Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUM 1976 7 íslenzk iðnkynning Vikublaðið ísiendingur á Akureyri fjallaði nýverið um íslenzka iðnkynningu i leiðara Þar sagði m.a.: „Á vorþingi 1975 var lögð fram tillaga til þings- ályktunar um að rikis- stjórnin beitti sér fyrir því í samráði við iðnverkafólk og samtök iðnaðarins að kynna með samræmdri upplýsingaherferð i fjöl- miðlum íslenzka iðnað- arframleiðslu. Tillaga þessi, sem flutt var af Lár- usi Jónssyni og fleirum þingmönnum Sjálfstæðis- manna, kom i kjölfar at- hyglisverðra auglýsinga iðnverkafólks hér á Akur- eyri á íslenzkum iðnvarn- ingi. Alþingi samþykkti þessa tillögu og féllst auk heldur á fjárveitingu til þess að framkvæma hana á yfirstandandi ári. Iðnað arráðherra setti á laggir samstarfsnefnd ráðuneyt- isins, iðnverkafólks og samtaka iðnaðarins i þvi skyni að undirbúa og framkvæma slika iðn- kynningu og hafa menn m.a. séð árangurinn af þvi starfi í sjónvarpi að und- anförnu. Óhætt er að fullyrða að auglýsingarnar frá is- lenzkri iðnkynningu hafa vakið verðskuldaða at- hygli þjóðarinnar, einkum þó skerpt skilning manna á þýðingu iðnaðarins fyrir atvinnutækifæri Í þjón- ustugreinum og vaxandi mikilvægi hans i gjaldeyr- ismálum þjóðarbúsins. Menn hafa skilið betur að iðnaðurinn er undirstaða atvinnu fjölda banka- starfsmanna, skrifstofu manna, opinberra starfs- manna og hann sparar og aflar þjóðinni gjaldeyris i sifellt stærri stil. Betur hefði einnig mátt koma fram i þessum auglýsing- um að iðnaðurinn veitir nú þegar langflestu fólki atvinnu allra atvinnu- greina og er sá atvinnu vegur, sem tvímælalaust verður að veita flestum nýjum starfsþegnum vinnu á komandi árum." Lárus Jónsson alþingis- maður Samkeppnisað- staða íslenzks iðnaðar islendingur segir enn- fremur: „Ótrúlega margir eru þeirrar skoðunar að beita eigi innflutningshöftum og bönnum, þegar illa árar I gjaldeyrismálum til þess að spara megi gjaldeyri með þeim hætti. Reynsla allra iðnaðarrikja á Vest- urlöndum hefur sýnt að hér er um grundvallarmis- skilning að ræða og reynsla okkar frá haftaár unum eftir styrjöldina sýnir einnig hið sama. Óraunhæfir verndartollar til handa íslenzkum iðnaði eru ennfremur misskilin leið honum til styrktar vegna þess að tilhneiging- in er þá sú, að iðnrekend- ur miði uppbyggingu fyrir- tækja sinna við þá vernd og niðurstaðan verði hærra vöruverð fyrir allan almenning og þannig skert lífskjör. Eitt af þeim ráðum, sem jákvæð eru til eflingar Is- lenzkum iðnaði er á hinn bóginn upplýsingaherferð á borð við íslenzka iðn- kynningu. Með henni er þjóðinni gerð grein fyrir þýðingu þess að velja ís- lenzka vöru öðru jöfnu. Af sama toga er hvers konar viðleitni stjórnvalda til þess að haga þannig tolla- og skattamálum, svo og lánamálum gagnvart is- lenzkum iðnaði að hann sæti í þeim efnum a.m.k. ekki verri kjörum en keppinautar hans, sem flytja inn sams konar vör- ur til landsins. Sama má segja um ráðstafanir til eflingar útflutningsfram- leiðslu á íslenzkum iðnað- arvörum. Augljóst er að slik heildarstefna stjórn- valda að styðja islenzkan iðnað í samkeppni við er- lenda keppinauta á já- kvæðan hátt, en leyfa á hinn bóginn eðlilega sam- keppni erlendis frá er bæði iðnaðinum og neyt- endum til hagsbóta þegar til lengdar lætur. Iðnaður- inn hlýtur af því eðlilegan aga, sem er öllum hollur, og samkeppni á jafnréttis- grundvelli tryggir hinum almenna borgara lægra vöruverð og þar með bætt lifskjör." Bolungarvík Kynning á sólarlandaferðum MaUorca <3 Vegna fyrirspurna um hinar vinsælu Úrvaisferöir til sólarlanda i sumar veröur Jónas Guövaröarson, aöalfararstjóri til aöstoöar um val á Úrvalsferöum og leiöbeiningar hjá umboöi okkar Fimmtudag 3. júní kl. 14 — 17 Jónas FERÐASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafelagshusinu simi 26900 Umboð Margrét Kristjánsdóttir Bolungarvik 'TCM onm Spariö kraftana! Notið véla-aflið. TCM GAFFAL LYFTARARNIR ERU ORÐNIR LANDSKUNNIR FYRIR SÍN SÉRSTÖKU GÆÐI. GÆÐI Kjölur sf. Símar 2121 og 2041 Keflavik 3 Vangur hf. — Simi 21490 Reykjavik. — Varahlutaþjónusta. sími 25835. Skjalaskápar Gömlu geröirnar — Nýju gerðirnár ir 6 LITIR ★ SKJALAPOKAR •k SKJALAMOPPUR ★ SKIL-VEGGIR ★ TOPPLÖTUR: EIK — LAMINAT ★ NORSK GÆÐAVARA E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGOTU 1—3. MAFNARFIRÐI — SIMI 51919 Austurstræti 17 starmýri 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.