Morgunblaðið - 30.05.1976, Síða 47

Morgunblaðið - 30.05.1976, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1976 47 Birgir ísl. Gunnarsson afhenti Vilborgu Dagbjartsdóttur barnabókaverðlaunin i Höfða igær. Ljósm. ÓI.K.Mag. Hugo hlaut barna- bókaverðlaunin Kaffísala í Hallgríms- kirkju I DAG, sunnudaginn 30. maí, ætla konurnar í Kvenfélagi Hallgríms- kirkju að hella upp á könnuna og efna til kaffisölu í Safnaðarheim- ili kirkjunnar, til ágóða fyrir kirkjubygginguna. Nú er hafinn nýr áfangi í kirkjusmíðinni á Skólavörðuhæð. Saga hennar er orðin æði löng, hún hófst fyrir meir en mannsaldri, en nú hillir undir hið langþráða takmark, að Hallgrímskirkja í Reykjavik verði fullgerð. í vetur hafa fjórir menn unnið í byggingunni við að reisa kórinn, og verður haldið áfram með þeim hraða, sem efni leyfa, að ljúka kórnum og koma kirkju- skipinu undir þak. Þetta er mikið átak og kostnaðarsamt, en mun takast með Guðs hjálp og sam- stilltu átaki ailra vina Hallgríms- kirkju. Ekki ætlar Kvenfélagið að liggja á liði sínu nú frekar en endranær til að þetta megi takast. Hafa þær ákveðið að leggja fram Tollmálið: „Ætti að skýrast eftir helgi” — segir sakadómarinn „Á ÞESSU stigi er ekki hægt að segja neitt umfram það sem ég hef áður sagt fjölmiðlum. Ég á von á þvi að málið skýrist eftir helgina," sagði Haraldur Henrýsson sakadómari sem hefur með rannsókn tollmáls- ins að gera, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Tveir starfs- menn tollgæzlunnar sitja sem kunnugt er í Síðumúlafangels- inu vegna rannsóknar málsins, en þeir voru báðir úrskurðaðir f allt að 20 daga gæzluvarð- hald. fé nú i sumar til að unnrveíði að ráða smið til viðbótar þeim, sem þegar starfa við bygginguna. Hlutur Kvenfélagsins i fjáröflun til kirkjubyggingarinnar hefur ávallt verið mikill, auk þess sem þær hafa lagt mikið af mörkum til innra búnaðar kirkju og safnaðar- heimilis. Þó er félagið langt frá því að vera fjáröflunarfélag ein- göngu. Að miklum hluta eru kvenfélagskonurnar kjarni þeirra kvenna, sem virkar eru i starfi og lífi safnaðarins og gæða kirkju- húsið lífi. Með margvíslegri menningar- og líknarstarfsemi sinni hefur Kvenfélagið minnt á, að kirkjan er ekki bara hús, heldur fólk, sem sent er til þjónustu við meðbræð- urna i nafni Jesú Krists. Við hvetjum hina fjölmörgu vini og velunnara Hallgrims- kirkju til að koma í Safnaðar- heimilið eftir messu í dag, og njóta þess sem þar verður fram borið og styðja um leið verkið góða. Karl Sigurbjörnsson. Hilmir og Grind- víkingur komnir á Nýfundnalandsmið ÍSLENZKU nótabátarnir Hilmir SU og Grindvikingur GK komu á Nýfundalandsmið um miðja siðustu viku, en þeir munu sem kunnugt er stunda þar loðnu- veiðar á næstunni. Morgunblaðið aflaði sér fregna af bátunum á föstudaginn. Voru þeir þá ekki enn byrjaðir veiðar, þar sem loðnan var ekki búin að þétta sig i nægilega góðar torfur, en bu loðnan var ekki búin að þétta sig i nægilega góðar torfur en búizt mótum. Hefur að sögn verið lóðað á talsvert mikla loðnu á miðunum að undanförnu. Sýningu Jóhönnu að ljúka SÝNINGU Jóhönnu Bogadóttur í Gallery SUM við Vatnsstíg lýkur í kvöld kl. 22, en Jóhanna sýnir þar grafíkmyndir. Góð aðsókn hefur verið að sýningu listakonunnar, en hún he^ur áður haldið fjöl- margar einkasýningar bæði í Reykjavík og víða um land. í GÆR afhenti borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir ísl. Gunnarsson, verðlaun fyrir bestu þýddu barna- bókina á árinu, en engin frumsamin barnabók hlaut verðlaun Fræðslu- ráðs Reykjavíkur að þessu sinni. Verðlaunin halut Vilborg Dagbjarts- dóttir kennari og rithöfundur fyrir þýðingu sina á bókinni Hugo eftir sænsku skáldkonuna Mariu Gripe. Dómnefnd skipuðu Hulda Ágústs- dóttir skólabókarfulltrúi, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, sem hlaut verðlaunin í fyrra, og Þóra Guðmundsdóttir frá Stéttarfélagi barnakennara. Hulda skýrði frá niðurstöðu dómnefndar og sagði m.a.: „Frumsamdar islenskar bækur voru i ár 8 alls. Þar af komu 7 til greina, þvi ein var eftir verðlauna- hafanna sl. ár. Nefndinni kom saman um, að erfitt væri að gera upp á milli bókanna 7 og sáum við ekki ástæðu til að verðlauna frumsamið verk að þessu sinni, enda tekið fram i erindisbréfi okkar að einungis skyldi veita verðlaun, ef efni stæðu til. Vissulega er mezt gott um bækurnar 7 að segja og fyrir þá viðleitni, sem þar er sýnd. En við teljum að verð- launaverk þurfi að skara fram úr að einhverju leyti. Og niðurstaða okkar er sem áður greinir. Árið 1975 voru gefnar út fjöl- margar þýðingar úr erlendum mál- um. Margt þeirra bóka voru bæði slæmur skáldskapur og þar eftir illa þýddur. En þar mátti einnig fá prýði- leg verk og vel gerðar þýðingar. En ein þýðing þótti okkur bera af öðr- um. Var það þýðing Valborgar Dag- bjartsdóttur, kennara og skálds, á bókinni Hugo eftir sænsku skáldkon- una Maríu Gripe. Fór þar saman vandað mál og næmur skilningur á efninu. Okkur er því ánægja að vera hér viðstaddar, er hún tekur við verðlaunum fyrir þýðingu sína. Það er bókaforlagið Iðunn, sem gaf bók- ina út, en hún er síðasta bókin i þriverkinu Jósefína og Hugo. Þess má geta til gamans, að þýðandi fyrstu bókarinnar, Jósefína, Anna Valdimarsdóttir, fékk einmitt þessi verðlaun 1974. Vilborg Dagbjarts- dóttir þýddi einnig 3 bækur aðrar, sem út koma 1975 og bera þær einnig handbragði hennar vitni. Við teljum okkur ekki þurfa að kynna verk Vilborgar. Hún er löngu kunnur rithöfundur og hefur um langt skeið verið helzti málsvari islenzkra barna, þegar um barnabækur hefur verið rætt. Vilborg þakkaði fyrir þessi viðbót- arlaun, sem hún kallaði svo, kvaðst ekki vilja telja það til verðlauna. En hún hlaut auk skjals fimmtíu þúsund krónur. Kvaðst hún hafa lagt tals- verða vinnu i þýðinguna, fyrst þýtt úr dönsku og siðan aftur úr sænska textanumr af ótta við að þýðingin yrði ekki nógu góð, og gert þetta eins vel og hún gat. Minnti Vilborg í ræðu sinni á aðþýddar bækurværu óðum að taka yfir af frumsömdum bókum og þýðingarmálið svokallað Ifka, en hennar skoðun væri sú, að böm ættu kröfu á að fá frumsamdar bækur. Þær væru alltaf öðru visi og málið annað. Aftur á móti sagði hún að það ætti sér ekki stoð lengur, sem væri sagt, að barnabókum væri ekki sinnt. Þeim væri sinnt. Og þessi verðlaun fræðsluráðs væru liklega einu bókmenntaverðlaunin nú. Málverki stolið MÁLVERKI eftir Magnús Jóns- son var stolið úr húsi einu við Njarðargötu I Reykjavík í febrúarmánuði s.l. Þetta er vatns- litamynd, 15—22 cm. og heit- ir Messulok. Er myndin af presti með sálmabók í hendi. Þeir, sem telja sig geta veitt upplýsingar um það hvar mynd þessi er nú niðurkomin eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlög- regluna.___ _____ Færeyingarnir koma í dag BANDARlSKI hljómsveitarstjór- inn Poul Douglas Freeman kom til Reykjavikur í gær, en hann mun stjórna Sinfóníuhljómsveit tslands á fystu tónleikum Lista- hátfðar föstudaginn 4. júnf kl. 20.30 f Háskólabfó 1 dag eru færeysku lista- mennirnir væntanlegir frá Fær- eyjum, en leikararnir Annika Hoydal og Eyðun Jóhannesen munu flytja leikdagskrá eftir færeyska skáldið Jens-Pauli Heinesen í Norræna húsinu sunnudaginn 6. júní kl. 17. og undirleik á dagskránni mun Finn- bogi Jóhannesen annast. í þætti hér í blaðinu fyrir skömmu birtist snaggaraleg sóknarskák frá hendi Hauks Angantýssonar, skákmeistara islands 1976. Þar lét ég þess getið, að Haukur hefði breytt skákstíl sínum á-síðustu árum, tefldi nú ekki eins grimmt og áður. Skákirnar, sem hér birt- ast bera þessu allgott vitni. i hinni fyrri, sem tefld var í 2. umferð landsliðskeppninnar á Haukur í höggi við Ingvar Ásmundsson, margreynda kempu, sem hafnaði í 3. sæti í keppninni. Ingvar fær mun betra tafl út úr byrjuninni og vinnur peð. Hefur staða hans vafalitið verið unnin á þvi tíma- bili. Haukur berst hins vegar af öllum kröftum, tekst að skapa sér hættulegt fripeð og loks að snúa á andstæðinginn í tíma- hrakinu. Skákin er óneitanlega gölluð, en hún er hörð og skemnatileg. Hvftt: Ingvar Asmundsson Svart: Haukur Angantýsson Sikilevjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. Bb5 + — Bd7, 4. a4 — Rf6, 5. e5 — dxe5, 6. Rxe5 — Bxb5, 7. axb5 — I)d5, 8. Rf3 — De4+, 9. De2 —Dxc2, 10. Rc3 — Rbd7, 11. b6 — Rxb6, 12. Rb5 — Rfd5, 13. Rd6+ — Kd7, 14, Rxf7 — Hg8, 15. 0-0 — a6, 16. Hel — Df5, 17. d4 — c4, 18. R7e5+ — Ke7, 19. Rxc4 — e6, 20. Bd2 — Kb8, 21. Rxb6 — Rxb6, 22. Ha5 — Rd5, 23. Dxe6 — Dxe6, 24. Hxe6 — Rc7, 25. Bf4 — Kc8, 26. Bxc7 — Kxc7, 27. Hf5 — Hd8, 28. Kfl — Bd6, 29. Ke2 — Hf8,30. Hxf8 — Hxf8, 31. Re5 — b5, 32. g3 — a5, 33. f4 — a4, 34. Kd3 — Ha8, 35. Rf7 — Bf8, 36. d5 — b4, 37. d6 — Kc6, 38. Kc4 — a3, 39. bxa3 — xa3, 40. Hel — Bxd6, 41. Rxd6 — Kxd6, 42. Kb3 — Skák eftir JON Þ. ÞOR Haukur Angantýsson skákmeistari íslands 1976 a2, 43. Kb2 — Kd5, 44. Kal — Ha7, 45. He2 — Kd4, 46. He8 — Hc7, 47. Kxa2 — Hc2+, 48. Kb3 — Hxh2, 49. He5 — g6, 50. Hg5 — Hf2, 51. Kb4 — Hb2+, 52. Ka5 — Ke4, 52. HeS+ — Kf3, 54. Hg5 — He2, 55. Kb4 — He6, 56. Kc4 — h6, 57. He5 — Hf6, og hvítur gafst upp. i seinni skákinni á Haukur í höggi við annann reyndan meistara, Þóri Ólafsson. Þórir velur eitt þekktasta og jafn- framt erfiðasta afbrigði spánska leiksins. Hann fær þunga stöðu út úr byrjuninni og í 19. leik verða honum á slæm mistök. Eftir það hefur hvitur örugga yfirburði. Þórir verzt vel, en undir lokin missir hann öll tök á stöðunni í tíma- hrakinu. Hvítt: Haukur Angantýsson Svart: Þórir Ólafsson Spænskur leikur 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — 0-0, 8. c3 — d6, 9. h3 — Ra5, 10. Bc2 — c5, 11. d4 — Dc7, 12. Rbd2 — Rc6, 13. d5 — Rb8, 14. Rfl — g6, 15. Bh6 — He8, 16. g4 — Bf8, 17. Dd2 — Bxh6, 18. Dxh6 — De7, 19. a4 — b4?, 20. a5 — Rbd7, 21. Re3 — Df8, 22. Dxf8 — Kxf8, 23. Rc4 — Ke7, 24. Rfd2 — Hb8, 25. Ba4 — Hd8, 26. Hfl — g5, 27. Hfcl — Rf8, 28. Rb6 — bxc3, 29. Hxc3 — Rg6, 30. b4 — Rf4, 31. Kh2 — cxb4, 32. Hc7+ — Kf8, 33. Hacl — Bb7, 34. Hbl — Rd3, 35. Hb3 — Rc5, 36. Hxb4 — Rd3, 37. Hbc4 — Rb2, 38. Hc2 — Rxa4, 39. Rxa4 — Re8, 40. H7c3 — Bc8. 41. Rb6 — Bd7, 42. Rdc4 — h5, 43. gxh5 — Kg7, 44. Hg3 — Kh6, 45. Hf3 — Kxh5, 46. Hxf7, — Bb5, 47. f3 — Kg6, 48. He7 — Rg7, 49. Re3 — Hh8, 50. Hcc7 — Hag8, 51. Kg2 — Hh4, 52. Rg4 — Be2; 53. Hcd7 — Bxf3+, 54. Kxf3 — Hf8+, 55. Kg2 — Hxh3, 56. Hxg7+ — Kh5, 57. Kxh3 — Hf3+, 58. Kg2 — Kxg4, 59. Hxg5+ og svartur gafst upp. Misritun Síðasta lækkun pundsins var 1.25 cent en ekki 1.25 dollarar eins og misritaðist i Mbl. í gær og raunar sást á samhenginu enda fór mis- ritunin ekki fram hjá athugulum lesendum, sem vildu að hún yrði leiðrétt. — Veðurtepptur Framhald af bls. 48 hruflað sig á hendi á niðurleið náði félagi hans i hjálparsveit skáta sem kippti þeim teppta upp fyrir brún. Við birtum hér með eina ný- tekna mynd i Stórhöfða, að vísu frá öðrum leiðangri, en bjargmaðurinn var orðinn þyrstur og það nærtækasta var nýorpið fýlsegg sem hann braut á og svolgraði í síg, sá heitir Guðmundur Jensson kennari. Ljósmynd Mbl. Sigur- geir f Eyjum. — Réðst að lögreglu . . . Framhald á bls. 47. voru tveir menn sagðir í blóðug- um slagsmálum. Þegar lögreglan kom á staðinn, voru mennirnir á bak og burt. Lögreglan fór að ieita að þeim og fannst annar á Urðarbraut. Reyndist það vera sá, sem líklega hefur átt upptökin að slagsmálunum. Tveir lögreglu- menn ætluðu að handtaka mann- inn, en hann snerist til varnar með lurk á lofti. Gat annar lög- reglumaðurinn vikið sér undan, þannig að höggið var ekki mikið sem hann fékk á höfuðið, en hinn lögreglumaðurinn lá óvígur eftir högg árásarmannsins. Árásarmaðurinn hljóp þvínæst af vettvangi og var kallað út auka- lið, m.a. frá Reykjavík. Var mað- urinn handtekinn heima hjá sér um nóttina. Það kom siðar í ljós, að skömmu áður en hann réðst á lögreglumönnunum, hafði hann veizt að vegfaranda og barið hann í höfuðið með lurknum. Maðurinn mun hafa verið undir áhrifum áfengis. — Ur umhverfinu Framhald af bls. 2 svo vinnum við mikið saman, maðurinn minn og ég. Hann gerir oft lög við ljóðin min og stundum vinnum við saman að textagerð og öðru er lýtur að samspili ljóðs og lags. Það er mikill áhugi nú orðið á bókum i Finnlandi, þótt það sé að sjálfsögðu ekki í líkingu við það sem er á Íslandi, maður sér það á bókabúðunum hér að það ríkir hér mikil tilfinning fyrir bókinni og þessi kraftur sem er aflvaki stemmingarinnar hér, náttúru og mannlífs teygir sig stundum út fyrir landhelgina. Ég til dæmis komst ekki hjá þvi að yrkja ljóð á sínum tíma um Surtsey rfsa, jörð úr ægi. Erik: Hljómfall manna og náttúru norðursins verður að vera samhljómandi, maður blíðkar guði náttúruaflanna með því að ganga til móts við tilþrifin, ganga í takt við þau ef unnt er og þá skapast mikil- vægt samband. Allt fólk norðursins hefur mikla til- finningu fyrir náttúrunni og því allt aðra viðmiðun en t.d. Mið-Evrópubúar sem telja okk ur hafa frumstætt fas. Ég lék mér við þessa tilfinningu i Lapplandsdvöl minni, var þar á vegum háskólans i Cambridge að kynna mér tónlist og hljóm- slátt Lappa. Ég hafði frjálsar hendur og þar samdi ég tón- verk í fjórum þáttunvLapponia heitir það, 20 mín. verk fyrir hljómsveit. Það er enginn texti í verkinu, en ég reyndi að láta tilfinningu mannlifs Lappa hljóma þar í gegn, það var svo margt sem kallaði á og ég tók næringuna og kraftinn i verkið úr umhverfinu. — á.j.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.