri hópnum eru þau Donal Lunny (bouzouki + söngur), Micheal Nf Dhomhnaíll (gítar + söngur) og systir hans Triona Nf Dhomhnaíll (harpsíkord + bodhran + söngur), en í seinni hópnum eru þeir Matt Molloy (flauta + tin- blístra), Tommy Peoples (fiðla) og Paddy Keenan (olnbogapipa + tinblístra). Tónlist The Bothy Band er nokkurs konar millistig af tónlist Planxty og Chieftains. Fyrri hópurinn sér um taktinn, sem er mun kraftmeiri en hjá Planxty enda eru strengirnir á gítarnum og bouzouki ákaft slegnir, en ekki pikkaðir. Við þennan takt bætist svo við hratt undirspil harpsíkordsins, sem gefur tónlistinni meiri fyllingu. Seinni hópurinn sér siðan um melódísku hliðina og þar eru engir dútlarar á ferð. Tommy Peoples ræður yfir ævintýraleg- um hraða f fiðluleik sinum og hinir tveir standa honum ekki langt að baki. Möguleikarnir sem þessi hljóðfæraskipan bíður upp á, eru fjölmargir, enda er búizt við miklu af þessari hljómsveit í framtíðinni. Þá eru systkinin tvö, og þó sérstaklega bróðirinn, athyglisverðir söngvarar og mættu að ósekju beita röddinni meira. Fyrsta hljómplata The Bothy Band kom út sl. marzmán- uð og sýnir vel þá hæfileika, er hljómsveitin býr yfir. Platan er í heildina mjög fjörug og jaðrar stundum við að vera hrein stuð- plata. Mikið ber á gömlum dans- lögum og þrjú róleg, sungin írsk þjóðlög, þar af eitt sungið á kelt- nesku, eru á plötunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.