Morgunblaðið - 30.05.1976, Síða 38

Morgunblaðið - 30.05.1976, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976 Minning: Tryggvi Gunnsteins- son Trgggvastöðum Fæddur 5. júlí 1913 Dáinn 24. maf 1976 „Hver kynslóð er örstund ung og aftur. til grafar ber. En eilffðar aldan þung lyftir annarri á brjósti sér. Þá kveðjumst við öll. Voru kvöldi hallar. F.n kvnslóð nýja til starfa kallar. Sá dagur sem órisinn er.“ Tómas Cuðmundsson. Þannig hljóða orð skáldsins. Og þannig er gangur lífsins, um alla sögu, og fáum við þar litlu um breytt, þó bregður oss jafnan við válega hluti og erum óviðbúin að sætta okkur við það sem að hönd- um ber. Þannig fór fyrir mér er ég frétti lát mágs míns, Tryggva Gunnsteinssonar. Að hann hefði farið heiman frá sér hress, og ekið nokkra tugi metra niður að sjónum, stigið þar út úr bílnum og hnigið niður andaður. Hann hefur séð út á flóann og þennan víða fjallahring, sem hann hafði fyrir sjónum alla ævi. Kannski sá hann miklu lengra. Hann var að leggja í langferð, yfir móðuna miklu. Kona hans var farin á undan. Aðeins nokkrum dögum. I þau 34 ár, sem ég hef verið nágranni þeirra hjóna, hafa þau aldrei í ferðalag farið nema bæði saman. Þar var því að vonum að þau vildu fara saman í hina síðustu og mestu ferð, þar sem ekki verður aftur snúið. Hinu verður ekki heldur breytt, að Seltjarnarnesið er fátækara eftir. Þau voru bæði óaðskiljanlegur hluti af sinni sveit, og því samfélagi er þar lifir. Þó er sú huggun að „Eilífðar aldan þung lyftir annarri á brjósti sér“. Og þau Iifi áfram um langan aldur í afkomendum sínum. Þótt nú sé mikill harmur að þeim kveðinn. Tryggvi var fæddur i Skildinga- nesi við Skerjafjörð 5. júlí 1913. Sonur Gunnsteins Einarssonar, bónda og skipstjóra, og seinni konu hans, Sólveigar Jónsdóttur, útvegsbónda i Vík i InnrÞ Akraneshreppi. Vorið 1919 seldi Gunnsteinn, Skildinganes, en keypti Nes II við Seltjörn. Þar gerðist hann bóndi og hreppstjóri Seltjarnarneshrepps. I Nesi ólst Tryggvi upp í stórum systkina- hópi. Þar vandist hann öllum venjulegum sveitastörfum og einnig nokkurri útgerð smábáta, svo sem hrognkelsaveiðum sem hann stundaði sér til gamans alla ævi. Svo kom bílaöldin, ungur að árum byrjaði Tryggvi að aka efni til bygginga í hinni ört vaxandi Reykjavík, enda varð akstur bifreiða aðalstarf hans alla ævi. Þegar Tryggvi hafði aldur til byrjaði hann akstur leigubifreiða er hann stundaði af miklu kappi í mörg ár. Voru bílar hans til fyrir- myndar um alla hirðingu og útlit enda maðurinn sjálfur sérstakt snyrtimenni og prúðmenni í sam- skiptum við viðskiptavini sina, sem urðu margir. Lengst vann Tryggvi þó hjá Kristjáni G. Gísla- syni, stórkaupmanni, eða tæp 30 ár. Aðallega við vörukeyrslu og afgreiðslu i pakkhúsi, og leysti hann þau störf af hendi með stakri samviskusemi, dugnaði og heiðarleika er honum virtist í blóð borin. . Fyrir þremur árum var heilsu hans farið að hnigna, svo að hann treysti sér ekki að fást við þunga hluti. Og sneri hann sér þá aftur að leigubílaakstrinum, sem hann stundaði til siðasta dags. t Maðurinn minn BJÖRN BENEDIKTSSON, prentari, Tjarnargötu 47, lést í Landspítalanum 2 7 maí Guðríður Jónsdóttir. t Systir okkar, GUÐNÝ KRISTBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, andaðist í sjúkrahúsi í Chicago, 27 maí Aðalbjörg Þórðardóttir, Þórður Ág. Þórðarson, Þórir Þórðarson. t ÁSGRÍMUR JÓSEFSSON, Elli og Hjúkrunarheimilinu Grund, sem lést 23 mal. verður jarðsunginn (rá Fossvogskirkju. þriðjudaginn 1 júni kl 1 30 Fyrir hönd vandamann, Friðvin Þorbjórnsson Eiginmaður minn t SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Grænuvóllum 6, Selfossi verður jarðsungmn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 1. júní kl. 2. Sigriður Ólafsdóttir. Fyrir þremur árum var heilsu hans farið að hnigna, svo að hann treysti sér ekki að fást við þunga hluti. Og sneri hann sér þá aftur að leigubílaakstrinum, sem hann stundaði til síðasta dags. 1. janúar 1935 kvæntist Tryggvi Sigriði Þorvarðardóttur frá Gróttu, þau hófu búskap i litlu húsi í túnfætinum i Nesi, er þau nefndu Tryggvastaði, þar bjuggu þau í 20 ár. Þau eignuðust tvær dætur, Sólveigu og Halldóru. Svo kom að húsið var of lítið. Árið 1955 reisti Tryggvi nýja Tryggva- staði í félagi við tengdason sinn, Guðmund Hjálmsson. Þar hefur fjölskyldan þúið síðan við rausn og myndarskap. Ég votta fjölskyldunum á Tryggvastöðum og öðrum að- standendum samúð mina. „Farðu í friði, friður Guðs þig blessi." Sigurður Jónsson. Hía skilur hnetti himínKeimur, Blaö skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldrcgi eilffð að skilid. J.H. Er ég frétti iát vinar mins, Tryggva Gunnsteinssonar, kom mér i hug þetta alkunna, undur- fagra lokaerindi úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok. Viku áður hafði Tryggvi fylgt konu sinni til grafar, æðrulaus og óbugaður, þótt við vissum öll, vin- ir hans, að hann bar sár í hjarta í tvöföldum skilningi. Þann sama dag tók hann á móti fjölmörgum gestum á hinu fagra heimili þeirra og veitti af rausn og gekk um beina með dætrum sínum og virtist, þrátt fyrir alvarleg veik- indi hlaðinn orku, sem speglaðist í hlýhug hans og þeirri gestrisni, sem honum var i blóð borin. En þótt við vissum, að hann gengi ekki heill til skógar, hefur fæst okkar boðið í grun, að þetta væri í siðasta sinn, sem við mörg hver þrýstum hönd hans. En þannig er okkur öllum úthlutað jafnt: Óvissunni um ferðalok. Tryggvi var í hópi eldri Seltirn- inga, alinn hér upp frá unga aldri og á þeim tíma er hér var fámennt hreppsfélag og íbúarnir lifðu af sínu, nægjusamir og vinnusamir, eins og þjóðin var öll, enda þá ekki annað til bjargar. Og þau hjónin voru samhent og hófust til bjargálna fyrir eigin atorku og áunnu sér traust og vináttu allra, er þeim kynntust. Ég hitti hann fyrstan íbúa hér og kynni min af honum hafa öll verið á einn veg, hlýhugur og hjálpsemi ætíð í öndvegi, og því sakna ég hans, þvi hvers virði væri lífið, ef við nytum ekki góðra samferðamanna, þeirra, sem knýja dyra til þess að hleypa inn geislum vorsólar. Fyrir réttu ári veiktust þau hjónin bæði alvarlega, og þau fylgðust að þessa þrautatíð og sýndu, hve sterk þau voru og hve órjúfandi böndum þau voru bund- in. Og varla var hún horfin úr augsýn, er hann lagði upp í sömu ferð, til þess að geta fylgst með henni. Þau hafa skilað fögru ævistarfi og Tryggvastaðir bera vitni verk- um þeirra. Eftir standa kærar minningar um elskuleg hjón, sem voru máttarstólpar síns bæjarfé- lags. Og þau lifa áfram meðal okkar, þvi að dætur þeirra og aðrir afkomendur eiga eftir að bera þeim vitni. Við sendum dætrum þeirra og öllum öðrum skyld- mennum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minrjing hjónanna Sigríðar og Tryggva á Tryggva- stöðum. Jón Gunnlaugsson. Halldór Magnússon Súðavík — Minning Fæddur 9. júní 1933. Dáinn 22. maí 1976. Sjálfsagt mun það sannmæli, að enginn veit, hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þegar menn falla frá í blóma aldurs síns, er eins og við getum svo lítið sagt. Við stönd- um orðlaus gagnvart því ráði Skaparans, að kippa ungum mönnum og konum af starfssviði lífsins, vel búnum að hæfileikum og reynslu, sem mikils mátti af vænta enn aldurs vegna. Fámennt byggðarlag á Vestfjörðum hefur nú misst einn sinn bezta mann, langt um aldur fram. Skarð hans mun ekki fyllt að sinni. En við vonum, að maður komi i manns stað. Halldór Magnússon fæddist að Brettu í Nauteyrarhreppi hinn 9. júní 1933. Voru foreldrar hans Magnús Jensson, er bjó síðar lengi að Hamri i sömu sveit, og kona hans Jensína Arnfinnsdóttir. Hann stundaði nám í Núpsskóla og lauk lands- prófi þaðan tvitugur að aldri. Ári síðar lauk hann námi úr Sam- vinnuskólanum í Reykjavík. Var hann þannig einn af þeim nemendum, er útskrifuðust i næst síðasta hópnum frá skólanum í Reykjavík. Jónas Jónsson frá Hriflu var skólastjórinn. Rædd- um við nokkrum sinnum um skólann og kennsluna. Fannst Halldóri mikið til um Jónas sem fræðara og stjórnanda. Fleiri kennara minntist hann, en gat sérstaklega úr þeirra hópi frænda Jónasar frá Hriflu og nafna frá Fremsta-Felli (nú prófessors og forstöðumanns Handritastofnun- ar Islands). Fannst Halldóri mik- ið til um kennslu Jónasar Kristjánssonar og manninn sjálfan. Samvinnuskólinn var á tíð Jónasar frá Hriflu (og er vafa- laust enn) ekki aðeins mennta- stofnun, er þjálfaði fólk til starfa í þágu samvinnuhreyfingarinnar, heldur jafnframt og ekki siður aflstöð hugsjóna. Hafa þaðan komið margir okkar "hýtustu manna til starfa á þjóðfélags- akrinum. Einn þeirra var Halldór. Má segja, að honum væru falin flest þau störf, sem almenning varða og til trúnaðar teljast i Súðavik, eftir að hann fluttist þangað að samvinnuskólaprófi loknu. Varð hann þá útibússtjóri við Kaup- félag ísfirðinga á staðnum og gegndi því starfi í fjögur ár. Þá gerðist Halldór kennari við barna- og unglingaskólann í Súðavík og var það óslitið til ársins 1974, þar af skólastjóri nokkur síðustu árin. Hann varð hreppstjóri Súðavikur- hrepps árió 1955 og oddviti þrem- ur árum síðar. Þá var hann sýslu- nefndarmaður. Um árabil veitti Halldór útgerðarfélagi forstöðu í Súðavík. Og þegar stofnaður var sparisjóður á staðnum var Halldóri falin stjórn hans. Má af framantöldu vera ljóst, að þarna voru einum manni falin mörg störf. En öll leysti hann þau af hendi með hrukkulausri vand- virkni. Á öllu, sem frá honum fór, var snyrtibragur. Rithöndin óvenju fögur og læsileg. Kynni mín af Halldóri urðu ekki löng, en þar sem við þurftum að eiga talsverð samskipti, fór ekki hjá þvi, að við ræddumst við á stundum. Hann var ljúfur maður í viðmóti, að mér fannst. En hann gat verið fastur fyrir og stífur. Ekki gerði hann svo öllum líkaði, enda gera það fæstir. Þeir menn, sem enginn styr stendur um, eru jafnan litils háttar og ekki liklegir til að eiga frum- kvæði að stórvirkjum. Halldórs er nú sárt saknað að vonum. Um Tómas Sæmundsson er dó i blóma lífsins, orti Jónas Hallgrimsson: Hv( vi11 drottinn þola það, landið svipta svo og reyna, svipta það einmitt þessum eina, er svo margra stóð f stað? Hið sama hefði mátt segja um Halldór Magnússon. Hann vann margra manna verk og hafði af- kastað miklu á ekki lengri starfs- ævi. Fyrir rúmum tveimur árum gekkst Halldór undir uppskurð við magasári, að talið var. Batnaði honum, og hann tók upp fyrri störf, að undanteknu kennara- starfinu. í nóvember henti hann það óhapp að fótbrotna og var lagður inn á isafjarðarspítala. En eftir að hann var nýkominn heim af sjúkrahúsinu veiktist hann af bráðri botnlangabólgu og lá enn um sinn á sjúkrahúsi. Kom heim rétt fyrir jólin. Laugardaginn 24. aprfl s.l. hélt Halldór til Reykjavíkur ásamt konu sinni og ungum syni. Bjóst hann við að verða rúma viku í förinni. Hafði verið lasinn undan- farið og ætlaði að hafa samband Framhald á bls. 3f \ Hjartanlega i útför. t þökkum við auðsýnda samúð og vináttu við andlát og KATRÍNAR LÁRU STEFÁNSDÓTTUR, frá Borgarfirði Eystra. Þuríður Arnadóttir, böm, tengdaborn, barnaborn og aðrir vandamenn t Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður AÐALSTEINS JAKOBSSONAR Langholtsvegi 200. Lilja Magnúsdóttir, böm og tengdabörn. t Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug viðandlát og útför sonar okkar MARKUSARJÓHANNSSONAR Holtagerði 33. Kópavogi. Ágústa Waage Ingólfur Tryggvason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.