Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JUNl 1976 23 Landsliðshópurinn í sundi ásamt þjálfurunum Guðmundi Harðarsyni og Guðmundi Gfslasyni. Vilborg fyrirliði sundlands- liðsins í átta landa keppninni 1. deild kvenna: Breiðablik - Fram 5:0 BREIÐABLIK sigraði Fram í öðrum leik 1. deildar kvenna f knattspyrnu. Mörk Breiðabliks ger^u Bryndís Einarsdóttir, Rósa Valdimarsdóttir, Ásta Reynisdóttir og Arndís Sigurgeirsdóttir (2). Gunnar, Hannes, Loflur og Jóhann aó fyrstu umferrtinni í Kuhnov- keppninni lokinni. Á UPPSTIGNINGARDAG fór fram fyrsti hlufinn í Bubnov keppninni hjá GN og mættu 62 keppendur. Komast 32 áfram i keppninni og verða þeir að hafa lokið holukeppni sín á milli fyrir næsta föstudag. Með forgjöf sigraði Hannes Hall á 67 höggum nettó, en Gunnar Hjartarson varð i öðru sæti á 68 höggum. í keppninni án forgjafar urðu þeir jafnir Loftur Ólafsson og Jóhann Ó. Guðmundsson á 77 höggum og þurftu þeir að leika bráðabana um fyrsta sætið. Sigraði Loftur á 3. holu. SUNDLANDSLIÐIÐ sem tekur þátt f 8-Ianda keppninni I Cardiff I Wales um artra helgi hefur verið valirt og skipa það eftirtalin: Bára Ólafsdóttir Ármanni, Hrefna Rúnarsdóttir Ægi, Sonja Heiðars- dóttir IBK, Vilborg Sverrisdóttir SH, Þórunn Alfrertsdóttir Ægi, Árni Eyþórsson Ármanni, Axel Alfreðsson Ægi, Bjarni Björns- son Ægi, Guðmundur Ólafsson SH og Sigurður Ölafsson Ægi. Auk íslenzka liðsins og gestgjaf- anna frá Wales verða með í keppninni lið frá Israel, Spáni, Belgíu, Sviss, Luxemborg og Noregi. Róðurinn verður sjálfsagt erfiður hjá íslenzka lið- inu og yfirleitt hefur landinn hafnað í neðsta sæti á þessum mótum. Næsta ár er reiknað með að átta-landakeppnin verði haldin hér á landi. Fyrirliði íslenzka liðsins verður Vilborg Sverrisdóttir úr Hafnar- firði, yngst i hópnum er Sonja Hreiðarsdóttir frá Keflavík, að- eins 13 ára gömul, en elztur lands- liðsmannanna er Sigurður Ólafs- son Ægi, 22 ára. Á uppstigningardag var keppt endanlega um hverjir skyldu keppa í 100 metra skriðsundi kvenna og 200 metra skriðsundi karla. Hrefna Rúnarsdóttir sigraði í kvennasundinu á 1:08.6 og tryggði sér landsliðssæti eftir harða keppni við Olgu Ágústs- dóttur sem fékk tímann 1:09.0. Árni Eyþórsson sigraði í 200 metra skriðsundi karla á tíman- um 2:06.2, en Brynjólfur Björns- son sem átti möguleika á lands- liðssæti fékk timann 2:11.0. Landsliðið heldur utan á morgun og kemur heim á þriðju- dag eftir viku. Atli mátti gera ser silfrið að goðu ANNAÐ árið I röð tapaði Holbæk úrslitaleiknum í bikarkeppninni í Danmörku og Atli Þór Héðinsson má þvf gera sér silfurverðlaunin f keppninni að góðu eins og Jóhannes Eðvaldsson í f.vrra. Holbæk lék gegn Esbjerg á Idrætsparken f Kaupmannahöfn f fyrrakvöld og tapaði leiknum 1:2, öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleiknum. Atli Þór Héðinsson kom inn f lið Holbæk að nýju f þessum leik eftir að hafa verið frá um tínt^vegna meiðsla. Gerði Atli litlar rósir f þessum leik, var á sama báti og aðrir leikmenn Holbæk. Fyrir Atla var settur út úr liðinu aðalmarkaskorari liðsins, Henrik Tune, og vakti það mikla athygli f Danmörku, en sýnir að forráðamenn Ilolbæk bera mikið traust til Átla Þórs. ÁstvaMnr í sérflokki hjá Kastklnbbnom KASTMÓT f stangarköstum tileinkað Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fór fram á túninu miili Miklubrautar og Suður- landsbrautar og austan Skeiðar- vogs fyrir nokkru síðan. Keppt var f 7 greinum og urðu úrslit þessi: Fluguköst einhendis: Ástvaldur Jónsson 49,51 m Hjörtur Karlsson 41.79 m Ásgeir Halldórsson 41.57m Fluguköst tvfhendis: Ástvaldur Jónsson 65.43m Ásgeir Halldórsson 61.44m Hjörtur Karlsson 50.12m Hittiköst með spinnhjóli og 7.5 g hjóli: Ásgeir Halldórsson 20 stig Ástvaldur Jónsson 15 stig Völundur Þorgilsson 10 stig Hittiköst með rúlluhjóli og 18 g lóði: Ástvaldur Jónsson 40 stig Ásgeir Halldórsson 25 stig Völundur Þorgilsson 5 stig Lengdarköst með spinnhjóli og 7.5 g lóði Ásgeir Halldórsson 70.75 m Bjarni Karlsson 64.25 m Völundur Þorgilsson 63.75 m Lengdarköst með rúlluhjóli og 18 g lóði Ástvaldur Jónsson 97.30m Völundur Þorgilsson 70.50m Lengdarköst með spinnhjóli og 18 g. lóði: Bjarni Karlsson 88.94m Völundur Þorgilsson 88.74m Ásgeir Halídórsson 88.34m íslandsmeistaramótiö verður haldiö laugardaginn 12. júní og hefst klukkan 9 f.h. Bráðabani í Bnbnovke TBR-liðin mætast í Garðabæ LIÐAKEPPNI Badmintonsam- bandsins lýkur f kvöld er a- og b-lið TBR mætast f aukaúr- slitaleik um sigurlaunin f mót- inu. Urðu TBR-liðin hnffjöfn í mótinu og mætast klukkan 20 f kvöld f (þróttahúsinu Asgarði f Garðabæ. I báðum liðum eru sterkir einstaktingar, en f fyrri leik liðanna í mótinu sigraði h-liðið örugglega. Meðal leikmanna a- liðsins eru þau Haraldur Kornelf usson, Steinar Peter- sen, Hanna I.ára Pálsdóttir og I.ovfsa Sigurðardóttir. t b- liðinu eru m.a. Islandsmeistar- arnir Sigurður Haraldsson og Jóhann Kjartansson. Góöor árangor á, kynniogarviko FRÍ DAGANA 26. — 30. aprfl fór fram f skólum vfða um land kynning á frjálsum fþróttum. Keppt var f hástökki og lang- stökki án atrennu í þremur flokkum pilta og stúlkna. Flest stig hlutu þau tris Jónsdóttir úr Kársnesskóla og Böðvar Birgisson úr Glerárskóla. hún 1260 stig. hann 987 stig. Meðal afreka þeirra má nefna að Böðvar stökk 1.54 metra í há- stökki, en hann keppti í flokki pilta úr 5. og 6. bekk. tris keppti f sama flokki stúlkna og stökk 1.60 f hástökki og 2.52 metra f langstökki án atrennu, hvort tveggja mjög góður árangur. íþrótta- og leikjanám- skeið í Revkjavík IÞRÓTTA- og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 — 12 ára hófst f gær og lýkur þeim með fþróttamóti á Melavellin- um 14. júní. Námskeiðin verða haldin á Melavelli, leikvelli Alftamýrarskóla, Vfkingsvelli, leikvelli Fossvogsskóla, leik- velli Fellaskóla, leikvelli Breiðholtsskóla, leikvelli við Rofabæ og f I.augardal vestan við Alfheima. Þátttökugjald er 150 krónur og innritun fer fram á svæðunum. Undanfarin ár hafa þátttakendur verið 1000 til 1200. Breiðblik með Erjálsíþróttaskóla BREIÐABLIK gengst fyrir frjálsfþróttaskóla á Smára- hvammsvelli fyrir stráka og stelpur 12 — 15 ára. Nám- skeiðin verða f sumar frá mánudegi til föstudags frá kl. 17 — 19 og fer innritun fram á staðnum. 3. deildin í frjálsnm íþróttum á Blönduósi KEPPNI f 3. deild f frjálsum fþróttum fer fram á Blönduósi 24. júlf n.k. Þátttaka er opin öllnm þeim aðilum sem ekki eiga sæti í 1. eða 2. deild. Þátttökutilkvnningar þurfa að herast til Magnúsar Olafs- sonar, Sveinsstöðum A-Hún., eða skrifstofu F.R.t. Box 1099 fyrir 1. júlf. Ur leik tR-inga og Bolvfkinga. fsiandsmðtlð 3. delld s________________________ KRISTJÁN Sigurgeirsson knatt- spyrnumaður frá Vestmannaeyj- um mun þjálfa lið Aftureldingar úr Mosfellssveit fþriðju deildinni í sumar. Ætlar Kristján sér einn- ig að spifa með liðinu, en hefur enn ekki getað byrjað æfingar vegna meiðsla. Fyrsta leik sinn f þriðju deildinni lék Afturelding á mánudaginn fyrir viku gegn Stjörnunni úr Garöahrcppi og urðu úrslitin 3:1 sigur Aftureld- ingar. Fyrir liðið skoruðu þeir Jónas Þór, Pétur Gunnarsson og Jóhann Sturluson. Urslit í nokkrum leikjum þriðju deildar hingað til hafa orðið sem hér segir: ÍR — Bolungarvfk 3:1 Mörk IR: Ulfar Steindórsson, Sigurður Svavarsson og Sigurjón Gunnarsson. Reynir — Grótta 1:0 Mark Reynis: Skúli Jóhanns- son. Fylkir — Þór Þorlákshöfn 2:0 Mörk Fylkis: Ómar Egilsson og sjálfsmark Hekla — Hveragerði 3:2 Mörk Heklu: Óskar Pálsson, Ólafur Sigurðsson og sjálfsmark. Mörk Hvergerðinga: örlygur Sigurgeirsson óg Hróðmar Sigur- björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.